Ísafold - 16.08.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.08.1913, Blaðsíða 2
256 ISAFOLD hafi eigi stutt atvinnuvegina! Er það eigi að styðja þá, að hafa kotn- ið upp botnvörpunaautgetðinni — frd rótum ? En það heíir Islands- banki gert að mestu. Um lánm til miljónarfélagsins það að segja, að það íélag er stærsti at- vinnurekandi landsins, og því vegna þeirra landsmanna, er atvinnu hafa hjá því, verið farið langt i lánum, svo að félagið gæti staðist. Og verðfallið á fslandsbanka hlutabréfnm held eg, að stafi eigi af þeim lánum, heldur af íslenzkum rógi. Um sparisjóðsrekstur íslandsbanka það að segja, að eg veit ei hvar honum er bannað að taka móti spari- sjóðsfé! Þetta sem þingm. gerir svo mikið úr að stjórnin hefði keypt íslands- bankabréf fyrir 10,000 kr. minning- arfcjóð Kristjáns Jónssonar eru raka- laus ósannindi, þvi kaupm. G. Zoega afhenti stjörnarráðinu sjóðinn í Is- landsbanka hlutabréfum! Og átti stjórnin þá að gera hann afturreka? Annars litið af sjóðum þannig ávaxtað. Fáránleg vitleysa var aðdróttun þingmannsins til mín út af D. D. P. A. f ^sambandi við leigu þess á húsi mínu. Sá samningur löngu undirskrifaður áður en nokkur gat vitað, að steinolíumálið kæmi til þingsins eða minna kasta. Um frumvarpa leyndina vil eg segja það, að ef heimta á af stjórninni, að hún birti sín frumvörp fyrirfram, þá er sannarlega meiri þörf á að heimta það af þingmönnum. Þingmaðurinn var að lokum að fárast yfir því að eg skyldi sitja við völdin. En eg skal segja honum vegna hvers eg sit — hvað sem persónu- legum tilfinningum mínum líður. Eg álít það skylclu mína, að hamla því í lengstu lög, að hann og hans nótar fái færi á þvi að leiða lanc þetta Þ ógöngur. Því spyrni eg móti í lengstu lög. En auðvitað fer eg, ef þingmenn lýsa á mér vantrausti, meiri hlutinn. En þótt þingmaðurinn segi, að eg hafi hér í deildinni á móti mér meirihlutann, 13 af 25 þá hefi eg mikla freistingu persónulega til að álíta þá að eins 12 — af því að hann er sá þrettándi! Þá sneri ráðherra sér að sam- göngusamningunum. Það er ekki rétt að farmgjöld hafi hækkað neitt frá því sem Sam. félagið áður gat sett þau, hitt er satt að það þar til nú hefir flutt sumar vöru- tegundir frá Englandi til íslands fyrir lægra farmgjald en taxtinn heimtaði. Fargjöldin hafa hækkað litillega við það að aukafargjald er greitt í við bót við fargjaldið milli íslands og útlanda ef menn fara lengra en til Akureyrar, en í móti þessari lítil- íjörlegu hækkun kemur sú ívilnun, að félagið hefir tekist á hendur að flytja endurgjaldslaust póst í milli hafna á íslandi í millilandaferðunum og álít eg að sú ívilnun sé miklu meira virði. Það var gert alt sem hægt var til þess að halda Thore- félaginu að samningnum, en félagið var svo statt, að ef það hefði ekki að öllu leyti verið leyst frá samn- ingnum hefði það orðið gjaldþrota. Það eina sem hægt vár að fá það til var að flytja póstinn fyrir ákveð- ið verð, 6000 kr., í stað þess eftir taxta, sem orðið hefði miklu meira. Bjarni frá Vogi þakkaði fjárlaganefnd inni fyrir þá stefnu, sem kæmi fram í því að hún vildi hækka laun kenn- aranna við Mentaskólann, en þegar eg kom fram með frumvarp, sem fór nákvæmlega fram á það sama fekk eg ekkert annað en skammir. Sami maður var að tala um fána tökuna og spurðist fyrir um hvað í því máli hefði verið gert. Mannin- um var skilað aftur fánanum óskemd- um og forsætisráðherra Dana skrif- að, og svaraði htinn, að foringinn á Fálkanum hefði engar sérstakar fyr- irskipanir haft hér að lútandi heldur átt að fylgja sömu reglu sem fyrir- rennarar hans. Bréfið til lögreglu- stjóranna var nauðsynlegt vegna til- lögu þeirrar, er Bjarni frá Vogi fekk samþykt í Barnaskólaportinu og vegna þess að þegar höfðu verið gerðar árásir á löghelgaða ríkisflaggið. Það er rangt sem hér hefir verið sagt að öll stjórnarfrv. séu fallin; með þeim sem eg sjálfur hefi tekið aftur eru aðeins 13 úr sögunni, og eru þá 21 eftir, því að alls voru þau 34. Það hefir verið sagt að alt visnaði í hönd- um stjórnarinnar og því ætti hún að fara frá, en ef það er tilfellið að hér i deildinni sé rekin »Visne Poli- tik« — þá skai eg geta þess að gagnvart sliku er i öðrum löndum gripið til annara ráða en stjórnar- skifta. En óski meirihluti þjóðkjör- inna þingmanna, að eg láti af stjórn er eg fús til þess, enda þótt eg gæti krafist þess að meira en helmingur þingins óskaði þess, því að konung- kjörnir þingmenn hafa alveg jafn- mikinn rétt sem þjóðkjörnir til þess að hafa áhrif á það hver með stjórn- ina fer. Valtýr Guðmundsson var óánægður með hve mjög fé opinberra sjóða væri ávaxtað í Islandsbanka, t. d. Fiskiveiðasjóðsins, Ræktunarsjóðsins; það væri í raun og veru ekki rétt að segja að féð væri ávaxtað í íslands- banka, þvi að það væru keypt fyrir það hlutabréf í nefndum banka, eða með öðrum orðum, það væri bein- línis »spekúlerað« með peningunum, en slíkt mætti alls eigi eiga sér stað. Það væri algild regla í öllum bönk- um, að þeir lánuðu ekki út á sin eigin hlutabréf, því að við það rýrist sú trygging, sem er í hlutafénu. Það sem annars sérstaklega mætti finna stjórninni til foráttu væri undir- búningsleysið að því er löggjafarmál snerti, t. d. hefðu launalögin verið óundirbúin, þingið lenti í samgöngu- málaógöngum á hverju þingi sakir undirbúningsleysis af hálfu stjórnar- innar. Sama væri um lántökurnar; að þeim væri hrapað og vanalega ekki leitað fyrir sér nema á einum stað, í Danmörku. Annars væri óheppilegra og dýrara að taka mörg lán og smá en eitt stórt. Eins væri með járnbrautarmálið; ráðherra kæmi með það óundirbúið inn á þingið, og væri það honum þó áhugamál. Hann hefði átt að reyna að ná í fleiri tilboð. Þá þótti honum stjórnin um of djarftæk til fjár, sem ekki væri veitt af þinginu, t. d. ef svo væri, að þegar væri farið að leggja í ýmsan kostnað í því trausti að þingið féllist á skilyrðin fyrir láninu til ritsímalagningar. Stjórnin ætti að vera leiðandi krafturinn í þinginu, og væri ófært að ráðherra mælti á móti frv. í þinginu, en sætti sig svo við þegar hann væri borinn ofurliði að fylgja þeim fram til staðfestingar. Annars hefðu allir okkar ráðherrar látið undan konungsvaldinu, Björn Jónsson í þingfrestunarmálinu, Kristján í stjórnarskrármálinu . og Hafstein í lotterímálinu, og hefði þetta vita- skuld veikt hið unga þingræði vort að miklum mun. Þá talaði þingm. allmikið um sambandsmáliðtaldi bræðinginn hafa gert gagn inn á við en ógagn út á við, en þetta sem ráðherra hefði haft í fórum sinum er hann kom úr utanfcrinni fyrir jólin hefði alls eigi verið frambærilegt, en þó hefði ráðherra sagt bæði Politiken og Austra, að hann væri ánægður með árangurinn af för sinni. Þá töluðu Bjarni frá Vogi, Guðm. Eggerz, Einar Jónsson, Pétur Jóns- son tvisvar, Benedikt Sveinsson, L. H. Bjarnason, Eggert Pálsson, ráðherra, Matthías Ólafsson, Magnús Kristjáns- son, Jóhannes Jóhannesson, Tryggvi Bjarnason, Skúli Thoroddsen, Jón Ólafsson, en fátt nýtt kom fram í þeim umræðum, nema hvað þær að miklu leyti hnigu að því hvernig á stæði, að stjórnmálaflokkarnir hefði klofnað í þingbyrjun o. fl. í því sambandi, og iauk fundinum laust fyrir kl. 3 um nóttina, og höfðu þá umræðurnar staðið fullar 10 klst. •--------------------- Gjafir til Heilsuhælisins. 30 kr. gjöf til Heilsuhælisins hefir mér borist frá Runólfi hreppstjóra Halldórssyni á Rauðalæk. Ennfremur afmælisgjöf frá Guðm. Hjaltasyni (sextugum), 10 kr. 19/8. 1913. G. Björnsson. Heiöurs-samsæti verður þeim prófessorunum And- reas Heusler og Carl Lorentzen hald- ið á morgun í Iðnaðarmannahúsinu. Er það háskólaráðið, sem fyrir því gengst. Heusler er nýkominn úr löngu ferðalagi um landið og heldur heim- leiðis á þriðjudag á Botníu eins og próf. Lorentzen. Nýr riddari. Stefán skólameistari Stefánsson er nýlega orðinn dannebrogs riddari. Ýms erl. tíðindi. Friöur á Balkau. Hingað var símað 8. ágúst að deginum áð- ur hafi friður verið undirskrifaður í Bukarest milli Balkanþjóða og Búlgarar samþykt allar kröfur. Eftir því sem ráða má af síðustu blöðum eriend- um voru kröfurnar þessar: Serbar áttu að fá Vardardalinn, Grikkir Salo- niki, Serres, Kavala og Drama, og Rúmenir land að línu milli Tur- tukhai — Dobritsch — Baltschik (sjá landabréf). Búlgarar hafa með öðrum orðum ekkert land borið úr býtum eftír ófriðinn við Tyrki, en mist af sinu eigin landi til Rúmena. Talað er um, að Búlgarar í staðinn fengju sneið einhverja að Egeahafi. Tyrkir kröfðust þess, að fá að halda Adrianopel og færa út kvíarnar frá Enos-Midia landamærum til línu rnilli Adrianopel og Maritza. En sú krafa mætti hinni megnustu mótspyrnu stórveldanna, og er því eigi gott að vita hvað um þessi löndin verður. Mikið er sagt af grimdar- og hryðju- verkum Búlgara í þessum nýja ófriði. T. d. drápu þeir i bæ einum, Doxati, 2500 íbúa af 3000 alls. Þá reiddist Konstantín Grikkjakonungursvo m jög að hann krafðist þess, að Búlgarar væru reknir úr tölu siðaðra þjóða, þeirra er undirskrifað hafa Haag- samningana. Róstur í Kína. í hinu unga kínverska lýðveldi berast þeir á bana- spjótum forsetiitn Yuan-shi-kai og dr. Sun-Yat-sen, sem mestan átti þáttinn í að reka keisarafólkið frá völdum. Norðurhéruðin fylgja for- setanum, en suðurhéruðin doktorn- um. Bakjarlar hans eru og sagðir fapatjir. Geysar grimm borgarastyrj- öld um landið og óvíst talið hver skjöldinn beri þessara tveggja höfð- ingja. Heimastjórn írlands. Frv. um heimastjórn íriands var felt í efri málstofunni 15. júlí með rök- studdri dagskrá frá Lansdowne lá- varði þess efnis, að lávarðadeildin neitaði að taka málið til meðferðar þangað til borið hefði verið undir þjóðaratkvæði. Dagskráin samþykt með 302 atkv. gegn 64. Ólafsorðan lifir. Miklar deil ur hafa staðið í vor í Noregi út af tillögunni um að afnema orður og titla í Noregi og banna Norðmönn- um að bera erlendar orður. Þann 19. júlí kom það mál fyrir stórþing- ið og var þar samþykt með ýj atkv. gegn 47 að afnema orður og titla, en með því að 2/8 atkvæða þarf tii stjórnarskrárbreytinga þar í landi var þetta eigi nægur meirihluti, svo að þetta sinni tókst eigi að koma fram afnáminu. Yfirráðherrann, Gunnar Knudscn, fylgdi afnáminu- eindregið, sömul. Castberg ráðherra, en aðrir ráðherrar vildu halda í orðurnar. Baukahruu í Danmorku. Nýlega varð einn bankanna í Hróars- keldu gjaldþrota fyrir það, að banka- stjórinn, Petersen, hafði »spekúlerað« með eignir bankans á Albertí vísu. Tjón bankans taiið 765 þús. kr. — Piparsveinaskattur á Frakklandi. Fulltrúadeild Frakka hefir nýlega samþykt frv. um, að piparsveinar 30 ára eða eldri skuli að öðru jöfnu greiða 20% hærri skatt en aðrir. Kvenréttinda-hreyfingin brezka. Forustu-skjaldmær brezku kvenréttindakvennanna, frúPankhúrst, hefir í alt vor verið á sífeldu ferða: lagi út og inn úr fangelsunum. í hvert sinni sem hún er komin inn, neitar hún að eta, og til þess að komast hjá hungurdauða hennar er hún jafnan laus látin eftir nokkura daga, því sifelt neitar hún að bragða vott eða þurt, þótt fyrir hana séu bornar í fangelsinu dýrustu krásir. En hún er ei fyr komin út en hún hefur baráttu-róður sinn af nýju og er þá jafnharðan tekin föst. Svona gengur það koll af kolli. En niður- staðan er sú, að frú Pankhurst er nú orðin goð og plslarvottur í augum stallsystra sinna. Prestur — morðingi. Ný- lega kom það fyrir í Svíþjóð, að presturinn Nyström skaut tii bana yfirmann sinn, er verið hafði Astrand prófast. Astæðan sú, að prófastur hafði sett Nyström af vegna drykkju- skapar. Eimskipafólags-hlutaféð eftir sýslum. Fyrir viku var gert upp, hvernig hlutaféð í íslenzka Eimskipafélaginu skiftist niður eftir sýslum og reyndist það á þessa leið: Myra- og Borgarfj.s. nál. Snæfellsn.-ogHnappad.s. — Dalasýsla — Barðastrandarsýsla — ísafjarðarkaupstaður — Strandasýsla — Húnavatnssýsla — Skagafjarðarsýsla — Eyjafj.s.- og Akureyri — Suður-Þingeyjarsýsla — Norður Þingeyjarsýsla — Norður-Múlasýsla — Suður-Múlasýsla — Skaftafellssýsla — Rangárvallasýsla — Vestmanneyjar — Árnesssýsla — Gullbringu- og Kjósars. með Hafnarfirði — Reykjav. og Seltjarnarnes— kr. 12.200 6,200 3.000 11.600 10.000 2.500 9.600 9.100 12.000 14.200 5.600 12.600 20.600 8.300 » 7.000 4.500 13.500 16.000 85.000 Alls kr. 264.000 30.000 Frá 3 V.-íslendingum Samtals kr. 294.000 En síðan hafa bæzt við alls rúmar 8000 kr., og enn er talsvert ókomið af undirskriftaskjölum. í þarfir bókmenta og lista, eða verð- laun fyrir unnin verk«. Fyrir því leggur hún til, að þeim verði veitt- ur styrkurinn allur fyrra fjárhagsárið, en ekkert hið síðara. Með því nær hún þeim tilgangi að afnema árlegu launin. Þá mun og að líkindum til þess ætlast jafnframt, að sum þeirra hverfi síðar af fjárlögunum. Eg vona að það verði eigi talin ókurteisi við nefndina, þótt bent sé á, að þessi tillaga sé bygð á nokk- urum misskilningi. Að vilja veita skáldi styrk, til þess að vinna að ákveðnu verki í þarfir bókmentanna, það finst mér bera vott um nokkuð mikinn ókunnugleik á því, hvernig þeir vinna, sem »andanum eru gædd- ir«. Það má skipa manni að 'leggja veg eða slá tún eða moka flór á ákveðnum timum. En anda skálds- ins verða ekki slík takmörk sett. Það er um hann eins og sagt var eitt sinn um vindinn: hann blæs, hvar sem hann vill, og þú heyrir þytinn í honum, en ekki veiztu, hvaðan hann kemur eða hvert hann fer. Eg á því láni að fagna að vera nákunnugur einu skáldanna og fer nærri um það, hvernig bækur hans verða til. Það er Einar Hjörleifs- son. Fyrir 2 árum byrjar hann á nútíðarskáldsögu; en eftir nokkurn tíma leggur hann hana á hilluna, af því að þá legst svo sterkt á huga hans efni úr sögu þjóðarinnar frá 16. öld, að hann hefir ekki frið fyrir þeim hugsunum. Hann tekur að semja skáldsögu um það. Þegar hann er hálfnaður með þá sögu, iýkst skyndilega upp fyrir honum, að einum hluta þess efnis, sem sag- an fjallar um, verði einkar haganlega komið fyrir í leikriti. Og nú hættir hann líka við þá sögu í bili og skrif- ar heilt leikrit á mjög stuttum tíma. Það leikrit er nú fullprentað. Þá tekur hann aftur til við söguna og ætlaði að lúka við hana og láta hana koma út í haust. En þá kemur nýr örðugleiki. Hann og bóksalarnir sjá, að það er óhentugt að láta þá sögu koma út samtímis leikritinu. Fyrir því varð hann að snúa sér að nýrri bók og ritar í sumar tvær sögur, sem koma eiga út í hausl ásamt öðrum eldri sögum. Þetta ætti að nægja til að sýna fram á, hve óskynsamt er að veita styrkinn til að vinna að ákveðnu verki. Það er nú einu sinni munur á ritstörfum og mokstri. Engir þurfa fremur að njóta fulls frelsis i þessum efnum en skáldin. Og það er hið mesta tjón ef þan mega ekki vinna að því, sem efst er í huganum á hverjum tima. Hinu, sem lagt er á hilluna í bili, skýtur síðar upp á yfirborðið, og verður þá efst og ríkast í huganum. Þá er þess fæðingartími kominn. Eg get heidur ekki samsint því, að skáldstyrkurinn eigi aðallega að vera verðlaun fyrir unnin verk. Hann ætti með vorri litlu þjóð fyrst og fremst að vera til þess, að gera þeim mönnum, sem þjóðin telur sér andlega arðsvon i og sóma að eiga, mögulegt að gefa sig við þeirr i tegund ritstarfa, sem þeim lætur bezt og gáfur þeirra stefna í. Þegar slíkur maður hefir sýnt sig að vera fæddur með aðalsmarki list- arinnar, ætti þjóðin að skoða það helga skyldu sína, að reyna eftir föngum að hjálpa til þess, að hann fái notið sín, ef hann á erfitt aðstöðu í lífinu. Bjarni Thorarensen var amt- maður og þurfti ekki styrks við; en Jónas Hallgrímsson átti erfiðara, hann hefði þurft hans við — en hann dó ungur og í mikilli fátækt. En þá var ekkert löggjafarþing til hér; þá réð islenzka þjóðin ekki sjálf fjármálum sínum. En nú er hún betur stödd — með- fram fyrir hvatningar Bjarna og Jónasar. Þing og þjóð mega ekki gieyma þvi, að vér verðum að nota tækifærið, meðan það gefst. Góð skáld eru ekki æfinlega uppi með þjóð vorri. Skáldgáfan verður ekki lærð. Vér fáum ekki stappað þau upp úr mölinni, þegar oss þykir hentast. Hitt er oss til sóma, að veita þeim verðlaun á efri árum, svo sem mak- legan þakklætisvott. Enda munu fáir telja eftir, hvernig þingið fer með Matthias og Steingrím. Þeirra skáldstyrkur er verðlaun. Onnur aðalbreyting á skáldastyrkn- um hjá fjárlaganefndinni er sú, að hún fer í einkennilegt manngreinar- álit og færir tvö þeirra niður, þá Einar Hjörleifsson og Þorstein Er- lingsson — hvorn um 400 kr. Ef stungið hefði verið upp á að hœkka tvö af þessum 6 skáldum, sem hér ræðir um, mundi eg hafa talið vafa- iaust, að þeir tveir hefðu verið til nefndir. En svo kynlegur virðist smekkur, að minsta kosti sumra i nefndinni, að þeir vilja setja þá báða skör lægra en Guðmund Magnús- son. Honum einum ætlar nefndin 2400 kr. Þetta virðist mér beinlínis rang- látt, og naumast sæmandi listasmekk þingsins. Eg vil ekki gera lítið úr G. M.; en mér dettur sízt í hug að setjæ hann hærra hinum. /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.