Ísafold - 03.09.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.09.1913, Blaðsíða 3
ISAFO L D 277 Skóverzítm Lárusar G. Lúðvígssortar t>ingf)olfsstræti nr. 2 er nú þegar vel birg af allskonar skófatnadi til haustsins, sem hún, þrátt fyrir feikna verðhækkun er- lendis, selur með ótrúlega lágu verði. Reynslan hefir sýnt, að hagfeldast er að skifta við Lárus G. Lúðvigsson. Kirkjuhvol Arna og Gigjuna Sigfúsar. Eitt íslenzkt lag söng Eggert, sem al- drei hefir heyrzt fyr hér, eftir Sigvalda lækni bróðir hans, við vísur Grims: Ríðum, ríðum og rekum yfir sand- inn. Það varð hann að syngja aftur. Af erlendu lögunum virtist mér hann syngja bezt lag Heise: Ved Loggiaen og Arie úr Don Juan. Aftur brast hann afl til að syngja hið stórfelda lag Schuberts við Erl- könig. Yfirleitt var söng Eggerts tekið óvenjuvel af áheyrendum og bendir það til þess, að eigi muni skortur á aðsókn annað kvöld, er Eggert endurtekur söngskemtun sína. Ego. ---------------------- Látinn landi í Khöfn. Stefin Eyólfsson prentari lézt i sjúkrahúsi í Khöfn 8. f. mán. Hann var fæddur 25. desbr. 1859 á Horni i Hornafirði, sonur Eyólfs trésmiðs Sigurðssonar, er þar bjó. Stefán sál. sigldi til Khafnar árið 1882 til þess að nema trésmiði, en hvarflaði þó frá því er þangað kom og kom sér í prentsmiðju þá, sem kend er við S. L. Möller-og margir munu kannast við af íslenzkum bókum. Mun Stefln vera eini íslendingurinn sem lært hefir prentiðn frá rótum i danskri prentsmiðju. Hjá Mcller vann hann nærri samfleytt til dauðadags. Stefán sál. var tungumálamaður með afbrigðum, þótt ekki væri ‘nann skólagenginn, og átti margar fágæt- ar tungumálabækur. Og þá var hann verulega í essinu sinu, er ræðan snerist um það efni. En mesta stund lagði hann á franska tungu. Og aðdáunarvert var, hve himinglað- ur hann ræddi um þá tungu að fornu og nýju. Auk frönsku, þýzku og ensku sem hann kunni, las hann „Ljóðsvaniirinn11 þagnaöur. Ræða síra Haralds Nfelssonar prófessors við jarðarför Steingrims Thorsteinsson rektors (Iftið eitt stytt). Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður. Því að þrenging vor, skammvinn og lótt- bær, aflar oss mjög yfirgnæfanlegs eilífs dýrðarþunga, þar sem vór horfum ekki á hið sýnilega, held- ur hið ósýnilega, því að hið sýni- lega er stundlegt, en hið ósýni- lega eilíft. (2 Kor. 4, 16—18). Alla æfi hafði hugur postulans hneigst að því, sem andlegt var. Þó óx sá áhugi eftir að Jesús hafði vitr- ast honum. Samt er það naumast fyr en hann het'ir orðið fyrir áhrifum af hugsunarhætti Grikkja, hinnar miklu bókmenta og lista þjóðar fornaldarinn- ar, að honum skilst það til fulls, að hin æðri veröld, sem hann stefnir til, er ósýnilegur, algerlega andlegur heimur. Þess vegna veldur það honum engr- ar hrygðar, þótt hinn ytri maður hrörni, því að andi hans, hinn inmi maður, endurnýjast dag frá degi og kemur æ betur í ljós gegnum fellingar hinnar ytri tjaldbúðar. Fyrir hugar- sýn sinni sór hann nokkurs konar vog- arskálar, þar sem mæða og þrautir lífsins eru lögð á metiu annars vegar, en hinumegin sú dýrð, sem í vændum er og samkvæmt órjúfanlegu lögmáli guðs verður laun þrautanna. Og sú vogaskálin fer niður, en hin upp. Eilífi dýrðarþunginn vegur miklu meira en þrenging þessa skammvinna lífs. En jafnframt getur hann þess, að augu þurfi, til þess að sjá þetta; sá er að eins horfi á hið líkamlega og sýnilega, skynji ekki hinn æðri veru- leika. En trúaðir menn og trúhneigð- ir hafi vanið sig á að beina sjónum og skildi ítölsku, spönsku og portú- gölsku; og latínu og grísku fekst hann við. Má því segja, að Stefán sál. hafi verið sannarlega »lærður maður«, þótt sjálfmentaður væri. Hann lærði vegna lærdómslöngunar, en ekki til þess að auðgast af því, og má það heita sjaldgæft. Móðurmál sitt talaði hann óbjagað og kjarngott, og ónæmur á Hafnar- íslenzkuna. Hann var glaðlyndur og geðprúður og laus við allar kredd- ur, og hinn bezti drengur í hvívetna. Stefán sál. var kvæntur danskri konu og átti með henni tvö börn, son og dóttur. Ágúst Jósefsson. ReykjaYikiir-annáll. Fulltrúi stúdentafólagsins á aldar- afmæli norska háskólans í Kristjaníu var kjörinn á föstudaginn var B e n e - dikt Sveinsson alþm. með 12 af 20 atkv. — Ýmsir stúdentafelags- menn hafa kvartað yfir því, að eigi skyldi um það getið á fuudarboði þessa futidar, að kjósa ætti fulltrúa þá í þessa för. Þótt B. Sv. geti verið snot- sínum að hinum ósýnilega heimi. Þeir viti því, að alt hið sýnilega só stund- legt, en hið ósýnilega eilíft. Samkvæmt þeirri skoðun er andinn honum aðalatriðið og alt það, sem andans er. Það sé því fagnaðarefni að leysast úr viðjum líkamans, undan valdi forgengileikans og flytjast inn í hinn ósýnilega, algerlega andlega heim, þar sem andinu njóti sín til fulls, ótálmaður af takmörkun efnisheimsins. Og út frá þessari skoðun sinni leit hann svo á lífið, að andinn væri rík jandi alstaðar í tilverunni, jafnvel hjá skepnunum, að eins þar fjötraður og í ánauð; og honum fanst hann lieyra stunur skepnunnar úti í náttúrunni, og þær stunur bæri vott um, að skepnan biði eftir lausn undan ánauð forgengileikans og eftir að eignast hið dýrlega frelsi guðs barna. »011 skepn an stynur og hefir fæðingarhríðir alt til þessa«. Svo farast honum orð í þeim kafla Rómverjabrófsins, sem ber ljósastan vott þess, hve stórfengilegt skáld liann var í fylgsnum sálar sinnar. Allur hugsæiskáldskapur er náskyld- ur þessari aðalskoðun postulans. Hann auðkennist ávalt að nokkuru leyti af þessu : hann horfir ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega, því að hann finn- ur, aö hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft. Andinn sjálfur verður ávalt ósýnilegur í þessum stund- arheimi og alt það óáþreifanlegt, sem andans er. En andinn er hugsæi- stefnunni aðalatriðið. Ekki sízt á þetta heima um rómantísku skáldskaparstefn- una, og einn hinn göfugasta fulltrúa hennar meðal vor erum vór nú að kveðja hinztu þakklætiskveðju. Fyrst tek eg þetta fram: jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endur- nýjast dag frá degi vor innri maður. Nú þegar ásjóna hans er horfin úr ur maður í þessa för hefði þó verið miklu róttara að gera öllum Stúdenta- félagsmönnum kost á að velja fúUtrúa. Gainla Bíó sýndi um helgina ljóm- andi fallega listmynd, er heitir P a p a André, vel saminn og vel leikinn sjónleik. ítalskir leikarar leika. Þessi mynd verður sýnd í síðasta sinni á föstudaginn. Jarðarför Steingríms Thorsteinsson fór fram á laugardag við mikið fjöl- menni. Har. Níelsson talaði í heima- húsum og er ræða hans birt neðan- máls í ísafold í dag. Þar söng Pótur Halldórsson kveðjuljóð frá fjölskyldu hans, ort af G. G. uudir nýju lagi eftir Árna Thorsteinsson. — í kirkjunui talaði síra Jóh. Þorkelsson. Þar mun hafa verið til ætlast, að minningarljóð G. G., sem birt voru í síðasta blaði, væru sungin, en var bannað af dóm- kirkjupresti, þótt furðulegt só. Til Englands fóru nýlega Jón Ja kobsson landsbókavörður ásamt dóttur sinni Helgu. Ætluðu til Newcastle. hóp vorum og kistufjölin byrgir hið hrornaða likamstjald, miunist eg þess, að eg hefi ekki kynst neinum manni með þjóð vorri, þar sem þetta hefir komið skýrara í ljós: því eldri sem hann varð, því ljósara kom andi hans fram f ásjónunni allri og hinum undur- fögru, tindrandi augum. Andinn hafði mótað andlit hans óvanalega skýrt, og það var eins og þeirri mótun færi alt af fram því eldri sem hann varð. Og þegar hann starði hugsi, hve langt virtist hann þá horfa inn í hugsjóna- heiminn. Alt starf hans miðaði líka að því, að efla og þroska andann. Um langt skeið hefir hann verið kennari við mik- ilvægustu mentastofuun vora og nú síðast sem forstóðumaður hennar. Þar hefir hann átt fjölda lærisveina, sem orðið hafa fyrir meiri eða minni áhrif- um frá honum. Allir hygg eg vór minnumst með hlýjum hug hins yfir- lætislausa, fáskiftna kennara okkar, sem alt af var svo fús á að leiðbeina og svo skemtilegur við að tala, er mað- ur komst í nánari kynni við hann. En það var eðli hans að leita ekki á aðra, enda var öll frekja og ráðríkni harla fjarri skapi hans. En miklu meiri eru þau áhrifin, sem hann hefir haft, ekki að eins á lærisveina sína, heldur á alla þjóðina með skáldskap sínum og ritstörfum. Þar hefir þjóðin öll setið að fótum honum og gert tvent í einu: lært og notið mikils unaðar. Það er mikil feg- urð, sem hatin hefir látið henni í tó, og um leið opnað augu hennar fyrir mörgu fögru, sem ávalt er í kringum okkur. í fullan mannsaldur hafa kvæði hans verið lesin og sungin með þjóð vorri, og við, sem nú erum miðaldra, mun- um naumast eftir okkur fyr en við heyrðum einhver þeirra. Kvennaþingið. Kafli úr forsetaræðu mrs. Chapman Catt’s. »Líklega er engin áreiðanlegri ber.ding um ástandið, sem nú er orðið á hreyf- ingu mála vorra heldur en framkoma landsstjórnanna, þegar þær lesa um það. Meðan kvenréttindahreyfingin er ný og veik, þá hlæja þingin að henni; þegar hún er farin að vaxa, þá taka þingin henni með þögn og fyrirlitn- ingu; en þegar hreyfingin er orðin fullþroskuð og undir það búin að verða að lögum, þá fara þingin undan í flæm- ingi og berja við ábyrgðartilfinning- unni. Okkar hreyfing hefir náð þessu síðasta stigi. Saga tveggja síðustu ár- auna hefir sannað þetta, án þess þar væri min8ti skuggi af efa. Löggjafar þingin eru hætt að hlæja að kosningar- rótti kvenna, og stjórnmálamennirnir eru farnir að beita kænskubrögðum. Það er óhjákvæmileg sönnun um kom- andi sigur. Minnist þess, að stjórnvitringar eru þeir menn, sem þjóna landi sínu og mikilvægum iandsmálum, án þess að hirða um afleiðingarnar fyrir sjálfa sig. En stjórn m á I a mennirnir eru menn, sem þjóna stjórumálaflokkum sínum og sjálfum sór, skeytingarlausir unt af- leiðingarnar fyrir land þeirra og mikil vægustu landsmál. Tuttugasta öldin hefir framleitt langt- um meiri uppskeru af stjórnmálamönn- um en stjórnvitringum, og það eru stjórnmálameunirnir, sem skapa frest unarástandið. Síðastliðinn vetur hefir kosningarótt armál kvenna verið rætt á seytján þjóð- þingum, fjórum löggefandi þingum í löndum, sem ekki eru algerlega sjálf- stæð, og í tuttugu og níu löggjafar- ríkja þingnefndum. Heiðarlega vini og heiðarlega fjandmenn hefir þetta mál átt allstaðar, ásamt sönnum stjórnvitr- ingum hingað og þatigað, til þess að verja róttmæti þess. En undandrög stjórnmálaflokkanna hefir ráðið örlög um þess, — og konurnar bíða enn. Ekkert í heiminum er jafnlíkt hvað Það er fáum mönnum gefið að öðl- ast eins marga vini og skáldunum. í ritum þeirra kemur fram svo glögt mót af anda þeirra, að segja má að hann speglist þar. Þau lifa í verkum sínum. Hver, sem er kunnugur ljóð- unum eða sögunum, þekkir þau sjálf að nokkuru leyti. Fyrir því finst oss skáldið lifa með oss, ef vór lifum í ljóðum þess. Og þetta á ekki hvað sizt við, er um Steingrím Thorsteins- son er að ræða. • Mörg af kvæðum hans eru svo sam gróin þjóðlífi voru, að þau hafa eðli- lega orðið hjartfólgin fjölda mamia. Mörgum af þeim hugsunum, sem hrær- ast og hrærst hafa í viðkvæmum sál- um þessa lands, hefir hans djúpsæi og tilfinningaríki andi gefið búning í ljóð um sínum. En þær hugsanir hafa flest- ar verið fjötraðar hjá oss, unz hann leysti þær og gaf þeim mynd með list sinni. Eitt af frægnstu skáldum Vestur- heims, sem nú er uppi og er kona, hefir sagt um sjálfa sig : að hún sé rödd hins orðlausa og hinn mállausi tali fyrir sinn munn. Skáldið okkar, sem nú er þagnað, hefir áreiðanlega verið mörgum okkar slík rödd. Þess vegna hefir okkur, sem Ijóðelsk erum, oft fundist svo mikil fróun og gleði að lesa kvæði hans. Okkur fanst hann vera að lýsa því, sem bærðist í okkur sjálfum, hvort sem það var þrá eða tregi. Fyr en varði var hann orð- inn hollvinur okkar, sem skildi okkur og viö haun. Og um leið auðgaði hann anda okkar og fræddi. Hans næma og fíngerða sál hefir numið staðar við margt, þótt það só ekki alt stórfelt; og ekki sízt- þess vegna hafa kvæði hanB orðið almenningi svo kær. Enda mun varla nokkur önnur bók nú eiga Danskensia. í einn mánuð að eins kenn- um við undirritaðar datis á kvöldin, Nemendur gefi sig fram við okkur fyrir næsta mánudag. 2. sept. 1913. Stefanía Guðmundsd. Laugav. n uppi Guðrún Indriðadóttir Tjarnarg. 3 C. I»eir kaupendnr ísafoldar hér í bamum, sem skift hafa um heim- íli, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum. öðru og stjórnmálamenuirnir, hvort sem þeir koma frá Svíþjóð eða Ungverja- landi, Rússlandi eða Portúgal, Stóra- Bretlandi eða Kína. Þar af leiðir, að engar sögur geta verið líkari hver ann- ari en sögur kosningaróttarfrumvarp- anna í löggjafarþingunum. Bezta sönn- unin fyrir framsóknarbaráttu vorri, er, hve mjög hefir þurft að grípa til svika og bragða og slægðar-aðferðar á lög- gjafarþingum og jafnvel undirhyggju- mestu svika til að tálma frarogangi þess. Er það eigi kímilegt, að menn skuli gera santsæri til að hugsa upp ráð, til að fresta að framkvæma það i dag, sem þeir vita að þeir verða að gera á morgun ? Það 'nafa ekki verið neinir ósigrar, held- ur vonbrigði í niðurstöðu baráttunnar í Englandi, Svíþjóð, Danmörku og á íslandi. Á íslattdi var kosningarréttarfrum- varp kvenna hvorki felt eða svikið.- Það var samfléttað öðrum málum og því heiðarlega frestað. íslenzka lands- stjórnin veitir fó hauda fulltrúa á fund- inn i Búdapest með aukafjárlagaveit- ingu. — Island er mjög lítið land, eir frjálslyndari og »demokratiskari« þjóð er ekki til. Eg bið fulltrúa þess að flytja heim þau skilaboð, að íslenzka landsstjórnin hafi gefið það fordæmi, sem væri þess verðugt, að stærstu og voldugustu landsstjórnir heimsins tæki það sór til eftirbreytni«. öðrum eins vinsældum að fagna hér á landi. Hugsanir hans ber snemma að eyrum íslenzkra bartta. Þegar við vögguna er að minsta kosti eitt ljóð hans oft sungið — áður en barnið ber skyn á nokkuð slíkt. En barnið kennir samt ef til vill áhrifanna, því að hið fagra Ijóð ræður nokkuru um geðblæ móðurinn- ar, sem vaggar og syttgur, og geðblær- inn berst úr ástríkum móðurhuganum inn í sál barnsins. Getur nokkur gleymt vöggukvæðinu hans : »Sof nú, mitt barn, og bú þú rótt und líni« — sá er eitt sinn hefir lært það 1 Ogþarkemurlífsksoðunin þegar fram: »Vot eru augu vangi þinn er bleikur, hví vökna brár, er sorg ei þyngja má ? Grunar þig, barn, að vilji þinn er veikur? Veiztu að þyrnar sitja rósum á ?« í þessurn heirni er synd og sorg og hér er eigi fullan frið að finna. 011 skepnan stynur. Er það þess vegna að barnið grætur í vöggu, að það rennl grun í, hve vilji þess verði veikur ? Órar það fyrir því, að þótt andinn só reiðubúinn, þá er holdið veikt ? Og þegar börnin stálpast, taka þau að syngja ljóð hans — í skólunum. Ekkert skáld vort hefir sungið sig svo- inn í barnssálina sern hann, enda ekk- ert þeirra lagt aðra eins rækt við söng- ljóð handa börnum. Og kvæði hans ná engu síður til sveitafólksins en okkar bæjarbúa. Smaladiengurinn kringum lömbin og systkinin áberjamónum hitta þar hugsanir sínar. Æskumennin með gleði og hrygð ástarinnar finna góðan vin og hollan í hinum hreinu og viðkvæmu ástaljóðum hans. Og þá hafa ekkl sízt hinar fegurstu hliðar sveitalífsins heillað hug hans og hin fagra náttúra landsins. Það er ekkert smáræði, sem hann með Ijóðsnild sinni hefir unnið að þvf, að opna augu okkar fyrir feg- urð náttúrunnar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.