Ísafold


Ísafold - 06.09.1913, Qupperneq 1

Ísafold - 06.09.1913, Qupperneq 1
niiinmmmitwiBiniiiiinnnBntiiiiiiniimiinn Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- istfyrirmiðjanjúlí erleiidis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 6. sept. 1913 71. tölublað I. O. O F. 94959._______________________ Alþýðufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—P Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. I -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og * 7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. 14A fir i —8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 61/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8Ard.—10 dM. Alm. fundir fid. og sd. 8l/« sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á h#L Landakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2*/*, 51/*—6'/*. Bankastj. ^2-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúna5arfólagsskrifstofan opin frá 2 2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12 -2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd.ogfsd.lc 1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—2J/« á sunnu l Ramábyrgö Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglongt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning 0keypisP0sth.str.14Bmd.il 12 Vifilstaóahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib á hverjum degi 12- 2. Nýja Bió sýnir í kvöld og næstu kvöld: Aukamynd. Björgvin. Jlvíía amdáftin. Norræn listmynd í 50 atriðum. Urræðin í samgöngumálinu. Það hefir farið svo, sem Isajold gerði ráð fyrir á miðvikudag, að ræzt hefir úr öngþveiti því, er Sam. fél. ætlaði að stofna alþingi i um úrræði í samgöngumálinu, með mánudags- skeytinu víðfræga. Sí mánudagur verður áreiðanlega ekki oss til mæðu. Miklu fremur virðist þetta skeyti ætla að verða að hæfilegu og bitru vopni á Sam. fél., svo sem verðugt var. Eins og getið var í síðasta blaði símaði ráðherra þegar, fyrir tilmæli samgöngumálanefnda alþingis, til Björgvinjarfélagsins og spurðist fvrir um,hvort það vildi ganga að 2 ára samn- ingi um strandferðir þær, er það gerði tilboð um til 5 ára. Svar kom um hæl. Kvað fél. ekkert til fyrirstöðu að semja fyrir 2 ár, og bæta við einhverjum höfn- um (á Húnaflóa), svo sem fram á hefir verið farið. Tilboð Björgvinjarfélagsins er á þá leið, að 2 skip á stærð við Flóru, og með sama útbúnaði, fari 14 ferð- ir alls að sumrinu á Va mánaðar fresti, annað frá Rvik vestur, norður og austur um land, en þaðan til Noregs 7 ferðir alls, hitt frá Bergen, austur, norður og vestur um land til Rvk., en þaðan suður um land til Austfjarða og síðan til Bergen. Fyrirhugaðir við- komustaðir eru: Fáskrúðsfjörður, Eski- fjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður, Húsavík, Akureyri, Siglufjörður, Sauðárkrókur, einhver höfn á Húnaflóa, ísafjörður, Önund- arfjörður, Dýrafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, Stykkishólmur, Vest- manneyjar. Auk þessara sumarferða býðst fé- lagið til að fara 5 vetrarferðir með viðkomustöðum á Austur-, Suður- og Vesturlandi, en ekki á Norðurlandi. Fyrir þessar ferðir fer félagið fram á 30 þús. kr. árlega. Þær eru horfur i þinginu, að þessu tilboði verði tekið með nokkurum breytingum á áætlun, og, ef svo lizt, bætt við einu strandferðaskipi, aðal- lega til vöruflutniuga. Með þessu móti eru fengnir all- góðir og vel við unandi strandferða- kostir næstu 2 ár. Þótt eigi verði þær eins góðar, þessar strandferðir, eins og beztar hefðu getað orðið, einkum fyrir af- skektari hafnir, tjáir landsfólkinu ekki að fárast yfir því. Aðalatriðið var að sýna Sam. fél. fram á, að vér vær- um eigi upp á það komnir. Og það hefir tekist mjög vel, eftir því sem sakir stóðu, eftir því hvað í eindaga var komið. Það óhapp henti Ed. í gær, að rígbinda alla styrkveiting til Eimskipa- félags íslands við, að félagið taki þeg- ar að sér strandferðir árið 1916. Þessi samþykt stafar vafalaust af mis- skilningi hjá deildinni. En svo er sem sé mál með vexti, að þetta skil- yrði getur orðið til þess að kyrkja Eimskipafélagið i fæðingunni, alveg eins og til var stofnað af Sameinaða félaginu. Boðsbréfið til félagsstofnunarinnar er bundið við þetta tvent, a ð félagið að svo stöddu taki ekki að sér strand- ferðirnar, og a ð alþingi styrki félagið þegar i byrjun. En með samþykt Ed. er brotið móti einu aðalatriðinu í boðsbréfinu og þar með kipt undan félagsstofn- aninni einni grundvallar-stoðinni. Enginn má samt skilja orð vor svo, að vér séum þvi mótfallnir í sjálfu sér, að Eimskipafélagið taki að sér strandferðirnar, síður en svo. Vér teljum þvert á móti sjálfsagt að Eimskipafélagið taki að sér strand- ferðirnar á sínum tíma. En að svo komnu máli má eigi gera strandferð- irnar að úrslitaskilyrði fyrir styrk- veiting, vegna þess, að það kippir al- veg undirstöðunni undan hlutafjár- loforðum landsmanna. Ef þessu skil- yrði er haldið til streitu, er það sama sem að gera að engu hin mörgu hlutafjárloforð. Það yrði þá að hætta við þetta félag og stofna af nýju til annars félags. Vér þykjumst vita, að eigi hafi verið tilætlun deildarinnar að svo færi og ef Efrideildarmenn sannfærast um, að þessar verði afleiðingarnar, teljum vér víst að þeir greiði öðruvísi at- kvæði um þetta atriði áður en málið verður til lykta leitt. Þeir munu ekki vilja verða til þess að »skemta skr............«• Út um landið hefir »símskeytið góða« eins og áður er getið orðið til þess, að þó nokkru af nýjum hlut- um hefir verið lofað. En um það hefir verið nauðalítið hér í höfuðstaðnum. Enn eru þó nokkurir kaupmenn eftir, sem enga hluti hafa tekið i Eimskipafélaginu, þótt furðulegt sé. Nú ættu þeir eigi lengur að láta á sér standa. Ef þeir þverskallast enn, þá fer viðskiftamönnum þeirra, þ. e. þjóðinni, að ofbjóða! Fáninn í Efrideild. í dag var fánafrv. afgreitt til 3. umr. i Ed. formerkislaust. Ráðherra lagðist móti frv. Eiiikur Briem bar fram rökstudda dagskrá um að afgreiða ekki fánamálið á þessu þingi, en hún var feld með 7 : 6. Þessir 6 voru: Steingrimur, Guðj., Július, Þórarinn, Einar J. og Eiríkur. Samþykt var með 7:5 að skella /flMífr-formerkið framan af orðinu fáni. Fyrsta grein samþ. með 7: 4 og málinu visað til 3. umr. með 7:4 atkv. Fánavinirnir 7 í Ed. eru: Björn Þorl., Guðm. Björnss., Jón Jónatanss., Hákon, Sig. Eggerz, Sig. Stef. og Jósef Björnsson. Haldi þessir 7 menn saman við 3. umr., og er engin ástæða til að efa það, þá kemst fánafrv. sennilega fram með góðu fylgi þingsins — forvierkislaust. Frá alþingi. Bannbreytingin. Meirihluti nefndar þeirrar í Ed., sem kjörin var var til að athuga bannbreytinga-frv. L.H.B., hefir komist að þeirri niður- stöðu að veita »ræðismönnum fram- andi rikja, sem þar hafa fæðingar- rétt«, heimild til að flytja frá utlönd- um einu sinni á ári áfengisforða, er nemi alt að 800 lítrum, til heimilis- þarfa sinna um 1 ár í senn. »Þó má áfengið ekki hafa meira í sér af áfengisvökva en 15%«- Öllum öðr- um skal bannaður innflutningur eða flutningur úr skipi í annað skip eða úr skipi í land. í meiri hluta eru G. Björnsson, Björn Þorláksson (skrifari og fram- sögum.), Sig. Stefánsson (með fyrir- vara) og Jón Jónatansson (með fyrir- vara). í minnihluta er Sig. Eggerz. Hann vill enga tilslökun láta gera frá hin- um gildandi bannlögum. Reykjavíkur dómkirkja. Fjárlaganefnd Ed. flytur svo látandi þingsályktunartillögu: Efri de'ild alþingis ályktar að skora á stjórnina að hlutast til um, að Reykjavíkurdómkirkja verði sett undir umsjón og eftirlit biskups, og að sama skipun komist á reikningshald hennar, sem fylgt er við aðrar kirk- jur landsins. Að eins ísl. texti: Þeir Bj. frá Vogi, Benedikt og Skúli flytja frumv. um að hætt skuli að gera opinberar þýðingar á dönsku af ís- lenzkum lögum. Tóbnkssðlubanu. í N.deild kom á öndverðu þingi fram frumv. um að banna sölu á tóbaki til barna og unglinga. Nefndin í því máli Sig. Sig., Matth. Ól., Halld. St., Skúli og Einar) hefir út af því frv. borið fram svo látandi þingsályktun: Neðri deild alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að hlutast til um, að fræðslumálastjórn landsins afli sér upplýsinga um tóbaksnautn ungm. og barna um land alt, og einkum í ungmenna- og barnaskólum lands- ins, svo og um áhrif þau, er tóbaks- nautn virðist hafa á andlegan og lik- amlegan þroska barna og ungmenna, og hverra tóbakstegunda einkum er neytt, og að fræðslumálastjórnin leggi fyrir stjórnina skýrslur þær, er hún fær um þetta efni, ásamt bending- um til umbóta, ef hún álitur þess þörf. Fánamálið. Þess var getið í síðasta blaði, að meiri hluti fána- nefndar Ed. vildi samþykkja fánafrv. og þar af 3 formerkislaust. Minnihl. nefndarinnar telur einn mann, Stgr. Jónsson. Hefir hann látið frá sér svofelt ágreinings-álit: »Eg hefi eigi getað orðið með- nefndarmönnum mínum samferða í þessu máli. Eg lít svo á að það sé ekki heppilegt fyrir þjóðina og held- ur eigi fyrir sjálft fánamálið að frum- varpið gangi fram á þessu þingi. Málið stendur í svo nánu sam- bandi við sambandsmálið, að mjög örðugt er að greina þar á milli. Auk þess er málið mjög viðkvæmt til- finningamál, bæði fyrir Dani og ís- lendinga, ekki sízt fyrir Dani. Frumvarpið er svo óákveðið og óljóst orðað, og úr því bætir breyt- ingartillaga meiri hlutans ekki, að óttast má að iðulega muni rísa upp ágreiningur milli landanna um notk- un hins nýja fána, og mundu þau ágreiningsatriði jafnan verða mjög óþægileg. Það er því brýn nauð- syn, að í fánalögunum séu greinileg og ótviræð ákvæði um notkun fán- ans, þar sem tekið er fult tillit til allra gildandi lagaákvæða, svo ótvi- ræð, að ágreiningsatriði í einstökum tilfellum séu útilokuð, svo sem frek- ast er unt að gera slikt með lögum. Þá virðist mér óviðkunnanlegt, að eg ekki segi ókurteist, að konungur skuli ekki hafa tillögurétt um gerð fánans, eða notkun hans, því það er þó alkunnugt, að fánar Óestra landa eiga rót sína að rekja til konungs- valdsins og standa í nánu sambandi við það. Fáninn er miklu fremur veldis en þjóðernismerki. Hin eðlilegasta og heppilegasta leið til þess að leysa úr þessu vandamáli er að minni hyggju, að þingið vísi þvi til stjórnarinnar með áskorun um að ráðherra beri málið upp fyrir hans hátign konunginum og fái sam- þykki hans til að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp um fána íslands. Með því er bygt fyrir ágreining milli þjóðanna út af þessu mál og alþingi sýndi þá konunginum skylduga kurt- eisi. Eg mun því bera fram í háttv. deild tiliögu um að vísa máli þessu til stjórnarinnarc. Eins og menn sjá, eru ástæður minnihl. veigarýrar, og því vonandi, að Ed. styðji fánafrv. formerkislaust. Fjárlöginí Efrideild. Fjár- lögin voru til 2. umræðu í Ed. og stóðu umræður frá kl. 11 V2 árdegis til kl. 2 í nótt. Töluverðar breyt- ingar voru gerðar á frv. Nd. þar meðal lávarðanna. Hér skulu taldar helztu breytingarnar: Fjárveitingin til eftirlits með fiski- veiðum í landhelgi úr landi færði id. niður úr 10,000 kr. árlega niður : 4500 kr. með n atkv. gegn 1 Jón Jónatansson). Tillagið til Heilsu- íælisins vildi fjárlaganefnd færa nið- ur um 1000 kr. hvort árið, en sú tillaga var feld með 7 : 5 (Fjárlaga- nefndin). Utanfararstyrkur til Rögn- valds Ölafssonar 1200 kr. samþ. með 12 samhlj. atkv. Felt var að fella niður 400 kr. persónulega launaviðbót við Jón Þor- áksson landsverfr. með 9 : 2 (Hákon 3jörn Þorlákss.). Fjárveiting til brúar á Jökulsá á Sólheimasandi 78000 kr. var feld með 7 : 5 (Hákon, Jón Jónatansson, ósef, Július og Sig. Eggerz). Brú Bleikdalsá feld með 10 : 1 (Jón ónatansson). Þjóðvegur í Austur- Skaftafellssýslu feldur með 9 : 3 Hákon, Jón Jónatansson, Sig. Egg.). •járv. til Eskifjarðar vegar 6000 kr. breytt í 3000 kr. til vegarins um Völlu í Suður-Múlasýslu. Fjárv. til ijóðvegar frá Bitrufirði um Korrsár- dal að Gilsárbotni feld með 9 : 4 Guðjón, Jón, Júlíus, Þórarinn). Brú á Þverá syðri feld í einu hljóði. Svofeld athugasemd við fjárveiting til Eimskipafélags íslands sþ. með 11 samhlj. atkv.: »Styrk þenna er stjórninni einungis heimilt að veita iimskipafélagi íslands, ef það kemst á fót og tekur til starfa 1915 og ef samningar takast við það um strand- ferðir eigi síðar en 1916«. Felt var með 7 : 6 að lækka styrk til bátaferða á Breiðaflóa úr 9000 kr. niður í 7000 kr. Samþ. með 10 samhlj. atkv. að hækka styrk til báta- :’erða úr Vík á Eyrarbakka úr 4800 upp i 6000 kr. Sþ. með 9 samhlj. atkv. að lækka styrkinn til Hvítár- báts úr 800 kr. niður í 600 kr. Samþ. með 9 samhlj. atkv. að veita 300 kr. árl. til mótorbátaferða milli Patreksfjarðar og Rauðasands. Felt með 11 samhlj. atkv. að hækka laun símastarfsmannanna Pauls Smiths og Gísla J. Ólafssonar. Samþ. með 11 samhlj. atkv. að veita 14000 kr. til kaupa á símstöðvahúsi Akureyrar. Tillaga um að veita 20,000 kr. til viðgerðar Rvíkur-dómkirkju feld með 12 atkv. Tillaga um að færa námsstyrk há- skólans, 8500 kr. niður í 7200 kr. samþ. með 7 : 4 (G. B., Sig. Egg., Hákon, Einar), og húsaleigustyrk úr 4000 í 3600 sþ. 7 : 4. Tillaga um að veita 500 kr. hvort árið til þess að undirbúa efnisskrá yfir íslenzk lög að fornu og nýju, sþ. með 11 samhlj. Persónuleg launaviðbót (200 kr.) til Geirs Zoéga yfirkennara, sþ. með 10 : 1 (Sig. Egg.). Fjárveiting til aðgerðar á gamla skólahúsinu á Hólum (5150 kr.) sþ. með 7:3 (G. B., Hákon, Guðjón). Fjárv. til að reisa peningshús á Hól- um alt að 12,000 kr., sþ. með 7 : 2 (Hákon, Sig. Egg.). Hækkun á fjárv. lil kvennaskólans í Rvik úr 1500 kr. upp í 1675 sþ. með 10 : 1 (Hákon). Hækkun á styrk til Blönduóss-kvenna- skóla úr 3000 kr. upp i 3600, sþ. með 10 atkv. Hækkun á launum 2. bókavarðar Landsbókasafnsins úr 1000 kr. upp í 1200 kr. sþ. með 7 : 1 (Sig. Egg.). Fjárv. til Lands- skjalasafnsins, til þess að láta afskrifa og ljósmynda skjöl í Rikisskjalasafni Dana, og öðrum útlendum skjala- söfnum, er snerta ísland, 1000 kr. árlega, sþ. með 9 : 4 (Björn. Þork., Stgr., Jón og Sig. Egg.). Breyting á skáldlaununum, færsla frá fyrra ári yfir á bæði árin, sþ. með 10 atkv. og hækkun á skáldlaunum Guðm. Guðm., úr 800 upp í 1000 kr. ár- lega, sþ. með 7 : 4 (Stgr. J., Jósef, Þórarinn, Sig. Stef.). Tillaga um að Einar Jónssonmynda-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.