Ísafold - 01.10.1913, Page 1

Ísafold - 01.10.1913, Page 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- ist fyrir miðjau júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við aramót, | er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 1. okt. 1913. 78. tölublað Ný stórtiðindi af Balkanskaga. Priðja styrjöldin í aðsígi. Khöfn 30. sept. kl. 728 siðd. Tyrkir og Grikkir deila út af eyjunum í Egeahafi og öðrum friðarskilmálum. Konstantín Grikkjakonungur hefir verið kallaður heim skyndilega. I»rið,ja Balkanstríðið virðist vera í aðsigi. Þetta mega heita stórtíðindi. Balkanófriðurinn virðist ætla að verða nokkurskonar perpetuutn mobile — aldrei að linna. Auðvitað munu það vera Búlgarar, sem undir róa þennan nýja óeirða- tilverknað, og er í samræmi við skeytið í fyrri viku um undirróður þeirra að uppreisn í Albaníu og hinum nýju löndum Serba. Sennilega hafa þeir í leyni heitið Tyrkjum fulltingi til að berja á Grikkjum. Konstantín konungur hefir verið í kynnisför i vesturlöndum álfunn- ar, Frakklandi og Þýzkalandi, og verið þaðan kvaddur heim. Verður nú Þóðlegt að heyra hvað stórveldin hafast að, hvort þau láta enn sitja við orðin tóm, og horfi aðgerðalaus á þúsundir manna brytjaðar niður. I. O O F. 941039.________________________ Alþýðafól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—P Augnlækninp: ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. -3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 12—3 og • -7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. 14A fir *! • -8 íslandsbanki opinn 10—2* 1 2 3/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 & i. Alm. fundir fid. og sd. 81/* slbd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á heli m. Landakotsspítali f. sjúkr&vitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 2*2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá £ -2 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virk&n dag kl. i2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka «Liga helga dagá 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd.ogfsd. lf 1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnu l.. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavíkur Pósth.3 opinn daglsngt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11 12 Yifilstaðahælib. Heimsókr.artimi 12—1 Þjóbmenjasafnið opib sd, þd. fmd. 12- 2. Nýja Bió sýnir í kvöld og næstu kvöld: Vinirnir frá íiðsforingja- skóíanum. Listmynd í 50 atriðum. Aukamynd: Erlend tíðindi. Ttiunið eftir Tlam 71 am. Reykið Egypskar Cigarettur frá A. G. Cousie & Co, Kairo; þær eru óefað bragðbeztar og minst skað- legar. Sérstaklega skal eg leyfa mér að mæla með: Prince of IVafes, JTlandiale og Tlr. 3. Þessar tegundir, ásamt ýmsum fleir um, fást í tóbaksverzlun <æ & jsqvl Kostakjörlsafoldar Gerist kaupendur ísafoldar í dag! Isafold kostar til nýárs aðeins 1 krónu. Að auki geta nýir kaupendur valið ht 18 árgöngum af sögusafni ísa- foldar einhverja 2 árganga. í sögu- safninu eru aðeins ágætar sögur á vandaðasta máli. M. a. Vendetta (6é2 bls.), Heljar greipar (280 bls.) o. s. frv. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Jóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Veðdeild Landsbankans. Veðdeildarlán eru haganlegust all- ra lána. Þau eru lánuð til lengri tima en önnur lán og þvi afborg- anir litlar i hvert sinn, ennfremur eru vextir lægri af þeim en öðrum lánum og altaf hinir sömu, hækka ekki, þó aðrir vextir hækki, eins og reynslan hefir verið t. d. í ár. En mörgum lántakanda sárnar þó afföll- in af bankavaxtabréfunum. Lands- bankinn kaupir og hefir fyrirfarandi keypt hvert hundrað króna bréf fyr- ir 94 kr. og eru því afföllin 6 kr. af hverjum 100 kr. Nú er veðdeildar- lán veitt til 25-40 ára og sé nefnd- um 6 kr. skift niður á þann ára- fjölda, sjá allir, að það tap er ekki neitt stórræði. Það væri mjög ánægju- legt, að bréfin gengju kaupum og sölum sem næst ákvæðisverði, en að hinu leytinu ástæðulaust að kvarta yfir þessum 6 kr. afföllum, þegar þess er gætt, hvað vextirnir eru lágir og hvernig nú standa sakir með verð bréf yfirleitt á heimsmarkaðinum. Undanfarið hafa verðbréf staðið og standa enn mjög lágt t. d. dönsk ÝU°lo rikisskuldabréf eru nú í kauphöll Kaupmannahafnar um 81 kr. hvert hundrað króna bréf. Það virðist því sem óánægjan með afföll- in á bankavaxtabréfunum sé alls ekki á nægum rökum bygð. Það er sem sé fjarstæða ein að gera sér í hug- arlund, að lánskjör geti verið betri hér á landi en allstaðar annarstaðar í heiminum rétt eins og hér væri aðalauðsafn veraldarinnar. En hvað sem þessu líður þá hafa veðdeildarlánin verið þegin og er nú svo komið, að sáralítið er eftir óút- lánað af 3. flokki veðdeildarinnar. Mun það sem eftir er naumast end- ast fram undir næstu áramót. Hrýs mörgum hugur við hve skuldir landsmanna eru orðnar miklar. Að ótöldum öllum öðrum lánum eru veðaeildarlánin hátt á 8. miljón króna. (í veðdeild Landsbankans tæpar 7 miljónir og í Islandsbanka nærri 1 miljón). En engu að síður virtist þinginu í sumar horfa til hinna mestu vand- ræða, ef tekið væri með öllu fyrir veðdeildarlánin og samdi því lög um 4. flokk veðdeildar. Eru þau lög sniðin að mestu eins og hinna fyrri fiokka, þó eru þar þrenn nýmæli: 1. Að lántakendur bera sameigin- lega ábyrgð fvrir flokkinn, er nemi alt að 10 °/0 af því, sem lán þeirra voru síðasta gjald- daga, áður en taka þurfti til ábyrgðarinnar. 2. Gjalda skal 1 % af lánsupphæð- inni í varasjóð deildarinnar um leið og lánið er tekið og einnig i varasjóð 1 °/0 at þeirri upp- hæð, sem við eigandaskifti hvíl- ir á veðinu til veðdeildarinnar og tvöfaldast gjald þetta, ef van- rækt er að tilkynna veðdeildinni um eigandaskiftin. Undanþegn- ir þessu gjaldi skulu þó lífserf- ingjar, er fá fasteign í arf, ef þeir tilkynna eigandaskiftin. 3. Bankastjórninni er veitt heim- ild til að semja um sölu banka- vaxtabréfanna fyrirfram. Sumum var illa við sameiginlegu ábyrgðina, en flestir sættu sig þó við hana, þegar þeir athuguðu, að hún gerir bréfin tryggilegri í augum er- lendra kaupenda og þá um leið út- gengilegri, en á hinn bóginn engar líkur til, að til þessarar ábyrgðar þurfi nokkuru sinni að taka. Gjaldinu í varasjóðinn var yfir- leitt vel tekið. Fyrir það á að safn- ast töluvert fé í varasjóð, en það er mikils vert, að hann sé sem mestur, því að þá þarf enn síður að halda á sameiginlegu ábyrgðinni. Um heimildina til að semja um sölu bankavaxtabréfanna fyrirfram varð töluvert þjark. Töldu allir þeir, er skyn báru á málið, að þetta væri mikilsverð umbót frá því, sem áður hefir verið og með því einu móti að hún væri veitt, nokkur von um sölu bréfanna til útlanda við skaplegu verði, e n a 11 s e 11 g i n söluvon að öðrum kosti. Þessi heimild náði svo fram að ganga og á þmgiö þakkir skilið fyrir að taka upp þetta nýmæii, sem helzt getur orðið til að greiða fyrir við- unanlegri sölu bankavaxtabréfanna. En því miður er ekki sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. ísland er Htt þekt land og þess vegna eru íslenzk verðbréf ekki eftirsótt vara í heiminum eins og sést bezt á reyn slu veðdeildar íslandsbanka. Hún var sett á stofn árið 1905 og hafði heimild til að gefa út bankavaxta- bréf alt að 6 miljónum króna að upp- hæð, en hefir ekki enn getað selt bréf sin eða veitt lán fyrir meira en um 1 miljón króna. Það mun því veitast erfitt að selja bréf veð- deildar Landsbankans við skaplegu verði, jafnvel þó heimild sé til að semja um sölu alls flokksins fyrir- fram. Að sjálfsögðu er það ekki viðlit, pieðan vextir eru eins háir og nú, en vonandi lækka þeir, þegar kemur fram á næsta ár og er þess þá óskandi, að vel greiðist um söl- una. En eitt vill ísafold brýna fyrir mönnum, og það er, að 3. flokkur veðdeildarinnar verður uppunninn fyrir næstu árslok og ekki er hugs- andi að sala 4. flckks bréfa geti far- ið fram fyr en einhvern tíma á næsta ári, þótt vextir lækkuðu. Það hlýtur því að verða hlé á lánveitingum úr veðdeild Landsbankans um lengri eða skemri tíma og verða menn þvi að %œta sln að ráðast ekki í nein Jyrirtaki, sem peir purja lánsjé til, nema Jyrst hafi tryqt sér lán úr bönkunum. Bökafregn. íslenzkur bókamarkaður hefirnaum- ast nokkuru sinni verið eins fjöl- breyttur og auðugur eins og nú í sumar og haust. Hver góðbókin rekið aðra, og siðustu dagána hefir ágætisbókunum svo að segja rignt niður. ísafold hefir áður minst á Hrannir, Svanhvít og Jónas. Á undan þeim voru komin rneðal annars Ljósaskijti Guðm. Guðm. og Friðnr á jörðu í 2. útgáfu. Síðan hafa ísafold borist þessar bækur: Lénharður fógeti, sjónleikur í 5 þáttum eftir Einar Hjörleifsson, 160 bls. í áttabl. broti. Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar. Verð 2 kr. Frá ýmsum hliðum, sögur eftir Einar Hjörleifsson, 156 bls. í áttabl. broti. Bókv. Sig. Kr. Verð kr. 1.50. Eru það bæði nýjar og gamlar sög- ur. — Um þessar bækur ritar Guðm. Finnbogason, sennilega í næsta blað. Eiðurinn, kvæðaflokkur, eftir Þor- stein Erlingsson, 122 bls. í áttabl. broti. Verð kr. 150. Um kvæði Þorsteins ritar Sigurð- ur Guðmundsson magister bráðlega hér i blaðinu. Sögur frá Skaftáreldi eftir Guðrn. Magnússon, 350 bls. í áttabl.br. Bókv. Sig. Kr. Verð kr. 3.50. Er þetta 2. bindi af þeim sagnaflokki. Ingvi .Hrafn eftir Gustav Freytag. Þýtt hefir Bjarni Jónsson frá Vogi, en Sig. Kr. gehð út. 224 bls. í 8 bl. broti. — Áðii ' er prentaður Ingvi konungur af sama skáldsagnaflokki. I Helheimi, eftir Arne Garborg. 188 bls. í 8bl.br. Þýtt hefir Bjarni Jónsson frá Vogi, en Sig. Kr. gefið út. Er það framhald eða hliðstætt við Huliðsheima, sem Bjarni hefir áður þýtt. Æfisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, rituð af honum sjálfum. 300 bls. i 8 bl. br. Verð kr. 2.50. Það er Vestur-íslendingur, sem af segir, og er að eins komið fyrra bindi og segir af vist Sigurðar hér í landi. Fróðlegt margt og vel sagt, en sennilega verður meira varið i síðara bindið, þar sem Iýst verður æfi hans vestan hafs. Bókmentafólagsbækumar. Skímir 4. hefti: Sigús Blöndal ritar um vísindalij á Islandi, Björn M. Ólsen athugasemdir við bók Einars Arnórs- sonar um réttarstöðu íslands. Frú Theodóra Thoroddsen birtir margar góðar ferskeytlur, kveðnar aj sveita- konum, að því er höf. segir. Víst er um það, að höf. mun vera helzta sveitakonan, sem kveður, ef hún er eigi þær allar samanlagðar. Þá er smásaga eftir Þóri Bergsson: Brosið, ritgerð eftir G. B. landl. um islenzk- an Ijóðaklið, smásaga eftir Einar Bene- diktsson: stratapentarinn, vísindarit- gerð eftir Ólaf Dan.: Ýmsar skoðan- ir á eðli rúmsins, Móðir mín í kví, kví, lag eftir höfund, sem kann þá heimspeki að vilja eigi trana nafni sínu fram, raddsettaf Sigf. F.in- arssyni: Loks eru ritfregnir eftir G. F. og G. H. og erlend tíðindi eftir Þ. G. — Heftið fjölbreytt og gott. Þá gefur Bókmentafélagið út »fyrir framlög úr sjóði Margrétar Lehmann- Filhés«, Goðatrœði Norðmanna og Is- lendinga eftir Finn Jónsson prófessor, 158 bls. í stóru 8 bl. br., og enn venjuleg ársrit: Sýslumannaæfir, Safn til sögu íslands og íslenzkt fornbréfa- safn. Þjóðvinafélagsbækurnar skulu loks taldar siðast, en ekki sízt. Andvari flytur cejisögu Björns Jóns- sonar ráðherra með mynd. Einar Hjörleifsson hefir samið, og er hand- bragðið hið sama og á öðru frá þeim höfundi. Þá ritar Bjarni Sæmunds- son um Fiskirannsöknir ipn og 1912. Sem vita má er það bæði fróðlegt, nytsamt og merkt, sem höf. hefir þar að segja. Er leitt, að svo góð- ur fiskifræðingur, sem Bj. Sæm. er af öllum talinn, sem vit hafa á, skuli eigi geta gefið sig allan við þeim vísindum. Um samband Islands og Danmerkur ritar Hafsteinn Pétursson. Þá er erindi eitt eftir Hallgrím Þorbergs- son um aukið landnám og Jánamáls- grein Einars Arnórssonar, lýsing á Fiskisýningunni í Khöjn 1912 eftir Þórð Gunnarsson frá Höfða og ýmislegt smávegis. Enn gefur Þjóðvinafélagið út bók Einars Arnórssonar um réttarstöðu Islands, sem ritað var ítarlega um í Isajold 61. tbl. af Ólafi Lárussyni cand. juris. Loks er á að minnast Almanakið, sem aldrei í allri 40 ára tilveru sinni hefir verið eins stórfjölbreytt og skemtilegt eins og nú. Það er 96

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.