Ísafold - 16.08.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.08.1913, Blaðsíða 1
 Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4kr., erlendisð kr. eða l^ dollar; borg- || ist fyrir miðjan júli erletiíis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Rltstjórl: ÓlafuP Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 16. ágúst 1913. 65. tölublað I. O O P. 94819. Alþýoufél.bðkasaín Templaras. 8 kl. 7—9. Angnlækning ðkeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 BorgarstjöraskrifBtofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—8 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 18—8 og 6—7 Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str.UA fid. 8—8 íslandsbanki opinn 10—2'/t og B*/t—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd,—10 siod. Alm. fnndir fid. og sd. 8'/i siöd. Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 8 á helgnm. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2'/«, 6V«—6«/i. Bankastj. 12-2 Landsbðkasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8. Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnio hvern virkangdag kl. 18—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Læknintr ðkeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnio opid lljt—^'/i & snnnud, Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráösskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavíknr Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ðkeypis Pósth.str. ltBmd. 11—12 VlfilstaðahæliD. Heimsðkt. artimi 12—1 ÞjóOmenjasafnio opio a hverjum degi 12—2. Nýja Bíó sýnir í kvöld og næstu kvöld: Úr íþróttalífisfórborgatina Sirkus-drama i 50 atriðum. A myndinni er sýnt eitt hið stærsta rándýrasfn í Evrópu. Ath. línudans Ullu yfir rándýxabúrinu. Eldhúsdagurinn. Sú er þingvenja orðin á alþingi, að segja stjórninni sérstaklega til syndanna þann dag, er fjárlögin koma til framhalds 1. umræðu. Þenna eldhúsdag bar að þessu sinni á miðvikudaginn var, en þótt máltækið segi »miðvikudagur til moldar* og kveðið væri all ríkt að því af and- stæðingum stjórnarinnar, að hún væri moldarhaý, varð niðurstaðan þó sú, að ráðherra enn af nýju kvaðst eigi vikja fyrir neinu nema vantrausts- ályktun frá meirihluta, að minstakosti þjóðkjörinna þingmanna. En slik vantraustsályktun mun eigi á hraðbergi hjá andstæðing- um stjórnarinnar á þingi. Horfur því þær, eins og Isaýold gerði ráð fyrir í síðasta blaði, að stjórnin sitji fyrst um sinn og þing verði rofið í haust. Þessa lausn á þingflækjunni ættu bæði þingmenn og aðrir, sem um landsmál hugsa að »era sér ljósa og því vinna af einlægni að þvi, að hentug stjórnarskrárbreyting nái fram að ganga á þessu þingi, svo að tvær flugur verði slegnar í einu höggi við nýjar kosningar: Greitt úr flækjunni og fengin nauðsynleg stj órn arskrárbrey ting. Stjórnarskrárnefnd neðri deildar mun í þann veginn að ljúka starfi sínu og mun því væntanlega í næstu viku færi á að meta starf hennar hér í blaðinu. Sjálfar eldhúsdagsumræðurnar voru með grimmasta móti, og énduðu með hreinum Hjaðningavígum milli einstakra þingmanna. Hér fylgir dálítið ágrip af nokkrum helztu ræð- unum. Umræðurnar: Benedikt Sveinsson: Þann 25, júlí í fyrra hélt ráðherra ræðu um leið og hann tók við ráðherraem- bættinu. Hann kvaðst þá ætla að vinna að því aðallega þessu sinni: að efla jrið í landinu, að auka láns- traustið út á við og að leiða sam- bandsmdlið til viðunanlegra lykta. Alt þetta hefir honum mistekist. I stað þess að efla frið hefir hann tvístrað, svo að aldrei hefir verið meiri sundr- ung en nú. Þetta friðarhjal ekki annað en ósk um að fá að sitja sjálfur i friði að völdunum eins og Mexikóstjórnirnar. Lánstraustið út á við hefir ráðherra eflt á þann hátt að útvega okkur lán hjá Stóra- Norræna með sömu kjörum og hálf- viltum þjóðum þ. e. með trygging i tekjum landsimans. Og ekki hefir hann hugsað um að bæta kjör þjóð- arinnar, svo að af því mætti hljótast aukið lánstraust, heldur að eins um embættislaunahækkun og nýja skatta. Sambandsmálið vita allir hvernig hef- ir farið um, enda til þess stofnað af fullkomnu óráði. skammsýni og ráð- leysu. Niðurstaðan smánarboð, sem fordæmd hafa verið af íslendingum. Fróðlegt væri að bera saman ráð- herraferil H. H. og B. J. Hinum seinna verið legið á hálsi fyrir of slaka framkomu í sambandsmálinu og fylgismenn núv. ráðherra talið hann hafa framið fjárlagabrot, verið of frændrækinn (systursonurinn) flutt með röngu myndir úr alþingishús- inu í ráðherrabústaðinn o. s.frv. En ef grant er skoðað mun það sannast, að H. H. hefir minsta kosti verið fult eins *frændrækinn« og þarf eigi meira á það að minnast, — og mál- verkunum hefir hann ekki skilað aftur. Þá er afstaða ráðherra til íslands- banka. Þar var hann ráðinn banka- stjóri 1909, þegar hann lét af ráð- herraembættinu — og skrapp úr bankastjórastöðunni aftur upp i ráð- herrastólinn. Jafnvel fylgismönnum ráðherra heíir þótt hann of hlutdræg- ur viðvíkjandi íslandsbanka. Er það ilt ef bankinn fær stjórnina til að sjá gegnum fingur með sér. Bank- inn hefir t. d. lánað út á hlutabréf sín, en það má hann ekki samkvæmt reglugerðinni. Hann hefir ekki ávalt uppfylt seðlaútgáfuréttar-reglur. Bank- inn átti að efla innlenda atvinnuvegi, en í stað þess hefir hann lánað er- lendum stórgróðafélögum jafnvel alt að '/3 hluta veltufjár sins. Þessi fyrirtæki hafa svo eigi reynst nógu trygg og mun verðlækkun á hluta bréfum bankans í seinni tíð stafa tals- vert frá því. Og kemur það allmjög þinginu við, þar sem landssjóður tryggir hluthöfum svo og svo mik- inn arð af þeim. Þá mátti bankinn ekki reka sparisjóð, en hefir farið kringum það ákvæði, með þvi, að kalla sparisjóðinn innlán. — I öllu þessu er um eftirlitsleysi af stjórnar- innar hálfu að ræða, en bankanum sjálfum getur staðið hætta af, ef hann fær of slakan taum. — Þá hefir stjórnin og lagt opinbera sjóði i hlutabréf íslandsbanka, t. d. minn- ingarsjóð Kristjáns Jónssonar, hluta af minningarsjóði Herdísar Benedikt- sen o.fl. Þetta er mjög varúðarverð ráðstöfun, að leggja opinbera sjóði í einkastofnun, sem getur verið svo og svo fallvalt fyrirtæki. Eg álít að milli íslandsbanka og stjórnarinnar sé að tefla um hneykslanlega sambúð. Ráðherra er nýskroppinn úr bankan- um og ætlar sér í hann aftur. Greiði kemur móti greiða, velvild móti vel- vild. Fyrst kastaði þó tólfunum, er ráð- herra sargaði það út hjá dönsku banka- ráðsmönnunum í vor, að gera há- yfirdómarann, að bankastjóra, einmitt um sama leyti og hann er að semja launahækkunaifrumvafp handa háyfir- dómaranum, a f þ v í að hann megi ekki fást við annarleg störf. Liklega ber að skilja þetta svo, að þingið hafi fengið bankalán í ís- landsbanka í fyrra, er hann léði einn bankastjóra sinn i ráðherrasessinn og hefir ráðherra nú verið að borga vextina af því bankaláni, með því að leggja háyfirdómarann inn í bankann! (Hlátur). Enn hefir ráðherra reynst alt of hlutdrægur bæði gagnvart Sameinaða félaginu og Steinoliufélaginu. Hann lagðist móti kaupi á strandferðabát- unum í fyrra. Afleiðingin af því voru samgöngusamningarnir í vetur, sem færa þjóðinni minsta kosti 200 þús. kr. tap. — Fiskifélag Islands kvartaði í vetur þunglega undan af- skiftum stjórnarinnar af steinolíu- málinu, svo hefir hún verið hliðholl D. D. P. A. — En D. D. P. A. er líka leiguliði ráðherra. Þá er og aðfinsluvert undirbúnings- leysið á stjórnarfrumv. og leyndin á þeim.' Engin samvinna milli stjórn- arinnar og þjóðarinnar. Loks er á að minnast afstöðu ráð- herra gagnvart þinginu. Engin sam- vinna þar í milli. Og ef stjórninni væri ant um hana, ætti hiin að krefj- ast traustyfirlýsingar. En það hugs- ar ráðherra ekki um, heldur að eins þetta, að hanga við völdin. En þessi stjórn er hugsjónalaus, steýnulaus og íylgislaus, 0$ kefir ekk- ert við völdin að gera. Lárus H. Bjarnason flutti itarlega ræðu um samgöngusamningana og vitti þá mjög, hversu miklu verri væri kjörin mi en eftir samningi B. J. 1909.1). Sýndi hann fram á það með tölum hve mjög ferðum hefði fækkað, en far- og farmgjöld hækk- að. Skal eigi út í þá sálma farið hér, með því að það var gert í vet- ur hér í blaðinu, er samgöngusamn- ingarnir voru mest á döfinni. Ræðumaður spurði þvi næst: Hví urðu kostirnir svona þungir? Samningarnir 1909 voru gerðir til 10 ára. Það var mikill kostur, þó ella mætti og megi að þeim finna. Því var ekki haldið í kosti 10 ára samningsins? Af því, mun ráðherra svara, að strandferðir fengust eigi með öðru móti en að linað yrði á kröfum landsins, og Thorefélagið al- veg máttvana, svo að mál fyrir samn- ingsrof hefði ekkert haft upp á sig. En þetta er staðhæfing ein. Og heimild hafði ráðheira eigi til annars en að breyta samningum um strand- ferðir og millilandaferðir að því leyti, að leyfa hækkun á fargjaldi á hrað- skreiðustu skipunum fyrir erlenda ferðamenn, og umhleðslugjald. Ráðherra átti að halda Sam.fél. við samninga og enga slökun að gera aðra en eftirgjöf vörutollsins á kol- um. — Hvi gekk ráðherra ekki fast- ara að Thore og þvingaði það til að halda sömu töxtum og hingað til? Eða ef breyta þurfti, því bar hann þá ekki þær breytingar undir des- emberfundar-þingmennina? Bjarni frá Vogi vítti stjórnina fyrir auðmýkt alt of mikla gagnvart dönsku stjórninni í fána-ránsmálinu 12. júni, þar sem hún í bréfi sínu hefði kall- að það »en ubetydelig Aflære« og bréfið mjög unl of á þá leið að skýra frá verndunar-ráðstöfunum stjórnarinnar gagnvart dannebrog. — Enda ráðherra enga leiðrétting fengið hjá dönsku stjórninni í því máli. GuQmundur Eggerz lýsti samúð sinni með ráðherra i ráðherratíð hans 1904—1909, einkum þakkaði hann ') Gleður það auðvitað I s a f 0 1 d, hve mjög komið hefir i ljós upp á síðkastið, hve góðir þeir samningar voru og að sú viðurkenm'io- hef!r tin rutt sér til rúms hæði hj:\ I,. VI. )?. D/ ckki taum öðrum, sem dálitið öðruvísi söng 1 fyrir 3—4 arum. ráðh. Uppkastið 1908. En nú hefði hann klofið Heimastj.flokkinn og komið fram með ýms frv., sem hann gæti eigi fylgt. Framkoma stjórnar- innar i fána-ránsmálinu einnig siæleg. Þar sem danskur sjóliðsforingi hefði tekið islenzkt merki með ísleHzkum litum af islenzkum manni á íslenzk- um róðrarbát, hefði þurft miklu alvarlegri mótmæli. Lauk hann ræðu sinni á þá leið, að nú væri komið breitt og straumhart sund milli ráðherra og N.-deildar, sem þingræðið væri að drukna í. Skúli Thoroddsen taldi upp mjög mörg óhöpp, sem elt hefðu ráðherra, og var það mestmegnis hið sama, sem fyrri ræðumenn höfðu minst á, svo að eigi er ástæða til að rekja það frekara hér. Ráðherra kvaðs verða að tína at- riðin upp eins og hann hefði ritað þau hjá sér. Því engin samanhang- andi ræða. Benedikt Sveinsson hefir mjög fengist við það búrverkið í dag að þeyta flautina og haft sig mjög frammi um að koma þyrlinum upp. Hann sagði, að eg hefði eigi aukið traustið út á við. En Róm var eigi bygð á einum degi. Það þarf nokk- uð til að vekja aftur horfið traust á heilli þjóð, sem glópaldar með glap- ræði voru búnir að glata. Ásökunin um að eg hafi eigi eflt það, heldur vakið sundrung, er röng. Miklu meiri ró, friður og spekt í opinber- um umræðum síðasta árið, betri tónn í blöðunum, þegar frá er tekinn In^-ólfur, sem réttast er að reikna aldrei með. Engin sundrung meðal þjóðarinnar. Hér að eins klofningur í einum þingflokki, en engin skoð- anabreyting í aðalmálum þjóðarinnar. Eg skil ekki ásökuna um, að eg hafi með landsímaláninu stofnað láns- trausti voru í voða. En það vil eg leggja öllum á hjarta að vinna með stillingu og skynsemi að því að rétta við traustið á oss, svo að eigi kveði jafnmikið við og nú, hvar sem láns er leitað: Hvað eru íslendingar að hugsa, hverskonar þjóð er þetta? Þá var þingmaðurinn að tala um ófarir minar í sambandsmálinu — máli sem hann er ekki verðugur að nefna. Hann kallaði það dirfsku að vekja málið upp aftur eftir atburð- ina 1908. Én man þingm. ekki hvernig fór við síðustu kosningar, þá féllu þeir eins og flugur — meiri- hlutamennirnir 1909. (Benedikt Sv.: Það var af öðrum ástæðum!) Og Fjárlaganefndin og skáldin. »Margarínið« og >leirinn«. Nefndarálit fjárlaganefndarinnar í neðri deild er komið á prent fyrir nokkurum dögum, og megin breyt- inganna, sem það fer fram á, frá fjárlagafrv. stjórnarinnar, hefir þegar verið getið hér i blaðinu. Ein þeirra er sú, er nefndin vill gera á skálda- styrknum. Með leyfi ritstjórans langar mig til að leggja nokkur orð í belg um það mál. Því að mér fmst. breyt- ingartillaga nefndarinnar óheppileg og að sumu leyti xanglát. Eg veit nú vel, að. það er ek,ki vinsælt verk, að mæla bót »bitling- unum« svonefndu. Fjöldi manna, sem eðlilega ber fremur lítið skyn á mikilvægi lista og bókmenta, hefir vanið sig á að trúa þvi, að sú fjár- veiting sé óþörf og ætti helzt engin að vera. Og á þingmálafundum æpir hver þetta eftir öðrum. Og vantraustsyfirlýsingiin til mín 1909 var röng! Því fekk eg sannanir fyrir úr nærri hverjum hrepp landsins. — Þá fór hann að tala um frum- varpið í vetur, sem hann kallaði grútinn. í þvi voru aðeins sett upp i frumvarpsformi þau atriði, sem þurfti að breyta til þess, að málið fengi framgang í Danmörku. Það voru ekki mínar tillögur. Eg vildi ekki skrifa undir þetta frumv., sem mitt frumv., er dönsku ráðherrarnir fóru fram á það. Þetta mál átti að verða flokksprogram, ef raenn hefðu viljað ganga að því, en aldrei mitt program. Eg persónulega ápægður með frv. 1908. — Raunar neld eg, að siðar verði viðurkent að frumv. í vetur hafi falið í sér öll meginat- riði, sem oss reið á og að tilslakan- irnar hafi verið meira formlegs efn- is en efnislegs. En hvað sem því líður, þá er eg sannfærður um, að samkomulagstilraunanna í fyrravor, hins svonefnda bræðings, mun síð- ar meir minst sem mesta og bezta sporsins — til að leiða sambands- málið til lykta. Frá þessum stefnumálum lautþing- maðurinn svo afarlágt, er hann fór að tala um málverkin i ráðherrabú- staðnum! Eg hefi raunar aldrei ver- ið í þeirra manna tölu, er lágu B. J. á nálsi fyrir að flytja málverk og húsgögn Iandsins i ráðherrabústað- inn, eftir að hann var orðinn opin- ber eign — eg áleit það alveg rétt- mætt. En þar fyrir er svo guðvel- komið, að eg skili öllum málverkun- um aftur — hefi þegar skilað helm- ingnum. Þá talaði þingm. um, að eg hafi verið hliðhollur Islandsbanka, en jafn- framt sýnt kulda gegn Landsbankan- um. Því neita eg alveg, að nokk- uð það hafi komið fyrir, er gefi nokkura ástæðu til að ásaka mig um kulda til Lb., hefi aldrei stigið á það stráið, sem honum mætti til miska verða. Og jafnröng er ásökunin um hlutdrægni til hagsmuna íslands- banka. Með öllu er það og raka- laust, að íslandsbanki hafi selt sín eigin hlutabréf gegn veði í þeim. Bankinn hefi aldrei átt sjálfur eitt einasta hlutabréf, en hlutaféð verið fult innborgað. Hitt komið fyrir að bankinn hefir selt hér hlutabréf fyrir aðra. Og satt, að hann hefir iánað út á þau bréf, eins og önnur aktíu- bréf samkv. skýlausri heimild i reglu- gerðinni frá 20. nóv. 1907, 13. gr. — Þá er ásökunin um. að bankinn þingmennirnir, þeir sem framar flestu öðru hugsa um að glata ekki hylli kjósendanna, sjá sér þann kostinn beztan, að taka i sama strenginn. En sæmra væri þeim nii samt að beina almenningsálitinu í rétta átt, í stað þess að fara eftir hleypidómum, sem æfinlega eru sprotnir af þekk- ingarleysi í einhverri mynd. Ætli sumir þeir, sem mest mæla gegn styrk til lista og bókmenta, hafi gert sér vel ljóst, hver kjör þessi litla þjóð býður skáldum sínum og listamönnum? Eða hve miklu erf- iðara slíkir rpenn eiga aðstöðu með vorri litlu þjóð en með stórþjóðun- um? Óskandi væri, að þingmennirnir v^ldu •flytja dálítið erindi um pað fyrir kjósendum sínum. Fjárlaganefndin vill bersýnilega fara eftir óánægju-yfirlýsingu þeirra, sem mótfallnir eru þvi að styrkja skáldin; sízt af öllu vill hún láta skoða fjárveitinguna til þeirra sem árleg laun, »heldur annaðhvort styrk til þess að vinna að ákveðnu verki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.