Ísafold - 27.08.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.08.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar i viku. VerS árg. 4 kr., eríeiidis 5 kr. eða l-|-dollar; borg- ist r'yrir rniöjan júlí erlenclis fynr'f'ram. Lausasala 5 a. eint. AFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin viS áramót, erógiid uema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaSið. ísafoldarprentsmiðja. Rítstjórl : Ólaf ur Björnssoii. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 27. ágúst 1913. 68. tölublað I. O. O F. «»4959. Alþýðufél.bðkasaf'n Templaras. 8 kl. 7—P Augnlæknitis; rtkeypia i Lœkjarg. 2 mvd. ' -8 Borgarstjóraskriístoí'an opin virka daga 1 -B Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7 Bæjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 12—8 og -1 Byrna- nef- háislœkn. ók. Pósth.str.HA«c" 2-6 ÍBlandabanki opinn 10—2'/> og 6'/i—7. K.F.D.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 AÍ. Alm. fundir fid. og sd. 8»/« stod. Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og 6 a heli .m. Landakotsspitali f. ajúkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2>/t, B1/"—6'/«- Bankastj. '2-2 Landsbókasafn 12—8 og 5-8. Útlán 1—8 Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra -' -2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnio hvern virkan\ dag kl. >! ¦% Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka " iga helga daga 10—12 og 4—7. Lækniní ókeypis Þinch.str. 28 þd.ogfsd.1' 1 Nattiirngripasafnið opio l>/«—2'/« a sunnv Samabyrgo Islands 10—12 og 4—6. Stjórnnrráosskrífstofnrnar opnar 10—4 daf. 1. Talsími Reykjavikur Pósth.3 opinn dagl< .gt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning okeypisPosth.str.14Bmd.il 12 Vifilstaoahælio. Heimsöki.-irtimi 12—1 jÞjðomen,i»safnio opio á hverjum degi 12- 2 Nýja Bíó sýnir í kvöld og næstu kvöld: Hauðskinnaárás d braut- ruðjendur menningar" innar. Afar áhrifamikil mynd frá æfintýralandinu Ameriku. Lampat\ Hengi- borð- gang- vegg- og nátt- lampar, A-rplar og luktir og hvers- konar lampahlutir er alt að vanda laugódýrast í verzl. B. H. BjarnasoD. Siglús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. lnu- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Símnefni: Blöndahl. — Hamburg. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Balkanfriðurinn. Þann 10. ágúst varð loks gengiS frá friSnum með Balkanþjóðum. Gerðist það, svo sem kunnugt er, í hófuðborg Rúmena, Bnkarest, undir forustu yfir- ráðherra þeirra Iiúmena Majoresou, en af Grikkja hálfu var þar Venizelos yfirráðherra, af Serba hálfu Pasitsch yfirráðherra, af Búlgara hálfu Titohev hershöfSingi og af Svartfellinga hálfu Vukotisch hershöfðingi. Eftir friðargci 5i.ua hólt Kari Rúmena- konungur friðarsemjendum veizlumikla og fór þar mörgum fögrum orðum um hið mikla gæfuverk, sem unnið hafi verið af þeim og lót í ljós von sína um gott sarr.komulag framvegis með Balkanþjóðum. Við því bjugotust /msir, þar á meðal Búlgarar, að slórveldin mundu eigi láta sór lynda annað en að alt væri látið sitja við gerðir Lundúnafundarins í vetur og sendu Búlgarar þeim áskor- un um að sjá svo um. En Þýzkalands- keisari kvað þá upp úr um, að eigi væri annað hentara en að láta nii sitja við það, sem komið væri og hrófla eigi við BukarestarfriSnum í neinu. Létu þá hin stórveldin sór eftir atvikum frið- inn vel líka, eftir þessa augl/sing keisara. Hin nýja landaskifting. Hinar helztu breytíngar, sem gerðar eru á landaskipun Balkanskaga með Bukarestfriðnum, eru þessar: Tyrkir áttu fyrir ófriðinn 169.300 ferrastir lands á Balkanskaga, en eftir friðinn eiga þeir aS eins 12.800 fer- rastir, ef þeir, svo sem líkindi eru til, verða að gefa aftur eftir Adríanópel. Búlgarar áttu áður 96'345 ferrastir, en eignast nú að auki nær helming Saloniki-fylkis og mestan hluta Adrían- ópel fylkis — alls 46.000 ferrastir, en verða að láta af heudi til Rúmena Dobrudscha-herað (nál. 8000 ferrastir). Búlgaría verSur því samkv. friSarkost unum nál. 134.000 ferrastir. En fari svo, aS Tyrkjum takist aS halda í hótuðin kringum Adrianópel og Kirk- Kilissa, missa Búlgarar þar nál. 15000 ferrastir og verður þá eigi land þeirra meira en 119.000 ferrastir. Grikkland var á uudan ófriðnum að eins 64.679 ferrastir, en hlýtur nú, auk Krítar, hálft Salónikí-fylki, hálft Mon- astir-fylki og hálft Janinafylki. Land- vinningar nema nál. 45.000 ferröstum, auk egeisku eyjanna, svo að Grikkland verður nú um 110.000—120.000 fer rastir, eða nærri 10 sinnum stærra en Tyrkjaveldi í NorSurálfu. Serbía var áður 48.303 ferrastir, en fær nú í viSbót Kossova-fylki mestalt og talsvert af Monastirfylki eða alls um 47.000 ferrastir og verður því alls að stærS um 95.000, fær með öðrum orðum tvöfalda stærð viS þaS sem áður var. Rúmenar bæta við sig 8000 ferröst- um, en Svartfellingar bera aS eins ör- lítinn landskika úr bytum. Þeir Karl Rúmenakonungur, Kon- stantin Grikkjakonungur og Pótur Serbakonungur hafa eignast lýShylli afarmikla fyrir lyktir ófriðarins, en Ferdinand Búlgarakeisari á mjög í vök að verjast í sínu ríki og jafnvel búist viS, að hann láti af völdum, vegna ófaranna, og selji keiaaradóm í hendur elzta syni sínum, Boris. Slíkan dóm hafa forlógin fært að höndum þeim Balkanþjóðhöfðingjanum, er í öndverðu ófriðarins virtist ætla að hljóta aðal frægðina. Mannfall og herkostnaður í Balkanófriðrmm. Blaðamaður einn, sem kynt hefir sér ástandið í öllum Balkanríkjunum, telur mann- og fjártjón ríkjanna í ýyrri ófriðnum á þessa leið: Búlgaria: 80.000 fallnir. Her- kostnaður 200 miljónir. Serbía: 30.000 fallnir. Herkostn- aður 620 miljónir. Grikkland: 10.000 fallnir. Her- kostnaður 280 milj. Montenegro: 8000 fallnir. 16 milj. í herkostnað. Tyrklnnd: 100.000 fallnir. Her- kostnaður 1600 milj. I seinni ófriönum eru tölurnar þessar: Búlgaría 60,000 fallnir. Herkostn- aður 720 milj. Serbía 40,000 fallnir. Herkostn- aður 400 milj. Grikkland 30,000 fallnir. Her- kostnaður 150 milj. Alls eru taldir fallnir um 400 þús. manns og herkostnaður nal. y miljörðum. Grænlandsleiðangnr Kochs hefir hepnast. Frá Koch Grænlandsfara hinum danska eru nýlega komnar þær fregr.- ir, að honum hefir tekist að koma fram fyrirætlunum sinum um gðngu yfir þveran Grænlands ís. Hann kom til Pröven á Grænlandi um miðjan Koch 'Grænlandsjari. júlí við fjórða mann, og hefir sent þaðan nakvæma skýrslu um ferða- lag sitt og framkvæmdir. I förinni voru, eins og menn muna, 16 islenzkir hestar. Reynd- ust þeir allvel. — Meðal förunauta Kochs var einn Iskndingur, Vigþís Sigurðsson, héðan úr bæ. Þeir fé- lagar hafa lent í miklum svaðilför- um; m. a. fótbrotnaði Koch sjálfur. Agrip af ferðaskýrslu Kochs, sem forgöngunefnd leiðangursins hefir sent Isaýold, mun birt verða í næsta blaði. — Þeir félagar eru eigi vænt- anlegir til Danmerkur fyr en í októ- ber. Ýms erl. tiðindi. Bebel dauður. Augusi Bebel aðalforingi jafnaðarmanna á Þýzka- landi lézt snögglega þ. 13. ágúst 73 ára að aldri (f. 23. febr. 1840). Hann ¦::Æ<. Jlugust Bebel. hafði setið á þingi Þjóðverja síðan 1871 og völd hans þar aukist með ári hverju. Kjósendaflokkur jafnað- armanna hefir á þeim árum þúsund- faldast, er tíú orðinú j'fnmargar milj. og þa voru þúsundir. Bebel átti sjálfsagt meiri þátt í þeim vexti en nokkur annar einn maður. Tvisvar sinnum lenti Bebel í löngu varðhaldi fyrir skoðanir sínar, 1872 í 2 ára og 9 mánaða fangelsi og 1886 í 9 mánaða fangelsi. Bebel var einn þeirra fáu manna, er börðust móti því, að Þjóðverjar segðu Frökkum strið á hendur 1870 og sömuleiðis að ófriðnum loknum móti því að innlima Elsass-Lothringen. Dauði hans hefir vakið samiiðar- öldu mikla um alt hið þýzka ríki. Látnir Danir. Chr. Knudtzon þjóðbankastjóri lézt þ. 11. ágúst, 69 ára að aldri. Hann var einn eig- andi Knudtzons-verzlananna hér á landi fyr meir. Natalie Zahle skólastýra, nafnkunn- ur kennari í Danmörku, sem m. a. stofnaði »Fröken Zahles-skóla« svo- nefndan, er nýlega látin í hárri elli, 86 ára. Austurríki og öfriðurinn. Mælt er, að undirbúningur sá, er Austurríki hefir haft til þess að vera við því búið að hefja ófrið út af Balkanmálunum hafi kostað landið 314 milj. króna. Bannlög um Norðurlönd. Þess var getið hér í blaðinu fyrir skömmu, að forsætisráðherra Svía, Staaff, hefði tjáð sig hlyntan algerðu aðfiutningsbanni á áfengi til Svíþjóðar. Nú hefir /. C. Christensen fyrrum yfirraðherra Dana tekið í sama streng- inn í blaði sinu Tiden, um Danmörku, og Zahle hinn núverandi yfirráðherra tjáð sig í því máli samþykkan f. C. Christensen. Mexikö og Bandarikjn. Miklar viðsjár eru nú þar í milli. Forseti Mexíkó-lýðveldisins Huerta hefir neitað mjög eindregið að hlíta í nokkru afskiftum Bandaríkjastjómar af máium Mexikó. Horfur sem stendur þær, að til ófriðar kunni að draga milli ríkjanna. Island erlendis. Arne IVIÖlIer prestur hefir ný- lega, svo sem oft áður, ritað skiln- ingsgóðar greinar um ísland í dönsk blöð, bornar uppi af einlægum sam- úðaranda með þjóð vorri. Hann bendir þar m. a. á nokkur atriði sem dæmi þess, hvernig Danir eigi ekki að haga sér gagnvart oss. Fyrst á það, að þegar hér var hald- ið aldarafmæli Jóns Sigurðssonar hafi hluttaka Dana verið ósýnileg, nema í símskeyti Friðriks 8. sHvar var danska þjóðin ? Hví sýndu Danir eigi þ.i við það tækifæri það frjáls- lyndi og víðsýni að sýna íslending- um, að vér skildum fögnuð þeirra og metnað yfir honum, er öllum framar barðist fyrir réttindum og lífi þjóðar sinnar? Var það fyrir þá sök, að Danir gátu eigi gleymt því, að barátta }. S. hlaut oft að snúast gegn dönskum stjórnmálaflokkum og kenningum þeirra? Nei, sennilega var ástæðan sú, að Danir voru því sem næst búnir að gleyma Jóni Sig- urðssyni og baráttu hans«. Nokkur dæmi tekur höf. enn þess, hvernig Danir eigi ekki að hegða sér: »Vér eigum ekki að vera svo smá- munasamir — eins og við Olympsku leikana í Stokkhólmi í fyrra — að reyna að meina dálitlum hóp íslenzkra iþróttamanna að koma þar fram und- ir þeirra eigin merki. Eg veit, að margir Danir mundu, ef þeir hefðu gert sér ljósa grein fyrir því, sem gerðist, hafa fylst gremju yfir svo prússneskum hugsunarhætti í dönsk- um fötum. En eg veit og að sá Dana-Prússi er í fersku minni ís- íendinga og að þeir eru til, sem skella skuld þessa v. Thybo yfir á alla hina dönsku þjóð. Það skal því tekið fram, að eg og margir aðrir frábiðjum oss allan þjóðarskyldleika við þenna náunga. Vér eigum ekki heldur, eins og kom fyrir í sumar á Rvíkurhöfn, að hefja leiðangur móti dálitlum ís- lenzkum bát, út af því, að dálítill bláhvítur fání blaktir þar í skut. 0- já! — Að þurfa skuli að taka það fram, að annaðhvort verður að setja lögregluþjón á hvert götuhorn og vjð hverja bryggju í Reykjavík — sýna almættið í alvöru — eða þá að láta lítinn íslenzkan skemtibát sigla í friði! Það á ekki að nota dansk- ar fallbyssur á smátitlingal Danir í Reykjavík hafa — að sögn íslenzkra blaða — sýnt, að þeim mis- líkaði óvitaháttur sá. Það er og það einasta, sem vit er í fyrir oss hér í landi, hvort sem glappaskotið hefir verið að kenna því, að skipstjórinn hefir hlaupið á sig, eða erindisbréf hans heflr verið á þessa leið. . . . >Vér eigum ekki heldur — svo sem mörg dönsk blöð gera — að tala um Island undir nafninu: >nýíendur vorar«, eða »Atlantseyjar vorar*. Staða Islands hefir jafnan verið og er eigi sízt nú, bæði ríkisréttar- og þjóðréttarlega alveg sérstök meðal »Atlantseyja vorra«. Þetta vilja ís- lendingar með réttu heyra viðurkent í titli sínum.....«. Höf. brýnir enn fyrir löndum sín- um, að þeir eigi að fagna því, er ís- lendingar reyna að leggja undirstöðu undir þjóðarsjálfstæði sitt með ýms- um verklegum framkvæmdum, svo sem höfn í Rvík, stofnun Eimskipa- félagsins og fyrirhugaðri járnbraut um Suðurlandsundirlendið. Loks hvetur hann til þess, að á Norðurlöndum verði stofnað íslands- vinafélag líkt og Þjóðverjar hafi gert og brýnir og fyrir Dönum að þeir eigi að leita meiri þekkingar á ís- landi m. a. með ferðum til landsins í hópum, eigi sizt mentamenn danskir. — — — Það væri betur, að þeir gerðust margir Danir, er svo góð- gjarnlega mæla og rita til vor sem Árni Möller gerir. Geldinganes selt fyrir 50 þús. kr. ? Nationaltidende herma þá fregn héðan, að enskt-islenzkt hlutafélag sé að kaupa Geldinganes og hafi boðið í það 50,000 kr. Til- ætlunin á að vera að nota höfnina þar inn frá til vetrarlegu fyrir botn- vörpunga og leggja fiskinn þar á land. Island á kvenréttindaþing- inu. Einhverri danskri konu, frú

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.