Ísafold - 17.09.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.09.1913, Blaðsíða 1
: I I Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- istfyrirn’iðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 17. sept. 1913. I Upp8Ögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 74. tölublað I. O. O F. 94959. Alþýðufól.bóbasafn Templaras. 8 kl. 7—P Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. ' 8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka dapa 1 3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 7 Eyrna- nef- hálslakn. ók. Pé»th.*tr. 14Afi« - 6 íslandibanki •pinn 10—2*/t og i>/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8árd.—H 1. Alm. fundir fid. og sd. 8*/t slbd. Landakotskirkja. 6mbs>j. 0 mg 6 á k#l, ^ Landakotsipitali f. sjAkraviti. 11—1. Landsbankinn 11-S1/*, 51/*—ö'/t- Bankastj. 5 2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá * 2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12 2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd.ogfsd. 1‘ 1 Náttúrugripa8afnió opib l1/*—2*/i á funnt i Samábyrgó Islands 10—12 og 4—6. StjórnHrráÓ88krif8tof'urnar opnar 10—4 dapl. Talsimi Reykjavíkur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 1J 12 Vífil8taöahælib. Heimsóki artimi 12—1 Þjóómenjasafnib opib á hverjum degi 12- 2. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlnn ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun lóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Nýja B16 sýnir í kvöld og næstu kvöld: Ertetíd tíðindi. Berlín : Rússakeisari kemur til brúð- kaupsveizlunnar. — Ohio: Mörg hundruð manns farast í stórflóði. Eignatjón margar miljónir dollara. Lifandi augu. Aðalhlv.: Frú Karen Lund, Adam og Johannes Poulsen. t>essir eiginmennt Danskur gamanleikur. Ath. Börn fá ekki aðgang að þessum sýningum. Nam Nam er framtíðarvindillinn i Reykjavík. Fæst i Tóbaks- og sœlgætisverzl. á Hotel Island. Ó viðjafnanlegu r vindill er „Tamina“; kostar þó að eins 11 aura stykkið, enda ekki «Hotel»-verðlagður, því hann fæst, sem kunnugt er, að eins í einu tóbaks-sérverzlun bæjarins, f>. e. Tóbaksverzlun R. P. Leví. Tamina er viðurkendur sem bæjarins bezti nútiðar og framtíðar- vindill. BarnaskóK minn fyrir ó- skólaskyld börn byrjar 22. sept. Þeir sem óska eftir kenslu fyrir börn sín gefi sig fram í dag og d morqun. Steingr. Arason kennari, Grundarstig 3. Sigfús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Slmnefm: Blöndahl. — Hamburg. Sameinaða félagið og samgöngurnar »Simskeytið góða« frá Sam. fél. um uppsögn strandferðanna, ef Eim- skipafélag íslands yrði styrkt með einum eyri úr landssjóði hefir verið símað aftur héðan til Danmerkur. Dönskum blöðum sumum hefir þótt simskeytið all-kynlegt og því leitað frekari vitneskju hjá formanni Sam. fél., Cold. Það er harla einkennilegt — og fróðlegt fyrir íslendinga það, sem hann hefir fram að flytja til af- sökunar hinu alræmda eða réttara sagt illræmda símskeyti félagsins. Hann segir, að Sam. fél. hafi árið 1897 tekist á hendur strandferðirnar, og haldið þeim til ársins 1909. En þá hafi þær verið teknar nf félaginu, þrátt fyrir mjög ódýrt tilboð, og fengnar i hendur Thorefélaginu. Sam. fél. hafi svo orðið að takasr á hend- ur millilandaferðir með 10 ára samn- ingi, og styrk úr rikissjóði Dana - - eingöngu. Thorefélagið hafi svo gefist upp árið 1912 og Sam. fél. þá gert það (af miskunn sinni) að taka að sér strandferðir 1912, enda þótt lítil hvöt hafi til þess verið fyrir félagið, eftir að þvi hafi verið sparkað frá samningum árið 1909. Loks hafi félagið, fyrir mikinn bænastað Islands-ráðherra, lofað að takast strandferðir á hendur næstu 2 árin, en þá hafi alþingi komið til og lofað samkepnisfélagi, þ. e. Eim- skipafélagi íslands, riflegum styrk, þegar árið 1915, og af þessum ástæð- um hafi Sam. fél. sagt upp tilboð inu um strandferðir. Aðalþráðurinn i öllu tali hr. Colds, forstjóra Sam. fél., er, að Sam. fél. hafi tekið að sér strandferðirnar í hreinu gustukaskyni, af því að vér íslendingar höfum verið i vandræð um! Þessum staðhæfingum verður að andmæla af þeirri alvöru, sem skilin eiga. Og það verður að minna hr. Cold og aðra málsvara hins dæmalausa fé- lags á það, að loforðið um strand- ferðir var einmitt notað til þess að rýmha að miklutn mun um kosti jé- laqsins l millilandaferðum: hækka farmgjöld, heimta umflutningsgjald o. s. frv. Það nær því eigi neinni átt, að reyna að koma því inn hjá blaða- lesendum í Danmörku, að síðustu strandferðasamningarnir hafi gerðir verið af umhyggju fyrir íslandi, eins og hr. Cold vill gefa í skyn. Það er siður en svo I Hinir nýju samn- ingar eru einmitt notaðir til þess að afla Sam. fél. nýrra hlunninda. Væri það vel, að danskir blaða- lesendur fengju sanna vitneskju um »umhyggjut danskra kaupsýslumanna fyrir íslenzkum hagsmunum, en létu sér eigi nægja órökstudda og ómak- lega sleggjudóma um islenzk efni frá mönnum, sem ekki hugsa um annað en að skara e!d að eigin köku! Samgöngumálin á þingi. Það sem lengst heldur á lofti heiðri þingsins 1913, auk stjórnar- skrárinnar, er meðferð þess á sam- göngumálinu. Hún veitir því fyr- irgefningu margra synda ísafold hefir reynt nð láta lesend- ur sína fylgjast svo vel með þing- meðferðinni á þvi máli, sem kostur hefir verið á. Tvö nefndarálit sem merk eru hvort í sinu lagi hefir snmt eigi unnist rúm til að birta enn. Það eru nefndarálit E.-deild- ar nefndarinnar og framhaldsálit N.-deildar nefndarinnar (samþykt af E.-deildar nefndinni). Það fer hér á eftir, en í næsta bl. kemur hitt álitið. I. Fr a mhalds-álit frá samgöngumálanefnd Neðri deildar. Samþykt af Efri-deildarnefndinni. Eins og tekið er fram í framhalds- nefndaráliti voru á þingskjali 505, lögðu samgöngumálanefndirnar til, að stjórninni væru veittar 60,000 kr. á ári til frjálsra umráða til strandferða fyrir næsta fjárhagstimabil, en látið óákveðið, hvernig þessum strand- ferðastyrk skyldi varið, og hefir þessi tillaga nú verið samþykt af báðum deildum í fjárlagafrumvarpinu. En jafnframt og nefndirnar lögðu þetta til, var í nefndaráliti voru (þing- skj. 505) bent á þrjár leiðir, sem stjórnin gæti valið á milli, og hafa nefndirnar nú á sameiginlegum fund- um athugað þessar leiðir enn betur. Hefir niðurstaðan ntí orðið sú, að ráða til, að samið yrði við Eimskipa- félag Björgvinjar fyrir næstu tvö ár, sem tjáð hefir sig fúst til að fara 2 hringferðir á mánuði, sumarmánuð ina 7 og eina ferð á mánuði hina 5 mánuði ársins til Austur-, Suður- og Vesturlandsins, gegn 30,000 kr. árstillagi úr landssjóði. Þessum ferð- um álíta nefndirnar að mundi mega hlfta til mannflutninga, einkum ef hægt væri að ná samkomulagi um nokkrar smábreytingar á því upp- kasti að ferðaáætlun, sem félagið hefir sent stjórninni. Á þeirri ferðaáætl- un var enginn viðkomustaður við Húnaflóa, en félagið hefir nú í sim- skeyti tjáð sig fúst til að koma þar við á einum stað í hverri ferð, á Hólmavík. En þar sem nefndunum þykir þessi breyting ekki einhlít, vilja þær beina þeirri áskorun til stjórn- arinnar, að hún geri sitt ítrasta til að ná samkomulagi við félagið um svofeldar breytingar á ferðaáætluninni: 1. Að skipin verði í janúar- og fe- brúarferðunum látin halda áfram frá ísaftrði norður og austur um land með viðkomum á helztu stöðum á Norður- og Austur- landi og fara þaðan utan, í stað þess að snúa aftur frá ísafirði til Suðurlandsins. 2. Að skip B sé látið fara til Seyð- isfjarðar (í stað Fáskrúðsfjarðar) á útleið frá Reykjavík að minsta kosti í 4 vetrarferðum. 3. Að Hólmavik, Borðeyri, Hvamms- tangi og Blönduós séu ákveðnir viðkomustaðir skipanna í sumar- ferðunum, þó ekki nema einn þessara staða í hverri ferð. 4. Að skipin í vetrarferðunum verði látin taka land á Seyðisfirði í stað Eskifjarðar. 5. Að skipin komi við á Djúpavogi í stað Fáskrúðsfjarðar í einhverj- um af sumarferðunum. 6. Að Reyðarfjörður verði ákveðinn viðko'";ict’ður í stað Eskifjarðar f einstökum ferðuui. Um þessir mundir er sendisveit sú, er hér er birt mynd af, á ferða- lagi milli stórveldanna, til þess að biðja þau að sjá svo um, að Adríanópel lendi ekki i höndum Búlg.ara, heldur verði kyr undir Tyrkjum. Eru það menn af ýmsum þjóðum og trúbragðaflokkum þar í borginni, sem að sama markinu vinna. Flestum borgarbúum óbærileg tilhugsun að vera undir Búlgara gefnir, svo hafa þeir af sér brotið með hryðjuverkum margs konar. 7. Að Þórshöfn verði ákveðinn við- komustaður í einni ferð eða fleir- um í stað Vopnafjarðar. 8. Að skip A sé látið koma við á Austfjörðum (Seyðisfirði) í upp leið í einum — tveimur sumarferð- um, til þess að einnig á sumrum fáist beitiar ferðir milli Austur- lands og Reykjavíkur. 9. Að skipin séu á leið til Vestur- landsins látin koma við til skift- is í Stykkishólmi, Ólafsvík og Flatey. Allar þessar breytingar eru þann- ig vaxnar, að félaginu yrði í engu verulegu íþyngt með þeim, þar sem viðkomustaðirnir yrðu jafnmargir í hverri ferð eftir sem áður, að eins haganlegri fyrir landsbúa, og gera nefndirnar sér því góðar vonir um, að samkomulag náist við félagið um að breyta ferðaáætlun sinni á þessa leið, ef stjórnin beitist fast fyrir því og sýnir fram á, hver nauðsyn er á þessum breytingum. En jafnvel þó að allar þessar breyt- ingar fengjust, mundu þessar ferðir samt ekki fullnægja kröfum manna til vöruflutninga, með því viðkomu staðirnir eru alt of fáir. En úr þvi ætlast nefndirnar til að sé bætt, með því, að láta ódýrt vöruflutningaskip sigla á flesta eða alla þá viðkomu- staði, sem strandferðaskipin hafa að undanförnu komið við á, þar á með- al Suðurlandshafnirnar, eftir því sem samgöngumálaráðunautur stjórnarinn- ar kann að leggja til, er hann hefir rannsakað það mál betur en nefnd- irnar hafa átt kost á. Þetta vöru- flutningaskip þyrfti ekki að vera ör- skreitt, né hafa nema örlítið farþega- rúm, en mætti þó varla minna vera en 200 smálestir. Þar sem stjórnin hefir til umráða 30.000 kr. í þessu skyni, álíta nefndirnar, að engin vandkvæði muni verða á að útvega þetta skip fyrir þá upphæð, og bú- ast jafnvel við, að stjórnin munitæp- lega þurfa á allri þeirri upphæð að halda til þess, ef vel er á öllu hald- ið. Hefir nefndunum borist fregn um það, að stórkaupmaður Thor E. Tulinius mundi eigi ófús að gera samninga við stjórnina um slíkt skip, og þær telja og mjög líklegt, að eins mætti ná samningum um það við Eimskipafélag Björgvinjar í viðbót við hinar aðrar ferðir þess. Og jafn- vel þótt leigja yrði skipið og gera út á kostnað landssjóðs, eins og bent var til í fyrra framhaldsnefndaráliti voru (þskj. 505), þá mundu engin sérleg vandkvæði á því, og 30,000 kr. fyllilega næ;ja til þess. En til þeirra úrræða állta nefndirnar, að muni alls ekki þurfa að koma. Þá hafa nefndirnar og íhugað þá spurningu nokkuð, á hvern hátt lands- stjórnin eigi að hafa hönd í bagga með Eimskipafélagi íslands, ef samn- ingar takast við það félag um strand- ferðir og landssjóður gerist hluthafi í félaginu með 400,000 kr. Þó að þær álíti, að þetta verði að vera samn- ingamál milli landsstjórnarinnar og félagsins, vilja þær þó taka það fram, að þær álíta, að ekki beri að krefj- ast atkvæðisréttar fyrir hönd lands- sjóðs eftir krónutali í hluttöku hans, sem gæti leitt til þess, að landsstjórn- in yrði alsráðandi í félaginu, þar sem hún ein gæti neytt atkvæðisréttar síns til fulls, en aðrir hluthafar ekki, með því þeir eru dreifðir um land alt og gætu því fæstir sótt hluthafa- fundi. Með því yrði félagið miklu fremur einskonar landssjóðsútgerð, en hlutafélag einstakra manna með hlut- töku úr landssjóði. Enl) pað er álit nefndanna, að svo eiqi um hnútana að btía, að félaqið sjdlft hafi jafnan aðalráðin, en sé öfluglega styrkt af landssjóði, 0% pað svo öfluglega, að eng- in hœtta sé d, að pað bíði nokkurn halla af samningum sínum við landstjórn- ina um strandferðirnar. Hins vegar leggja nefndirnar áherzlu á það, að stjórnin hagi samningum sínum svo, að trygging fáist fyrir því (t. d. með ákvæðum í lögum fjelagsins), að félagið aldrei geti gengið úr greip- um íslendinga og í hendur útlend- inga eða útlendra félaga, sem tilraun kynnu að gera til að ná valdi á fé- laginu með því að kaupa upp hluti þess. Félagið á að verða íslenzkt og aldrei annað. ‘) Letnrbreyting bl. --------------------- Nýir prófastar. Sira Kristinn Danielsson er skipað- ur prófastur í Kjalarnessprófasts- dæmi og síra Skúli Sktílason í Odda í Rangárvallaprófastsdæmi. Veitt prestsembætti. Hestþing voru i gær veitt síra Tryggva Þórhallssyni — á brúð- kaupsdegi hans. Þingtíðindin. Fyrsta heftið af umræðum alþing- is — beggja deilda — var útbýtt síðustu þingdagana.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.