Ísafold - 20.08.1913, Blaðsíða 3
ISAFOLD
261
Vörutollsbreyting. (Ed.). Guðjón
(form.), Steingr. (skrif.), Jón Jónat.
Bannlagabreytin°. (Ed). G. B.
(form.), Björn Þorl. (skrif.), Jón
jónatansson, Sig. Esg., Sig. Stef.
Hringnótaveiði (Ed.) Júl. Havsteen
(form.), Jósef (skrif.), Steingr.
Hvalveiðar (Ed.) Einar J. (form.),
Sig. Stef. (skrif.), Sig. Egg.
Beiðni jrá P./. Torjasyni um einka-
rétt honum til handa til þess að
vinna salt úr sjó með nýrri aðferð
O. fl. tilraunir sama manns um hér-
lendan atvinnurekstur. Pétur, Þorl.,
Matth. ÓL, Ben. Sveinssdn, Einar.
Bœjarstjórnarkosningar (Nd.) Ol.
Briem, J. ÓL, Jóh., Bjarni Tryggvi.
Si%lin%alócr (Nd.) lón. Magn., Matth.
Jón Ól. (sknf.) Kristján (form.), Skúli.
Ritsimi og talsími (Nd.)Jóh. (form.),
Pétur (skrif), Jón Jónsson Skúli,
Þorleifur.
Mannskaðaskýrslur (Nd.) Stef. Stef.
(form.), H. Steinsson (skrif.), Tryggvi,
Matth. ÓL Kr. Dan.
Samgöngumálið.
Álit samgöngumálanefndarinnar.
----•----
A öndverðu þingi var kosin 5
manna nefnd í hvorri deild alþingis
til að ihuga og gera tillögur um
samgöngumálið á sjó. í N.-deildar-
nefndinni áttu sæti Jóh. Jóhannesson
(form.), dr. Valtýr (skrifari), Björn
Kr., Halldór Steinsson og Pétur Jóns-
son. Frá þessari nefnd er nú komið
ítarlegt álit samið af dr. V. G. og
fer það hér á eftir. Fylgiskjöl eru
3 við nefndarálitið, bréf frá þeim
Thor E. Tulinius, Bráðabirgðastjórn
Eimskipafélagsins og H. Hendriksen,
en óþarfi að birta þau, með því
nefndin tekur hið helzta fram úr
tveim þeirra., en harla litið á hinu
þriðja að græða.
»Nefnd sú, er kosin var til að íhuga
samgóngumál á sjó og koma fram með
tillögur um þær, hefir rœtt það mál
á allmörgum fundum, fyrst ein sór,
og siSar á sameiginlegum fundum ásamt
samgönguniálanefnd Efri deildar, og á
tveimur af þeim fundum hefir hœstv.
ráðherra eftir ósk nefndauna mætt og
rætt máliS með þeim. Lét haun á
fyrra fundinum nefndunum í té þær
upplysingar, sem hann hafði aflað sér,
og það álit, að hentast mundi að koma
n/ju fyrirkomulagi á strandferðirnar,
þannig, að hlíta mætti hringferðum
millilandaskipanna, að því er hina
stærri viSkomustaSi snertir, en hafa
svo 6 flóabáta, er tækju við af þeim,
og flyttu vörur og farþega áfram til
hinna minni viðkomttstaða, er milli-
landakipin kæmu ekki á. Áleit hann
til þessa henta báta, sem brúkaðir eru
með ströndum fram í Noregi innleiðis,
ef þeim væri breytt i það horf, að
sigla mætti þeim útleiðis, því að þá
mundu þeir líka þola sjó með strönd-
um fram hér við land. Hafði hann
látið gera teikning af þess konar bát,
siglingafærum á útleið, og lagði hana
fram í nefndinni. Bátar þessir eru
mótorbátar, með 40 hestafla mótor,
sem eyðií hér um bil 10 kg. af hrá
olíu á kl.stund. Lestarrúmið er ekki
nema 15 smálestir, en farþegar geta
verið 70, auðvitað aðallega á þilfari.
Bátar þessir hafa 8 mílna hraða, og
kosta úr stáli 26,000 kr., en úr tró
22,000 kr.
Jafnframt gat og ráðherra þess, að
hann hefði leitað samninga við Eim-
skipafélag Björgvinjar, og þó fullkomið
tilboð væri ekki komið hingað, þá
hefði bonum þó borist símskeyti frá
því, sem gæfi fulla vissu um, að það
kæmi bráðlega. En sá hængur væri á
því tilboði auk annars, að ómögulegt
mundi reynast að fá skip þess fólags
til að hafa viðkomustaði erlendis utan
Noregs, en viðskiftasambönd íslenzkra
kaupmanna aSallega annarsstaðar, svo
að ferðir fólagsins mundu ekki geta
orðiS þeim aS tilætluðum notum.
Enn gat ráðherra þess, að kostur
mundi verða á að endurnýja samninga
um strandferðir, við »HiS sameinaða
eimskipafólag« fyrir næsta fjárhags-
tímabil með sömu kjörum og fyrir yfir-
standandi ár.
Frá annari hálfu lágu fyrir nefnd-
inni allgóðar upplýsingar um verð á
skipum (og nokkur tilboð í þá átt),
og áætlanir um reksturakostnað strand-
skipa og væntanlegar tekjur af þeim,
bygðar á wýnslu undanfariuna ára.
Eftir að uefndirnar höfðu glöggvað
sig á þessum skjolum og rætt málið
ítarlega, varð það samhuga álit allra
nefndarmanna, að ófært væri að byggja
til frambúðar á samningum við erlend
félög um strandferðir vorar, heldur yrði
að því að stefna, að koma þeim á inn-
lendar hendur, að bæði yrðu skipin ís-
lenzk eign og skipverjar töluðu sömu
tungu og fólkið, sem skipin á að nota.
Virtist nefndunum engu minhi nauð-'
syn á að gera strandferðirnar inulendar
en millilandaferðirnar, heldur væri þörf-
in þar ef til vill enu þá brýnni, svo
brýn, að ekki mætti láta dragast leng-
ur að leggja hönd á verkið til að koma
því í framkvæmd.
Æskilegast þótti nefndunum, að þessu
gæti orðið svo hagað, að hið fyrirhug-
aða »Eimskipafólag íslands« tæki strand-
ferðirnar að sér, og var því formönn-
um nefndanna falið að ræða það mál
við bráðabirgðastjórn þess fólags . . .
Þó að svar þetta að visu beri það
með sér, að nokkuð valt geti verið á
því að byggja, að »Eimskipafólag ís-
lands« fáist til að taka að sór strand-
ferðirnar í bráð, virtist nefndunum þó
eigi ólíklegt, að svo mundi kunna að
fara, ef fólaginu væri gefin nógu sterk
hvöt til þess með rlflegri hluttöku
landssjóSs í féiaginu og hæfilegum
landssjóðsstyrk heitið til strandferð-
anna. Nefndirnar vilja því leggja til,
að stjórninni sé heimilað að kaupa
hluti í fólaginu fyrir alt að 400,000
kr., gegn því, að félagið taki að sér
strandferSirnar og haldi þeim uppi
með tveim eða fleiri nyjum eða nýleg-
um skipum, á svipaðan hátt og með
líkum skipum á stærð og hraða eins og
strandferðaskipin »Austri« og »Vestri«,
sem hór voru í förum árin 1911 og
1912. En jafnframt gera nefndirnir
ráð fyrir, að fólaginu yrði í fjárlögum
veittur álíka ársstyrkur til strandferð-
anna og veittur hefir verið að undan-
förnu. Að öðru leyti álitu nefndirnar,
að róttast væri að gefa stjórninni sem
frjálsastar hendur til að semja við fé-
lagið, bæði um fyrirkomulag strand-
ferðanna, ferðaáætlun og taxta, og á
hvern hátt stjórnin ætti að beita at-
kvæði sínu fyrir hönd landssjóðs sem
hluthafa í fólaginu eða hafa hönd í
bagga með stjórn þess. Að einskorða
slíkt með föstum ákvæðum í lögum
gæti vel orðið til hins mesta tálma
fyrir alla samninga og jafnvel orðið
því til algetSrar fyrirstöðu, að þeir
yfirleítt tækjust.
En þó að nefndirnar helzt kysu, að
samningar um strandferðir gætu tekist
við Eimskipafólag íslands, álitu þær,
að nauðsynlegt væri að gera ráð fyrir,
að svo gæti þó farið, að ekkert yrði
úr þeim í bráð, og yrði þá að gera
ráðstafanir til þess, að strandferðirnar
kæmust samt í innleudar hendur. Þetta
álitu nefndirnar, að varla gæti orðið
með öðru móti en landsjóðsútgerð, en
við hana voru allmargir nefndarmenn
fremur ragir í fyrstu. Eftir því sem
málið skýrðist, hvarf þó óttinn við
landssjóðsútgerð æ meir og meir, með
því greinilegar upplýsingar komu fram
um, að laudssjóðsútgerð ætti að geta
borið sig með viðlíka tillagi og að und
anförnu, eða jafnvel geta gefið nokk-
urn arð.
Eimskip af lfkri gerð og »Austri«
má gera ráð fyrir, að fá mætti nú fyrir
200,000 kr., og samkvæmt reynslu
undanfarinna ára mætti áætla útgjöld
þess á mánuði þannig:
1. Ahefn skipsins:
Laun skipstjóra og hundr
aSsgj. ........
— 1. stýrimanns ....
— 1. vólstjóra.....
— 2. — .....
— tveggja kolamokara
(65 kr. hvor) ....
— tveggja háseta (65
kr. hvor)......-
— eins háseta.....—
— 2 unglinga (annar
30 kr., hinn 15 kr.) —
Gert er ráð fyrir, að bryti
á slíku skipi hafi matsölu
fyrir eigin reikning og
launi sjálfur fólk til þess,
bæði matreiðslumann, kven-
mann o. s. frv. Enn frem-
ur, að hann selji skipshöfn-
inni fæði fyrir ákveðið verð,
kr. 1,50 á dag fyrir hvern
af yflrmönnum skipsins og
kr. 1,25 fyrir hvern háseta
og annara undirmanna.
Verður það kr. 7,50 fyrir
yrirmennina 5 og kr. 8,75
fyrir undirmennina 7, eða
alls kr. 16,25 a dag, sem
gera má á mánuði um . . —
400,00
150,00
kr.
225,00
130,00
100,00
200,00
125,00
— 130,00
— 130,00
— 45,00
45,00
3900,00
300,00
1500,00
700,00
833,33
2. Viðhild skipsins og
endurnýjun áhalda ....
3. Oli'a, tvistur o. fl. .
4. Kolaeyðslan muudi
veiða Ql/% smál. á dag, þeg-
ar skipið er á siglingu, og
ef talið er, að það só á
siglingu 20 daga á hverj-
um mánuði, yrði kolaeyðsl-
an á mánuði 130 smáL, og
verður það, ef hver smál.
er reikmtð á kr. 30,00 . .
4. Ýmisleg útgjöld (t.
d. aukavinna o. fl.) ....
5. Vátrygging fyrir
hvern mánuð, 3/4°/o a'
200,000 kr.........
7. Afgreiðsla og hafn-
argjöld um.........
8, 5°/0 vextir af skip-
verðinu, 200,000 kr. ( =
10,000 kr.) á mánuði. . ,
Yrðu þá mánaðarútgjöld út-
gerðarinnar alls......kr. 9413,00
Sé nú gert ráð fyrir, að strandferð
um sé haldið uppi áh'ka lengi og 1911
—12, eða í 6l/2 mánuð, yrðu útgjöld-
in við útgerðina fyrir sjálfar strand-
ferðirnar þannig kr. 61,186,66.
Só nú hins vegar litið á, hvers megi
aftur vænta í aðra hönd, þá má líka
ráða það af reynslu undanfarinna ára.
Þannig má sjá af brófi hr. Tuliniusar,
að tekjur af strandferðum »Austra«
urðu meS þeim lága flutn
ingstaxta, aem þá gilti,
árið 1910......kr. 19,330,00
— 1911......— 25,310,00
— 1912......— 30,330,00
Þetta synir, að afnot skipanna er
stöðugt að aukast og tekjurnar vaxa
því með hverji ári um 5—6000 kr.,
án þess að k.stnaðurinn aukist aS nokkr-
um mun. Samkvæmt því'mætti búast
við, að tekjurnar hefSu með eldri taxt-
anum orðið 35,300 kr. árið 1913, en
með þeim hærri strandferða-
taxta, sem nú gildir hjá
hinu SameinaSa eimskipa-
f é 1 a g i, mundu tekjumar hafa orSið
um 50,000 kr.
Só nú gert ráð fyrir, að hinum nýja
taxta yrði haldið framvegis, ætti yfir-
lit yfir tekjur og útgjöld (miðað við
áriS 1913) aS geta orðið þannig :
1. Flutuingsgjöld fyrir farþega og
vórur, 50 þúsund krónur fyrir hvert
skip ........... 100,000 kr.
2. Styrkur úr landssj. . 60,000 —
500,00
Samtals 160,000 kr.
Þar frá dregst kostnaður við útgerS
tveggja skipa í §l/2 mánuð, 61,186 kr.
fyrir hvort skip.....122,372 kr.
Og ætti þá aS verSa tekju-
afgangur, sem næmi . . . 37,628 kr.
og væri þaS ríflega fyrir fyrningar-
gjaldi eSa afborgun á verSi skipanna,
sem í ö1/^* mánuð mundi ekki nema
meiru en kr. 21,666,66, þótt gjaldið
væri sett 10°/0 af verðinu.
En só nú gert ráð fyrir, að útgerS
landssjóðs byrjaSi ekki fyr en 1916,
en framþróunin hin sama og áriu
1910—1912, þannig, aS tekjurnar ykj-
ust um 5000 kr. meS hverju ári, þá
ætti sá tekjuauki aS nema minst 15000
kr. fyrir hvert skip, eSa 30,000 kr.
fyrir bæSi skipin, og þó líklega enn
meiru, ef miSaS er við hina n/jti taxta.
Ef bygt væri á slíkum tekjuauka, ætti
tekjuafgangur útgerðarinnar af sjálfum
strandferðunum að geta orSiS fullar
67 þús. kr. En þó vert só aS hafa
slíka framþróuu í huga, þykir tæplega
mikið á henni byggjandi og varlegra
að miða að eins við yfirstandandi ár.
En eins er enn ógetið, sem mikla
þýðingu hefir fyrir tekjuáætlun strand-
skipanna, og það er, að þau hafa á
undanfórnum árum lang mest siglt með
vöru, sem þau hafa tekið við úr milli
landaskipum og flutt áfram, án þess
aðþeimhafi, að því er virð
ist, veriS reiknuð nein borg
un fyrir. Hefðl þeim verið reikn-
aður hæfilegur hluti af farmgjaldinu
fyrir aS flytja þessar vörur áfram,
þá mundi tekjuupphæS þeirra hafa
vaxiS að stórum mun; en hve miklu
þetta mundi hafa numið, er tæplega
unt að gera neina áætlun um. Ef nú
landssjóðsútgerð kæmist á, mundu
strandskipin ekki annast slíka vöru-
flutninga úr millilandaskipunum nema
fyrir einhverja sórstaka borgun, og
mundi það auka tekjur þeirra um eigi
all litla upphæð.
Þann tima ársins, sem skipin væru
ekki notuð til strandferSa, mundi mega
hafa þau í siglingum, sem gæfu enn
meiri arS. Þannig lægi t. d. vel. fyrir
slíkum skipum, þegar aS strandferSum
loknum, aS sigla með fiskfarma til
SuSurlanda, sem hátt farmgjald er fyrir
goldiS.
AS óllu þessu athuguSu urðu allir
nefndarmenn beggja deilda sammála um
það að ráða til, að stjórninni só veitt
heimild til að kaupa tvö strandferða-
Flug-listamaður.
Fiugmaður frakkneskur, Chevillard að nafoi hefir undanfarið vakið
eftirtekt og aðdáun allrar Norðurálfu með óvenjulega djöifum brögðum
sínum í flu^list. Hann flýgur í hvaða veðri sem er, jifnvel mesta stormi,.
á þann fcuitt, að mönnum finst gagnstætt þyngdarlögmálinu. Hann þýtur
úr hialofti. rétt niður að jöiðu, en hefur sig svo upp aftur, þegar allir
búast við að vélin og maðurinn splundrist við jörðu.
Myndin sýnir vél hans vera að fara ».í flughasti* niður á við, en til
hægri er mynd af Chevillard sjálfum.
skip af likri gerS og strandferðaskipin
»Austri« og »Vestri«, sem hór voru í
förum síSastliSiS ár og halda þeim út
á kostnaS landssjóSs. Slík skip mundi
nú mesrn fá fyrir 200,000 kr. hvort,
en til þess aS stjórnin lendi ekki í nein
um vandræðum, ef skipin kynnu að
verða ofurlítið dýrari, mða nefndirnar
til að heimila stjórninni að taka alt að
450,000 kr. lán, svo að líka væri eitt
hvað upp a að hlaupa fyrir affollum
viS lántökuna, sem gera má ráS fyrir
aS ekki yrði hjá komist, eftir því sem
markaðshorfur eru nú fyrir peninga.
Skyldi það reyuast ókleift fyrir stjórn
ina að veita Iandssjóði sh'kt lán er-
lendis meS þolanlegum kjörum, álíta
nefndirnar, að fyrirtækiS þyrfti samt
ekki að stranda, ef stjórninni væri gef
in heimild til að veðsetja skipin og fá
lán út á þau, sem algengt kvað vera
að nemi 50—60% af verði skipsins.
Næmi nú verð skipanna 400 þús. kr ,
og feugjust 60°/0 af veiði þeírra út á
þau, mundi það nema 240,000 kr. og
yrðu þá ekki eltir neraa 160,000 kt\,
sem líklegt þykir að fá mætti í bönk-
um hór innanlands, að minsta kosti í
bili, unz um hægðist á peningamark-
aSinum erlendis.
Þar sem nefndirnar álitu, að ekki
ætti að grípa til landsjóðsútgerðar fyr
en útsóS væri um, aS samningar um
strandferðir við »EimskipafáIag lslands«
gætu á komist í bráð, en þeas máske
ekki allskamt að bíða að fullnaðarsvör
gætu fyrir legið frá félaginu, vildu
nefndirnar ekki einskorSa, aS útgerS
landssjóSs skyldi byrja fyr en í apríl
1916, meS þv/ aS stjórniu gæti þurft
á ríflegum fresti að halda til þess að
útvega eða láta smíða skip, en gæti
ekki gert verulegar ráðstafanir til þess,
fyr en upp úr samningum viS »Eim-
skipafólag fslands« væri slitnað. Hins
vegar ætti btjórniu að hafa fulla heim
ild til að láta útgerð landssjóðs byrja
fyr, ef kringumstæðurnar skyldu mæla
meS því.
En yrSi útgerS landssjóSs ekki látin
byrja fyr en 1916, nó heldur strand
ferSir »Eimskipafélags íslands«, þótt
samningar tækjust viS þaS, þá er ljóst,
aS gera þyrfti einhverjar ráSstafanir til
bráSabirgSa. Hafa nefndirnar nánast
hugsaS sór aS þær yrSu þannig vaxn
ar, að til strandferða yrði veitt viðlíka
upphæð og að undanförnu í fjárlögun-
um, og stjórninni svo falið annaðhvort
að sem]a um strandferðirnar viS eitt-
hvert útlent fólag, eða þá aS taka skip
á leigu til þeirra og gera þau út á
kostnaS landssjóðs, og ætti þá heimild
fyrir hana til þess aS vera í fjarlög-
um.
Rekstursfó til latidssjóSsútgerSar, á
hverjum tíma sem væri, mundi verSa
aS veita,í fjárlögunu.™ og geyma nefnd-
irnar sór rétt til aS koma fiam meS
tillögu viSvíkjaudi því undir umræðum
uui fjárlógin, ef það skyldi verða ofan
á í þinginu, að láta laudssjóðsútgerð
byrja fyr en 1916. En byrji hún ekki
fyr eu þá, er nægur tími til að sjá
fyrir rekstursfé á þinginu 1915.
Að því er snertir stjórn á útgerð
landssjóðs, áli'ta nefndirnar, að ekki
væri nauðsynlegt að stofna neitt em-
bætti eða sérstaka stöðu í því skyni,
heldur mundi mega fela afgreiðslu skip-
anna og reikningshald annaðhvort fram-
kvæmdarstjórn »Eimskipafól. íslands«,
sem þegar hefir boðið fram aðstoð
sína, eða þá einhverjum öðrum vön-
um og áreiðanlegum afgreiðsluniKnni,
sem fæst eða fengist hefir við afgreiðslu
eimskipa.
Samkvæmt framanskráðu leyfum vér
oss að koma fram með sérstakt frum-
varp tii laga um strandferðir, er veiti
stjórninni heimild til aS gera allar þær
ráðstafanir. sem nauSsynlegar eru til
aS koma hugsunum nefndanna í fram-
kvæmd. Var það álit nefndanna, að
meS tveimur strandskipum af líkri gerS
og skipin »Austri« og »Vestri«, og
með svipuSu fyrirkomulagi á ferSunum
og haft var áriu 1911 og 1912, mundi
mega fullnægja öllum sanngjörnum
kröfum til strandfer&a umhverfis land
alt — aS suSurströnd landsins einni
undanskildri.
En aS koma nu þegar fram meS
nokkrar tillögur um auknar strand-
ferSir fyrir suSurströndina, álitu nefnd-
irnar ekki gerlegt, þar sem fyrir þing-
inu liggja tvö stórmál, um járnbraut
og um höfn í Vestmannaeyjum, sem
geta haft mikil áhrif á úrlausn þeirr-
ar spurningar, hvernig samgöngubót-
um verði þar bezt fyrir komið. Nefnd-
in geymir sór því rétt til aS að athuga
bæði þá spurningu og um fyrirkomu-
lag á ferSum flóabáta, og gerS þeirra
ásamt sambandi þeirra viS strandskip
og millilandaskip. Væri mikil nauð-
syn á aS setja allar þessar ferSir í eitt
samanhangandi kerfi, þar sem einn HS-
urintt tæki viS af öSrum. En til þess
eru lítil líkindi að nefndunum vinnist
tími, enda slíkt verk fremur stjórnar-
innar en þingnefnda.
•••?••-