Ísafold - 30.08.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
< viku. Verð árg.
4kr., erlendisð kr.
eða 1 Jdollar; borg-
ist fyrir miSjan júlí
erleníis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
ISAFOLD
Uppsögn (skrifl.)
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in só til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
só kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri : Ólafua* Björnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 30. ágúst 1913.
69. tölublað
I. O. O F. 94959.
Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—P
Augnlæknine okeypia 1 Lækjarg. 2 mvd. ' -3
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 8
Bæjarfóeetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7
Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og '• -7
Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. UA flr 1. -8
Islandsbanki opinn 10—2'/t og 5'/i—7.
K.F.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 ðd.
Alm. fundir fid. og sd. 8>/t slðd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helt Xau
Landakotsspitali f. sjúkraTÍti. 11—1.
Landsbankinn ll-2>/s, B>/»—6'/t. Bankastj. "2 2
Landsbókasafn 12—8 og 5-8. Útlan 1—8
Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin frá : 2
Landsféhiroir 10—2 og 6—6.
Landsskialasafnio hvern virkan'dag kl. ):;' '2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka rluga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 1' -1
Náttúrugripasafnið opið l»/t—Wl* á sunnu <
Samabyrgð Islands 10—12 og 4—8.
Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 da^l.
Talslmi Reykjavlkur Pósth.8 opinn daglangt
(8—10) virka daga helga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. UBmd. 11 12
Vifilstaðahælið. Heimsóki.artimi 12—1
Þjóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12- 2,
Nýja Bíó
sýnir í kvöld og næstu kvöld:
Hefnd leikfíflsins.
Skáldskapur og veruleiki frá stór-
borgar-sirkus.
Eldgamla ísafold.
Lifandi myndir frá fegurstu stöðum
íslands.
Töðu, lítið hrakta, hefir hrepps-
nefndin í Bessastaðahr. til sölu frá
Kristjáns-Hliði. Mjög hentugt að
ná henni sjóveg.
BIO
Reykj avik
Biograftheater
sýnir 30., 31. ág. og 1. sept.:
Papa André.
Sjónleikur í 3 þáttum, leikinn af list-
fengustu leikurum ítala. Aðalhlut-
verkið (Papa André) leikið af sorg
leikasnillingnum miklaErnesto Zacconi.
Furðuleg tillaga.
í gær var látin á »þrykk út ganga«
einbver hin furðulegasta tillaga af öllu
furðulegu í þeim berjagraut »síns af
hverju og af öllu nokkuð«, sem al-
þingismenn láta frá sór. Það er þings-
ályktunartillaga, sem þeir G. E g g .
og dr. V a 11 ý r flytja, og hljóðar svo :
»Neðri deild alþingis ályktar að
skora á stjórnina að láta fara fram
leynilega atkvæöagrciöslu í landinu
um það, hvort nema skuli úr gildi
lög nr. 44 30. júlí 1909 um aðflutn-
ingsbann á áfengi. Atkvæðagreiðsla
þessi fari fram fyrir 1. júlí 1914«.
Árið 1908 var fylgi lýst við aðflutn-
ingsbannið af miklum meiri hluta al-
þingiskjósenda. A þingi 1909 voru
bannlógin samþykt með miklum meiri
hluta atkvæða. A nýari 1915 eiga
þau fyrst að koma í algert gildi.
En þrátt fyrir hið mikla magn, sem
aS baki þeim stendur, og þrátt fyrir
hitt, aS þau eru enn eigi farin
að reyna sig, rísa þó nú upp 2
löggjafar vorir og vilja heimta atkvæða-
greiðslu af nýju.
A þetta hátterni verðum vór að líta
sem hreinan hegóma og móðgun bæSi
við þjóS og þing.
Hvort sem litið er á málið frá bann-
vina eða bannfjenda hlið hlýtur niður-
staðan að verða hin sama.
Hvorutveggju hljóta aS krefjast þess,
aS lögin fái aS reyna sig til fullnustu.
ÞaS er eins og Jón Thoroddsen orti
hér á árunum :
Ef hann gerir öllum rótt
og engum s/nir hrekki
blessaður veri Bardenfleth o.s.frv.
Ef bannlögin blessast vel, reynast
eins og bannvinir búast viS, þá eiga
þau aS standa.
En ef hitt verður uppi á teningnum:
Ef hann gerir engum rétt
og öllum sýnir hrekki
bólvaSur veri Bardenfleth o.s.frv.
E f bannlögin reynast illa, e f ekki
tekst aS ná því marki, sem með þeim
er sett, e f út af þeim verður virkileg
óánægja, þegar þau fara aS
sýna sig aS fullu, fer atkvæSa-
greiSsla af nýju aS verSa róttmæt.
En. fyrr ekki!
ÞaS vill nú og svo vel til, að ein-
hver ákafasti, en vissulega einnig ein-
hver greindasti andstæðingur bannlag-
anna á þingi, Jón sál. frá Múla —
lýsti yfir því, að sjálfsagt væri að fá
reynslu á Jögunum. — H a 11 n taldi
þessar glepsu-tilraunir í þau eigi ann-
að en misvizku — svo sem rótt var.
Lítum og á fordæmið, sem gefið væri
með öðru eins uppátæki og því, sem
hór er fyrirhugaS.
Enginn vafi er á því, að framtíðin
felur 1 skauti sínu alþýSuatkvæði um
ýms önnur mikilvæg mál þjóðar vorr-
ar. Sú er stefna tímans. En ef þetta
fordæmi fengi að komast fram, mundi
venjan verða, að eitt árið samþykti þjóS-
in með alþýðuatkvæði einhver lög, en
svo kæmi nýtt þing og tilviljunar
meirihluti þar heimtaði þegar á næsta
ári n/tt alþýðuatkvæði um ssma máliS,
áSur en nýmælið hefði feng-
ið nokkura reynslu.
Því aS það mun sýna sig, að e f
asninn yrði leiddur inn i herbúðirnar
með furðuverki því, sem þessir tveir
herrar hafa fóstraS, þá mundu fleiri
asnar á eftir fara og öllum heilbrigSum
grundvelli þjóSaratkvæSagreiSslu vera
burtu kipt.
»Allir eigum vér e i 11 s i n n aS
deyja« — stendur þar. En þessi til-
laga hefði aldrei átt að komast svo
hátt að fá tækifæri til aS deyja — þ.
e. aldrei aS fæSast. En úr því hún
er nú einu sinni fædd — hvílir sú
skylda á N.-deild alþingis aS bera hana
út, þegar er færi býSst og koma henni
svo vel fyrir, sem bezt var gert viS
drauga í gamla daga.
FriSur verSi meS moldum hennar!
Þjóðskáídið Steingrímur Thorsteinsson
19. maí 1831 - 21. ágúst 1913
Minningarljóð.
i.
Frá alþingi.
Borgarstjórakosning
í Reykjavík.
Nefndin í Ed. (Eir. Br., G. B.
skrifari og Guðjón) leggur eindregið
móti því, að frv. þm. Reykvíkinga
um að borgarstjóri skuli kosinn af
»atkvæðisbærum kjósendum«, verði
samþykt, og hefir látið frá sér svo-
látandi álit um það mál:
Hór er að ræSa um kosningu borg-
arstjóra í Reykjavík. Hann er nú kos-
inn aí bæjarstjórn til 6 ára í senn,
samkv. Iógum nr. 86, 1907. En í þessu
frv. er svo fyrir mælt, aS hann skuli
Svanurinn þagnaður. Hljóðnaður söngur á heiSum.
Harmur og Þökk faðmast grátandi' á almannaleiðum.
Fríðgrænum frá
frjódölum angurvær þrá
líður að brimsölum breiðum.
Hnigin er göfgasta gígjan úr meistarans hendi,
guðamál listar og snilldar er þjóð vorri kendi.
Huggeislinn hans
hjarta hvers einasta manns
unun og sólblíSu sendi.
Harmfögur tregar því hjartfólgna þjóðskáldið góða
hreimgöfug Fjallkonan, móðir hans síungu ljóða.
Bjartasta bar
brúSartign hennar um mar
mál hans til menningar þjóSa.
Nú er hann seztur aS söngvum hjáJónasi og Bjarna,
samstiltum listhreimi bifast hver einasta stjarna!
HeiSskír og hljóS
haustkvöldin bera þann 05
dýpst inn í brjóst vorra barna.
II.
í »U n a d a 1« söng hann um elskunnar friS,
svo æskan komst dreymin í sakleysi viS, —
hann lýsti' inn í Huldulands heima.
Um lundinn og dalina, lautir og mó,
um ládauða vogana' í blíðkvöldsins ró
með skáldinu sælt var að sveima.
Og gott var með S t e i n g r í m i', er glampaði síð
á Gilsbakka skógdrög og Laugardals hlíð
að aftni hin sífagra sunna!
Hver blettur varð ljúfari', er ljóðdísin hans
þar lagt hafði skínandi minningarkranz.
Og gott er svo góSum aS unna!
III.
MeS A 1 a d í n s lampann í hægri hönd
aS hásæti P e r s a landa,
um æfintýranna Austurlönd
aSEldorado og Gózenstrónd
hann lýsti' oss með eldi og anda.
Með dísum ljósum í lóttum blæ
vér liðum í veldi drauma
um Himinfj allanna heiðan snæ
og heilaga G a n g e s strauma.
Hann túlkaði sál vorri söngva þá,
er svífa' undir pálmum í Austurvegi.
Hann beindi til ljóssins barnsins þrá,
við börnin sín skilið gat hann eigi
fyrri' en þeim auðnaðist sólina að sjá
og sviptign af ljósum degi.
Þá grótu' yfir Úndínu I s 1 a n d s - fljóS,
er »Í8lands riddarans« frásögn dýra
á fegursta málinu' hann færði þjóð,
sem fleira listanna gullið skíra.
Og svimháan Byrons og Shakespear e's anda
hann sál vorri fyrir lót skíran standa.
Oss hefir h!ann dýrustu demanta sótt
úr draumlöndum Heine's og Goethe's sölum,
og frætt oss um heilaga himindrótt
á hæSunum Olymps, — þann snildar þrótt
í litskrúSi' og marmara', er mænir hljótt
frá musterum hrundum í Grikklands dölum,
og talar þó skýrar en tungan snjalla
um tignarmark andans og fegurð alla.
Hann leiddi' oss og fræddi um lindigöng
ljóSheimsins hvar sem hann talaði' og sðng. —
Af sólskinslöngun var lífsþrá hans sprottin,
í listinni hvíldi 'ann sig, mælti við drottin.
Þar átti' hann sinn himin og aðal-skjöld
fram á æfinnar hinzta kvöld.
IV.
Og frjálsari' og göfgari ættjarðarást
er óvíst aS neinn hafi borið;
þann taldi 'hann sínn fjandmann, er fósturjörS brást
og fetaði í kúgarans sporiS.
Fyrst geystist hann ólmhuga' og glóð brann í sál.
unz gætnin með reynslunni lægði það bál.
En sama var vonin hans, víSsýn og há,
um viSreisn á komandi dögum, —
og hamingjudaginn í hylling hann sá,
er heimtum vér rétt vorn að lögum.
Þá varð hann sem brúðgumi blíður og h/r,
er brosandi faðmi að unnustu snýr.
Svo kveðjum vér þig síðsta sinn,
vort sólskinsbarnið kæra!
Vér þókkum hlýja hreiminn þinn
og hjartans gullið skæra;
Þú hefir gefið oss þann arf,
sem æðri' er dýrum seimi.
Það lifir alt þitt æfistarf
í ódauðleikans heimi.
Þór opuast dýrSar ómhvolf víð,
þar ymja gullinstrengir,
er roðnar lyng í rjóðri' og hlíð
og rökkrin hjá oss lengir.
Er faðmar þig hið »fagra haust«
. og fóstran söngs og ljóSa,
vér teigum yndi endalaust
úr ómlind skáldsins góða!
Guðm. Guðmundsson.
»kosinn af atkvæðisbærum borgurum
kaupstaðarins til 6 ára í senn«; eru
honum ætluð sömu laun og áður: 4500
kr. á ári og 1500 kr. í skrifstofufé.
Oss er kunnugt, að ýmsum bæjar-
búum er áhugamál, aS þesái breyting
nái fram aS ganga, og tillógur um þaS
hafa veriS samþyktar á borgarafundum.
En vór vitum líka aS marglr bæjarbú-
ar eru þessu andstæSir, er öldungis
óvíst, hvort meiri hluti allra atkvæSis-
bærra borgara í Reykjavík er nú með
eða móti þessu nýmæli.
Oss er einnig kunnugt, aS málið var
borið upp á bæjarstjórnarfundi rótt fyrir
skömmu og tillaga í sömu átt og frum-
varpið samþykt þar með 7 atkv. af
10, sem voru á fundi. Bæjarfulltrúar
eru 15 alls; er því einnig óvíst að meiri
hluti bæjarstjórnar só breytingunni
hlyntur.
Þá er á þaS aS Kta, hvort ætla má
aS þessi breyting só til bótar eða baga
fyrir Reykjavíkurbæ.
BotgarstjórastaSan er mjög vandasöm;
er öllum glöggskygnum borgurum bæ-
jarins fullljóst, aS jafnan má búast við
miklum erfiSleikum á því, að fá vel
hæfa menn í þá stóSu, einkanlega vegna
þess, aS starfiS er ekki veitt nema til
6 ára í senn, og fyrir þá sök hæpið,
aS nokkur reyndur og ráSsettur maður
vilji sleppa góðri atvinnu og takast
þetta starf á hendur án minstu vissu
um aS mega halda því lengur en 6 ár.
Ef bæjarstjórn veitir stöSuna, getur
hún leitaS fyrir sór hjá þeim mönnum,
sem hún hefir bezt álit á, og lofað þeim
manni, sem hún telur hæfastan, að