Ísafold - 30.08.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.08.1913, Blaðsíða 2
272 I SAFOLD hann skuli fá starffö ef hann sæki. En eigi allir atkvæðisbærir borgarar aS kjósa borgarstjórann, þá getur hæglega farið svo, að margur góður maður vilji ekki gefa kost á sór, sem þó kynni að hafa fengist, ef bæjarstjórn hefði boðið honum stöðuna. Þá er og þess að gæta, að þegar miklar stjórnmáladeilur eru uppi, má telja víst, ef almenningur k/s, að bar- ist verði um borgarstjórakosningu rótt eins og þingmannakosningu, og getur þá vel farið svo, að bezta borgarstjóra- efnið nái ekki kosningu. í bæjaistjórn er þessi hætta minni, af því að bæjarfulltrúarnir eru ekki kosnir allir í einu, heldur Y3 í senn, annað hvort ár, enda eru þar jafnan þeir menn einir, sem gæta betur gerða sinna og finna hver um sig meir til ábyrgðar á atkvæði sínu, en kjósenda- fjöldinn ef æsing hleypur í kosningar. Og loks viljum vór vekja athygli á því, að það varðar miklu fyrir alla þjóðina, hvernig sérmálum höfuðstað- arins er stjórnað. í Reykjavík búa allir yfirembættismenn landsins; þar eru allir helztu skólarnir, en í þá skóla sækir ungt fólk hvaöanæfa af landinu og hefir hór vetursetu; útgjöld lands- sjóðs í allar þessar þarfir eru um 400 þús. kr. á ári. Fari nú fjárhagsmál Reykjavíkur í óreiðu, svo að allar álög- ur á bæjarbúa verði mjög þungar og mjög kostnaðarsamt að lifa í bænum, þá er augljóst, að það bitnar á allri þjóðinni; þeim mun meir verður þá að auka laun allra starfsmanna þjóðarinn- ar sem hér búa, og þeim mun kostnað- arsamara verður skólanám hór fyrir æskulyðinn. Af öllum þessum ástæðum verðum vér að álíta, að það só óráðlegt að gera að svo stöddu þá breytingu á skipun borgarstjóra, sem frumv. fer fram á, og sjáum oss ekki annað fært, en leggja til, að frumv. verði felt. Hagstofan. Neðrideild hefir haft það frumvarp til íhugunar. Nefndin leggur til að veittar séu 3000 kr. til hagstofustjóra og 2500 kr. til aðstoðarmanns. Þetta er búið að samþykkja við 3. umr. í Ndeild með öllum atkv. gegn 3 (E. J., B. Sv., G. Eggerz). Fær það þvi von- andi að standa. Stjórnarskráin hefir fengið svo margar brt. að fresta varð 3. umræðu hennar frá föstudegi (í gær) til mánudags. , . — ------------ ReykjaYíknr-annáll. Aðkomumenn: Guðm. Guðmunds- son héraðsl. í Stykkishólmi. Aflabrðgð. Botnvörpungar eru nú komnir aftur á suðurmiðin frá síldveið- um nyrðra. Bragi og Apríl búnir að vera viku við veiðar og aflaö vel að sagt er. Skúli fógeti þegar farinn með 2. farminn sinn til sölu í Englandi og fekk fyrir eitthvað á 8. þús. kr. Dánir. Guðrún Þorsteinsdóttir ekkja, fráSnotruí Austur-Landeyjum, (77 ára) Dó á Kleppi, 21. ágúst. Ástríður Eyólfsdóttir í Bræðraborg, (87 ára). Dó 28. ágúst. Jarðarför Stgr. Thorsteinsson fer fram í dag. Húskveðju flytur síra Haraldur Níelsson prófessor, og í kirkj- unui talar Jóh. Þorkelsson. Messað í fríkirkjunni á morgun kl. 6 (ekki kl. 12). í dómkirkjunni kl. 12 (sr. Jóh. Þork.) Söngskemtun, óefað verulega góðri, eiga bæjarbúar von á annað kvöld kl. 9 í Bárubúð. Það er Eggert Stefáns- son (múrara), sem lætur þá til sín heyra, en honum hefir verið hælt mjög af kennurum hans. Grænlandsleiðangur Kochs höfuðsmanns. Koch höfuðsmaður hefir náð því marki er hann setti sér áður en hann lagöi í Grænlandsför sína í fyrra: að komast þvert yfir Grænlandsóbygðir, frá Danmerkurhöfn til Upernivíkur. Koch er fjórði maðurinn sem stofn- að hefir til ferðalags yfir Grænlands- óbygöir. Fyrstur leysti Friðþjófur Nansen þá þraut árið 1888, en hann fór nokkru sunnar, á 65. stigi norður- breiddar i stað þess, að Koch fór á 77. stigi, þ. e. 150 mílum norðan við heim- skautsbaug. Næstur varð Peary, norð urskautsfinnandinn, árin 1891—92 og 1893—95. Hann fór aftur miklu norð- á 78—81 stigi. Þriðji landkönnuður á þessum slóðum var dr. Quervain hinn svissneski, í fyrra, og fór hann á 70. stigi eða talsvert sunnar. En nú hefir Koch farið yfir óbygðirnar þar sem þær eru breiöastar og brotist að markinu gegnum margai þrautir og miklar. Þeir voru 4 í þessu ferðalagi: Koch höfuðsmaður, foringi fararinnar. A. Wegener prófessor frá Marburg 1 Þ/zka- landi, Yigfús Sigurðsson og Dani einn Larsen að nafni. í öndverðu ætlaði dansklir maður, Lundager cand. phil. að slást í förina, en hvarf frá því ráði, er hann hafði reynt jökulferðir hér á landi í fyrra vor. Fyrirhugaður fylgdarmaður Kochs 1 stað Vigfúsar, var Siguröur Símonarson hóðan úr bæ, alkunnur dugnaðar ferða- maður, en hann hætti við af alveg sór- stökum ástæðum. ÁSur eri lagt var upp í Grænlands- förina fóru þeir fólagar frá Akureyri suður á Vatnajökul til þess að reyna íslenzku hestana á jöklum, sem ætlaðir voru / leiðang'urinn. Létu þeir vel yfir þeirri reynslu. í öndverðum júlí hóldu þeir norður til Grænlands og voru settir þar á land þ. 24. júlí. Þeir höfðu þá með sór 16 íslenzka hesta, en þegar á land kom struku 13 þeirra. Þrjá af þeim mistu þeir alveg, en 10 tókst að ná aftur. Þann 1. september lögðu þeir af stað frá Kap Stopá austurströnd Grænlands. En þá var kominn lagís og urðu þeir að bíða þess 3 vikur, að ísinn yrði heldur. Þá vildi það óhapp til, að dr. Wegener slasaðist, rifbeins- brotnaði, en var þó orðinn frískur þeg- ar lagt var á stað undir miðjan októ- ber til vetursetu. Vetrarsetu urðu þeir að hafa úti á ísnum, með því að eigi náðu þeir landi á Lovísulandi, svo sem ráðgert hafði verið. Þar voru 11 hest- ar slegnir af og ketið af þeim haft til þess að fóðra hina 5 sem eftir voru. Þegar leið á októbermánuð var haldið til lands, en þá henti það slys sjálfan foringjann, að hann féll niður í 12 stikna djúpa gjá og fótbrotnaöi. Var hann við rúmið fulla 3 mánuði, og varð eigi haldið áfram fyr en í marz- mánuöi. Aðalferðalagið yfir jökulinn hófst þ. 20. apríl í vor. í förinni voru 5 sleð- ar og sinn hesturinn fyrir hvorum. Fram undan 1200 rasta ferðalag þ. e. eins og 12 sinnum austur að Geysi. En vegurinn var ófær, nær sífeldar jökulsprungur. Hestarnir urðu snjó- blindir og slæptir þegar í byrjun og varð enn að slátra 3, svo að að eins 2 urðu eftir. Þá þjáðust og sjálfir ferðamennirnir af sólarhitanum á dag- inn og þetta 30 stiga frosti á nóttum. Sveið hörundið af andlitum þeirra, svo að opin sár urðu undan. Af hestunum lótu þeir mjög vel. Dugðu þeir fram til hins síðasta. Það kom þó, að fóðurskortur neyddi þáfó- laga til að slátra öllum hestunum, nema einum — þeim er þeim þótti vænst um. En hann varð og áður en lauk að fara veg allrar veraldar — einum 100 röstum frá (markinu, þeg- ar hann var búinn aö fara 1100 rastir. Þá urðu fyrir þeim torfærur, sem eigi var nokkur leið að koma klárnum yfir Lampar. • Ballance- hengi- borð- gang- vegg- og náttlampar. Amplar, luktir, lampa- brennarar, kúplar, glös, oliugeymar, reykhettur og glasaþurkur er alt aS vanda lang-ódýrast í verzl. B. H. Bjarnason. og því eigi annað að gera en slá hann af — svo sárt sem það var. En nú tók að þrengja að þeim fó- lögum og síðu8tu 35 klst. höföu þeir ekkert að eta. En þá vildi þeim það til happs að geta náð í bát, sem í sat presturinn Chemmitz og var á ferð til að ferma börn. Þetta var þ. 15. júlí, en þá voru þeir búnir að slátra síð- asta hundinum í þeirri veru að leggja sór hann til juunns. En áður en til þess kæmi fengu þeir betri fæðu. Vísindaárangur fararinnar er talinn mikill frá jarðfræðis, landíræðis, og þjóðfræðishlið. Verður ef til vill síðar tækifæri til þess að minnast á það. Skáldlaunin Þeir Einar Hjörleiýsson, Guðmund- ur Maqnússon og Þorsíeinn Erlinqsson hafa sent Fjárlaganefnd efri deildar eftirfarandi pistil út af meðferð neðri deildar á skáldlaununum: Háttvirtu herrarl Svo sem yður er kunnugt, hefir neðri deild Alþingis breytt rithöf- undastyrk þeim, sem við höfum nú haft um nokkur ár úr landsjóði, þann- ig, að hann veitist að eins fyrra ár næsta fjárhagstímabils og verði 2000 krónur. Augnamiðið það tvent, að færa styrk hvers okkar niður um 400 kr. á næstu tveim árum, og að gera okkur skiljanlegt, að við megum ekki búast við að fá lastan, árlegan styrk eftirleiðis. Þessi ráðstöfun, sem neðri deild hefir nú stofnað til, kemur okkur óvart. Við höfum búist við að halda þeim styrk, sem við höfum fengið. Við höfum sannast að segja jremur búist við því, að styrkurinn yrði auk- inn, en að úr honum yrði dregið eða við sviftir honum, ef okkur auðnað- ist að láta við og við frá okkur fara rit, sem hefðu verulegt bókmenta- legt gildi, —: að hann yrði aukinn í því skyni, að við gætum varið að sem mestu leyti óskertum kröftum okkar til þeirra greina bókmentanna, sem við höfum hver um sig nokk- ura hæfileika til þess að fást við. Að undanförnu hefir styrkurinn ver- ið svo lítill, að ekki hefir komið til nokkura mála, að við gætum, ásamt þeim, sem við eigum fyrir að sjá, lifað af honum og þeim litlu ritlaun- um, sem bóksölum hér er unt að greiða fyrir slíkar bækur. Eftir þeirri von, að styrkurinn yrði að mintsa kosti ekki rýrður, höfum við hagað okkur. Við höfum allir hafnað fastri atvinnu, sem okkur hefir boðist, sumum hvað eftir annað, at- vinnu, sem hefði verið, að minsta kosti að því er suma okkar áhrærir, að mun arðvænlegri en það er að fást við samning skáldrita með þeim styrk, sem við höfum til þess. Og tveir okkar hafa reist sér hús ogtek- ist á hendur fjárhagslegar skuldbind- ingar, sem ekkert vit hefði verið í, ef búist hefði verið við tilfinnanlegri tekjurýrnun. Á hverju höfum við þá reist þessa von ? Við höfum orðið þess varir, að þjóðin hefir yfirleitt tekið ritum okk- ar vel. Við gátum því ekki hugsað okkur, að mönnum væri alvara með að svifta okkur færi á að halda rit- störfum okkar áfram. Okkur hefir virzt það kenna nokk- uð mikils harðræðis og ósanngirni í okkar garð, ef gera ætti framtíð okk- ar og starfsemi að leiksoppi i hönd- um fjárveitingarvaldsins. Það harð- ræði og þá ósanngirni höfum við alls ekki getað ætlað Alþingi. Og loks er okkur ókunnugt um, að nokkurt löggjafarþing, sem á ann- að borð hefir veitt sams konar rit- höfundastyrk eins og við höfum haft, hafi tekið hann aftur né rýrt hann. Við höfuiu ekki getað hugsað okkur, að Alþingi íslendinga mundi verða fyrst til þess af öllum þingum að taka upp siika aðferð, þar sem það líka er á allra vitorði, að islenzkir rithöfundar mega síður við henni en rithöfundar nokkurar annarar bók- mentaþjóðar. Við teljum það allsendis óþarft að fjölyrða við yður um þá fjárhags- örðugleika, sem þeir menn eiga að sjáif sögðu við að berjast, sem gera islenzkt bókmentastarf að aðalstarfi sinu. En á aðra tegund örðugleika leyfum við okkur að benda. Við lít- um svo á, sem hlutverk íslenzkra skálda sé ekki eingöngu það að leggja þjóðinni til skáldrit, heldur og jafn- framt að koma íslenzkum hugsunum út til annara þjóða og færa þeim sanninn um, að þrátt fyrir það, hve örlítil þjóð vér erum, fái þrifist hér verulegt bókmentalíf. Á þessu eru afarmiklir örðugleikar. Ekki eingöngu vegna þess, hve tiltölulega fáir skilja tungu vora, heldur líka vegna þess, að íslenzkir rithöfundar eru svo ein- angraðir hér úti á íslandi, að þeir eiga þess nærri því engan kost, að komast i kynni við þá menn og leita aðstoðar þeirra, bæði rithöfunda og bókaútgefenda úti um heiminn, sem líklegir kynnu að vera til þess að verða íslandi að liði í þessu efni. Samt hefir á síðustu árum orðið von- um framar ágengt i þessu efni, bæði á Þýzkalandi og í Danmörk. Rit tveggja okkar hafa komist svo vel áfram þar, að við getum ekki talið það einskisvertj fyrir bókmenta orðs- tír íslands, ef þar mætti framhald á verða. Auðvitað er það ekki okkar verk að dæma um það bókmentagildi, sem bækur okkar kunna að hafa. Og ekki eflir það sjálfsmetnaðinn eða á- nægjuna við að brjótast fram úr örð- ugleikunum að þiggja styrk af land- sjóði, ef við fáum að vita, að þjóð og þing áliti okkur ekki slíks styrks maklega. En með allan þann sæg fyrir augum af lofsamlegum dómum um rit allra okkar, sem birtir hafa verið, bæði hér á landi og erlendis, getum við enn ekki áttað okkur á því, að þjóð eða þing geti hafa stað- ráðið að hnekkja bókmenta-starfi okk- ar. Við lítum enn svo á, sem breyt- ing neðri deildar hafi verið gerð af því að meiri hlutinn þar hafi ekki fyllilega athugað málið. Okkur er sennilega eins ljóst eins og flestum cðrum, að ritum okkar er áfátt. Við vitum það áreiðanlega betur en nokk- urir aðrir, að okkur hefir enn minst auðnast að segja af því, sem um hugann hefir farið — minst af því, sem við þráum að geta fært í þann búning, sem þjóð okkar geti fremur en hitt orðið til einhverrar ánægju og sæmdar. En samt er það sann- færing okkar, að þrátt fyrir það, að ekki hefir enn orðið lengra né hærra komist, kunni sá tími að koma, að það orki nokkurs tvímælis, ef alþingi K. F. U. M. og K. F. U. K. Skemtiferð til Bessastaða á morgun. Fótgöngufólk leggur af stað kl. 9 árd. stundvíslega frá Skólavörðuuni. Væringjar mæti í skrúða stund- víslega kl. 872 heima. Allir (hjólandi, akandi o. s. frv.) verði komnir að túngarði Bessastaða kl. IIV2. Sumargjöfin, æfing í kvöld kl. 9 stundvíslega. Áríðandi að allir mæti. íslendinga tekur sér fyrir hendur að vísa okkur út úr íslenzkum bók- mentum. Og verði það að málalyktum um rithöfundastyrk okkar, sem samþykt hefir nú verið í neðri deild, þá get- um við ekki litið annan veg á mál- ið. Atferlið við okkur yrði þá svo einstætt, svo gagnólíkt því, sem ann- ars gerist með siðuðum þjóðum í slíkum efnum, að við gætum ekki hugsað okkur það í frammi haft í öðru skyni en því, að sýna okkur, að þinginu þyki æskilegt, að við hætt- um bókagerð. Og þá bendingumund- um við líka neyðast til að taka til greina. Með minni og ótryggari styrk en þeim, sem við höfum haft, væri okkur einskis annars kostur, svo framarlega sem ekki komi alveg ó- væntur stuðningur úr einhverri ann- ari átt, en að reyna að leita okkur einhverrar fastrar atvinnu, hér á landi eða erlendis, og hætta, að mestu eða öllu, eftir því sem staða okkar yrði, að hugsa um að semja bækur. Fýsi- legt væri það ekki, að neyðast til að rífa með þeim hætti upp sínar and- legu rætur, sízt fyrir þá af okkur, sem komnir eru töluvert á sextugs- aldur. En við því yrði ekki gert. Það eru því innileg og virðingar- fylst tilmæli okkar til yðar, háttvirtu herrar, að þér beitið yðar mikilsverðu áhrifum í þinginu til þess að við verðum ekki sviftir neinu af þeim rithöfundastyrk, sem við höfum haft, né heldurverði hann gerður ótryggari. Látinu. 27. þ. m. andaðist óðalsbóndinn Guðmundur Siqurbjartsson að heimili sínu Þorkelshóli í' Víðidal í Húna- vatnssýslu. Hans mun nánara getið hér í blaðinu síðar. Leiðrétting. í Isafold, 67. tölubl. 23. þ. m. var skýrt frá, að samþykt hefði verið á alþingi sú breyting á stjórnarskránni, að þeir, »sem eigi gjalda til þjóðkirkjunnar, skuli gjalda jafnmikið fé til háskóla íslands eðæ einhvers styrktarsjóðs við þann skólac. Til þess að taka fyrir misskilning, sem orðið hefir vart við, tekur ísa- fold það fram, að þetta ákvæði snertir einungis þá menn, utan þjóðkirkj- unnar, sem ekki eru í neinum lög- skipuðum söfnuði. Kennari á ísafirði við barnaskólann þar er nýskipað- ur Baldur Sveinsson cand. Skip brennur. Nýlega kviknaði í skipi (mótor-kútter), sem Brillouinkonsúll átti og Ágúst heitir, fyrir utan Ólafsvík. Varð eigi við eldinn ráðið, en skipsmenn björg- uðust með naumindum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.