Ísafold - 24.09.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.09.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erleníis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in bó til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld laus viS blaSiS. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafup Björinsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudagirm 24. sept. 1913 76. tölublað I. O. O F. 949269. AIþýðufél.bðkagafn Templaras. 8 kl. 1—9. AngnlækninR ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 1 -3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ' -3 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og '. -7 Btejargjaldkerinn Lanfasv. 6 kl. 12—8 og > -? Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str. HA &f i ¦ -8 Islandsbanki opinn 10—2>/t og 5>/i—1. K.F.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 IVÍ. Alm. fundir fid. og sd. 8>/i sl6d. Landakotskirkja. Gnosþj. 9 og 6 á helvm. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2>/t, B>/i—6>/i. Bankastj. 12-8 Landsbókasafn 12—3 og 6-8. Útlán 1—8. Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra >* -2 Landsféhiroir 10—2 og 5—6. Landsskialasafníð hvern virkan dag kl. 1 j -2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka rtjlga helga daga 10—12 og 4—7. Læknins ókeypis Þingh.str. 28 þd. ogfsd. 1" -1 Nattúrngripasafnio opio l>/i—2>/« a sunnvd, SamábyrgS Islands 10—12 og 4—6. Stjórnnrráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Heykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning okeypisPosth.str.14Bmd.il 12 Vifilstaoahælio. Heimsóki artimi 12—1 Þjóomenjasafnio opio á hverjum degi 12—2. Nýja Bíó sýnir i kvöld og næstu kvöld: Illþýðið. Leikið af ítölskum leikurum. Þessi mynd er einna bezt leikin allra hinna ágætu mynda er sýndar hafa verið hér í bænum. Sund og björ-gun. (Aukamynd). Myndin sýnir björgun og lífgunar- tilraunir á drnknuðum manni. Ttlunið effír Tlam Tlam. Reykið Egypskar Cigarettur frá A. G. Cousie & Co, Kairo; þær eru óefað bragðbeztar og minst skað- legar. Sérstaklega skal eg leyfa mér að mæla með: Prince of Wales, Ttlandiale og Jir. 3. Þessar tegundir, ásamt ýmsum fieir- um, fást í tóbaksverzlun c£ c? JSwL Sigiús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsra verði. Slninefni: Blöndahl. — Hamburg. Gerist kaupendur r Isafoldar nú við ársfjórðungaskiftin — 1. október — Verð til ársloka að eins 1 króna. Yfir- og undir-þjóð. Um þessar mundir er að koma út á norsku ritverk allmikið: Ræður og blaðagreinir Björnstjerne Björnson. Slíkt meistaramark er á flestu þvi, sem þar er skráð, að mesta unun er að lesa fyrir snildarbragðið eitt. En þessi bók er þó sérstaklega fróðleg og verð athyglis fyrir oss íslendinga, vegna nokkurra greina, sem í hana eru teknar, þar sem Björnson lýsir og gagnrýnir sambandið milli Noregs og Svíþjóðar, eins og það var á þeim tíma (1875—1885), sem greinarnar voru ritaðar. Það sem Björnson þar er fyrst og fremst að brýna fyrir löndum sín- um er þetta, að þeir megi með engu móti skoða Svía sem y/zVþjóð, eins og mörgum þeirra, einkum háyfir- völdum og efnuðum kaupsýslumönn- mönnum hætti við. Þessir menn séu jafnan til taks við nærri hvert framsóknarspor, sem Norðmenn ráð- ist í til að auka efnalegt, andlegt og pólitískt sjálfstæði sitt — með þess- ar og þvilíkar viðbárur: »Við skulum fara varlega ! Hvað ætli Svíar segi við því, ef við gerum þetta ? Hvað ætli konungur segi ?« Og Björnson segir, að þessir sænsk- hugsandi landar sínir muni aldrei eftir því, að konungurínn sé Norðmanna- konungur — þeir hugsi og tali altaf um hann sem Sviakonung I Ætli hagi ekki dálítið líkt til hjá oss Islendingum nú, eins og hjá Norðmönnum fyrir einum manns- aldri ? Þekkjum vér eigi sömu raddirnar meðal vor, sem Björnson er að lýsa? Mundi þurfa frekari vitna við en t. d. síðasta alþingis ? Var það ekki keimlik rödd var- færninnar og beigsins við h\að Dön- um litist um þetta og hitt, sem heyrð- ist við og við bæði úr stjórnarstóln- um og þingmannaþMtum sumum hverjum ? í fánamálinu, í stjórnar- skrármálinu o. s. frv. I Jú, því verður eigi neitað ! Sá hugsunarháttur er kominn með litla fingurinn inn i of mörg lög- gjaffihugskot, að yfirþjóðin, sem alt- af þurfi svo og svo mikið tillit til að taka og leyfis spyrja — það sé þjóðin við Eyrarsund — og sami hug- arslæðingurinn er kominn með alla hendina inn i sum stjórnmálamanna- hugskotin ! Þvi fór t. d. eins og fór í fána- málinu í Efri-deild! En við öfugstreyminu sem lýsir sér .í þessu, verður að gjalda mjög varhuga og risa örugglega móti því. Einkum kemur þó þessi öfug- streymishugsunarháttur fram, þegar minst er á konungsvaldið. Það er eins og ýmsir menn telji sjálfsagt, að konungur vor sé fyrst og fremst eða því nær eingöngu hagsmuna- gætir Dana hér á landi — komast með öðrum orðum aldrei lengra en það, að skoða hann sem Danakon- ung, einnig hér á landi, en ekki ís- lendingakonung. Slíkur hugsunarháttur er hættuleg- ur sjálfstæði voru. Hann verður að uppræta! Danir eru engin yfirþjóð vor! Vér eigum alveg sömu siðferðiskröfu til fullkomins þjóðarsjálfstæðis eins og þeir, eigum rétt á í því efni að standa alveg jafnfætis þeim. Þessu geta Danir ekki neitað 1 Vér erum alveg eins og Danir sérstök þjóð, í sérstöku landi, tölum sérstaka tungu, eigum sérstakar bók- mentir, sérkennilega landshætti, sam- eiginlega sögu — yfirleitt alt það, sem annars er talin undirstaða þeirr- ar sameiningar einstaklinganna, sem ríki er kallað. Þar á höfðatalan alls ekki að koma til greina. Eða minsta kosti sæti sízt á Dönum að bera hana fyrir sig, því að þá yrði lítið úr sjálfstæðisrétti þeirra gagnvart stór- þjóðunum. Þetta verðum vér íslendingar að hafa vel hugfast í öllum stjórnmála- gjörðum vorum og halda öllu því óhikað fram, er vér teljum horfa oss til sjálfstæðisauka ogþjóðþrifa, en láta það eigi sifelt þvælast fyrir oss, hvað Danir muni segja um fram- kvæmdir vorarl Með því móti kæmumst við aldr- ei neitt áfram, því að það er nú einusinni svo komið, að hagsmunir íslendinga rekast eigi ósjaldan á hags- muni Dana, einkum í viðskiftalífinu. Þessi yfir-þjóðarkredda, sem hér hefir lýst verið og bólar því miður á hér í landi, á sér auðvitað enn dýpri rætur í Danmörku en hér í landi. Hún lýsti sér t. d. í fána-afrekinu 12. júní. Hún lýsir sér og greini- lega í flestum skrifum Knuds Berlin t. d. nýlega í grein í Köbenhavn, þar sem hann fjargviðrast allmjög yfir því, að siðasta alþingi skuli hafa samþykt lögin um landhelgissjóðinn, án þess að spyrja Dani fyrst! Sami hugsunarhátturinn lýsir sér enn i grein, sem nýlega birtist í 0stsjœllands Folkeblad. Þar er sagt eitthvað á þá leið frá (að vísu ranglega), að Zahle yfirráðherra Dana hafa skipað íslenzkum lögreglustjórum að vernda dannebrogsflaggið! Er þar auðvitað blandað málum, en sýnir þó, ásamt vanþekkingunni, hvernig ýmsir Dan- ir líta á: — að danskir ráðherrar geti svona upp úr þurru farið að vas- ast í íslenzkum sérmálum! Þessari yfírþjóðarkredduDanaverð- um vér íslendingar jafnan að vera á verði fyrir og mótmæla jafnharðan — í hverri mynd, sem hún kemur fram. Og ef svo ólíklega skyldi fara, að á henni bólaði eitthvað í einstökum þeirra mála, sem alþingi hefir nú af- greitt — þá ríður á, að vel sé móti tekið fyrst og fremst af málsvara voram og fulltrúa hjá konungsvald- inu og ef brestur skyldi á því verða þá af þjóðinni. Festu og stilling verðum vér að syna i þessum efnum, en jafnframt fulla einurð og kjark. Á því veltur siáifstæðisframsókn vor! Störborgir framtiðarinnar. Svona gera ýmsir sér i hugarlund að útlit stórborganna verði með tim- anum. Manna- og vagnaferð er nú orðin svo gífurleg víða í stórborgum, að stórhættuleg er lífi og limum — enda dagleg dæmi slysa af umferð- inni. Sá sem gert hefir myndina hér að ofan, ameriskur maður, hugs- ar sér að minka umferðina á sjálfum strætunum, með því að skifta henni á mörg loft, ef svo mætti segja. í neðstu hæð eru járnbrautir, inn og út úr borginni, á næstu hæð er neðanjarðarbraut til flutninga ftá einum bæjarhluta til annars. I þriðju hæð koma strætisvagnar (sporvagnar) og aðrir flutningavagnar. Fjórða hæð svarar til götulegunnar, sem nú er og er ætluð til mannaferða, en þrep liggja þaðan niður að sporvögn- um. Enn eru svo tvær hæðir til mannaferða. Smjörsalan 1912. ¦ 18» « Árið 1912 stórfuðu hór á landi alls 31 smjörbú, en útflutt smjör nam rúmum 353,000 pundum. Að meðal- tali verður útflutningur á hvert bú þvi nál. 11,400 pd. Lægst hefir smjör- verðið verið 80-90 au. Smjörgerðinni fer fram meðárihverju, smjörið eykst og verðið hækkar. Árið 1910 voru flutt út 300,000 pd, árið 1911 342,000 pd. Hæst á útflutningsskránni stendur Baugstaðabúið með 33,000 pd., næst Rauðalækjarbúið með rúm 30 þús. pd., en þrjú þau næstu eru Hróarslækur með 29,500 pd., Rangárbú með 27,700 og Sandvík með 23,500 pd. Hór fer á eftir skyrsla um útfluin- ing frá einstökum sýslum árin 1911 og 1912 ásamt tölu smjörbúa — töl- urnar þýða tvípund. (kilgr.) Sýslur Smjör-bú 1911 1912 Arnessýslu 12 91525 91700 Rangárvallas. 6 49675 56580 Borgarfjarðars. 3 I0285 9050 V.-Skaftafellss. i 54IO 7125 S.-Þingeyjars. 2 4500 3322 Eyjafjarðars. 2 2400 2858 Skagafjarðars. 2 2800 2805 Mýrasýslu I II 50 1860 Snæfellsness. I 1380 II90 Kjósarsýslu I 1625 205 Silfurbrúðkaup. Einar skáld Hjörleiýsson og frú hans áttu silfurbrúðkaup 22. þ. mán. Meðal samúðar- og heillaóska-skeyta þeirra, er þeim bárust þann dag, voru þessar vísur frá Þorsteini Erlingssyni: Svo hátt var nú komið að hrímsilýri sló á hlíðar, póýanst mtr par vor. Þeim varð stundum brátt, en pau blessuðupó um brekkur oq sléttur pau spor. 0% pau leiddust áýram,pviaýtaninn hlýr par ojar með qullkranzinn beið. Nú jylgir parvinunum vordraumur nýr með vonunum okkar á leið. Þau merkja ekki hrímið, sem markar par spor, pví mnndin, sem leiðir, er hlý. Hver laut, sempar qreri, við qeislana i vor er grœn undir siljrinu pví. Síra Matthías er væntanlegur hingað suður í næsta mánuði og dvelst líklega hér í borginni meiri part vetrar. Góður gestur og til þess vís að leggja drjúgan skerf til andlegrar fjöraukni- ingar meðal vor.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.