Ísafold - 03.09.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.09.1913, Blaðsíða 1
V Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Jdollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erleiiíis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. U ísafoldarprentsmiðja. Rltstjóri: Ólafua* Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 3. sept. 1913. 70. tölublað I. O. O F. 94959. B B 7 . -7 i 8 '2 8 Alþýðufól.bókasafn TemplaraB. 8 kl. 7—0 Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. Borgarstjóraskrifatofan opin virka daga 1 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og Bœjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 12—8 og Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str.HA flf íslandsbftnki opinn 10—2'/i og 6'/i—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8árd.—10 Alm. fnndir fid. og sd. 8>fi slod. Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og 6 á hel Landakotsrpitali f. sjnkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2»/i, 5>/i—6l/i. Bankastj. Landsbókasafn 12—3 og 5-8. ÚtUn 1-8 Landsbúnaoaríélagsskrifstofan opin frá Landsféhiroir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnio hvern virkan dag kl. 3 ! 2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka ''r.ija helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd.ogfsd. l' -1 Náttúrugripasafnio opið l*/i—SP/i a sunnr t Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 da^l. Talsimi Eeykjaviknr Pósth.8 opinn daglengt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14Bmd. 11 43-. Vlfilstaðahælio. Heimsóki. .irtimi 12—1 Þjóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12- 2, 2 Nýja Bió sýnir_ í kvöld og næstu kvöld: Sirkuslíf í Anieríku. Föruloddarar á ferð. Fláræði, nafn þitt er kona! Sumargamanleikur. Hraðlest ástarinnar. Franskur gamanleikur.' Nam Nam er framtíðarvindillinn í Reykja- vík. Fæst í tóbaks- og sælgætisverzl. á Hótel Island. Sigfús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Símnefni: Blöndahl. — Hambnrg. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Nýjar bækur: Ljósaskifti, ljóðabálkur um kristnitökuna áíslandi, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. Verð 0.85. Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. 2. útgáfa. Verð 0.75. 4 Hví slær þú mig? Erindi Haralds Níelssonar prófessors um dularfull fyrirbrigði. Verð 0.40. Fjármaðurinn, eftir Pál Stefánsson frá Þverá. Verð 1 kr. Fást í bókverzlununum. Kúgunartilraun Sameinaða félagsins gagnvart alþingi. Svolátandi símskeyti barst ráðherra íslands í dag frá Sameinaða fé- laginu danska: A dönsku: For at undgaa Misforstaaelse meddeles herved Deres Excellence, at vort Tiibud Kystfart 1914/1915 trækkes tilbage saafremt Altinget vedtager ved Aktietegning eller Subvention at stötte Eimskipafélag íslands Mellem- landsfart. Forenede. Á islenzku: Til þess að varna misskilningi er yðar hágöfgi hér með tilkynt að tilboð vort um strandferðir 1914 —1915 verður tekið aftur svo framarlega, sem Alþingi samþykkir að styðja millilandaferðir Eimskipafélags íslands með hlutatöku eða landssjóðsstyrk. Sameinaða. Þessi dæmalaust óprútna og óhyggilega tilraun Sameinaða félagsins til pess að kyrkja Eimskipafilaq Islands í faðingunni, þarf að fá viðeigandi svar og fær það vonandi líka hjá alþingi. Þessi banatilræðis-viðleitni við Eimskipafélagið ætti að koma því Sameinaða sjálfu í koll, svo að um muni. Svo hljóðaði fregnmiði sá, er Isafold sendi út á mánudaginn var (i. sept.) — skammri stund eftir, er þetta fádæma-skeyti barst lands- stjórninni. Er óhætt að segja, að menn ætluðu eigi að trúa sínum eigin aug- um, svo mjög furðaði alla á þessu óheyrða afreks-skeyti hins gamla einokunarfélags. Simskeytið góða. Hótun Sameinaða félagsins við löggjafarþing Islendinga og svarið við henni. Það urðu margir forviða á mánu- daginn var, er um bæinn barst með fregnmiða ísafoldar, sem birtur er hér að ofan, símskeyti þáð, erSam- einaða félagið sendi ráðherra íslands. Menn urðu forviða á ýmsu, er þetta stutta simskeyti brá upp fyrir augum þeirra, en ekki sizt á frekjunni, sem í því felst, að beztu fyrirmynd þess allra-stórdanskasta atferlis, sem vér höfum beittir verið. Það er vert að líta á það, sem á undan er gengið þessu tíðindamikla símskeyti: Árin 1910—1912 áttum vér við að búa eftir Thoresamningnum góð- ar strandferðir og jafnframt mun hag- feldari millilandaferðir en áður. En fyrir viðburðanna rás varð að leysa Thorefélagió undan þeim samningi um síðustu áramót. Og hvað gerir sameinaða félagið þá? Notar færið til þess að pröngva ráðherra, eftir því sem honum segist frá, til pess að ganga að samningi um strandferðir 1913 með afarkost- um (60 þús. kr. tillagi fyrir mun ófullkomnari strandferðir en áður og hækkun flutnings- og fargjalda í strandferðum) og auk pcss breyta á- kvæðum i gerðum samningum félag- inu í vii, svo að niðurstaðan verður tilfinnanleg hækkun á flutnings- og fargjöldum. _ Og fyrir komandi ár vill félagið engin betri kjör bjóða. Landsmenn sáu hve óhagstætt landinu og velferð þess það er að eiga allar samgöngur sínar undir er- lendum þjóðum og þá eigi sízt í höndum kúgunarfélags í vom garð af því tagi sem Sameinaða félagið er. Einstakir menn réðust þá í að gera tilraun til að stofna innlent eimskipa- félag til ferða milli landa. Þjóðar- viljinn tekur því máli feginshendi. Og er til alþingis kemur verður sama raunin á: að hlynna sem bezt að hinu innlenda félagi. Jafnframt er það áform alþingis að gera ráðstafanir um strandferðirnr.r — ráðstafanir til þess að gera þær innlendar. En það getur eigi orðið svo bráðlega, að ekki verði að gera einhverjar ráðstaf- anir til bráðabirgða fyrir næstu 2 ár að minsta kosti. Og svo lítur út sem annaðhvort verði strandferðir að falla alveg niður, eða alþingi ganga að tilboði Sameinaða félagsins um sama gæða(l) samninginn, sem ráð- herra var þröngvað til að gera í vandræðum, að sjálfs hans sögn. Svona er ástandið nú. Og viti menn! Þetta ástand ætl- ar Sameinaða félagið að nota til þess að kyrkja í fæðingunni hinn fyrsta vísi til innlends eimskipafélags — með hótunum, sem er beinlínis beint að lögggjafarþingi þjóðarinnar. Hið gamla erlenda samgöngu-ein- okunarfélag leyfir sér að hafa í hót- unum við alþingi, ef það drýgi þann glæp, að styrkja með einum eyri félaq Islendinqa sjálfra. Og þessir herrar nota einmitt augnablikið, þegar svo stendur á, að þeir ímynda sér, að aiþingi neyðist Steingrímur Thorsteinsson. Eg spyr ekki hér, því eg hirði ekki um svar. Eg horfi upp á greinarnar, af því hann var þar sumarlangt söngvarinn fleygi. Og eg þyrfti og naumast að heyra neitt hljóð þótt hringlaði i blöðum og glamraði i þjóð, ef eg fengi af Þögn, að hún þegi. Hún þarf ekki hans vegna að minna á þann mann: hve mikið að trygðin við ljóðin og hann 0 of grunt hafði í brjóet okkar grafið, því vorið kom sjálft til að vernda hans meið og verma það kvöld, er hann brosandi leið i haustsólarroðann á hafið. Hann elskaði ljóðin. Svo hugsaði hann, þau hefðu hér vermt kringum einstöku mann og með honum byrðina borið; og þeim fyndist jafn vel sín júníkvöld löng, ef Jónsmessan væri ekki haldin í söng og fuglana vantaði eitt vorið. Menn »undu við sitt« — hvorki svipstórt né glatt. Hver sjón sneri þangað, sem kúgresið spratt; hún gat ekki í ljósheima litið; þó »bar aftann og ár röðul-róskrýndar brár«, og röddin söng þýðróma, unz vorhiminn blár læddi unaði í augað og stritið. Þeir skulfu við sláttulok fyrir sig framm; þeim fanst eins og skammdegið legði þá hramm á alt milli fannbreiðu og fjarðar. Þá söng hann um haustkvöld, unz hlýtt varð og bjart, er himininn bjóst í sitt dýrasta skart við gullbrúðkaup glaðværrar jarðar. Þeir þóttust af hreppnum, og þektu ekki til, að þjóðfrægð og manngöfgi verja sinn yl við söng yfir suðrænni ströndum. Hann sótti þá hópinn og setti hér þing, sem söng þar á greinunum hringinn í kring um mannvit og ljós yfir löndum. Og þvi ætlar vorið að vernda þann meið: Hann vann að þeim sigri, hve eyjan er heið, og hlýtt kringum börnin i bænum. Og viti það öxin, sem viðar í mat: þær visna ekki greinarnar, þar sem hann sat, og brenna skal bóndinn þeim grænum. Þ. E. \ til að láta kúgast og beygja sig undir okið vegna strandferðanna, svo sem ráðherra kvaðst hafa verið neyddur til í vetur, en þó hefir orkað mjög tvímælis um, hvort rétt hafi verið. A síðasta augnabliki, rétt í þing- lok, þegar búist er við, að enginn timi vinnist til annarra úrræða — er kúgunartilraunin við Alþingi og kyrk- ingartilraunin við Eimskipafél. fram- kvæmd. Tilgangurinn er auðsær, því að Sam. fél. vissi fyrir löngu af fyrir- huguðum styrk Alþingis til Eimsk.- fél. og hefði því átt fyrir löngu að koma fram með þetta dæmalausa skilyrði fyrir tilboði sínu, ef mein- ingin hefði verið önnur en sú, sem nú er komin í dngsins ljós! Á síðustu tímum hafa heyrst radd- ir um það í hinum sanngjarnari blöð- um Dana, í vorn garð, hve ánægju- legt sé, að vér ætlum mi að fara að snúa oss að innanlandsnauðsynja- málum. En með þær raddir í minni verður þessióheyrðafrekjahins danska félags gagnvart þingi voru enn taum- lausari og smánarlegri. Dæmi þessu líkt mun torfundið, jafnvel í hinum illræmdustueinokunarviðskiftumDana við oss á fyrri öldum I Við þessu eindæma-hátterni hins erlenda félags hlýtur svar Alþingis að verða að eins eitt: Að visa með fyrirlitningu frá sér pessu fdheyrða einokunar-tilboði Sam* ein. fél., sem það í þokkabót vill láta skoða sem náðarboð, er þvi að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.