Ísafold - 27.09.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verð árg.
4 kr., erlendis 5 kr.
eða 1 £ dollar; borg-
ist fyrir miðjan júlí
erleníis fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
ISAFOLD
Uppsögn (skrifl.)
bundin við áramót,
| er ógild nema kom-
in só til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
só kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri: Ólafur Björnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 27. sept. 1913.
77. tölublað
I. O. O P. ^41039.
Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—».
Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 3—8
Borgarstjóraskrifstofan opin viika daga 1 ' -8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1 -7
Bæjargjaldkerinn Lauf'asv. 6 kl. 12—8 og Ó-7
Byrna- nef- haUlækn. <5k. Pósth.str. UA tLf i-S
íslandsbanki opinn 10—2»/« og B'/i—7.
K.P.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 <tiðd.
Alm. fundir fid. og sd. 8>jt slod.
Ziandakotskirkja. GuSsþj. 9 og 6 á helgom.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn ll-2'/t, 5«/t—8V«- Bankastj. 13-2
iandsbókasafn 12—8 og 6-8. Útlán 1—8
Iiandsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12 —2
Landsféhiroir 10—2 og B—6.
Landsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12 -2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis >ingh.str.28 þd.ogfsd.1' -1
Nattúrugripasafnio opio l'/i—2>/i a sunnud,
Samabyrgð Islands 10—12 og 1—8.;
Stjórnarraosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talslmi Reykjavikur Fósth.3 opinn daglangt
(8—10) virka daga helga daga 10—8.
Tannlækning ókeypis Bósth.str. 14B md. 11 —12
Vifilstaðahælio. Heimsóktjrtimi 12—1
Þjóomenjasafnio opio á hverjum degi 12—2.
Nýja Bíó
sýnir í kvöld og næstu kvöld:
Flótta
Dr. Gar-el-Hama.
Áhrifamikill sjónleikur í 50 atriðum.
Norræn listmynd.
Menn eru beðnir að athuga að
þessi mynd er alt cnnur en sú, sem
sýnd hefir verið áður hér i bænum
með svipuðu nafni.
JTlimið efíir
Tlam Tlam.
Reykið Egypskar
Cigarettur
frá A. G. Cousie & Co, Kairo; þær
eru óefað bragðbeztar og minst skað-
legar.
Sérstaklega skal eg leyfa mér að
mæla með:
Prittce of Waíes,
Wattdiaíe og Tlr. 3.
Þessar tegundir, ásamt ýmsum fleir-
um, fást í tóbaksverzlun
ét. Æ JBovL
Gerist kaupendur
Isafoldar
nú við ársfjórðungaskiftin
— 1. október —
Verð til ársloka að eins
1 króna.
BIO
Rey kj avik
Biograftheater
26., 27., 28. og 29. sept:
Börn hershöfðingjans.
(Paladstheatrets Aabningsprogram).
sjónleikur í 3 þáttum eftir Urban Gad
Aðalhlutv.: Frú Asta Nielsen Gad.
Erl. simfregnir.
Khöfn 26. sept. 1913
m ¦
Nýjar róstur á
Balkanskaga.
-—*?* ¦—
Uppreisn i löndum Serba
og Albaníu. Búlgarar róa
undir. Serbar vígbúast.
Svo virðist, sem Balkanskagi í
lengstu lög ætli að bera nafn með
rentu: Óróahorn Evrópu.
Ekki ólíklegt, að hér sé enn að
draga upp óeirðarbliku, sem úr geti
orðið verulegt stórviðri af nýju.
Nýjar kosningar.
1.
Stjórnarskrárfrumvarp það, er sam-
þykt var á þingi í sumar færir oss
nýjar kosningar.
Sitt af hverju hefir verið fundið
að þessu frumvarpi. Þeir sem ekki
hafa haft annað flt á það að setja,
hafa fundið sér það til, að ófært
væri að nota stjórnarskrárbreyting
til þess að knýja fram nýjar kosn-
ingar.
Isaýold hélt því fram i sumar, að
eins og allar sakir stæðu væri brýn
nauðsyn að rjúfa þing — óbúandi
fyrir nokkura stjórn við þingið, eins
og það er nú. En þar var jafnframt
haldið fram, að nota bæri tækifærið
um leið til þess að fá framgengt
hinum óhjákvæmilegustu breytingum
á stjórnarskránni, sem svo að segja
öll þjóðin heimtar einum munni.
Þetta hefir farið eins og Isafold
taldi réttast. Hvorttveggja er nú
fengið: pingrof og brjnar 0% hentug-
ar stjórnarskrárbreytingar.
Að vísu er það svo um stjórnar-
skrárbreytinguna, að nærri hver mað-
ur telur sér skylt að finna einhvern
»galla á gjöf Njarðar«.
En svo mun það jafnan verða og
tjáir eigi um það að fást. í aðalat-
riðunum felur stjórnarskráin, eins og
þingið gekk frá henni, i sér þær
breytingar, sem tíminn krefst.
Kemur því eigi annað til mála en
að halda fast við að samþykkja hana
af nýju.
Um það búumst vér eigi heldur
við, að verði neinn ágreiningur við
kosningar þær, er í hönd fara.
Á stjórnarskrármálinu munu kosn-
ingarnar því eigi velta, ef að líkind-
um ræður, heldur öðrum málum.
Sambandsmálinu ?
Naumast búumst vér heldur við
þvi, að það komi til verulegra greina.
Vér þykjumst vita, að þjóðinni sé
alvara með stefnu þá, er upp var
tekin í vetur, er »grútinn« svo nefnda
bar að garði — að láta nú sambands-
málið, þ. e. samningatilraunir við
Dani hvíla sig alveg um hríð. Þvi
að eins að svo ólíklega færi, að fitj-
að væri upp á nýjum samninga-
tilraunum við Dani af vorri hálfu,
kemur lil þess að taka afstöðu til
þess máls. En slík uppáfitjun virð-
ist oss meira en ólíkleg, eftir útreið
þá, er Danir veittu framréttri hönd
vorri í fyrra.
Og vér Uppkastsandstæðipgar, sem
í fyrra teygðum oss svo laogt, sem
oss var unt, til þess að binda enda
á sambandsdeiluna — vér erum að
sjálfsögðu eigi lengur bundnir við þau
tilboð.
Úr því að eigi var hægt að fá
Dani til þess að ganga að þeim samn-
ingum, sem meginþorri þjóðarinnar
áreiðanlega stóð bak við þá, er eigi
nema eitt fyrir oss að gera: að halda
oss við markið ýrd 1908 og 1909 og
biða átekta, unz hinir dönsku bræð-
ur vorir vaxa svo að mannviti og
gæðum, að þeir af fúsum vilja við-
urkenna réttmæti þeirra þjóðarsjálf-
stæðiskrafa, sem þá voru gerðar.
En þótt sambandsmálið sé lagt á
hilluna, fer þvi fjarri, að sjálfstæðis-
máí vor eigi við það sammerkt.
Svo eru margar taugar í sjálfstæðis-
máli voru, að þær gægjast fram alt-
af öðru hverju í innanlandsmálum.
Og í því verða sjálfstæðismenn
íslenzkir að vera vel samtaka fram-
vegis, að halda vörð utan um þær
taugar — standa á verði og efla alt
það, er til frekara sjálfstæðis miðar í
stóru og smáu.
Að fá þá menn á þinp;, sem ótrauðir
eru og einlægir, kjark- og einurðar
góðir og framsæknir um það að vinna
i öllum málum að efna- og stjórn-
mála sjálfstæði íslendinga — innan
að —, það á að verða markmið allra
góðra íslendinga við kosningarnar í
vorl
Munum vér næst víkja nánar að
þessu efni.
En að lokum vildutn vér að eins,
í sambandi við kosningarnar, minn-
ast á þann orðróm, er flogið hefir,
að þær væru ráðgerðar af stjórninni
ef til vill þegar í febrúar!
Það er vonandi, að sá orðrómur
reynist rangur. Kosningar þá mundu
gera þingmannsefnum ókleift að ferð-
ast um kjördæmin. Það er jafnvel
eigi óhugsandi, að bráðófært yrði
um það leyti árs fyrir kjósendur að
komast á kjörfund.
Virðist oss engin ístæða til að
hraða kosningunum, þvert á móti.
Það er eigi nema gott, að kjósendur
fái rækilegan tíma til umhugsunar.
Seint í maí, eða jafnvel eigi fyr
en um Jónsmessu ættu kosningar
að fara fram.
Thore-kvartanir.
Um daginn var auglýst, að Kong
Helge færi aukaferð frá Khöfn kring-
um 20. sept. — Ymsir menn
treystu þessari auglýsingu og létu
sér nægja að panta með því skipi
m. a. salt og tunnur til haustslátr-
unar. En fyrir nokkrum dögum er
símað, að skipið fari ekki frá Kaup-
mannahöfn fyr en 29. sept.
Er þetta meira en lítið bagalegt,
og gerir einstökum mönnum jafnvel
stórtjón. Slíkur óáreiðanleikur má
alls ekki eiga sér stað. Er það hart,
að þeir rrienn, er fyrir slíkum búsifj-
um verða sem þessum, skuli rétt-
lausir vera gagnvart samgöngufélög-
unum.
íslandsglíman 1913.
Hún fór fram í Iðnaðarmannahús-
inu 24. þ. mán. Keppendur voru
að eins 4: Sigurjón Pétursson,
beltishafi, frá Glimufélaginu Ármann,
Guðm. Kr. Guðmundsson frá Glímu-
félagi U. M. F. R., Kári Arngríms-
son frá Ljósavatni frá U. M. F.
Gaman og alvara og Magnus Jakobs-
son frá Ungm.fél. Reykdæla.
Sigurjón hlaut beltið, 4. sinni,
Guðm. var honum næstur, Kári
þriðji og Magnús fjórði.
Dómnefnd skipuðu Hallgr. Bene-
diktsson, Jón Asbjörnsson og Magniis
Tómasson.
Mér fanst Sigurjón beita um of
sínu mikla afli, glíman kom meira
inn á átök, í stað bragðfimi og þótti
mér ilt, þar eð Sigurjón á til gull-
falleg brögð, og skal eg að eins
nefna hér klofbragð og krækju, sem
hann heflr lagt á manna bezt til
þessa; en nú virðist mér hann hugsa
um það eitt, að standa sem fastast
og var honum það vitanlega vor-
kunn, þar sem hans var að verja
gripinn.
Guðmundur gekk rösklega tii vígs
og bar sig karlmannlega, lagði bæði
fast og vel, sérstaklega í viðureign
við Magnús, en fyrir Sigurjóni hnaut
hann of fljótt.
Kára þekti eg ekki sama mann.
Vígamaður var hann í fyrra með
afbrigðum og mátti þá gott heita að
Sigurjón hrökk við honum, hina
kvistaði hann niður sem hráviði —
en nú var Kára gengið.
Annars var þessi glíma hin léleg-
asta, sem eg hefi litið, ekki ein-
göngu fyrir þá sök, hve skammar-
lega hán var sótt, heldur fyrir hitt,
hve illa mér fanst glímt.
Enginn þessara gömlu glímumanna,
sem sýnt hafa íþrótt sína, hafa áður
glímt eins óánægjulega í mínum
augum. Tilburðirnir yfirleitt stirð-
legir, snerpulausir og virtist enginn
vilja hætta á að sýna lipra vörn, en
leggja áherzluna á að stritast við að
standa sem fastast. Með því lagi
tel eg óvíst, að íslenzka glíman eigi
sér nokkra framtið — og held þvi
raunar fram, að hún með þessu lagi
eigi enga framtíð.
Einkenni íslenzku glímunnar eru:
lipurð, snarrœði og afl. Dugir því
eigi að láta sér lynda aflið eitt.
Góður glímumaður verður að hafa
alt þetta til að bera. Likaminn á
að vera eins og vel stilt fjöður, sterk,
en þó sveigjanleg.
En hvernig stendur á þvi, að eng-
ir eða mjög fáir nýir menn koma
fram á orustuvcllinn ? Þeir gömlu
eru að stirðna, ekki fyrir aldurs sak-
ir, heldur hins, að æfing skortir.
Það þarf nýja menn í staðinnl
Ungu landar — sækið fram! ís-
lenzka glíman getur orðið lang til-
komumesta glíman, sem sýnd er i
heiminum, ef henni verður ekki
misþyrmt. Hún skerpir hugsun og
kjark, snarræði og afl öllum iþrótt-
um fremur.
Ahorýandi.
Konungshöf.
—. .«?» ¦¦—
Kristján konungur tíundi átti í gær
43 ára afmæli. Veifur voru dregn-
ar á stöng viða um bæinn — íslenzkir
fánar þó færri miklu en skyldi, því
að verið var að minnast afmælís Is-
lendinga-konungs. Afmælisveizla var
fyrirhuguð um kvöldið í HótelReykja-
vik. Um morguninn var islenzki
fáninn dreginn þar á stöng — eins
og húsfreyju er venja við hátíðleg
tækifæri. En út af því, að isUnzkir
litir voru sýndir þar reiddust 2 for-
göngumenn hófsins svo mjög, að
þeir ruku inn í Hótellið árla dags
og heimtuðu íslenzku litina dregna
niður, en hina dönsku setta í þeirra
stað. Þessir rnenn heyra til þeim
flokki manna, sem eigi líta á kon-
unginn, sem vorn konung, heldur
Danakonung. Mennirnir voru kon-
siill Svía Kr. Ó. Þorgrímsson og
Tryggvi Gunnarsson f. bankabtjóri.
En frú Zoéga hafði greitt góð svör
og rök fyrir því, að islenzkir litir
voru í öndvegi og höfðu þessir ís-
lenzku dánumenn það upp úr fjarska-
fengni sinni, að engin veifa var á
stöng, er konungsveizlan hófst.
Veizluna sátu svo eitthvað 40
manns. Af íslendingum voru þar
riim tylft manna. Hitt voru Danir,
mestmegnis, og svo nokkurir ann-
ara þjóða menn. Landritari mælti
fyrir konungsminni, en Rothe skip-
stjóri fyrir lslandsminni, og hafði
mælst vel.
Eitt háyfirvald þessa lands hafði
orð á því við Isaýold í gær, að þessi
konungshóf væru orðin býsna úrelt,
benti á, að mjög óvíða í ríkjum Dana-
konungs munduþau tíðkast,nema hér.
Mun það rétt vera, og fæstir sjá eft-
ir, þótt af væru tekin. En þeir, sem
sérstaka ástæðu finna til þess að
minnast þessa afmælis, ættu þá held-
ur að gera það með sérstöku sím-
skeyti til afmælisbarnsins.
Misprentast
hafði í nokkurum eintökum síðasta
tl.blaðs Isaýoldar — fyrsta erindið
í vísum Þ. E. til E. H. Erindið á
að vera á þessa leið:
Svo hátt var nú komið að hrimsilfri sló
á heiðar, pó fanst mér par vor.
Þeim varð stundum bratt, en pau
blessuðu pó
um brekkur og sléttur pau spor.
í kvæði Matth. um Stgr. Th. um
daginn hefir og eitt erindi misprent-
ast. Seinni parturinn af því átti að
vera svona:
hitti eg sjaldan
hér á storðu
sanngöjugri sálu.
Ennfremur i 2. vísu: BTa.g&t-pingum,
en á að vera fingrum.