Ísafold - 20.08.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.08.1913, Blaðsíða 2
260 ISAFOLD milli þessara tveggja menninga. Nú er eg hingað kominn til þess að reyna að fá ísland með inn í þessa hreyfingu. Sjóði Poulsens, er sjálf- ur kom til Vesturheims fyrir 40 árum með 2 kr. i vasanum, en á nú margar miljónir — þessum sjóði á að verja til þess að hjálpa efnalitl- um, dugandi piltum áfram í heim- inum — einkum þeim, er stunda iðnfræði; teknisk efni. — — Hingað til íslands kom eg fyrir 25 árum — þá í herþjónusiu. Verð eg að segja að eg ætlaði naumast að þekkja mig hér aftur. Þá voru hér óálitleg timburhús, nú ágætlega bygð steinsteypuhús. Einkum hefi eg fest augun á Lands- bókasafninu og Heilsuhælinu. Þó býst eg við að járngrind mundi hent- ugri í svo stór hús. Hver veit nema Poulsens sjóðurinn geti hjálpað ung- um íslendingum til þess að komast til Ameriku að læra þar nýrra og betra byggingarlag. — Framsóknin er og mikil í öðrum efnum, t. d. er Sláturfélagsskapurinn góður vísir ann- ars meira. Eitt vildi eg mega benda á: í smá^iðnfyrirtækjum er rafmagn- ið miklu hentugra til rekstrar en gasið. I Vesturheimi er reynslan sú, að bæir af líkri stærð og Rvík geta látið bæði rafmagns- og gas- stöð borga sig. Þá gleður mig mjög hin nýja gufuskipafélags-hreyfing og hin al- menna hluttaka í henni. Hún bend- ir ótviræðlega til þess, að þessi þjóð þekkir sinn vitjunartima — og er mér sönnun fyrir heilbrigðri fram- sókn. Það er mikilvægara en flest annað, að þjóðin hafi sjálf í hönd- um samgöngur sínar. Ef til vill kemur sá tími, að gufuskipasamband getur komist á við Vesturheim. Það- an mætti fá miklu ódýrari kornvöru og aftur flytja héðan ull o. fl. Járn- brautarfyrirtækið er og að vísu mjög nytsöm hugmynd, er vafalaust mun gagna mikið öllu landinu og verða gróðafyrirtæki með tímanum. En landið ætti að sjá um járnbrautina. Yfirleitt réttara, þegar til lengdar lætur, að hið opinbera, hvort heldur ríkið eða bæirnir, hafi sjálft í hönd- um slik fyrirtæki. í New-York súpum við t. d. mjög seiðið af því, að einkafélag hefir bæjarsímann. Fyr- ir að eins 600 samtöl á ári verðum við að greiða 48 dollara i símgjald og 5 cent fyrir hvert samtal þar yfir! — Fyrir sjávarútveginn gæti eg hugsað mér, að fiskþurkunarhús, eins og viða eru til vestan hafs, rek- in með rafmagni — mundu geta orðið sjávarútvegnum að miklu haldi. Eitt atriði vildi eg enn minnast á, og það er lika i framsóknaráttina. Þið ættuð allir íslendingar að læra eitt af heimsmálunum og þá helzt ensku við^hlJðina á ykkar eigin tungu. Henni megið þið ekki gleyma, en hugsið yður þann mun fyrir höfundana og alla aðra að kunna ensku jafnvel eins og yðar eigið mál og komast þar með í samband við 90 milj. enskumælandi manna í Vesturheimi og 40 milj. í Bretlandi. Látið alla læra ensku jafnhliða íslenzku I Að síðustu ástkæraí þakkir fyrir viðtökurnar! Heusler próýessor talaði þessu næst og mælti á islenzku með afbrigðum vel. Kvað hann það ganga yfir málsnild sína að þakka öllum þeim íslendingum, er veitt hefðu sér vin- semdarbragð og kvað Islendinga kynlega menn, að vera að þakka sér, því að þeir væru einmitt sínir vel- gjörðamenn, en hann eigi þeirra, með öllum þeim auði bókmenta, náttúrufegurðar og mannkosta, sem þeir ættu og miðluðu af. Fyrir nokkurum áratugum þektu Þjóðver- jar að eins 3 nöfn á íslandi: Heklu, Kröflu og Geysi. En þetta hefir breyzt. Nú eru það eigi vísinda- mennirnir þýzku einir, sem unna ís- landi, heldur líka einfaldir einkamenn, sem elska ísland af frjálsu hjarta sínu. í mínu marki skal þar æ vera að gera ísland þekt og elskað. Eg lofa að vera íslands vinur jafnan og drekk nú skál mína til íslands. Þá talaði Jón Olaýsson alþm. á ensku fyrir próf. Russell frá Spring- field í Bandaríkjunum, sem staddur var í samsætinu, en hann svaraði aft- ur með snjallri ræðu og hafði að lokum yfir Ijómandi fagurt kvæði til íslands, sem ísafold langar til að birta, þegar rúm leyfir. Samsætið fór fram hið bezta og skildu menn eigi fyrr en 2 stundum eftir miðnætti. Þeir héidu báðir heimleiðis í gær á Botníu prófessorarnir Heusler og Lorentzen. Lorentzen prófessor bað Isaýold i gær að skilnaði að flytja öllum Reyk- víkingum, sem hann hefir kynst al- úðarþakkir fyrir viðtökurnar. Hann lét í ljós sérstaka ánægju sina yfir dvöl sinn hér og þá von, að það mætti koma fram í reyndinni, að eitthvert gagn yrði að komu sinni. Efling Landsbankans. Frumvörpin um efling Landsbankans voru um daginn afgreidd úr Nd. til Ed. með miklum atkvæðamun. Þar var nefnd kosin til að íhuga þau, þeir Júl. Havsteen, Eir. Briem, Sig. Eggerz, Hákon og Stgr. Jónsson. Mun hún nú sitja að því starfi og verður vonandi eigi langt að bíða þess, að hún láti frá sér heyra. Á þessi frv. var minst hór í blaðinu um daginn og bent á hversu mikilvœg þau eru fyrir alt viðskiftalíf landsins, þar sem annað þeirra hefir þau áhrif, að bankinn þarf ekki að draga úr veltu 100.000 kr. á ári næstu 20 ár, en hitt »leysir úr læðingi« um 600.000 kr. verðbréf sem nú standa að veði fyrir sparisjóðnum, en þá mætti auka með veltufó bankans. - Ekkert hljóð hefir heyrst utanþings móti þessum frv., nema miður vel hugsuð og eigi sem góðgjörnust grein í Lögr. eftir Einar M. Jónasson. Nærri má geta hver hætta væri á því fyrir landssjóð að taka að sér þessa ábyrgð, þar sem bankinn á 3/4 miljón veltufé (seðlana), um 3/4 milj varasjóð og landsbankahúsið skuldlaust (um 80 þúsund.) Allir þingmálafundir að heita má kröfðust þess í vor, að Landsbankinn væri efldur eftir fremsta megni. Þörfin er svo brýn, að sá bankastjóranna, sem á þingi situr, lýsti því yfir í þingræðu um daginn, að bankinn mundi sama sem engin veðdeildarlán geta veitt í haust, ef frv. yrðu ekki samþykt. Þegar svona stendur á, hvað dvelur þá Orminn langa — að leggja síðustu hönd á verkið og samþykkja frumv.1 ReykjaYiknr-anna.il. Aðkomnmenn. Sira Skúli 1 Odda, síra 01. Briem frá Stóranúpi. Gönguför austur að Odda fóru þeir Jón Helgason prófessor og Sig. Sívert- sen dócent í fyrri viku og eru nú ný- komnir aftur. Skipafregn. Botnia fór til út- landa i gær með fjólda af farþegum, útlendum ferðamönnum, stúdentumo. fl. Síra Sig.. Stefánsson alþm. hefir legið nokkura daga í Landakotsspítala allþungt haldinn af garnakvefi, en er nú í góðum afturbata. Frá alþingi. Fjárlögin eru nú komin gegn um aðal-hreinsunareld alþingis: 2. umræðu í neðri deild. Laugardag, mánudag og þriðjudag stóð sá eldur og út úr honum komu þau eigi lítið breytt. ísafold hefir jafnan áður skýrt frá atkvæðagreiðslunni i fjár- lögum gegnum þingið og mun halda þvi áfram, með því að ætla má, að fólk út í frá hafi gaman af að fylgj- ast með í því, hvernig löggjafarnir snúast við einstökum atriðum fjár laganna. Þessar eru helztu breytingarnar sem gerðar hafa verið: Fjárveiting til eftirlits úr landi með fiskiveiðum útlendinga hækkuð úr 3000 kr. upp í 10.000 kr. (sþ. með 13 : 7). Sæm. Bjarnhéðinssyni prófessor veitt 300 kr. launaviðbót, sþ. með 15 : 9 (B. Sv., Einar, G. Egg., J.Ol, Ó. Br., Sig. Sig., Stef. Stef., Tryggvi, Þorl.). 3000 kr. bætt við Vífilsst.- hæli f. árið til Röntgensáhaldakaupa (sþ. með 21 atkv.). Tveim hjúkrun- arkonum veitt 400 kr. utanfarar- styrkur hverri (sþ. með 21 shlj.). Felt með 12 : 6 atkvæðum að veita Magnúsi Júliussyni lækni 1000 kr. árl. sem sérfræðing i húðsjúkdómum. Skrifstofukostnaður póstm. færður niður úr 6500 kr. i 6000 kr. (sþ. með 20 : 3). Húsaleigustyrkur póst- húss færður úr 3000 í 2000 kr. og sama utan Rvíkur úr 3 niður 2J/2 þús. Til pósthúsbyggingar í Rvík 1914 hækkuð fjárv. úr 30 upp í 35 þús. kr. Laun landsverkfræðings færð niður úr 4000 kr. í 3600 kr. Til Eyjafjarðarbrautar veittar 10 þús. kr. hvort árið (17 shlj.). Til Gríms- nesbrautar 10 þús. kr. hvort árið (ié shlj.). Til brúar á Langadalsá i N.-ísf.sýslu 8000 kr. (sþ. með 16 shlj. atkv.). Brú á Eyjafjarðará feld með 15 :6. Bni á Jökulsá feld með 11 : 10. Til vegabóta bætt við 13000 kr. sþ. með 14 shlj. Til þjóðvegar í A.-Skaftafellss. 5000 kr. sþ. með 15:2. 3000 kr. til brúar á Bleikdalsá á Kjalarnesi feld með 10 : 7. Til Hvammstangavegar veitt 2000 kr. sþ. með 18 shlj. Felt með 11:6 að endurgreiða Rnngár- vallasýsln kostnað við lagning flutn- ingabrautarinnar frá Rauðalæk að Ægissíðu. Felt að veita 7800 kr. til sýsluvegar úr Grindavik á Kefla- víkurveg með 12:11. Samþ. með 21 shlj. atkv. að veita 2000 kr. til að gera akfæran veg frá Kláffossbrú að Reykholti. Felt með 9: 9 að veita 800 kr. fyrra árið til brúar á Þverá syðri í Eyjaf. Til viðgerðar Rvikurkirkju 20.000 kr. sþ. með 14 : 2 (Ben. Sv., J. Ól.). Til starfrækslu Röntgensáhalda alt að 1000 kr. sþ. með 22 shlj. Persónuleg launavið- bót við kennara mentaskólans 2 — 400 kr. sþ. með 17 : 2 (Ben. Sv., G. Égg.). 2000 til tveggja fastra auka- kennara við mentaskólann sþ. með 17 shlj. 200 kr. launaviðbót við Þork. Þork. kennara sþ. með 14 shlj. 400 kr. launaviðbót við Jónas frá Hriflu sþ. með 17 shlj. Persónu- leg launaviðbót við Jón Þór. fræðslu- málastj. færð úr 1000 kr. niður i 600 sþ. með 18 : 3 (H. H., J. Ól„ Matt. Ól.). Til ungmennaskólans á Núpi 1200 kr. árl. og alt að 400 kr. námsstyrk sþ. hið fyrra með 16:9 (E. P., G. E., Jóh, Kr. J., L.H.B., Ó. Br., Sig. Sig., Tryggvi, Vaftýr), hið síðara með 15: 10. Styrkur til Björns Jakobssonar til leikfimiskenslu 450 kr. árl., sþ. með 23 shlj. 500 kr. launaviðbót við dr. Guðm. Finn- bogas. sþ. með 16 shlj. Fjárveiting til spjaldskrársamningar í Landsbóka- safni feld með 12 : 10. Til að semja skrá um handritasafn Laudsbókas. veittar 1500 kr. hvort árið sþ. 11:7. Fjárveiting (2000 kr.) til verndunar Þingvelli feld með 17 : 5, en fjárv. (300 kr.) til vernd- unar skálannm á Keldum sþ. með 14 : 8. Hækkun á styrk til útgáfu alþingisbóka feld 13:3. Fjárv. (600 kr. árl.) til Bernarsambandsins til að vernda rétt íslenzkra rithöfunda sþ. með 19 shlj. Hækkun á skáld- launum Einars Hjörleifssonar úr 2000 upp í 2400 kr. f. árið feld með 13 : 10 og lækkun á sömu launum úr 2000 niður í 1200 feld með 14:4 (E. J., Ben. Sv., Stef. Stef.. G. Egg.) Tiilaga nefndar um 2000 kr. f. árið i stað 1200 kr. árlega sþ. með 11 : 9. Hækkun á skáldlaunum Þorst. Erl. úr 2000 upp í 2400 kr. feld með 14:11 (Jón sagnfr, Vog-Bj., B. Kr., Hafstein. Jóh. Jóh., Jón M., J. Ól, Matt. Ól, Skúli, Valtýr). Lækkun á hinu sama úr 2000 niður i 1200 f. á. feld með 17:8 (Ben. Sv., E J., G. Egg., H. St., Ól. Br., Sic. Sig., Stef. og Tryggvi). Breyt- ingin frá 1200 kr. hvort árið í 2000 kr. f. árið sþ. með 15:10 (Jón sagnfr., Vog-Bj., B. Kr., E. J.. Haf- stein, Jón M., J. Ól., Kr. D., M. ÓL, Valtýr). Breyting á skáldl. V. Bnem úr 800 hvort arið i 1600 kr. f. á. sþ. með 13:6, en lækkun um helming feld með sömu atkv. Breyt ing á skáldl. Guðm. Guðm. úr 600 árl. i 1200 f. á. sþ. með 14:6. Breyting a skáldl. Guðm. Magu. úr 1200 árl. í 2000 f. á. sþ. með 11 : 9. Breyting á skáldl. Guðm. Friðj. úr 400 árl. upp í 1200 f. á. sþ. með 12:9. Burtfelling styrksins til Ein- ars myndhöggvara sþ. með 14:7 og tillagan um að kaupa íslenzk mynd- höggvaraverk fyiir 2400 kr. og is- lenzk málverk fyrir 2000 kr. sþ. með 18 shlj. Felt með 19: 6 að veita Kjarval málara 800 kr. styrk, nema f. árið. Styrkurinn til Guðjóns Samúels- sonar (600 árl.) til að ljúka námi i húsagerðalist sþ. með 18 samhlj. og styrkur til Ríkharðs listnema (1000 kr. f. á.) sþ. með 20 shlj. Styrkur til Kristínar Jónsdóttur til að ljúka listanámi (400 kr. árl.) sþ. 16 shlj. Styrkur til Jóns Ólafssonar til að semja orðabók sína 3000 kr. árl. næstu 8 ár samþ. með 20 : 4 atkv. (Vog-Bj., E. J., Sig. Sig. og Tryggvi). Utanfararstyrkur til Jóns sagnfr. til að rannsaka skjöl 1200 kr. f. á. sþ. með 15 shlj. Burtfelling 2 5 00 kr. styrksins til Hannesar Þorsteinsson- ar feld með 15:3 (G. Egg, Valtýr og Tryggvi) og niðurfærsla hans úr 2500 kr. í 1500 kr. feld með 12:9. Styrkur til Boga Th. Melsteð (800 kr. árl.) til að rita íslendingasögu sþ. með 14:10 (Ben. Sv., Vog-Bj., B. Kr., G. Egg., Ól. Br., Sig. Sig., Skúli, Stefán, Tryggvi, Þorl.) Lækkun á styrk Helga Jónssonar úr 1500 í 1200 kr. feld með 17:7 (E. P., Jóh., Kr. J., Ól. Br., P. J., Sig. Sig., Tryggvi). Burtfelling styrks- ins til Guðm. Finnb. til að gefa út vísindarit sþ. með 13:8. Lækkun á styrk Helga Pjeturss úr 2000 kr. niður í 1200 feld með 11 : 11. Þeir sem eigi vildu lækka voru: J. J., Ben. Sv., Vog-Bj., B. Kr., G. Egg, H. St., Hafsein, Jón M., Kr. D., M. Kr. og M. Ól., en Valtýr, Jóh. og J. Ól. greiddu ekki atkv. Burtfell ing styrksins til Sig. Guðm. mag. til að undirbúa bókmentasögu íslands feld með 16:9 (E. P, G. Egg, Jóh., Kr. J, L. H. B., Pétur, Sig. Sig., Skúli, Tryggvi). Lækkun á styrk til Laufeyjar Valdimarsdóttur úr 600 niður í 400 kr. feld með 11 : 10. Styrkur til Reynis Gíslasonar 600 kr. f. á. feldur með 10:9, en ^600 kr. styrkur til sona Guðm. Jak. Egg- erts og Þórarins sþ. með 12 : 10. Fjárveiting (4000 kr.) til að koma hingað heim myndasafni Einars mynd- höggvara með því skilyrði, að það verði eign landsins feld með 15:6. Burt- felling styrksins til Goodtemplara- félagsins feld með 15:11 (Ben. Sv., Vog-Bj, E. J., G. Egg., Jóh., J. Ól, Ól. Br., H. St, M. Ol, Tryggvi, Valtýr). Styrkurinn til íþróttasamb. íslands (500 kr. árl.) sþ. 15 samhlj. Styrkur til Sighvats Gr. Borgf. til að kynna sér skjöl í Rvík 300 kr. f. á. sþ. með 13 shlj. Styrkur (800 kr.) til Eggerts Briem til að nema rafmagns- og vélafræði feldur með 14: 10 (J. J, VogBj, B. Kr, H. St, J. Ól, Kr. D, M. Kr, M. Ól. Stef, Þorl.). Fjárv. til nýrra rannsókna til undirbúnings áveitu á Skeið og Flóa (5000 kr.) samþ. með 14:1 (Sig. Sig.). Til endurbyggingar mjólkursk. á Hvítár- völlum 1000 kr. (sþ. 9 : 6). Til fyrir- hleðslu Holtsár 3700 kr. (sþ. með 17 atkv.). Skógræktarfé hækkað f. á. úr 10.000 upp í 14.000 (sþ. með 17 atkv.). Til að ryðja úr vör við Ingólfshöfða 4000 kr. (sþ. með ié : 8) (E. J, Jóh, Kr. J, LHB, M. Kr, P. J, Sig, Valtýr). Hækkun launa Ásgeirs efnafræðings úr 2000 upp í 2400 kr. (sþ. með 16 samhlj.). Fjár- veit. (1000 kr.) til áhaldakaupa efna- rannsókna-stofunnar sþ. með 16 sam- hlj. atkv. Til Gísla Guðmundsson- ar til gerlarannsókna erlendis 1500 kr. f. á, sþ. með 18 samhlj. atkv. Styrkur til framhalds brimbrjótinum i Bolungarvíkurkaupstað i N.-ísafjs. 10000 kr. hvort árið, sþ. með 19:6 (G. Egg, Hafstein, Jóh, Kr. J.. L. H. B, P. J.). Til erindreka slátur- félagsins utanlands 4000 kr. hvort árið, sþ. með 20 : 2 (VogBj. og G. Egg.). Til erindreka Fiskifél. erl. 4000 kr. hvort árið, sþ. með 19: 1 (G. Egg.). Hækkun á styrk Fiskifél. úr 2500 kr. árl. upp í 12500 kr, sþ. með 20 samhlj. atkv. Tii leið- beiningar í ullarverkun 1200 kr. árl. ferðakostnað alt að 400 kr. árl., sþ. með 19 samhlj. Hækkun á styrk Ungm.fél. úr 1000 upp í 2000 kr. feid með 10 : 7, en hækkun upp í 1500 kr. sþ. með 17:1 (G. Egg.). Styrkur til ábúandans í Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði til þess að halda þar bygð við og veita ferðamönnum beina 200 kr. hvort árið, samþ. með 13 samhlj. Styrkur (5000 kr. f. á.) til Sveins Oddssonar til þess að halda uppi vöru- og mannflutningum á bifreiðum til og frá Reykjavík, sþ. með 12 : 5 (VogBj, H. St, Tryggvi O. fl.). Styrkur (1000 kr. f. á.) til Hjálpræðish. til að koma upp gisti- hæli og sjómannahæli í Rvik, samþ. með 13:2 (VogBj. og J. Ói.). Styrkur (800 kr. síðara árið) til Steingr. Jónssonar til þess að halda áfram námi við fjöllistaskólann í Khöfn sþ. með 15 : 2 (H. St,Tryggvi) Viðurkenning til Guðm. Björnssonar sýslumanns og Snæbjarnar Kristjáns- sonar hreppstj. fyrir hrakningana 1910 500 kr. til hvors, sþ. með 16 shlj. Til bryggjugerðar á Sauðár- króki, þó eigi yfir ^/g kostnaðar, alt að 6000 kr. síðara ár, sþ. með 16 shlj. Til Þórarins Tuliniusar til þess að halda uppi reglubundnum bifreiðarferðum austanlands 1200 kr. árl. gegn 800 kr. framlagi Miilasýslu sþ. með 18 shlj. Viðbót (150 kr. árlega) við eftirlaun læknisekkju Elísa- betar Jónsdóttur, sþ. 14 shlj. Til Guðrúnar Jónsdóttur fyrrum spítala- forstöðukonu 200 kr., sþ. 14 shlj. Viðbót við eftirlaun ekkjufrúar Guðr. Pétursdóttur (frá Görðum) 300 kr, sþ. með 14 shlj. Styrkur til Jakobs Hagalínssonar á Kollsá fyrir barn- eignir 300 kr. f. á. feldur með 11 : 5 (Vog-Bj, Ben. Sv. Skúli, M. Kr, Matt. Ól.). Lán til V.-ísafj.sýslu til að leggja síma til Súgandafjarðar 7000 kr, felt með 15:10 (Ben. Sv. Vog-Bj, B. Kr., Jón, Kr. D, M. Kr, Matth, Skúli, Tryggvi og Þorl.). Lán til sýslufélaga til að koma upp korn- forðabúrum alt að 5000 kr. hvort árið, felt með 14 : 3 (Matth, Valtýr, o. fl.). Lán til Rangárvallasýslu til þess að kaupa Stórólfshvolfyrir lækn- issetur alt að 14000 kr, sþ. með 14:4 (Hafstein, Matth, G. Egg, Valtýr). Lán til Hólshrepps í N.- ísafjs. alt að 20 000 kr, til framh. brimbrjótnum í Bolungarvík, sþ. með 11:7. Lán til Hvammshrepps í V.- Skaftafellssýslu alt að 5000 kr. til að raflýsa Vík í Mýrdal, sþ. með 12 : 4 (Hafstein, G. Egg, Valtýr o.fl.), Lán til Hvanneyrarhrepps í Siglufirði til að raflýsa Siglufj. alt að 18000 kr, sþ, með 10:8. Lán til Jóns Björnssonar í Borgamesi til að reisa ullarþvottahús 7000 kr. sþ. með 15 : 10 (E. P, B. Kr, G. Egg, H. St, Hafstein, J. Magn, Matth, Ól. Br, Sig. Sig., Valtýr). Lán til Jósefs Blöndals símstjóra og póstafgr.manns á Siglufirði til að reisa þar hiis með riimi fyrir síma og póstafgr. felt með 13:4 (Vog-Bj, Stef. Stef, Jóh.o.fl.). Lan tii sýslunefndar Árnessýshi alt að 30.000 kr. til að veita úr Þjórsá á Skeiðin felt með 8 : 8 atkvæðum. JÞ>ingnefndir. Landsbankajrv. (Ed.). Jiil. Havsteen (form.), Eir. Briem (skrif.), Hákon, Sig. Eggerz, Steingr. Fjárlasranefnd. (Ed.). Sig Stef. (form.), Steingr. (skrif.j, Björn Þorl, Jósef, Þórarinn. Sala á Undirýelli. (Ed.). Guðm. Bj, (form.), Þórarinn (skrif.), Stgr.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.