Ísafold - 23.08.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.08.1913, Blaðsíða 3
ISAFO LD 265 Eimskipafélagið og Alþingi. Samgöngumálanefndir alþingis eða meiri hluti þeirra virðast vilja rig- binda allan landssjóðsstyrk til hins fyrirhugaða Eimskipafélags íslands við það, að félagið taki að sér strand- ferðirnar þegar í stað eða því sem næst. Einstakir þingmenn hafa eigi að síður séð, að sú tillaga meiri hlut- anna er röng og gert tiliögur um að verða þegar við beiðni félagsins um fjárstyrk. Bráðabirgðastjórn forgöngumanna Eimskipafélagsins hehr nú 'sent sam- göngumálanefndunum bréf, þar sem skýrt er tekið fram hver óleikur fé- laginu er gerður, ef nefndirnar halda fram sínum tillögum, og prentum vér því það bréf hér á eftir i heild sinni. Það hljóðar svo: Vér höfum fengið vitneskju um það, að meiri hluti samgöngumála- nefndar neðri deildar alþingis mun leggja til, að veittur verði í fjárlög- unum fyrir árið 1915, styrkur til Eimskipafélags íslands til millilanda- ferða með tveim skipum og þeirra ferða með ströndum fram, sem skip- um þeim er ætlað að fara jafnframt millilandasiglingunum. En það skil- yrði verði sett fyrir styrkveitingu þessari í tillögu meiri hluta.nefnd- arinnar, að Eimskipafélagið skuld- bindi sig til að taka á sínum tima að sér strandferðir (sbr. frumvarp það um strandferðir, sem fram er komið í neðri deild frá samgöngu- málanefnd þeirrar deildar). Út af umræddri tillögu finnum vér ástæðu til að taka þetta fram: í hlutaútboðsskjali því, er sent var íslendingum og hlutafjársöfnunin til félagsins er bygð á, er skýlaust gert ráð fyrir þessu tvennu: 1. Að félagið taki ekki að sér strand- ferðir t byrjun. 2. Að félagið fái ríflegan lands- sjóðsstyrk fyrir ferðir þær, sem þar er gert ráð fyrir (þ. e. milli landa með viðkomum á ýmsum höfnum hér innan lands). Kvennaþingið mikla. n. ÞingiS var haldið í stóru og skraut- legu samkomuhúsi. Auk fundarsalsins sjálfs, sem var afar stór og fallegur, voru þar upplýsingaskrifstofur, póst- stofur, lesstofur, 2 salir fyrir blaða- menn, matsalur og setustofur; auk þess voru þar sýningar á kvenróttindabók- um og biöSum og stór sýning á ung- verskum hannyrðum. A laugardagsmorguninn var múgur og margmenni samankominn í forstof- unni og upplýsingarskrifstofunni, öll möguleg tungumál kváðu viS, ungversku konurnar áttu fult í fangi með að svara öllum spurningunum og afhenda hverjum sitt, en auk skrifstofu kvenn- anna, var þarna stór flokkur af ung- um stúlkum, sem voru túlkar og fylgd- armenn, hefði mátt kalla þær fljúgandi flokkinn (ekki síður en stúlkurnar beima ,um konungssumarið), því altaf ef viS þurftum þeirra við, voru þær komnar á einhvern óskiljanlegan hátt, alveg eins og sprotnar upp úr jörð- inni! A’ laugardagiun fóru menn um bæ- inn og skoðuðu söfn og allskonar stofn- anir — um kvöldið hólt Kvenróttinda- fólag Budapestar veizlu formönnum landsfélaganna og móttökunefndinni — en hinir minni spámennirnir skemtu sór víðsvegar úti um bæinn. A sunnudaginn, kl. 10, var guðs- þjónusta haldin í mótmælendakirkjunni í Ofen, talaði Rev. Anna Shaw þar. Hefir hún verið kölluð mælskasta kona í heimi. Þar er auðvitað mikiö sagt, en þegar menn heyra liana tala finst þeim hún muni eiga það skilið. Þessi litla gildvaxna kona vex þegar hún talar. Það er ekkert glamur í því, sem hún segir; það er einfalt og kröftugt eins og orð gömlu spámannanna en flutt með skilning og ástúð konunnar. Ellistyrktarsjóðsuinsóknir. Peir, er vilja fá styrk úr ellistyrktarsjóði í ár, sendi beiðnir sínar á skrifstofu borgarstjóra fyrir lok septemberm. Eyðublöð undir umsóknirnar fást hjá meðlimum fátækranefndarinnar, fátækrafulltrú- nnum og hér á skrifstofunni. Borgarstjóri Reykjavíkur 23. ágúst 1913. Páll Einarsson. Dánir: Ingiríðnr Sigmnndsdóttir, gamal- menni, Grettisgötn 18 (71 árs). Dó 9. ág. Með1) pví að öll hlutaýjárloýorð eru bygð á pessu, og pví eðlilega bundin peim skílyrðum, sem l pessu ýelast, pá lítum vér svo á, sem vér eigi getum kallað saman stoýnýund ýélagsins, eý eigi er vissa ýengin ýyrir pví, að lands- sjóðsstyrkur ýáist, sem eigi sé bundinn pví skilyrði, að ýélagið skuli taka að sér að reka strandýerðirnar ýyrir sinn reikning. — Vér teljum engan vafa á pví, að vceri ýélagið stoýnað undir slík- um kringumstaðum, pá vœru allir peir, sem lofað haýa hlutaýé á grund- velli hlutaútboðsins, par með leystir ýrá loýorðum sínum. Vér gcetum pví ekki gert annað en aýhenda hverjum loý- orðsgejenda aftur pann hluta hluta- fjárins, sem innborgaður er pegar, og mundum vér pvi ekki geta gert ráð- staýanir til pess að ýélagið yrði stoýnað. Vér vonutn, að allir hljóti að fall- ast á það, að vér samkvæmt hluta- útboðinu og afstöðu vorri til hluta- fjársöfnunarinnar, getum eigi breytt á annan hátt. Það er þvi afdráttarlaus skoðun vor, að ef styrkveiting landssjóðs til Eimskipafélagsins verður bundin því skilyrði, að það taki að sér strand- ferðirnar á þann hátt, sem sam- göngumálanefndin gerir ráð fyrir, þá sé hlutafjársöfnunin til félagsins unn- in fyrir gíg og ekkert geti orðið úr félagsstofnuninni. Jafnframt viljum vér leyfa oss að minna á, að þegar vér áttum fundi með form. samgöngumálanefndanna, þá tjáðu þeir oss, að allir nefndar menn álitu, að alþingi bæri að styrkja Eimskipafélag íslands eftir mætti, og á þeim grundvelli fórum vér í svari voru til nefndanna, dags. 30. f. m., svo langt sem oss var frekast unt, að því er snerti væntan!ega afstöðu Eimskipafélagsins til strandferðanna og væntum þess, að nefndirnar létu sér í því tilliti nægja þau loforð vor, sem tekin eru fram í nefndu svari voru. Að öðru leyti leyfum vér oss að vísa til ofannefnds svars vors til for- manna samgöngumálanefndanna dags. 30. f. m., og til umsóknar vorrar til alþingis um, að Eimskipafélagi ís- lands verði veittur 6 5 þúsund króna styrkur fyrir árið 1915 og að lands- sjóður taki hluti í félaginu fyrir 100 þús. kr. *) Letarbreyting vor. Kl. 4 sama dag fór þingsetning fram í hinum konunglega söngskóla. Lók hljóðfæraflokkur óperunnar þar fagn aðarsöng, er ortur hafði verið fyrir þetta tækifæri, síðan las þektasta ung- verska leikkonan, Maria Jászai, upp kvæði, hún las það á ung^ersku og var klædd í búning þann er ungverskar aðalskonur báru fyrrum, var hann úr dökkrauðu flaueli og allur gullsaumað ur (mynti að því leyti á skautfötin). Ung og fögur leikkona las sama kvæði á ensku. — Síðan voru gestirnir boðnir velkomnir. töluðu þessir fyrir hönd ungversku kvermanna: greifafrú Teleki, formaður móttökunefndarinnar, Vilma Glueklich formaður kvenróttindafólags ins, Dr. Bóla de Jankovics, mentamáía ráðherra, fulltrúi stjórnarinnarákvenna- þinginu, og Dr. Stephan de Bárczy, borgmeistari Budapestar. Ritari al- heimssarabandsins frú Lindemann þakk- aði, og nú átti formaðurinn, ókrýnda drotningin, að flytja hásætisræðu sína. En þá kom dálítið atvik okkur öllum á óvænt, alt í einu kom flokkur af hvítklæddum börnum, drengjum og stúlkum, inn á leiksviðið, þau hóldu öll á blómum sem þau lögðu við fæt- ur mrs. Catt, og elsta telpan hólt dá- litla ræðu og sagðist eiga að þakka henni og öllum kvenróttindakonum fyrir hönd barna ungverskra kvenrótt indakvenna, og segja, að þó þau væru ung, skildu þau vel það mikla verk sem þær ynnu fyrir börnin. Mrs. Catt kvaðst aldrei hafa verið heiðruð á fallegri hátt, eða sem hefði snortið sig meira. Svo hóf hún ræðu sína, var það þó einungis ágrip af sjáifri ræðunni, sem var prentuð f heild. Hún reyndi að gefa yfirlit yfir þessa stórkostlegu hreyfingu, hvernig hún vex og breiðist út — ár frá ári í öll- um löndum. Mrs. Catt er nýkomin heim úr tveggja ára ferð sinni kring um hnöttinn og hefir því haft tæki- færi til að kynna sór margt með eigin augum, sem aðrir hafa litla hugmynd um. En ógleymanlegastar urðu henni Skáldlaunin. Hr. ritstjóri! Mér þótti mjög vænt um grein Haralds Níelssonar prófessors um skáldlaunin í Isaýold. Voru það orð i tíma töluð, með því að mikils til um of hefir verið leikið á þá strengi við þjóðina að telja ettir þann sjálf- sagða skatt til þess að halda uppi íslenzkri skáldlist. En eins saknaði eg í grein pró- fessorsins og það var að hann skyldi eigi minnast á, hvernig fjárlaganefnd- in fer með Guðmund Guðmundsson. Hún hækkar skáldlaun Guðm. Frið- jónssonar upp úr 400 upp í 600 kr. eða m. ö. o. upp í 1200 kr. fyrra árið, en dettur ekki í hug að bæta neinu við Guðm. Guðmundsson, og hefir hann þó sýnt það einmitt síð- ustu árin, að hann er bæði góð- og mikil-virkur, þar sem hann hefir kveð- ið 2 ljóðflokka hvern öðrum snild- armeiri, sem brent hafa sig inn í hug og hjörtu allrar þjóðarinnar. Friður á jörðu og Ljósaskiýti eru hvert i sinni röð slikár periur, að mér finst það, hvað sem öðru líður, eigi vanvirðulaustafalþingi voru að sjá ekki svo sóma sinn að bæta 3—400 við Guðm. Guðmundsson, úr því verið er að bæta við G. F. — fyrir hvað? Ekki svo að skilja, að eg telji þessa skildinga eftir G. F. En eg veit hinsvegar við hverjar kringum- stæður Guðm. Guðmundsson á að búa, einmitt vegna trygðar hans við ljóðdisina. Og fyrir öðrum eins perlum eins og Frið á jörðu og Ljósaskiftum finst mér fulltrúar þjóðarinnar verða að láta smásmyglina víkja og gera G. G. minsta kosti jafn-réttháan eins og fón Trausta fyrir nokkrum árum. Aliquis. 310,000 kr. var hlutaféð i Eimskipafélagi ís- lands orðið þ. 19. ágúst. kínversku konurnar. Kvenróttinda- hreyfingin hefir þroskast þar í landi, af sjálfu sór. Kínversku konurnar hafa barist með karlmönnunum fyrir frelsinu og voru jafnvel kosnar þar á þing — þó þau róttindi væru tekin af þeim aítur. Mrs. Catt sagðist hafa talað við austrænar konur, sem aldrei hefðu heyrt talað um kvenróttindi og hefðu altaf verið lokaðar inni, en þó hefðu komið með öll þau rök, sem kvenréttindakonur færðu fyrir máli sínu í öðrum löndum, og stungið upp á alveg sömu ráðunum til að bæta úr kjörum kvenna, og ekki heldur gleymt atkvæðisréttinum. »Þá fanst mér eg finna návist drottins betur en nokkru sinni áður«, sagði Mrs. Catt, »því sann lega hefir andi guðs vakið konurnar, hver skyldi hafa getað kent þeim þetta annarl«. Svo bætti hún við: »hver sem lítur á alt það, sem nú er að ger- ast í heiminum, hlýtur að sjá að fyll- ing tímans er komin, til þess að kon unum só sýnt róttlæti og þær stjórnir, sem ekki vilja skilja þetta, verða sjálfar að bera afleiðingarnar«. Um kvöldið voru allir fulltrúarnir boðnir í konungl. óperuna. A mánudaginn 16. júní var svo fyrsti fundurinn haldinn og stóð þing- ið út vikuna. Margt var okkur gert til skemtunar. Á mánudaginn var öllum fulltrúunum og fulltrúum annara kvenfélaga líka boðið að keyra um bæinn. Var ung- versk kona í hverjum vagni, til að skýra fyrir okkur það, sem fyrir aug- un bar. Búdapest er sögð önnur fegurst borg í Evrópu, sögð ganga næst Konstant- inópel. Mótsetningarnar mætast í þessari borg, gamalt og nýtt, Asía og Evrópa, náttúrufegurð og glaumurinn. Borgin liggur á bökkum Dónár, öðru megin er hin gamla Ofen. Hún liggur hátt og eru margar fallegar gamlar byggingar þar á hæðunum. í miðjum bænum gnæfir gamalt virki yfir bæinn, á virkishæðinni er líka hin volduga Frá alþingi. Framlenging þingtímaus. í gær var því lýst yfir af ráðherra, að þingtíminn sé framlengdur fyrst um sinn til 6. september. En gert er ráð fyrir þvi af öllum kunnugum, að eigi muni sú framlenging nægja, heldur muni að minsta kosti þurfa eina viku til. Fjárlögin eru til 3. umræðu í N.-deild í dag. Fáninn er sem stendur saltað- ur í nefnd í Efrideild. Eftir því sem ísafold hefir frétt, munu horfur á því, að annaðhvort verði landsíox- merkinu kipt út úr 1. gr. frv. eða ekkert frumvarp nær fram að ganga. Vonandi eru lávarðarnir það leiknir glímumenn, að þeim takist að fella formerkið en láta jánann standa byltulausan 1 Stjórnarskráin kemur vænt- anlega til 3. umræðu i N.-deild á mánudag. Ihaldstaugin í frv. var allmjög linuð við 2. umræðu (sjá gr. um stj.skr.) með ákvæðinu um, að einir 6 Efrideildarmenn skyldu hlutfallskosnir, þ. e. jafnmargir og þeir konungkjörnu eru nú. -■ ...--------------- ReykjaYíkur-aimálL Aðkomumenn: Sig. Olafsson Býslam. frá Kallaðarnesi. konungshöll er María Theresía lót byggja, eru þar geymd ríkisdjásnin ungveisku og hönd hins heilaga Stef- áns. í Ofen má enn sjá menjar frá dögum Rómverja — þar eru líka göm- ul og fræg tyrknesk böð. Veit eg ekki hvort eg á að geta þess löndum mín um til uppbyggingar og skelfingar, að algengt kvað þar vera, að karlar og konur baði sig saman í þessum skín- andi marmaraþróm. Hinu megin við Dóná liggur Buda, á sléttu. Það er nýr bær og mjög skrautlegur, með breiðum götum og veglegum byggingum. Margar brýr, hver annari fallegri, tengja bæjarhlut- ana. Er einkennilegt að standa á einni þeirra og sjá gamla Ofen öðru megin, en þenna skrautlega nútímabæ hinu megin, þar sem blasir við þinghúsið nýja, bygt í gotneskum stíl, ef til vill glæsilegasta þinghús í heimi, kostaði það 30 miljónir í austurískum krónum (ca. 22J/2 í dönskum peningum), enda gæti engin þjóð reist sjálfstæði sínu fallegra minnismerki. Mörg og skraut leg hotel liggja þarna niður við Dóná. Kl. 4—6 á degi hverjum ganga menn sér til skemtunar þar á árbökkunum. Má þá sjá margar fallegar og vel- klæddar konur, vilja Búdapestarkonur gjarna að þeim só líkt við Parísar- konur, og vel gæti eg trúað að þessi blær af skrauti, smekkvísi og — lótt- úð, sem er yfir Búdapest, kunni að minna á París. En ef við göngum yfir um brúna, yfir í gamla Ofen, ber annað fyrir augu, vegurinn liggur í bugðum upp á háa hæð — gnæfir þar minnismerki hins heilaga Geirhards, og er foss, búinn til af mannahöndum, fyrir neðan það. Við göngum hærra og ætlum ekki að trúa því að við sóum í stórbæ, við erum á engi með hey- flekkjum — blár fjallahringur blasir við í fjarska, við gætum haldið að við værum heima á Islandi, ef við sæum ekki þökin á nokkrum æfa gömlum húsum og svo þessi sólbrendu berfættu börn, sem veltast í grasinu. Og ef Fisksalan til Englands: Nýlega hefir botnvörpnngarinn B r a g i selt afla sinn i Englaadi fyrir 487 sterl. pnnd, eða nærrri 9000 kr. og S k ú 1 i F ó g e t i fyrir 430' st.pd. eða hátt á 8. þús. kr., ennfremnr Apríl f. 370 st.pd. (6100 kr.). Hjónaefni: Signrjón Pétnrsson iþrótta- maður og ym. Signrbjörg Ásbjarnardóttir. Messað i dómkirkjanni á morgun kl. 12 sira J. Þork. (engin siðdegism.). ----i frikirkjunni á morgnn ki. 12 sira ÓI. ÓI. Tapað máli. Bærinn befir tapað máli þvi, er Þorvaldur Krabbi verkfr. höfðaði út af þvi að bæjarstjórn vildi eigi verða við kröfn hans nm 3000 kr. þóknnn fyrir aðstoð hans við bafnargerðarsamninga. Bæjarþingsdómur dæmdi bonum 3000 kr.. og 40 kr. i ank i málskostnað. Rektorsembættið Sagt er, að Steingrímur heitinn Thorsteinsson hafi sótt um lausn frá rektorsembættinu snemma í ágúst og lausnar-veitingin verið aðeins ókomin. Meðal tilnefndra umsæk- jenda er Guðm. Finnbogason dr. phiL Ágætur riklingur fæst í verzlun Jóns Zoeg-a, Bankastræti 14. við göngum dálítið hærra, ber Dóná aftur við og bærinn til beggja handa. A mánudagskvöldið bauð bærinn okkur til hátíðar í »Ficher bastion« svokallaða í Ofen. Yar þar múgur og margmenni samankomið. Margar ræður voru haldnar þar, en erfitt var að heyra þær þar úti, í mannmergð- inni. Seinast um kvöldið var alt virkið lýst upp, var þá fögur sjón að líta niður úr þessu logahafi á bæinn, sem blikaði allur í kvöldljósunum og þar sem Dóná var eins og breitt dökt band, en inni í virkinu kvað við hljóð- færasláttur og mátti þar sjá konur í margra landa þjóðbúningum — ríka liti og skraut. Það var likast ævintýri alt saman. A þriðjudaginn síðdegis var hald- inn fundur fyrir ungt fólk. Talaði þar meðal atinara enski verkmanna- foringinn Keir Hardie og hin heims- fræga ameríska ræðukona og rithöf- undur Charlotte Perkins Gilmann. Hún talaði um æskuna, hún sagðist flytja þann boðskap að menn ættu að virða æskuna, allir sem ekki dæju of snemma ættu fyrir höndum að verða gamlir, því skyldu menn eiga virðingu skilið af því að svo skyldi nú vilja til, að þeir hefðu ekki dáið í æsku? En ef heiminum ætti að fara fram, yrði bam- ið að verða betra en foreldrar þess. Þess vegna ættu menn að virða æskuna. Alt ungt fólk þráði ósjálfrátt lukk- una, það vildi laga og bæta heiminn, en gamla fólkið sem væri orðið þreytt og bugað af lífinu, segði því að sætta sig við .forlögin, heimurinn væri nú einu sinni -ekki góður. Hún sagði að þetta væri eins og ef við byggjum í gömlu og hrumu húsi og unga fólkið vildi láta gera við það, en gamlafólk- ið hristi höfuðin og segði: »Þetta er uú einu sinni gamall hjallur, ef að það rignir niður á ykkur þá getið þið sett upp regnhlíf, ef súgurinn er of slæmur, getið þið látið þríhyrnu á herðarnar — við verðum að vera þol- inmóð og forlögunum undirgefin!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.