Ísafold - 20.08.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar §
í viku. Verð árg. |
4kr., erlendis 5 kr. 1
eðal^dbllar; borg- |
ist fyrir miðjanjúH I
erlendis fyrirfram. I
Lausasala 5 a. eint. 1
ISAFOLD
Uppsögn (skrifl.)
jj bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in só.til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
I| só kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentstpiðja.
Ritstjóri : Ólafup Björnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 20. ágúst 1913
66. tölublað
I O O F.
^48219.
Alþýðufél.bókasaf'n Templaras. S kl. 7—9.
Augnlækning ðkeypia i Lækjarg. 2 mvd. 2—3
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daea 10—8
Bæjarfógetaskrifstofán opin v. d. 10—2 og 4—7
Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7
Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str. UA fid. 2—8
Islandsbanki opinn 10—2'/« og 5>/i—7.
K.F.D.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 siM.
Alm. fundir fid. og sd. 8>/i siod.
Landakotskirkja. Gnosþj. 9 og 6 á helgum.
Landahotsppítali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn ll-2'/i, 5>/t—8>/t. Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—3 og 6-8. Útlán 1—8.
Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Landsféhirðir 10—2 og B—6.
Landsskjalasafnið hvern virkanfdag kl. 12—2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd.ogfsd. 12—1
Xattúrugripasafníð opið l>/«—2>/i a sunnud.
Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talslmi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt
(8—10) virka daga helga daga 10—8.
Tannlækning ókeypis Pösth.str. UB md. 11—12
Vifilstaðahælið. Heimsókt-artlmi 12—1
Þjóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12—2.
Nýja Bíó
sýnir í kvöld og næstu kvöld:
Járbrautarferð í Kali-
forníu.
Listamyndir frá einum af fegurstu
svæðum jarðarinnar.
Eftirlætið í skrifstofunni.
Amerísk gamanmynd.
Tengdamamma.
Amerísk gamanmynd.
Aðalhlutverkið leikur Mr. Bunny.
Þakjárn
ýmsar lengdir,
er langódýrast í
verzlun B. H. Bjarnason.
Sigfús Biöndahl
Rödingsmarkt 57, Hamburg 11.
Inn- & útflutningsverzlun.
Umboðsverzlun.
Allar islenzkar vörur seldar
hæsta verði.
Símnefni: Blöndahl. — Hamburg.
Ofna og eldavélar
selur
Kristján Porgrímsson.
Minningarsjóður
Björns Jónssonar.
Tekið móti gjöfum í skrifstofu og
bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun-
inni Björn Kristji"sson og verzlun
Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi.
Nýjar bækur:
Ljósaskifti,
ljóðabálkur um kristnitökuna áíslandi,
eftir Guðmund Guðmundsson skáld.
Verð 0.85.
Friður á jörðu,
eftir Guðmund Guðmundsson skáld.
2. útgáfa. Verð 0.75.
Hví slær þú mig?
Erindi Haralds Níelssonar prófessors
um dularfull fyrirbrigði.
Verð 0.40.
Fjármaðurinn,
eftir Pál Stefánsson frá Þverá.
Verð 1 kr.
Fást í bókverzlununum.
Stjórnarskrármálið
1.
Snemma á þinginu báru þeir Bjarni
frá Vogi, Skúli Thoroddsen og Bene-
dikt Sveinsson fram mjög djiiptækt
stjórnarskrárfrumvarp. Nefnd 7
manna var skipuð til að ihuga það.
Alit hennar er nú komið. Hiin hefir
klofnað. í minni hluta er Bjarni frá
Vogi einn, í meiri hluta eru Jón
Magniisson, Jóhannes Jóhannesson,
Pétur Jónsson, Lárus H. Bjarnason,
Jón Ólafsson og Stefán Stefánsson.
Þrír hinir síðastnefndu haía þó und-
irskrifað nefndarálitið með fyrirvara.
Skal nú greint nokkuð frá tillög-
um meiri og minni hluta.
Meiri bluta álitið.
í áliti meiri hlutans segir, að mál-
ið hafi rætt verið all-ítarlega á 12
nefndarfundum og meiri hlutinn
komist að þeirri niðurstöðu að halda
sér í öllum aðalatriðum við frum-
varpið frá 1911.
En helztu breytingarnar frá þvi
eru, að fjölgun ráðherra er ekki stjórn-
arskrár-ákveðin, heldur leyft að breyta
tölu þeirra með einföldum lögum
og jafnframt ákveðið, að landritara-
embættið leggist niður, ef ráðherr-
um sé fjölgað.
RikisráSsákvæQið er felt burtu, en
í stað þess sett inn í frv., að ráð-
herra íslands skuli bera upp fyrir
konungi lög og mikilvægar stjórnar-
ráðstafanir par sem hann (þ. e. kon-
ungur) ákveður.
Tvískifting þingsins vill meiri hlut-
inn halda, skipa neðri deild eins og
nii er gert, en efri deild skipuð 14
pingmonnum kosnum hluttallskosningu
i einu lagi um land alt. Auk þess
skal kjósa 14 varaþingmenn til efri
deildar.
Kjörtimabilið vill meiri hlutinn
ákveða 4 ár til neðri deildar, en 8
ár til efri deildar og fari helmingur
efri deildar þingmanna frá 4. hvert ár.
Kosningaréttur. Hann vill meiri-
hlutinn ákveða á þessa leið:
»Kosningarétt við óhlutbundnar
kosningar til alþingis hafa karlar og
konur, sem fædd eru hér á landi
eða hafa átt hér lögheimili siðastlið-
in 5 ár og eru 25 ára, er kosningin
fer fram; þó getur enginn átt kosn-
ingarrétt, nema hann hafi óflekkað
mannorð, hafi verið heimilisfastur i
kjördæminu 1 ár og sé fjár sins ráð-
andi, enda ekki í skuld fyrir þeg-
inn sveitarstyrk. Ennfremur eru þau
skilyrði sett, að hinir nýju kjós-
endur, konur, og þeir karlmenn, er
ekki hafa kosningarrétt samkvæmt
stjórnarskipunarlöguuum frá 1903,
ýái ekki rétt pann, er hér rœðir um,
oll i einu, heldur pannig, að pegar
semja á alpingiskjörskrd i nasta sinn
ejtir að lög pessi eru komin í gildi,
skal setja á kjörskrána pá nýja kjós-
endur eina, sem eru 40 dra eða eldri,
00- að öðru leyti jullnagja hinum al-
mennu skilyrðum til kosningarréttar.
Nœsta ár skal á sama hátt beeta við
peim nýjum kjósendum, sem eru 39
ára, 0% svo Jramvegis, lakka aldurs-
markið um eitt ár í hvert sinn, til
pess er allir kjósendur, konur sem
karlar, haýa náð kosningarrétti svo
sem segir i upphafi pessarar qreinar.
Nú hafa hjón óskilinn fjárhag, og
missir ekki konan kosningarrétt sinn
fyrir þvi.
Með sömu skilyrðum hafa karlar
og konur, sem eru j$ ára eða eldri,
hosninqarrítt til ejri deildar. Að öðru
leyti setja kosningalög nánari regl-
ur um kosningar og um það, í
hverri röð varamenn skuli koma í
stað aðalmanna í efri deild«.
Kjörgengi. Kjörgengur til neðri
deildar alþingis er hver sá, sem
kosningarrétt á til deildarinnar; kjósa
má samt þann mann, sem á heima
utan kjördæmis eða hefir átt þar
heima skemur en eitt ár. En heim-
ilisfastur skal hann hafa verið á ís-
landi að minsta kosti síðasta árið
áður en kosning fer fram. Kjör-
gengi til efri deildar á hver sá, er
kosningarrétt á til þeirrar deildar.
Þeir dómendur, er hafa ekki um-
boðsstörf hendi, eru þó hvorki kjör-
gengir til neðri né efri deildar.
Undanþegnir þessu ákvæði eru
núverandi dómarar landsyfirréttar og
breyting búsetuákvæðisins nær eigi
til þeirra, sem sæti eiga á alþingi,
er stjórnskipunarlögin öðlast gildi
(Valtýr?).
Enn vill meirihlutinn ýella burt
ákvæði frv. 1911 um alpýðu-atkvœði
og hafa að eins neðri deild pingsins
rjújankga og láta kosningar fara
fram eftir þingrof eigi síðar en innan
2. mánaða og stefna þingi saman
eigi síðar en á næsta ári.
Álit minni hlutans.
Minni hlutinn »lætur sér lynda«,
að fyrir brottnám rikisráðsákvæðisins
komi hið nýja ákvæði »þar sem kon-
ungur ákveður*.
En aðalágreiningurinn er um þrent:
1. Fyrirkomulag þingsins: Minni
hlutinn vill að visu hafa tvískift
þing, en að eins 6 af Efrideildar-
þingmönnum hlutfallskosna, en 8
kosna af Sam. þingi.
2. Kosningarétturinn. Hann vill
minni hlutinn að eins binda við 25
ára aldur, en sleppa öllum öðrum
skilyrðum.
3. Kjörgengi. Minni hlutinn vill
binda kjörgengi við 25 ára aldur
eins og kosningaréttinn, en sammála
minni hluta um landsvist sem skil-
yrði kjörgengis.
Auk þessa ber meiri og minni
hluta það í milli, að minni hlutinn
vill eigi láta stjórninni heimilt að
víkja embættismanni frá, nema eftir
dómi.
ef meiri hluti þíngmanna i hvorri
deild óskar þess. 4. Yfirskoðunar-
menn landsreikniuga skulu vera 3
(i stað 2 nú) og kosnir hlutfallskosn-
ingu.
II.
Það sem aðallega fær Isaýold ánægju
í þessu nýju frumvarpi, er það þrent,
að konungkjörna sveitin á nú að
fjúka fyrir ætternisstapa, að yfirdóm-
arar eru undanþegnir kjörgengi og
að leið virðist fundin lit úr ríkisráðs-
þrætunni. — Sá er fyrstur benti á
þessa leið var hr Skúli Thoroddsen í
fyrra vetur einhverntima. ísafold
leizt þá þegar vel á hana og hefir
jafnan gert sitt til bæði leynt og
ljóst að halda henni á lofti. Þessi
miðlunartillaga gerir' hvorttveggja í
senn að taka sáran brodd úr stjórn-
arskránni í augum vor íslendinga og
er auk þess svo löguð, að ómögu-
lega getur valdið staðfestingarsynjun
hjá konungi.
En varhugaverðu ákvæðin í þessu
nýja frv. eru í vorum augum fyrst
og fremst skipun ejri deildar. í frv.
1911 var þó eigi gert ráð fyrir meiru
en 10 af 14 efri deildar þingmönn-
um hlutfallskosnum. En nú á það
að vera öll deildin. Þá (1911) var
að vísu gert ráð fyrir lengra kjörtíma-
bili, 12 árum í stað 8 nii, en kosn-
ingaréttar —- skilyrðið líka nú fært úr
30 upp i 35 ár. Það er mikið íhug-
unarefni, hvort eigi yrði með þessu
fyrirkomulagi riðin of römm ihalds
taug, og mættum vér líta í því efni
t. d. til Dana, hve mjög það hefir
háð þeim að lítið samræmi hefir
verið milli þingdeildanna hjá þeim,
efri deildin (landsþingið) murkað af-
kvæmi neðri deildar (fólksþingsins)
o. s. frv. og verið illur þrándur i
götu þjóðarviljans í ýmsum áhuga-
málum hans svo árum skifti.
Þá þykir oss og nokkuð íhalds-
kend veitingin á kosningarétti til
kvenna og hjiia með þessu 15 ára
skilyrði. Þar tekið með annarri
hendinni það sem gefið er með hinni.
Annars skulum vér eigi að þessu
sinni fara ítarlega lit í stjórnarskrána
— eigi svo mikill timi verið til
íhugunar.
Væntanlega er hugsanleg miðlun-
arbraut í ágreiningsatriðum, sem vinni
það á, að miklu mestur hluti þings-
ins geti sammála orðið um málið,
því að það varðar ákaflega miklu
að þéttur meiri hluti sé að' baki
stjórnarskrá þeirri, er þingið sendir
nii frá sér. t
Helztu aðrar breytingar frá því,
sem nú er, þ. e. breytingar í frv.
1911, sem eigi hefir verið hróflað
við í þessu frv. eru: 1. Konungur
á að vinna eið að stjórnarskrd Islands.
2. Tekið upp í stjórnarskrdna, að
konungur <f ábyrgðarlaus og ýriðhelg-
'ur. 3. Aukaþing skal kallað saman,
Brezkur botnv. strandaði
við Hjörsey á Mýrum seint í vik-
unni sem leiS. Allir skipverjar kom-
ust af, með naumindum þó, og komu
hingað á Ingólfi í gærmorgun og taka
sór farl á Sterling þ. 24. þ. m.
Skiplð sökk von bráðara.
Góðum gestum fagnað.
Síðastliðinn sunnudag var, fyrir
fcrgöngu háskólaráðsins, efnt til heið-
urssamsætis i Iðnaðarmannahúsinu
fyrir þá prófessorana Larl Lorentzen
og ^Andreas Heusler. Sátu það undir
40 manns, en mundu þó miklu
fleiri óskað hafa þar að vera. En
skammur frestur til undirbúnings olli,
að eigi varð náð til þeirra.
Vararektor háskólans, Guðm Hann-
esson, stýrði samsætinu i fjarveru
rektors, Guðm. Magnússonar. Hann
mælti og fyrir minni Lorentzen (á
dönsku). Mintist hann Vesturheims
sem framtiðarlandsins í mörgum
skilningi og benti á hvilíkt gagn oss
mætti að því verða að komast í
meiri menningar-kynning við Ame-
ríkumenn. Lorentzen væri fulltrúi
þeiríar menningar, hingað kominn í
því skyni að kynna sér vora menning
og vinna að nánari kynning milli
Vestanmanna og vor. Samiið vor
fylgdi honum og allar góðar óskir.
Þá talaði Björn M. Olsen prófess-
or fyrir minni Heuslers, hóf mál sitt
á þýzku, en sneri síðan yfir á ís-
lenzka tungu, með því að heiðurs-
gesturinn kynni hana alveg eins og
við hinir. B. M. Ó. mintist eldri
þýzkra íslandsvina, svo sem Kon-
ráðs Maurer, Möbiusar o. fl. En í
tölu niilifandi þýzkra vina íslands
væri Heusler einn hinn bezti, enda
einhver allra-færasti og helzti mað-
urinn í íslandsvinafélaginu. Hans
vináttu mættum vér sjálfsagt, svo
sem margra annara útlendinga, þakka
fyrst og fremst okkar gömlu óvið-
jafnanlegu bókmentum. — Gamlar
sagnir vorar hermdu um nornir við
vöggu ómálga barna, þær er spunnu
örlagaþáttu. Það væri víst, að eins
slik norn hafi verið viðstödd við
vöggu Heuslers: Heillanorn Islands.
Lauk máli sínu á einlægum óskum
um og farsæld og hamingju Heusl-
er til handa.
Carl Lorentzen prófessor þakkaði
því næst fyrir hinar ágætu viðtökur,
sem hér ætti hann að fagna frá full-
trvium háskólans, stjórnarinnar, al-
þingis, blaðanna, iðnaðar o. s. frv.
Kvaðst hingað kominn sem fulltrúi
New-York-háskólans — og skoða
þessar viðtökur sem samúðarvott við
þá stofnun — og ameríska menning.
New-York háskólinn hefir bundist
fyrir því að koma amerískri menn-
ing í nánara samband við norræna
menning. Mér í því skyni verið
falið að ferðast um Norðurlönd og
kynna mér ástandið. í upphafi, þeg-
ar eg fór að berjast fyrir þessari
hugmynd, var hlegið að mér. En
svo tókst mér að vekja eftirtekt
Vestur-Danans, Niels Poulsen á fyrir-
ætlunum mínum og hann stofnaði
sjóð í þessu skyni, er hann gaf til
100.000 dollara. Svo kom og And-
rew Carnegie til, og nú varð það
úr, að 3 norrænir piltar, einn frá
Danmörku, annar frá Svíþjóð og
þriðji frá Noregi voru styrktir til
að fara til Pittsburgh, til þess að
leggja stund á verkleg fræði við há-
skólann þar. Það var byrjunin að
góðri hreyfingu til aukinna kynna