Ísafold - 27.08.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.08.1913, Blaðsíða 3
ISAFOLD 269 t Sira Tlrnór Þorfáksson. Lokið er lifs þíns þraut, leiðin oft ströng. Er œfikvöldið kom kvalastund löng. Hvíldar var þreyttum þörf :,: þökk fyrir unnin störf :,: þökk fyrir störf. Vel rcéktir verkin þín veikan með þrótt; áhugans afl varð séð að dauðans nótt. Þú hvarfst heim þrautum úr :,: þjónn Drottins orða trúr :,: þjónn drottins trúr. Lifði þér löngum hjá löngunin sterk urnbóta iðju til, er sýna verk. Viljans afl sterkt sem stál, :,: stórhuga, glaða sál :,: stórhuga sál. Sárt vinasveitin þln syrgir þig nú, hrygð sefar hjörtum í hugsunin sú: Beygja ei likamsbönd :,: bjartsýna, frjálsa önd :,: bjartsýna önd. S. J. Eftirmæli. Húnavatnssýsla hefir hin síðustu ár goldið mikið afhroð í missi merkra bænda og annara góðra drengja. Hefir sumra þeirra lítt, eða ekki, ver- ið minst, og er það ekki vansaíaust. Einn þeirra manna, er Jens heitinn Jóselsson óðalsbóndi á Spákonufelli, er lézt þar árið 1910. Jens heitinn var fæddur i Spá- konufelli 19. ágúst 1S48. Voru for- eldrar hans Jósef hreppstjóri Jóelsson á Spákonufelli, og kona hans Þuríð- ur Magnúsdóttir, merkishjón, er þar bjuggu lengi. Hjá þeim ólst Jens upp og dvaldi unz hann byrjaði sjálfur búskap á parti af jörðinni, rétt eftir 1870, rúml. tvítugur. Hann enda er erfitt aS sjá með hvaSa rótti ríkið heimtar bæSi almenna mentun og sérmentun af prestum þjóðkirkjunnar, úr því engar slíkar kröfur eru gerðar til fríkirkjuprestanna, þar sem starfs- svið beggja er hið sama og verk beggja hefir sama gildi. Og þar sem maður naumast getur látið sór detta í hug, að mentunarkröfur til prestanna verði látnar falla niður, þá má til að beina því til löggjafarvaldsins sem sjálfsagðri kröfu, að þeir menn einir geti fengið viðurkenningu sem forstööumenn utanþjóð kirkjusafnaða, sem hafa sömu eða tilsvarandi undir- b ú n i n g s m e n t u n og þá sem þjóökirkjan heimtar af sín- um prestum. Nú má skifta utan- þjóðkirkjusöfnuðunum í tvo flokka: Annarsvegar menn, sem heyra til hinni evangelisk-lútersku kirkju, þótt ekki sóu þeir í þjóðkirkjunni, og hinsvegar þá, sem heyra til öðrum trúarflokkum. Vitanlega verður að gera samskonar mentunarkröfur til beggja. En mun- urinn er sá, að til hinna fyrnefndu — lútersku fríkirkjusafuaðauna, yrði sam- kvæmt öðrum almennum lögum, að gera þá kröfu, að þeir hefðu mentast við íslenzka háskólann, úr því próf við hann er gert að skilyrði fyrir aðra embættismenn, og háskólinn heldur uppi fræðslu í þeirri grein — en af prestum annara trúarflokka yrði að helmta próf frá einhverjum þeim skóla eða stofnun, sem ríkið tæki gilt, sem tilsvarandi við hitt, og væri þessum trúflokkum víst ekki að neinu leyti íþyngt með þessu, að minsta kosti ekki katólskum mönnum, því eg hygg óhætt að fullyrða, að sú kirkjudeild kvæntist i des. 1872 Steinunni Jóns- dóttur óðalsbónda Jónssonar frá Háa- gerði, hinni merkustu konu. Hún dó tæpu missiri á undan manni sin- um, 4. september 1909. Þau áttu 3 börn: 1 dreng, Jósef, er dó 11. nóv. 1907, góður drengur og hinn nýtasti maður, og 2 dætur, Ingi- björgu, sem er á Spákonufelli, ógift, og Jensínu, konu Benedikts Fr. Magn- ússonar búfræðings, er þar býr nú. Jens heitinn var hinn nýtasti bóndi, og góður drengur. Hann var hinn mesti verkmaður og eftir því verk- laginn, smiður góður bæði á tré og járn. Hann var hár maður vexti, allra manna bezt frá velli vaxinn, mjög rammur að áfli. Það er ekki ofsagt að Jens heitinn var prýðilega greindur maður. Hafði hann lesið mikið, og var mjög fróður í sum- um greinum, einkum um náttúru- fræði og landafræði. Hann ól allan aldur sinn á Spákonufelli og fór aldrei annað en um Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur; en þegar talað var um landið eða önnur lönd við hann, þá var eins og hann hefði farið um öll lönd og höf. Jens var oft hreppsnefndarmaður, og við fleiri opinber störf, sem hann rækti vel og samvizkusamlega. Kunni hann ekki þá list, sem nú er alkunna, að hafa opinber störf að féþúfu. Jens heitinn var heldur afturhaldssamur í skoðunum, fór hann ekki dult með það, og taldi sér engan vansa. Haun tók ekki við nýjungum nema hann væri viss um að þær væru til bóta. Þó var hann mjög frjálslyndur mað- ur, svo eg veit að alment mannfrelsi átti ekki öruggari vin í öðrum en honum. Jens heitinn var hreinlynd- ur maður, hann var mjög tryggur maður vinum sínum, en í skiftum við alla mjög sanngjarn og dreng- lyndur. Mjög var hann óhlutdeilinn um annara mál, og heimtaði hið sama af öðrum. — Hann var alla æfi hinn mesti reglu- og hófsmaður, en var gestrisinn maður, og mjög skemtilegur í viðræðu. Var hann ekkert á móti því að gera öðrum glaðan dag, ef svo horfði við, og þá rækilega, því Jens var enginn hálfleiksmaður. Ein og áður er sagt, misti Jens konu sína 4. sept. 1909. Var Stein- unn hin bezta kona og ágætlega gefin. Hennar er minst í >Norðra€ 2. tbl. 14. jan. 1910. Jens harmaði son sinn og konu mjög. Hafði hann verið krankur hin síðustu miss- eigi ekki til prestskapar uema mjög vel mentaða menn. Þessi krafa um ment- un fríkirkjuprestanna finst mór svo eðlileg og sjálfsögö, að enginn sann- sýnn maður, sem nokkurn skilning hefir á því, hvað mentun hefir að þýða, geti haft á móti henni, hvað mikill fríkirkjuvinur sem hann svo er, eða hvaða skoðun sem hann annars kann að hafa á kristindómi og kirkju. En það eru í fleiri atriðum en þess- um, sem fríkirkjulöggjöfin er gölluð og ófullnægjandi. Það er gott og gleðilegt, að samkepnin geti myndast milli þjóðkirkju og fríkirkju, en sú samkepni þarf þó að vera heiðarleg, en þó verður baraáttan að fara fram með andlegum vopnum, og annar aðil- inn má ekki nota þá bardagaðferð, sem hinn aðallinn vill eða getur ekki leyft sór. Baráttan verður að fara fram innan vissra ákveðinna takmarka, því að annars verður hún ekki lengur frjáls samkepni, heldur meira eða minna óheiðarleg myrkraverk. Nú er það vitanlegur hlutur, að hvaða fólagsskap- ur sem er, verða að hafa ákveðið skipu- lag til þess að geta lifað heilbrigðu lífi, og kirkjulegur fólagsskapur er engin undantekning frá þeirri reglu. Slíkt skipulag hefir líka myndast og mótast gegnum aldirnar og til þess má telja í fyrstu röð prestakalla og sóknaskipunina. Komist ruglingur á það skipuiag, þá verður fólagsskapur- inn sjálfur líkastur húsi, sem máttar- viðirnir eru teknir úr, eða ef til vill öllu fremur því húsi, sem ætlað er til íbúðar mörgum fjölskyldum, en öll skilrúmin eru tekin burt úr. Þess vegna verður það önnur krafan, sem menn hljóta að gera til frikirkjusafn- Allra blaða bezt Allra frétta flest Allra lesin mest er ISAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með i þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án lsafoldarl —■ LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) bjargar lífi manna heima fyrir alveg eins og björgunarbátar og björguq- arhringir bjarga Iífi manna á sjó. Á heimilinu, í verksmiðjunni, í skólanum, á spítalanum, og í opin- berum stofnunum munu menn komast að raun um, að Lifebuoy sápan stuðlar að fullkomnu hrein- læti og að þvi að tryggja heilsuna ; hún er undir eins bæði sápa og sótthreinsunarlyf, styrkir heilsuna og eykur hreinlæti, en kostar þó ekki meira en vanaleg sápa. Nafnið LEVER á sápnnni er trygging fyrir hreinleik hennar og kostum. Z717 ri, og hnignaði óðum eftir lát konu únnar og lézt 15. febr. e^r stutta legu, en miklar þjáningar. Banamein hans mun hafa verið krabbi i maga. Af þeim hjónum Jens og Stein- anni er engin mynd til, svo hún getur ekki fylgt þessum línum, en mynd þeirra og minning mun ekki gleymast mér né öðrum, er þektu þau bezt. Arni Arnason (frá Höfðahólum). Hinn 9. f. m. andaðist hér í Reykjavík eftir undangengna all-langa vanheilsu, fyrrum bóndi Guðmtmd- \ir Amundason, er um langa hríð bjó á Urriðafossi. Hann varfæddur 21. júní 1844 að Sandlæk í Gnúp- verjahreppi. Hálfþrítugur kvongað- ist hann eftirlifandi konu sinni Krist- ínu Andrésdóttur, systur sira Magn- ásar á Gilsbakka, sem nú er forseti neðri deildar alþingis. Þau hjón íiófu búskap á Hömrum í sama breppi, og eftir 18 ára búskap þar fluttust þau að Urriðafossi; en þaðan fluttust þau árið 1901 til Reykjavíkur. Þau eignuðust í hjúskap sinum 12 börn og eru 6 af þeim á lífi, öll uppkomin 02 mannvænleg. Guðm. sál var sæmdarmaður í hvívetna, virtur og velmetinn af öllum, still- ingarmaður hinn mesti, viðfeldinn og þýður í allri viðkynningu. Smið- ur var hann góður og verkmaður mikill, meðan kraftar entust; voru )au hjón mjög samhent um gagn og sóma heimilis síns og alla góða reimilishætti. Gestrisin voru þau íjón með afbrigðum; hafði margur af því að segja, þar sem þau í mörg ár bjuggu í hinni mestu þjóðbraut. Guðmundursál var einn þeirramanna, sem lítt halda sér á loíti, en sem vinna í kyrþey mikið verk og gott andi og lýð til blessunar.. Heiðruð og blessuð sé minning hans, og allra starfsmannanna nýtu og góðu, sem með sæmd leggja hærur sínar í moldina. Þjóðin islenzka á þeim öllum þakkarskuld að gjalda. X. Iiátin er nýlega i Khöfn frú Frederikke Riis á níræðisaldri ekkja M. P. Riis, er lengi var verzlunarstjóri á ísafirði. Meðal barna hennar eru kaupm. Richard, Jörgen Michael og Arni verzlunarfulltrúi. Einingarfundur í kvöld. — A fundinum mæta bræðurnir Jóh. Jóhannesson og Sig. Júl. Jóhannesson. — Félagar Regl- unnar beðnir að fjölmenna. Vefnaðafvörubúð Gunnars forbjörnssonar, Hafnarstræti, fæsttil leigu frá 1. okt. n.k. Hjúkrunarnemi. Ung, dugleg stúlka, sem er hneigð fyrir hjúkrunarstörf, getur fengið pláss á Vífilsstöðum 1. okt. n. k. Upp- lýsingar gefur yfir-hjúkrunarkonan,, frk. Nilsson. Rauðstjörnóttur hestur, 5 vetra, mark: stýft vinstra, ój írnað- ur, tapaðist í grend við Reykjavík fyrir miðjan júlí. Finnandi beðinn að sima til Einars Jónssonar, Vífils- stöðum, gegn fundarlaunum. aSanna, að þeir sóu, hvað prestakalla og 8Óknarskipun snertir, sömu skorS- um háSir og þjóSkirkjusöfnuSirnir. En eins og kunnugt er, fer því fjarri, að þessa sé gætt. Fríkirkjusöfnuðir hafa hlotið staðfestingu þannig, að í söfnuðinum hafa verið menn ur öðrum sóknum, sem með þessu hafa losast við alla skyldu við sína sóknarkirkju, og því virðist í rauninui engin takmörk sett, hvað stórar fríkirkjusóknir megi vera. Og alveg sama er að segja um frí- kirkjuprestaköllin, þ. e. a. s. það svæði, sem einn fríkirkjuprestur má þjóna, að engin takmörk eru fyrir því sett hvað stórt það megi vera. Það er enginn vandi að sjá það, hvað miil- ill glundroði og vandræði einatt stafar af þessu. Eg skal fyrst benda á sóknaskipun- ina. Gerum ráð fyrir, að í einum söfn- uði myndist fríkirkja, annað hvort með því móti, að einhver hluti safnaðarins gangi úr þjóðkirkjunni, eða með hinu, að söfnuðurinn í heild sinni geri það — þá verður þessum nýja söfnuði leyft, að draga til sín menn víðsvegar að úr öðrum söfnuðum, svo af einum slíkum söfnuði getur stafað meiri eða minni óregla um heilt eða hálft hórað. Og hættan af þessu verður svo mikil vegna þess, að maður hefir engin tök eftir þeirri reynslu, sem enn er fengin, til að vænta þess að fríkirkjusöfnuðirnir ekki afli sór meðlima með því að spekú- lera í öðrum hvötum enn kirkjulegum. Að vísu mæla lög svo fyrir, að hið sama sóknargjalda-lágmark só fyrir frí- kirkju og þjóðkirkju, en bæði vantar eftirlitið með þeim lögum og svo er hitt, að sóknargjöldin iðulega fara upp úr, og það ef til vill langt upp úr lág- markinu, þegar kirkjugjöldin hækka. Lög eins og fríkirkjulögin, gera söfn- uðum í rauninni ómögulegt að hlynna að kirkju sinni, ef það þarf að gera með lántöku, af því trygginguna vantar fyrir gjaldendunum, sem altaf geta hlaupið inn í einhvern fríkirkjusöfnuð- inn — jafnvel þótt hann ekki só á næstunni, og geta verið þess vissir að tekið só á móti þeim með opnum örm- um. Þau verða þess vegna, þessi lög, reglulegt átumein í kirkjulegum félags skap, ekki fyrir það, að menn geti myndað fríkirkjusöfnuði, því að það getur oft verið gott og enda nauðsyn- legt, heldur fyrir hitt, aö fríkirkju myndunin sjálf er ekki neinum regl- um bundin. Annars mætti ef til vill segja, að lögiu ekki banni að reisa frí kirkjumynduninni neinar ákveðnar skorður, og geri jafnvel fremur ráð fyrir þeim, en hvort sem það er eða ekki, þá hafa þau ekki verið skilin á þann hátt af landstjórninni. En líkt og segja má um sóknaskip unina, má líka segja um prestakalla skipun fríkirkjunnar, því að eins og í þjóðkirkju, getur vitanlega líka í frí- kirkju einn prestur þjónað fleirum en einum söfnuði. En líka þá verða ein hver takmörk að vera. Það hlýtur að vera öllum ljóst, hvað af því leiðir, ef fríkirkjuprestur með samþykki safn- aða sinna, kemst upp með það, að stofna fríkirkjusöfnuði út um landið, með einhverri þeirri þjónustu, sem um kann að semjast, að slíkt eyðileggur alla reglu og fyrirskipun þjóðkirkjunn- ar. Það kunr.a að verða mörg tilefni til tvístrings, sem ekkert verður úr, eí menn að eins fá tíma til að átta sig, en verður að meini og sundurþykki í söfnuðinum, ef einhver fríkirkjuprest- urinn kemur til þess að mynda þar safnaðarbrot og þjóna eftir samkomu- lagi. Við prestskosningu t. d. kann það oft til að bera, að minnihlutinn verði óánægður, en þá eru það sannar- lega aum landslög, sem í rauninni ýta undir aðra menn útí frá til þess að tvi3tra söfnuðinum, jafnframt því sem þau ýta undir mir.ni hlutann til þess að rjúfa félagsskap við meiii hlutann, þótt engar frambærilegar ástæður sóu fyrir hendi. Hvernig mundi slíkt fara í öðrum félagsskap? Og hverjar yrðu afleiðingarnar, ef t. d. járnbrautir væru lagðar um landið, og tveir til þrír frí- kirkjuprestar, sem ættu heima ein- hversstaðar nálægt járnbrautarsamband- inu, færu svo að koma sér upp söfn- uðum um alt járnbrautarsvæðið og sundra eða eyðileggja þá kirkjulegu fólagsskipuu, sem þar væri fyrir? Og hvernig færi, ef t. d. þjóðkirkjuprest- arnir — með samþykki safnaða sinna náttúrlega — gerðust jafnframt for- stöðumenn einhverra fríkirkjusafnaða- brota annarsstaðar, sem kvörnuðust úr aðalsöfnuðunum, ef óánægja myndaðist út af prestskosningu eða einhverju öðru? Myndu þeir geta fengið leyfi til slíks? Ef ekki, því eiga þá frí- kirkjuprestarnir að fá leyfi til þess? Mætti t. d. þjóðkirkjupresturinn í Görðum, væntanlegi, gjalda fríkirkju- prestinum í Reykjavík líku líkt og verða prestur fyrir fríkirkjumenn í Reykjavík, sem ganga kynnu út úr fríkirkjusöfnuðinum þar, og mynda nýjan söfnuð? Eg hygg ekki — og væri slíkt leyft, hvort heldur væri í fríkirkju eða þjóðkirkju, þá hljóta allir að sjá, að slíkt myndi af sór leiða full-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.