Ísafold - 24.09.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.09.1913, Blaðsíða 2
300 ISAFOLD Eros-slysið. Nákvæma frásögn af því fátíða slysi hefir ekkert blaðanna flutt. — Eftirfarandi fróðleg og ítarleg lýsing, sem hr. Benidikt Sveinsson í Mjóa- firði hefir sent í s a f o 1 d — mun því lesin með athygli: Hinn 7. f. m. (ág.) vildi hér til voða-slys, sem fátítt er, sem betur fer. Fisktökuskipið «Eros» var hér þá statt og var verið að flytja út í það fisk, var það þá búið að taka um 1000 skpd. af fiski á Norðfirði Og komið hingað til að taka það sem hér lá verkað. Daginn áður (fimtudag) var hér fluttur út í það stórfiskur, er átti að flytjast til Ítalíu, eins og allur farmurinn; en þennan morgun, 7. f. m., var byrjað að flytja út Labradorfisk, var hann við skipshltð látinn í stóran kassa og hann svo undinn upp á skipið með vindu, er stóð í sambandi við gufu- vélina með minni gufukatlinum, sem eingöngu til slikra hluta er notaður. En um morgunverðarbil heyrðist mikill dynkur og um leið lauzt upp úr skipinu reykjarmekki miklum og var hann nokkura stund að tvístrast, þvi logn var. Þegar honum létti, mátti sjá, að eitthvað hafði að orðið, þvi að fult var kringum skipið aí lestar- hlemmum og spítnarusli. Litli gufuketillinn hafði sprungið, og skemt og eyðilagt að mikiu leyti gufuvélina, vélarrúmið og klefa inn úr því, er vélamenn notuðu eða bjuggu í. Tveir menn voru staddir i vélar- rúminu og biðu þeir ekki einungis bana, heldur tættust þeir sundur taug fyrir taug. Leifarnar af líkömunum tindu skipsmenn svo saman í segl- dúk á stærð við meðal sjalklút, hnýttu hnút á fyrir ofan og var þá böggull- inn á stærð við samanvafið kindar- reifi. Mesta mildi var það, að þessi sprenging varð um þaðdeyti er fólk Járnbrautarmálið. Nefndarálit Bjðrns bankastjóra Kristjáns- senar (minnihlutans i járnbrautarmálinu). Eg hefi ekki getað orðið alveg samferða nefndinni um þetta mál. Orsökin til þess er sem nú skal greina. 1. í samgöngumálum tel eg land- ið mest vanhaga um haganlegar sam- göngur d sjó, samgöngur á sjó um- hverfis landið og við útlönd, og að það eigi að ganga á undan öllu öðru í þessum málum, að koma samgöng- unum í það horf, að sjóleiðin sé notuð út í œsar. Eg tel, að fyr en það er gert, sé eigi með neinni vissu hægt að dæma um, hvernig samgöngur eigi að liggja á landi, og hvaða samgöngufæri er hentugast að not.i. Það er kunnugt, að eigi er mönn- um enn orðið ljóst, hvað auðvelt er að koma vörum til Stokkseyrar og Eyrarbakka, og jafnvel til Víkur sjóleiðina, ej skynsamlega er að farið. Það er sem sé alhægt bæði sumar og vetur, að koma þangað vörum og sækja vörur, ej jarið er ejtir veðri, og hentugur bátur, 80—100 smálestir, er til taks að fara ferðir þangað, ej veður leyfir, sem ávalt er auðið að velja sér, ekki sízt síðan siminn var lagður. Bátur með þessari stærð gæti siglt inn á höfn á Eyrarbakka að minsta kosti alt sumarið, er veður leyfir. Samgöngur þær til sýslnanna aust- an fjalts, sem vér gætum þannig haft, bæði á sjó og landi, með þeim vegum, sem nýlega eru lagðir og flestir munu hafa verið ánægðir með, þegar þeim var sæmilega við haldið, ættu enn sem komið er að full var að snæða, annars er ekki víst hve mannskaðinn hefði orðið mikill, því margir úr landi voru að hlaða hskinum í Iestinni, og hefðu menn verið í afturlestinni við vinnu, hefðu allir farist, er þar voru. Tveir menn úr landi, Konráð kpm. Hjálmarsson, er fiskinn átti, og Sveinn Arnason fiskimatsmaður, voru staddir úti á skipi er þetta skeði, voru að ganga aftur að stiganum og ætluðu i land. Þeir köstuðust báðir niður sökum loftþrýstings og Sveinn misti meðvitundina augnablik, en hlemmar og spítnabrot flugu um eyru þeim, en ómeiddir sluppu þeir samt. Brátt kom í ljós, þegar þessi ósköp voru afstaðin, að skipið fór að fyllast af sjó. Fóru menn þá að reyna að bjarga einhverju af fiskinum, en lítið varð af því sökum sjávarins, er inn streymdi. Var þá farið að toga skipið svo nálægt landi, sem unt var og festa það með akkerum úr landi á báðum endum. Síðan var farið að bjarga skipskostinum og ýmsum skipsáhöldum, sem til náðist, og svo voru loks sett toppstög í land svo að skipið ylti eigi út af marbakk- anum í djúpið, því mjög sækir undan brekkunni. Þetta tókst, skipið fylt- ist af sjó þar til það stóð i botni og var þá í kafi um flóðtíma borðstokk- urinn, er frá landi sneri, og vel upp á mitt þilfar, því skipið haliaðist töluvert frá landi. Sama kvöldið var símað til Rvíkur eftir björgunarskipinu Geir og var gert ráð fyrir, að það kæmi seint á laugardagskvöldið, en það kom eigi fyr en kl. 10 árd. á sunnud. Seinni hluta þess dags fór það svo að búa sig undir til verka næsta dag. A mánudagsmorgun luku þeir undir- búningi og um kl. 1 byrjuðu þeir að dæla sjónum úr Eros. Eftir tæpa 2 tíma var skipið þurausið. Það þóttu hér skjótar og miklar aðfarir, enda sagt að dælurnar jysu 1000 þuml. vatns á kl.st. Kafari var með skip- inu, sem skoðaði það utan neðan- sjávar áður en byrjað var að ausa. nægja sannri flutningsþörf sýslnanna austan fjalls. 2. Y.gte\efnahae; þjóðarinnar þann- ig, að hún fyrst og fremst þurfi að eflast að ejnum og jramleiðslu áður en hún fer að afla sér þeirra þæg- inda, er slík járnbraut getur veitt. Eg segi fceirinda, því meira getur járnbraut ekki veitt en þægindi í landi, sem að visu gati framleitt mikið, en sem ekki getur gert það ve%na almennrar játæktar. Og eg fullyrði, að járnbrautin geti ekki út af fyrir sig aukið framleiðsluna, heldur vaxandi ejni alment 0% aukið veltujé hankanna. Þessi 2 skilyrði verða því að upp- fyllast, að mmu áliti, áður en jarið er að leggja járnbraut. Dæmi þessu til sönnunar: Flestir þingmenn munu þekkja jarðir, sem eru hér næst Reykjavík og við aðalvegina hér, _ svo sem Kópavog, Bústaði, Artún, Arbæ, Gröf og Keldur. Allar þessar jarðir liggja svo nærri Reykjavík, að ekki gæti járn- braut komið peim að neinu haldi. Og þessar jarðir geta selt mjólk sína með affallalausu verði alt árið um kring. Þrátt fyrir það berjast bænd- ur þessara jarða í bökkum, og hafa ekkert afl á að rækta jörðina að neinum mun fram yfir það, sem fyrirrennarar þeirra gerðu. Eg sé litla breytingu á þeim jörð - um þau 30 ár, sem eg hefi verið í Reykjavík. Og líkt mætti segja um fleiri jarðir í nánd við þessa 3 vegi. Orsökin er tkki járnbrautarleysi held ur almenn fátækt. Og ekki væru þessir bændur betur settir, né bænd- ur yfir höfuð hér sunnan fjalls, ef mjólk færi að flytjast austan úr Rang- árvallasýslu og Árnessýslu, sem hlyti að fella mjólk að miklum mun í verði, og. það ef til vill. svo mikið, að enginn hagnaður væri fyrir neinn að selja hana til Reykjavíkur. Það kom þá í ljós, að byrðinginn hafði lítið sakað, en pípa 'sú, er sjó er dælt inn um inn í vélina til að kæla hana, hafði þver-kubbast, svo að allur sá sjór, er hún leiddi í vélina og átti að spýta út um hina hlið skipsins, lenti í rúminu. Hann tegldi þá tappa í pipuopið og það dugði. Það var hroðalegt að horfa ofan í afturlestina þegar hún tæmdist; þar ægði öllu saman, fjala og spítnabrot- um úr þilinu milli hennar og véiar- rúmsins, sóti og óþverra frá vélinni og svo flaut oliuskán ofan á öllu saman. Morguninn eftir fór Geir með Eros til Seyðisfjarðar. Þar var skipað á land fiskinum úr framlestinni og hann seldur þar á uppboði fyrir 20.000 kr. að sagt er, en fiskinum úr afturlestinni var kastað í sjóinn sem ónýtri vöru. Nokkrum dögum síðar kom Geir aftur með Eros í taumi til að taka það er hér hafði verið bjargað. Svo lagði Geir til hafs með Eros, áleiðis til Noregs. Kann eg svo ekki þessa sögu lengri. B. S. Hrannir. Svo heitir ný ljóðabók eftir Einar Benediktsson, sem Sigurður Kristjáns- son gefur út. — Þessarar bókar mun bráðlega minst hér í blaðinu. 40 sláttuvélar segir Freyr, að fluttar hafi verið hingað til lands á þessu ári, lang- flestar til notkunar á Suðurlandi. Alþingistíðindin. 24. sept. er út komin öll A-deild- in (skjalapartur), 2 hefti af C-deild (umr. n. d.) og 1 hefti af B-deiId (umr. e. d.), og verða send með næstu ferðum á sjó og landi. Gjaldkeramálið. Hinir settu yfirdómarar eru nú að Eg hefi heldur ekki orðið var við neina mjólkureklu í Reykjavík, svo að markaður væri þar fj'rír mikið meiri mjólk en að berst nú. Ef til Reykjavíkur flyttist nokkuð að mun meira af mjólk en nú, mundi það hafa tvent i för með sér. Mjólkin félli í verði og salan yrði óviss. / 3. Þá er því og haldið fram, að ef járnbraut yrði lögð yfir þetta svæði, sem frumvarpið fer fram á, þá mundi fólkinu fjölga þar unnvörpum, eins og reynslan sé i Vesturheimi og víðar, þar sem járnbrautir eru lagðar yfir óræktuð lönd, sem þá séu tekin til ræktunar. Hvaðan ætti slíkt fólk að koma ? Og hvaðan á fólk að koma, sem hefir yfirleitt svo mikið meiri ejni en fólk það, sem nú byggir þetta svæði, að skjótri ræktun yrði komið í framkvæmd, sem fæddi þessa nýju innflytjendur i sýslurnar? Það fólk er ekki til á Islandi, það yrði því að flytjast inn frá öðrum löndum, til pess að rækta gras á ís- landi í stað korns erlendis, sem það er vanast að rækta, og sem gengur miklu fljótara, þar sem skilyrði eru fyrir slikri ræktun. Arðurinn þar kemur að kalla má strax, án þess að fyrst þurfi að skapa áburð á jörðina. Er slíkt fyrirtæki sem járnbrautar- lagning byggjandi á því, að fólkinu fjölgi ört fyrir járnbrautina ? Eg tel það reyk einn, því ómögulegt er að bera saman ísland i þessu efni við t. d. Vesturheim. Þar geta menn lagt járnbrautir.yfir óræktað svæði, og þá venjulega milli tveggja bæja, eða út frá stórbæ, vegna pess, að nóg jólk er til í landinu sjálju, sem hefir bæði afl, dug og þörf fýrir að taka land til yrkingar, vegna þess hve stórbæirnir eru yfirfyltir af fólki, sem verður að leita eftir arðvænlegri fjalla um það mál. Dómur í því væntanlegur einhverntíma i næsta mánuði. Verða þá liðnir 21—22 mánuðir síðan fyrsta kæra banka- stjóranna birst stjórnarráðinu. Island eriendis. Ofagur vitnisburður um Reykvík- víkinga. Svíi einn, sem hér hefir ferðast í sumar, Olov Janse, hefir rit- að nokkra ferðapistla í sænska blaðið: Östergötlands Dagblad. Þessum herra hefir getist miður vel að höfuðstaðar- búum. Um þá segir hann m. a.: »Reykvikingar eru síður en eigi skemtilegir að skifta við, þeir eru heimskir, skítugir og — gagnstætt löndum þeirra annars: ókurteisir og ágjarnir. Borgun taka þeir svo háa af útlendingum, sem miljónamæringar einir ættu í hlut. íbúarnir eru held- ur ekki beisnir í útliti. Karlmenn- ina vantar alveg allan svip (»ha ing- et utseende alls«), og andlitin á kven- fólkinu eru eins og hráar kartöflur* I Hann hefir verið i úrillu skapi þessi sænski piltur, meðan hann dvaldist hér í bæ! Aðkomumenn: Sigurjón Jóhannes- son dbrm. frá Laxamýri, Jón Blöndal læknir frá Stafholtsey. Bifreiðarfélag er að komast á fót hér í bænurr., Hugsar það til þess að kaupa 5 bifreiðar og taka til starfa snemma næsta vor. 1 stjórn þess eru: Axel Tulinius f. sýslum., Pétur Gunn- arsson hótelstjóri og Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. Bifreið þá er Sveinn Oddsson hefir hér í förum í sumar er í ráði að kaupa og sömuleiðis hina nýju bifreið, sem hingað er komin. Vandræði eru það, er bifreiðar fara að tíðkast hér, að eigi skuli bifreiðarfær vegur austur að Geysi og Gullfossi og niður Hreppa. Þá mundi hægt að skreppa frá Reykjavík, yfir Þingvelli að Geysi, Gullfossi, Þjórsárbrú og heim aftur atvinnuveg en það hefir í bæjunum. Og ræktunin gengur þar miklu fljót ara en hér, aj pví að þeir þurfa ekki að rækta gras, heldur korntegundir, enda nógir bankar þar til að leggja fram féð. Ræktun, t. d. túna, er alveg háð pví, að áburðurinn geti aukist, en hann eykst ekki nema smátt og smátt, þess vegna getur túnrækt ekki auk- ist nð neinum mun nema á mörgum árum. Hinsvegar gæti áveita, þar sem skilyrði eru góð fyrir hana, orðið nokkuð fljótt að liði, en ekki skapar útlenda járnbrautin hana, held- ur vaxandi dngur og aukinn efnahag- nr landsmanna sjáljra, og vaxandi próttur bankanna. Eg sný mér nú að járnbrautar- frumvarpinu sjálfu og skýrslu þeirri, sem verkfræðingur landsins hefir samið, sem prentað var fyrir þing, en sem þingmönnum var fyrst gefinn kostur á að sjá, er komið var fram að miðju þingi, og allir þingmenn voru orðnir önnum kaínir í öðrum þingstörfum. Það er því ekki hentugur tími til þess að semja rökstutt álit um þessa skýrslu og þetta mál yfir höfuð, eins ajarilla undir búið og pað er. Flutningsmenn staðhæfa, að skýrsla verkfræðingsins, sem er áætlun um lagningarkostnað, reksturskostnað og tekjur, sé i öllum greinum nægilega ítarleg og ábyggileg, en verkfræðing- urinn sjáljur getur þó þess, að minsta kosti á sumum stöðum, að skýrslan sé bygð á ágizkunum að mörgu leyti. Vil eg nota hans eigin orð um þetta atriði. »Þessi kafli, 78 km., nær austur á móts við Búrfellið. Þaðan hefirvest- ari leiðin ekki verið hallamæld, en eftir samanbuiði á landslaginu áætla eg að á næstu 16 km. eða til Ölves- ár, verði jarðvinnan i mesta lagi 4000 á einum degi! Fyrir erlendHii ferða- mannastraum mundi þetta afarmikils- vert. Íslandsglínian 1913 verður háð í Iðnaðarmannahúsinu í kvöld kl. 9, Sigurjón glímir, Kári sömuleiðis og ýmsir utanbæjarmenn. Hver hreppir beltið 1 Til Leipzig er nýfarinn Páll ísólfs- son sonur ísólfs orgauista og uppgötv- ara. Hann ætlar að stunda orgelspii við sönglistaháskólan þar. Samgðngumálið. Nefndarálit Efrideildar. Vegna rúmleysis hefir dregist að1 birta nefndarálit Ed. í samgöngu- málinu, en nú fer það hér á eftir: Samgöngumálanefndir beggja deilda hafa á mörgum fundum rætt sam- göngumál landsins á sjó. Frumvarp- það, er hér liggur fyrir, hafa báðar nefndir samið í sameiningu, og hafa verið gerðar á því litlar breytingnr í háttv. Nd. Samgöngumálanefnd háttv. Nd. hefir í 2 itarlegum nefnd- arálitum gert grein fyrir þeirri niður- stöðu, sem nefndirnar hafa komist að í ýmsum atriðum samgöngumál- anna, og þykir ekki hér sérstök ástæða að fjölyrða um þau atriðir sem rækilega hafa verið rökstudd í greindum nefndarálitum. Allir munu á eitt sáttir um það,. að samgrngur þær, er hér ræðir um, ef tryggar eru, eru einn af þeim máttarstólpum, sem framtíð landsins- hvílir á. Á afskektum héruðum, sem að’ mestu hafa farið á mis við samgöng- ur þessar, en orðið þeirra síðar að- njótandi, sést bezt, hve þýðingar- mikið mál þetta er. Stakkaskiftum hafa héruð þessi tekið ótrúlega fljótt. Framleiðslan aukist, nýir atvinnu- vegir risið upp, enda augljóst að það er frumskilyrði fyrir aukinni fram- leiðslu, að greiðir vegir séu opnaðir til að gera hana arðvæna. Dæmi þessu til sönnunar mætti nefna hinar óðfluga framfarir á öll- um sviðum, sem orðið hafa i Vestur- Skaftafellssýslu síðan verzlun kom teningsmetrar á hvern km. og frá Ölvesá að Þjórsá 3000 teningsmetr- ar á km. (bls. 6)«. Hnllamæling hefir samkvæmt þessu ekki verið gerð nema að Búrfells- fjalli í Grímsnesi, vestari leiðina. Um brýrnar segir hann á bls. 6r »Eg hefi mælt lauslega brúarstæði á flestum ám á leiðinni, og gerr lauslegar áætlanir um kostnað við brýrnar samkvæmt því«. Hér er því að eins um lauslegar áætlanir að ræða og lauslegar mæl- ingar um stór-brýr, svo sem yfir Sogið og Ölvesá auk margra annarra smærri brúa á þessari leið. Um rannsókn snjólaganna segir verkfræðingurinn á bls. 10: »Því miður voru mælingar ekki fram- kvæmdar eins reglulega framan af vetrinum og eg hafði lagt fyrir, heldur slept úr mælingum þegar snjó- litið var«. En ætli að hafi þá ekki líka getað sloppið úr mæling þegar sn]ómikið var ? Um núverandi umferð og flutn- ing segir verkfræðingurinn á bls. 12. »Eg hefi látið telja umferðina um báða vegina árlar.gt svo nákvæmlega sem kostur var, án þess að gera út til þess sérstaka menn«. Hér er öllum dyrum haldið opn- um, enda hlýtur umferðaskýrslan að vera mjög ónákvæm, bæði vegna þess, að talsvert er langt frá bæ að veginum, sérstaklega Kolviðarhól, svo örðugt er að sjá að heiman, hvað mikið og hvað er í vögnunum, en um það, hvað er í vögnunum er nauðsynlegt að vita, að minsta kösti í mánuðunum október, nóvember, des- ember, janúar til miðs júní, þvi á þessum tíma getur vel verið mikið af flutningum hey, fóður fyrir hest- ana, einkum á suðurleið, sem draga yrði frá væntanlegum járnbrautar- flutningi, en sem ekki er gert.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.