Ísafold - 23.08.1913, Síða 1

Ísafold - 23.08.1913, Síða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l-|dollar; borg- ist fyrir miðjau júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD | Uppsögn (skrifl.) | bundin við áramót, 1 er ógild nema kom- | in só til útgefanda | fyrir 1. oktbr. og | sé kaupandi skuld- | laus við blaðið. ■...........* ■ ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 23 ágúst 1913. 67. tölublað I. O. O F. 948219. Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9. Angnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 myd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str,14A fid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard,—10 siðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* slðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 A helgum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2*/*, B*/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og B—8. ÚtlAn 1—8. Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskialasafnið hvern virkanjgdag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 NAttúrugripasafnið opið l1/*—21/* A sunnud. SarpAbyrgð Islands 10—12 og 4—6. StjórnarrAðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—8. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12—2. Wýja Bíé sýnir í kvöld og næstu kvöld: SamanfaifiaRvölö. Frændi of hyggiun. Dansmærin. Kry plin gurinn. Rödd úr djúpinu. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun lóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Nýjar bækur: Ljósaskifti, ljóðabálkur um kristnitökuna á íslandi, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. Verð 0.85. Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. 2. útgáfa. Verð 0.75. Hví slær þú mig? Erindi Haralds Níelssonar prófessors um dularfull fyrirbrigði. Verð 0.40. Fjármaðurinn, eftir Pál Stefánsson frá Þverá. Verð 1 kr. Fást í bókveizlununum. Bóka- og pappírsverzlun Isafoldar Munið áður en þér farið í ferðalög að líta á Pappadiskana, Pappafötin, Pappírsservíetturnar °g Smjör- og Brauðpappírinn, sem er alveg ómissandi og altaf fæst í Bóka- og PappírsYerzlun Isafoldar Skáld-Nestor vor íslendinga er í val hniginn. Hann lézt í fyrra- dag rétt um miðaftan af heilablóðfalli. Snögglega án nokkurrar rúmlegu. Atvik voru þessi: Hann hafði siðari hluta dags gengið sér til hressing- ar austur fyrir bæinn, inn íyrir Rauðará. Þar varð honum flökurt, svo að hann lagðist niður rétt við veginn. í því kom Chr. Zimsen konsúll akandi fram hjá í vagni og sá gamla manninn og að eitthvað var að honum. Bauð hann honum að aka með sér inn í bæinn og þá Stein- grímur boðið. Var hann þá all-hress. Þegar heim kom var þegar náð í lækni og var Steingrímur þá með fullri rænu, slagæðin regluleg og liðan allgóð. En 2—3 mínútum eftir, að læknirinn fór fekk hann heila- blóðfall, og var þegar örendur. — Svo sviplegt sem andlátið að vísu er fyrir fjölskyldu Steingríms með þessum hætti, mundi hann sjálfur þó heldur kosið hafa lát sitt þenna veg en langa og ef til vill þjáningar- mikla rúmlegu. Síðasta ganga hins aldna skálds var út í náttúruna, út fyrir bæinn — frá skarkalanum til að sjá, þegar aftansunnan „geislum slær og blikar blið bæði um land og sjóinn“. Þegar hinztu stundina bar að var hann að líta það, sem hann í sama gullfagra kvæðinu yrkir um: „En ekkert fegra á fold eg leit en fagurt kvöld á baustin“. Og ósjálfrátt dettur manni enn í hug síðasta versið í Haustkvöldi, nú við lát Steingríms: Fagra haust, þá fold eg kveð, faðmi vef mig þinum- bleikra laufa láttu beð að legstað verða minum. Æflatriði. Steingrímur Thorsteinsson var fæddur 19. mai 1831 að Arnarstapa á Snæfellsnesi og v'ar hann yngsti sonur Bjarna konferenzráðs Thorsteins- son, sem lézt 1876 á 96. ári. Bræður Steingríms voru: Finnur cand. juris, sem lézt í Khöfn á ungum aldri og Árni landfógeti (d. 1907). En móðir Steingr. var Þórunn dóttir Hannesnr biskups Finnssonar í Skál- holti, systir Olafs, ættföður Finsenanna. Hún lézt 1886. Steingrímur kom í Rvíkurskóla 1846 og útskrifaðist þaðan 1851. íslenzku-ást hans og smekk fyrir fögru máli munu þeir Sveinbjörn Eg- ilsson og Hallgr. Scheving mjög hafa glætt. Við háskólann stundaði Stgr. fyrst lögfræði, en síðar fornmálin og tók embættispróf 1863. Á þeim árum fekst Stgr. og mikið við ritstörf við hliðina á náminu. Steingrímur dvaldist svo enn um 10 ára skeið i Khöfn, við kenslu- störf og ritstörf og 1868 fekk hann Árna Magnússonar stvrkinn og hélt honum til þess er hann fór beim 1872. Þá var Steingrímur og talsvert gefinn fyrir stjórnmál og fylgdi fast Jóni Sigurðssyni. Árið 1872 var Stgr. settur kennari við latínuskólann. 1874 fekk hann veiting embættisins, 1893 varð hann yfirkennari og 1905 rektor skólans. Við latínuskólann vann hann því rúm 40 ár, var nýbúinn að segja af sér rektorsembættinu, er hann lézt. Steingrímur var tvikvæntur, fyrra sinni 1858, danskri konu. Hún hét Lydia Ethelinde Wilstrup (d. 1882). Þeirra sonur var Bjarni læknir í Khöfn, dáinn fyrir 2 árum. Síðari kona hans er Guðríður Birgitta Ei- ríksdóttir, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 5 börn, sem öll lifa: Þórður (í Ameríku), Haraldur, stúdent, sem sigldi til háskólans í Khöfn degi fyrir andlát föður sins, Axel, við búnaðarnám á Hvanneyri, Stein- unn ljósmyndari og Þórunn. Lífsstarfið. Frá því á skólabekkjunum, kringum 1850, og tii dauðadags helg- aði Steingrímur Thorsteinsson krafta sína ritsmiði og kenslu. Það er risavaxinn skerfur, sem hann hefir lagt til auðgunar íslenzkra bókmenta, bæði frumsamin ljóð og fyrirtaks þýðingar í bundnu og óbundnu máli. I. C. Poestion segir um Stgr. Th. i minningarriti sinu, að hann hafi verið allra íslendinga víðlesnastur í erlendum skáldritum. Þegar í skóla og jafnan siðar hafi hann lesið kynstur af ritum eftir erlend skáld, t. d. Robert Burns, Walter Scott, Shakespeare, Byron, Shelley, Goethe, Schiller, Heine, Victor Hugo, Beranger, Tegnér og Oehlenschlager. Og mörgum perlunum úr skáldritum þessum hefir Stgr. Th. gert íslenzkum bókmentavinum kleift að kynnast. Hann hefir gert þýðingar eftir fornmálaskáldin, eftir dönsk, norsk, sænsk, spánsk, nýgrísk, serbisk, ensk, ungversk og þýzk skáld, og allar eru þær einkendar sömu snildinni og málið á þeim alveg frábært. Af þýðingum Stgr. Th. má nefna Þúsund og eina nótt, ^Axel eftir Tegnér, Æfintýri ^Audersens, Dœmisögur Esóps, indversku sögurnar Sawitri, Nal og Damajanti, Sakuntölu. Ennfr. Undinu eftir Fouqué, Robinson Crusoe, Lear konung eftir Shakespeare, Kvœðasajn eftir Byron. Auk þess fjölda af kvæðum hingað og þangað — og sög- ur t. d. í Iðunni. Ásamt þeim Gísla Brynjúlfssyni og Benedikt Gröndal gaf hann út árið 1860 ljóðasafnið Svöju, hann átti og mikinn þátt í Nýrri Sumargjöj meðan hún kom út, hann var og mörg ár í ritnefnd Nýrra Félagsrita. Ásamt Matthíasi gaf Stgr. út Svanhvít 1877. Fimm árin 1884—1889 gaf hann ásamt Birni heitnum Jónssyni og Jóni Ólafssyni út skemti- og fræðiritið Iðunn. Loks hafa komið út 3 útgáfur af Ljóðmœlum, 1881, 1895 og siðast vorið 1911. Er það auðvitað merkasta bókin. Af kenslubókum samdi Stgr. Th. tvær, þýzka og danska lesbók og þýddi Goðafræði Stolls. En auk þess munu til vera mesti fjöldi af ágætis þýðingum óprentuðum á skáldritum grisku og latnesku fornskáld- anna, sem hann gerði til notkunar í latinuskólanum. Á þessu yfirliti, sem þó vantar vafalaust mikið inn í, má marka, hvílíkur menningar-frömuður og bókmenta- Stgr. Thorsteinsson hefir verið. Og þó varð hann alt sitt lif að hafa þessi störf í hjáverkum með mjög tímafreku kenslustarfi, sem hann jafnan rækti alla æfi af mestu elju og samvizkusemi. Það er mikill jötunn í heimi bókmenta og andans menningar íslands, sem að velli er lagður við andlát Stgr. Th. í stuttri blaðagrein verður að sjálfsögðu eigi lýst æfistarfi þessa göfga, prúða og spaka fulltrúa íslenzkrar ljóðlistar og menningar svo vel sem skyldi. Sú skylda hvílir á tímaritum vorum og þá fyrst og fremst mál- gagni Bókmentafélagsins að reisa honum sæmilegan minningar-bautastein í ítarlegri grein, sem verið geti framtíðarinnar fólki þessa lands veglegur vottur um mikilvægi hans, jafnhliða ljóðum hans, sem lifa meðan íslenzk tunga er töluð. Því síður gerist þess þörf hér, að rita itarlega um hinn framliðna andans skörung, sem eigi eru liðin nema 2 ár síðan hann á áttræðis- afmæli sínu var krýndur í ræðu og riti sem skálda-óskmögur þessa lands og af því sagt ítarlega hér í bl. »Vérlútumþér i lotningc, kvað við þá landshornanna milli. Þá orti eitt skáldið þetta sammæli allra, sem íslenzkri ljóðlist unna til hans, sem verið hefir alt sitt líf: »frömuður fegurðar, lista, í fræðum og ylríkum ljóðumc: Með vinabrosi gyðjan góð gyllir hærur þinar, og öll þér flytur Islands þjóð ástarþakkir sinar. Þetta var vel mælt fyrir tveim árum í fögnuði yfir því, að eiga þá enn áttræða skáldið að árum, en síunga æskunnar fulltrúann í reyndinni. En miklu fremur mun hin íslenzka þjóð nú taka sér í munn þakklætis*

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.