Ísafold - 06.09.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.09.1913, Blaðsíða 4
282 I SAFOLD ReykjaYíknr-annálI. Aðkonramenn: Halldór Gunnlaugs- son hcraðslæknir og Gunnar Egilsson forstjóri frá Vestmanneyjum. Eimskipafélag íslands Bifreiðin er nú í lamasessi, gúmmí- hjólin biluð og verður eigi úr bætt fyr en Botnía kemur með nýja bifreið og /msa parta úr bifreiðum. Torfæru tínii bifre'ðarinnar er nú sennilega á euda og er það spá vor, að næsta sumar muni standa allmjög í »tákni bifreiðanna« hór á slóðum. Brunabótavirðingar samþ. á síð- asta bæjarstjórnarfundi: Húsið við Bankastræti 12 kr. 9,392 — — Spítalastíg 2 — 5,233 — — Grettisgötu 22 — 4,458 — — Tjarnargötu 35 — 21,106 Ueir sem liafa eigi enn skrifað sig fyrir hlutum í Eimskipafélagi ísland0, eða kynnu að vilja bæta við sig hlutum, geta skrifað sig fyrir hlutum dag- lega ú skrifstofu félagsins eða hjá einhverjum úr bráðabirgðarstjórninni. Skrifstofan, Austurstræti 7, er opin kl. 6—8 síðdegis. Talsími 409 tRráéaBirgéarsfjórnin. Eggert Stefánsson söng í Bárubúð •öðru sinni í fyrradag við góðan róm. Hann ætlar að syngja í sfðasta sinni annað kvöld. Bókastoðir fleiri tegundir L e s p ú 11 Nýkomið: Hjúskapnr: Eyólfur Magnússon frá •Krókskoti á Miðnesi og ym. Guðbjörg Elín Þorleifsdóttir. Gift 5. sept. Guðsþjónnsta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12. síra Fr. Fr. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ól. Um Vestnrheim, kosti og lesti, tal ar Sig. Júl. Jóhannessor. læknir frá Vesturheimi, í Bárubúð í kvöld. Veðrátta. Sama rosatíðin, e n g i n n »dagur á bláum buxum og blárri treyju gengur hjá«. Súld og þoka og húðarrigningar eru daglega á dagskrá veðurguðsins, að heita má. — Horfir til feikna vandræða bæði um land- og sjávar-afurðir vegna þurkleysis. Eimskipafólagiö. í 65. tbl. ísafoldar hefir misprent- ast í skýrslunni nm skiftingu Eim- skipafélagshlutafjárins á sýslur, »ísa- fjarðarkaupstaður* i stað »ísafjarðar- sýsla og kaupstaður«. Þá voru kom- in úr sýsiunni 0% kaupstaðnum 10.000 kr. Nú er sú upphæð 13.200 kr. I»orlákshöfn hefir Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri selt félagi manna, sem í eru aðalmennirnir nú, auk hans sjálfs, kaupm. Pétur J. Thorsteinsson og Ólafur Árnason. Kjósendafundir hafa haldnir verið bæði á Patreks- fiiði og Flateyri út af »símskeytinu góða«. Á Patreksfirði var svofeld tillaga samþykt og símuð alþingi: Að qejnu tilejni skorar Jtmdurinn á Alpinqi að veita sem ríflegastan styrk til Eimskipajélags Islands og að minsta kosti ríflegri en samgongumála- nejndin keflr stungið upp á, svo að stojnnn fyrirtcekisins sé borgið. fást í cSóÆa- S <3*appirsv. dsafoléar. Svört tausvunta tapaðist 3. þessa mánaðar milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur. Finnandi vinsamlega beðinn að skila henni á Grettisgötu 22 C. Fyrir hátt kaup getur stúlka fengið vist nú þegar til mánaðamóta. Ritsjóri vísar á. Skrifstofuáhöld alls konar hvergi annað eins ú r v a 1. Lítið í gluggana í Bókv- Ísafoídar Skjalaskápar Skjalaskúffur Skjalakörfur Skjalamöppur Bréfageymirar Pappirskörfur Jiopíupressur. Bökv. Isafoldar. Bernskan II. er nýkomin út, og er á stærð við fyrra heftið. í þessu siðara hefti eru 40 smásögur, allar sannar, eins og þær hafa gerst með ísl. börnum eða unglingum. í kverinu eru 15 myndir auk myndar af höfundinum framan við. Fremst er kvæði: »Landið mitt«, aftast er lofsöngur. — Kostar eins og fyrra heftið 85 aura í bandi. Bernskan er langbezta barnabókin milli stafrófskvers og Lesbókarinnar. Ung’ stúlka óskast nú þegar till afgreiðslu hálf- an daginn í vefnaðarvöruverzlun Egil Jacohsens i Hafnarfirði. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Öllum þeim, er sýndu mér hluttekningu við fráfall og jarðarför minnar elskuðu eiginkonu, Astríðar sál. Eyólfsdóttur, bæði með gjöfum, návist sinni eða hjálpsemi á annan hátt, votta eg hérmeð mitt innilegt hjartans þakklæti og bið eg algóðan guð að launa þeim það af rikdómi náðar sinn- ar þegar þeim mest á liggur. Bræðraborg, 6. sept. 1913. Árni Guðmundsson Öllum sem sýndu okkur hluttekingu víð fráfall og jarðarför móður og ömmu okkar, Valgerðar Hildibrandsdóttur, vottum við innilegasta þakklæti. Dóttir og barnabörn hinnar látnu. Furðulega fjarskafenginn og reið ur hefir herra Skúli Thoroddsen alþm. og ritstjóri orðið út af því, að r æ ð a hans á þingi eldhúsdaginn var eigi rækilega rakin hór í blaðinu. En í s a- f o 1 d sagði sem satt var í skýrslu sinni, að það sem Sk. Th. hafði fram að færa, hefði verið »mestmegnis hið sama« sem fyrri ræðumenn höfðu minst á«, og því eigi ástæða til að rekja það. Þetta kveður Sk. Th. misskilning eða öllu heldur skilningsleysi hjá í s a f o 1 d, fárast yfir og tekur tilefni af að prenta upp í Þjóðv. kjarnaatriðin, er hann svo nefnir, úr ræðunni. En svo kemur upp úr dúrnum, ef þessi kjarna- atriði eru borin saman við ræðu B. Sv., að það er mestmegnis hið sama, að eins miklu klúsaðri öll framsetning en í ræðu B. Sv. Minnumst vór og þess, að í blaðamannastúkunni í Nd. vakti það eftirtekt er Sk. Th. seint í ræðu sinni benti á nýtt atriði, sem eigi hafði áður verið minst á. Skýrsla ísa- foldar er því eigi á neinum misskiln- ingi bygð eða skilningsleysi, heldur rótt með öllu — en fjarskafengnin í Sk. Th. átyllulaus. í þessu sama gremjukasti gerist Sk. Th. hávær um, að ísafold ásamt Lögr. só 1 á t i n »strá út meðal al- mennings, að það væri beinlínis 1 j ó 11 og óþjóðræknislegt af ráðherr- anum, ef hann vikl nú úr ráðherra- sessinum«. En oss er spurn: Hvar í ísafold hefir staðið nokkurt orð í þessa átt? Svarlð er aðeins eitt: H v e r g i! Enn er það því hr. Sk. Th., sem, þrátt fyrir hinn sífelda prédikunar- vellanda og elg sinn um sannlelk og róttlæti, segir ekki satt frá og gerir oss rangt ti). SI m a p ú 11 óborganlega þægilegt áhald fyrir kaupmenn og aðra, sem nota mikið síma, fæst í Bókav. Isafoldar. Stúlka, 25—30 ára gömul, get- ur fengið atvinnu við vefnaðarvöru- verzlun í kaupstað nálægt Reykja- vík. Hún þarf ekki að vera starfan- um vön, en nauðsynlega að hafa vilja og áhuga að setja sig inn í hann. Góð meðmæli óskast. Gott kaup. Tilboð, merkt »Vefnaðarvörurc, afhendist á skrifstofu þessa blaðs. Fyrsta flokks háruppsetnÍHg höfuöböð, sem eyða flösu og hárroti. Andlitsböð með massage. Manicurc. Ennfremur bý eg til úr hári: Búklu- hnakka, lausar búklur, fléttinga og snúninga. Einnig hár við íslenzka búning- inn. Sömuleiðis útvega eg eftirpöntun: úr, festar, hálsfestar, armbönd, eyrnalokka, kransa. rósir og bókstafi úr hári. Kristín Meinholt, Laufásveg 17. í>akpappi fæst með innkaupsverði hjá <3ófí. dófíanmssym\ Laugaveg 19. Carlsberg ölgerðarhús mæla með Carlsberg Í skattefri alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljúffengt, endingargott. Carlsberg skattefri Porter ekstraktríkastir allra Portertegunda. Carlsberg gosdrykkjum, áreiðanlega beztu gosdrykkirnir. SIRIUS CONSUM-súkkulaði Gætið þess að lögskráð vörumerki vort sé á umbúðunum. Lögskráð vörumerki. Konungl. hirð-verksmiðja Bræöurnir Cioetta mæla með sínum viðurkendu Sjókólade-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum. dan$ka smjörfiki er bejk. * € Ðá&pft um teQun&mar JSólcy* .Jngotflir* .Hekla"<&>S&afokf Ömjörtikið icafjt dnungk fnai Otft>M6n5ted%. F J fCoupmannahöfn og/fn/ftm jdr ♦ • i Oanniörtau *yr » Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá i. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. Líkkislur, k'S Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Alls konar íslenzk frímerki, ný sem gömul, kaupir ætíð hæsta verði Helgi Helgason, (hjá Zimsen) Rvfk. B 1 ö ð seld fyrir 4 aura pundið. Buxur og frakkar, sem hentugt er í pjötluskó, 10 aura pundið. Joh. P. Boldt. Aabenraa 21.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.