Ísafold - 10.09.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.09.1913, Blaðsíða 4
286 ISAFOLD LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) fer víðsvegar um til þess að bjarga lífi manna og hefir hún tvöfalt afl í sjer fólgið til þess. Hún bjargar Iífi manna með hreinlæti og með þvi að sótthreinsa um leið allt sem hún hreinsar. Bíðið ékki pangað til heimilið er eyðilagt af sjúkdómum, en munið eptir því, að það er betra að fyrirbyggja sjúkdómana en að Iækna þá og að LIFEBUOY SAPAN er meira en sápa eingöngu, en kostar þó engu meira. Hún er jafngagnleg og góð til andlits—og handþvotta og til að nota hana sem baðsápu eins og til venjulegrar not- kunar á heimilunum. Nafnið LEVER á sápunni er tryfíá*ná fyrir hreinleik hennar og ko*tnm. Allra blaða bezt Allra frétta flest Allra lesin mest ÍSAFOLD Kernur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með í þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjálfs sín vegna vera án isafoldarl — soiztsidí: SkóYerzlun Stefáns Gunnarssonar Ansturstræti 3 selur traustan, smekklegan og ódýran skófatnað, gjörið því skókanp yðar hjá Stefáni Gunnarssyni. Hérmeð tilkynnist ættingjum og vínum, nær og fjær, að méðir okkar, ekkjufrú Sigríður Blöndal, andaðist i dag. Jarðar- förin verður auglýst siðar. Reykjavik 10. sept. 1913. Þðrunn Nielsen. Magnús B. Blöndal. Hannes S. Blöndal. Kennarar þeir, er sækja ætla um kenslu við Kvennaskóiann á komanda vetri, geri svo vel að senda umsóknir sínar fyrir 15. þ. mán. til undirritaðrar for- stöðukonu skólans. Reykjavík, io. sept. 1913. iDgibjörg H. Bjarnason. Ensk húsgögn falleg og vönduð til sölu Semjið við Þorvald Sigurðsson húsgagnasmið Baukastræti 7. Hringarnir sjálfir kostuðu 100 kr., en hversu mikið tjón vagneigendun- um kann að verða að þessu verður eigi sagt að svo komnu, því að óvist er nema þetta kyrsetji vagninn lang- lengri tíma. Flestum mun auðskilin sársauka- kendin hjá þeim sem heima sitja, þegar hóparnir af unga fólkinu eru að fara vestur um haf. Landið svo stórt og óunnið, fólkið svo fátt og þjóðin svo fátæk, og auðvitað fátæk- ari fyrir hvern þann sem hún kem- ur á legg, og svo hverfur henni. Og það er þó ekki eingöngu sárt að sjá á bak ungum og óreyndum kröftunum. Annað er öllu sárara — af því að það er ekki satt. En það er það, að ekki sé hægt að komast af á íslandi eins og annarsstaðar, ekki hægt að láta sér líða nógu vel heima, og því sé farið. Ofan á alt þetta hefir svo reynsl- an bætt vonleysi, því flestir, sem fóru, ætluðu að koma aftur, en fæstir efndu það. Bifreiðarmennirnir komu aftur, og komu færandi hendi. Slíkar séu utan- farir ungra manna — víkingaferðir í anda nútíðarmenningar, færandi her- fang þekkingar og framtakssemi. Mundi þá brátt sjá stað um menn- ingarframfarir landsins. Reykjavttnr-annálj. Ifeiðurssamsæti var S i g u r S i Júl. Jóhannessyni lækni frá Ameríku haldið í Hótel Reykjavík á sunnudaginn var. Sátu þaS um 50 kunningjar hans, skólabræSur hans og margir bindindismenn hór í bæ, karl ar og konur. Mælti Einar Finnsson vegagerSarstjóri fyrir minni SigurSar, Þorsteinn Erlingsson fyrir minni Yest ur íslendinga og sömuleiSis Sig. GuS. mundsson magister, Halldór Gunnlaugs son læknir fyrir Islands-minni. Sig. Júl. þakkaSi í mjög vel fluttri ræSu, enda er hann hinn mælskasti maSur. ÁSur en borð voru upp tekin bað Sig- urbjörn Gfslason boðsmenn drekka skál fyrir heilbrigðum bræðingi milli Austur og Vestur íslendinga. Jón Tryggvi Bergmann, einn þeirra þriggja Vestur-lslendinga, er bezt hafa stutt Eimskipafólagið fór vestur á leið í fyrradag á Ceres. Hann hefir ferS- ast víða urn land í sumar. Skipafregn: C e r e s fór til út- landa 8. þ. m. með fjölda farþega. Meðal þeirra voru: Sig. Júl. Jóhannes- son Iæknir og Bjarni í>. Johnson cand. juris á leið til Vesturheims, Georg Ólafsson cand. polit., snögga ferð til Khafnar, Magnús Júlíusson læknir, Eggert Stefánsson söngvari, frú Trolle, Debel steinolíuforstjóri, margar yngis- meyjar úr höfuðstaðnum til vetrardval- ar ytra. Til Vestmanneyja fóru Karl s/slumaður, Halldór læknir og síra FriSrik Friðriksson. Eldgos-kvittnr I Síðustu dagana hafa miklar sögur gengið um það hér í bæ, að Heklu- hrauns eldarnir væru að taka sig upp aftur, reykjarmekkirnir að auk- ast o. s. frv. En þetta mun alt úr lausu lofti gripið. Isajold átti í morgun tal við Ólaf á Þjórsárbrú og gerði hann ekkert úr. Þar var þá staddur Eyjólfur í Hvammi á Landi og synjaði hann þess og með öllu, að nokkur breyt ing væri á eldunum. 323000 kr. er hlutafé Eimskipafélags íslands nú orðið. Síðustu þúsundin má félagið þakka »vini« sínum Sameinaða félaginu danska. Mannalát. Þann 10. f. mán. lézt Hannes bóndi Guðmundsson, er lengi bjó í Skógarkoti í Þingvallasveit og hefir láðst að geta andláts hans. Hannes varð 77 ára, bróðir Þorláks heitins alþm. í Fifuhvammi, merkur maður að mörgu. í erfðaskrá sinni ánafn- aði hann munaðarleysingjum í Þing- vallasveit 1000 kr. og fleiri rausnar- gjafir gaf hann. Þann 13. f. mán. andaðist á Mjóa- firði frú Jóhanna Sveinsdóttir, ekkja Hjálmars Hermannssonar á Brekku, en móðir Konráðs Hjálmarssonar og þeirra bræðra. Austri segir, að Her- mann maður hennar hafi verið afa- bróðir hennar, en aldursmunur þó eigi meiri en 14 ár. Búnaðarritið I.—XIII. árg. Af því voru I. og II. árg. uppseldir fyrir 9 árum siðan. En sök- um þess, að af flestum hinum árgöngunum voru talsverðar leifar, réðist eg í að láta prenta upp I. og II. árg., til þess að veita mömium kost á að eignast ritið samstætt. Af Búnaðarriti minu verða því til liðug 200 eintök samstæð. Verða þau til sölu í ísafoldarprentsmiðju. og kosta 13 árg. nú að eins 12 kr. Upphaflegt verð þeirra var 16.50 — Óvist er að þetta niðursetta verð haldist nema til næsta vors. — Samkv. pönt- unum og meðfylgjandi 12 kr. borgun verður ritið sent frítt. Sérstakir verða seldir eftirfarandi árgangar: V. áður kr. 1.00 nú kr. 0.50. VI. áður kr. 1.00 nú kr. 0.35. VII. — — 1.50 — 6 ö 1 VIII. — — 1.50 - - — 0.50. IX. — — 1.50 — — 0.50. X. — — 1.50 - 0.40. XI. — — 1.50 — — 0.40. XIII. — — 1.50 - I.OO. Af sumum árgöngunum eru eigi nema nokkur eintök, sem hægt er að hafa til sérsölu. Má þar tilnefna V. árg. og þó einkum XIII. árg. Þeir sem því hafa haldið Búnaðarritið, en kynni að vanta þessa árganga í það, til þess að gera það samstætt, mættu alls eigi Játa dragast að út- vega sér þá. . Ritið: Fóðrun búpenings fæst hjá öllum bóksölum. Aðalútsölu- maður: Ólafur Björnsson ritstjóri. Hermann Jónasson. Miklar birgðir af vélnm og áhöldum til heimilisþarfa og eldhúsnotkunar. Stálvörur úr fínasta og bezta efni. Verðskrár eftir beiðni. 0. cTR. %32om & 0o. cJíöBcnfiavn c3. Aktýgja vin n ustofu undir nafninu Kr. K. Einarsson hefi eg undirskrifaður sett á stofn, á Lindargötu 34 (á móti shtrunarhús- inn). Tryggingu fyrir að vinna verði vel af hendi leyst vona eg að þeir hafi, sem skiftu við mína vinnu- stofu áður. Virðingarfylst. Baldvin Einarsson nktýgjasmiður. Stulka óskast i vist 1. október bjá L. Kaaber Hverfisgötu 4 A. Kotrur t A Amtmannsstíg 4 niðri geta fengist frá i. okt. ágæt herbergi með miðstöðvarhitun, einnig vel til búið, gott fæði. — Upplýsingar á Bókhlöðustíg io niðri kl. 3 — 5. H. Thorlacius. Pensionat Amtmannsstíg 4 Stuen, kan fra 1. Oktober faas gode Værelser med Centralvarme og ist Klasses Pension. Anbefalinger fra adelige Huse og större Selskabs-Lokaler i Köbenhavn. Nærmere ved Henvendelse til Bók- hlöðustíg 10 Stuen Kl. 3 — 5, H. Thorlacius. Ijómandi fallegar með töflum og teningum nýkomnar i Bókaverzlun Isafoldar. Bernskan II. Th. Thorsteinsson, kaup- maður í Reykjavik, hefir fengið einka- rétt til að auqlýsa í landi jarðarinnar Gröf í Mosfellssveit meðfram veg- unum. Er því öllum öðrum slíkt stranaleqa bannað. Grafarholti 4. sept. 1913. Björn Bjarnarson. er nýkomin út, og er á stærð við fyrra heftið. í þessu síðara hefti eru 40 smásögur, allar sannar, eins og þær hafa gerst með isl. börnum eða unglingum. í kverinu eru 15 myndir auk myndar af höfundinum framan við. Fremst er kvæði: »Landið mitt«, aftast er lofsöngur. — Kostar eins og fyrra heftið 85 aura í bandi. Bernskan er langbezta barnabókin milli stafrófskvers^og Lesbókarinnar. * I Hafnarfirði eru hús til sölu eða leigu nú þegar eða síðar. Upp- lýsingar gefur Einar Markússon Laug- arnesspítala, eða Böðvar Böðvarsson bakari í Hafnarfirði. Likkistur, Líkklæði, Kransar. Litið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Eyv. Árnason, trésmiðaverksmiðja, Laufásveg 2. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Önnur kennarastaða við barnaskólann i Norðfirði er laus. Sjö mánaða vinna frá 1. október. Kaup lögmætt. Álitleg aukakensla við unglingaskóla. Umsóknir sendist skólanefndinni á Norðfirði fyrir 20. þ. m. (sept).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.