Ísafold - 04.10.1913, Síða 1

Ísafold - 04.10.1913, Síða 1
Kemur út tvisvar 1 viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Jdollar; borg- ist fyrir œiðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. i Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 4. okt. 1913. 79. tölublað Friðarhöllin í Haag. Nú er fullgert eitthvert fegursta stórhýsi veraldarinnar, þar sem er friðarhöllin í Haag, ætluð alþjóðadómstólnum og friðarfundum. Hefir hún kostað margar miljónir króna. Til byggingarinnar gaf ameriski miljóna- eigandinn Carnegie 3^/2 tniljón dollara. Sjálfur var hann viðstaddur vígslu hallarinnar og flutti þar skörulegt erindi um alheimsfrið. Beindi þeirri áskorun til JriðarpjóðhöJðingjans Vilhjálms II Þýzkalandskeisara, að bindast fyrir samtökum ríkjanna um að leggja niður vopn. Myndin að ofan sýnir aðal-hátíðarsalinn í friðarhöllitini. I. O. O F. 9410109. Alþýðufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Augnlœkninj? ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. í -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) 8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. B kl. 12—8 og >—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. 14A fir 2 —8 íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 sí^d. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. önbsþj. 9 og 6 á helg i.m. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn U-21/*, B1/*—6'/*. Bankastj. >2 Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá lí—2 Landsfóhirðir 10—2 og B—0. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka d;;ga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis í»ingh.str. 28 þd.ogfsd. 1‘ -1 Náttúrugripasafnið opib l1/*—21/* á snnnud. SamábyrgÓ Islands 10—12 og 4—6.] Stjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11 -12 VifilstaÓahælib. Heimsókna.rtimi 12—1 Þjóómenjasafnib opib sd, þd. fmd. 12—2. Nýja Bié sýnir í kvöld og næstu kvöld: Rangnídd eiginkona. Mikilfenglegur sjónleikur. Leikin af frægum frönskum leikurum Orkester frá kl. 7—9 á sunnudag. Vegna þess hve myndin er löng, byrja sýningarnar stundvislega. JTlunid eftir Tlatn Tlam. Reykið Egypskar Cigarettur frá A. G. Cousie & Co, Kairo; þær eru óefað bragðbeztar og minst skað- legar. Sérstaklega skal eg leyfa mér að mæla með: Prince of Waíes, Ttlandiale og Tlr. 3. Þessar tegundir, ásamt ýmsum fleir- um, fást i tóbaksverzlun «£ JStsvi. Tlifja bifreiðin hefir samastað Jiverfisgötu 4 B. Talsími 414. Kostakjör Isafoldar Gerist kaupendur ísafoldar í dag! ísafold kostar til nýárs aðeins 1 krónu. Að auki geta nýir kaupendur valið úr 18 árgöngum af sögusafni ísa- foldar einhverja 2 árganga. í sögu- safninu eru aðeins ágætar sögur á vandaðasta máli. M. a. Vendetta (662 bls.), Heljar greipar (280 bls.) o. s. frv. Nýjar kosningar. 11. í fyrsta kafla þessarra hugleiðinga var gert ráð fyrir, að tvær aðalkröf- urnar, sem Sjálfstæðismenn hlytu að gera við kosningar þær, er í hönd fara, væru þessar: Að unnið verði sleitulaust að því, að stjórnarskrá sú, er samþykt var á síðasta þingi, nái fram að ganga á aukaþinginu í sumar, og að spornað verði við því af öllum mætti, að fitjað verði af nýju upp á samningatilraunum við Dani í sam- bandsmálinu. Vér gerðum ráð fyrir, að þessar tvær kröfur stæðu svo ofarlega á óskalista þjóðarinnar, að naumast kæmi til þess, að ágreiningsefni yrði við kosningarnar. Og svo ætti það að sjálfsögðu að vera. En síðan hafa ýmsir góðir menn bent á, að ýms ummæli foringja Sambands- og Heimastjórnarflokks- ins bentu þó til þess, að valt mundi að treysta því, að síðari krafan yrði viðurkend. Þvert á móti mundu báðir þessir flokkar hafa það bak við eyrað, hvor á sína vísu, að binda enda á sam- bandsmálið með nýjum samninga- tilraunum, ef í meirihluta kæmust, og að sama mundi uppi á teningn- um hjásumum mönnum Bændaflokks- ins, ef hjörtu þeirra og nýru væru rækilega rannsökuð. Þessar fullyrðingar eru bygðar á ummælum foringja Sambandsflokks- ins, núverandi ráðherra, m. a. eld- húsdaginn, er hann taldi fjarri því, að öll nótt væri úti enn um sam- bandsmálið. Og ýmsir spá þvi, að svo reiði af fánamálsflutningi ráð- herra fyrir konungi, að um það komi skilaboð frá honum, að fánamálið verði að vera Sambandsmálinu sam- ferða. En foringja Heimastjórnarflokksins, hr. Lárus H. Bjarnason, þykjast menn hafa iðulega heyrt yfir lýsa því, að hann sé harðánægður með Uppkasts- kostina 1908 og muni taka þeim, hve- nær sem þeir bjóðist. Það kann að vera, að Isajold hafi um of treyst fylgi þingmanna við þann þjóðarviljann, sem i vor lýsti sér um hillulagning sambandsmálsins, og að því verði að gjalda vel varhuga við þeirri tvöföldu árás, sem vofir yfir stefnu vor Sjálfstæðismanna i þessu máli. Minsta kosti er það vist, að allur er varinn góður, og að þótt eigi væri annað en beigurinn við að svona geti farið, þ. e., að þessir flokkar ogþær einstöku sálir, sem á sér hafa firma- merki Bændaflokksins, en eru inn við beinið hið sama og hinir 2 flokkarnir — reyndu að færa yfir höfuð oss Uppkastið eða annað verra — það ætti, segjum vér, að vera ærin ástæða til þess að sameina alla þá, er saman unnu við kosningarnar 1908, til þess að gera hið sama nú, hvað sem líð- ur fornum væringum. En það er annað og meira, sem sameina hlýtur alla Sjálfstæðismenn, aðrar taugar í sjálfstæðismálum vor- um, sem vinna ættu að því að gera að engu fornan tvístring. Þessi önnur sjáljstœðismál vor skul- um vér þá gera að umtalsefni í næsta kafla. ---------■» 1 ..... Hvað borga Islendingar fyrir vörur sínar? Eflirtektarverð skýrsla. Prá hr. stórkanpm. Þórarni Tnliniut í Khöfn hefirritstj. ísafoldar fengið svo- felt bróf, er lesið mun verða með mikilli athygli af öllum landsmönnum. Hr. ritstjóri I Af tilviljun komst eg að því ný- lega, að stór nýlenduvöruverzlun i K.höfn, sem bæði eg og allflestir íslenzkra kaupmanna verzla við, væri vön að semja farmreikninga(Fakturaer), þar sem verð vörunnar væri reikn- að mun hærra en það í raun og veru væri, og að þessa hefði verið krafist af umboðssölum íslenzkrakaupmanna. Þar eð eg í rúm 20 ár hefi verzlað við eigendur þessarrar verzlunar. Ad. Trier & Goldschmidt, og m. a. á síð- astliðnu ári keypt vörur fyrir nær 80.000 kr., fann eg mig knúðan til að kvarta yfir þessu við þá. Síðan hafa orðið bréfaskifti milli okk- ar um þetta og leyfi eg mér að senda yður eftirrit allra bréfanna, svo þér þess betur getið áttað yður á mál- inu. Meðal annars reyndu þessir kaupmenn að telja mér trú um, að þetta eina tilfelli, sem eg fyrst frétti um og kvartaði yfir við þá, væri al- veg einstakt og að slík aðferð hefði aldrei fyr verið notuð. En eg hefi síðar fengið sönnunargögn fyrir því, að þetta getur ekki verið satt, og að aðferðin miklu fremur hefir verið notuð að jafnaði. Þrátt fyrir skrif- lega ákæru mína gegn Ad. Trier & Goldschmidt um að þeir i þessu hafi farið með ósatt mál, og eins áskor- un mína um að hreinsa sig frá áburði þessum, þá hafa þeir þó enn ekki þorað að höfða mál á hendur mér. Eg veit því ekki annan veg til af- hjúpunar þessarri ljósfælnu verzlun- araðferð en þann, að koma opin- berlega fram með ásakanir mínar, einkum vegna hinna mörgu heiðar- legu umboðsmanna, sem nú verða að gjalda .einstakra svartra sauða innan stéttarinnar. Eins og hér stendur á hefir um- boðsmaðurinn krafist þess af stór- kaupmanninum, að 4°/0 væri lagt á vöruna, þegar farmreikningar voru útbúnir — verðhækkun, sem gengið hefir í vasa umboðsmannsins. Enn fremur var verð vörunnar hækkað enn meir áður farmreikningar voru útbúnir, og hefir eigandi verzlunar- hússins Ad. Trier & Goldschmidt játað fyrir mér, að af þeirri verð- hækkun hafi verzlunin sjálf notið góðs. En þó ekki væri að ræða nema um þessi 4%, sem íslenzkir kaupmenn á þennan hátt hafa orðið að borga tneira fyrir nýlenduvörur sínar, þá verður það ekkert smáræði á einu ári, jafnvel þó eg hafi vissu fyrir, að það séu ekki nema ein- stakir miður áreiðanlegir umboðs- menn, sem slíkt hr.fa að venju. En þar sem verzlunarhús, sem hingað til hefir verið í miklu áliti og not- ið fulls trausts sinna viðskiftavina, ekki blygð.ist sín fyrir að aðhafast þvílíkt, þá þykir mér ekki óliklegt, að slíkt einnig komi fyrir hjá öðr- um stórkaupmönnum, sem verzla við íslendinga. Því þegar góður viðskiftavinur krefst þess af birgða- salanum, að varan sé »sett upp« um svo og svo mikið á hundraði hverju, er hætt við að birgðasalinn hugsi sig tvisvar um, áður en hann neitar að gera það — af tómri hræðslu við, að viðskiftavinurinn þá fari eitthvað annað. Ef verð nýlenduvörunnar þannig er hækkað um 4 af hundraði, hver getur þá ábyrgst að t. d. vefnaðar- vara hafi ekki um leið verið alt að io°/0 dýrari, en hún í raun og veru er hér í K.höfn. Það eru hér til verzlunarhús, sem árlega senda vörur til íslands fyrir 1—2 miljónir króna, t. d. umboðs- menn kaupfélaganna. Ef að eins nokkrar prósentur á óheiðarlegan hátt eru lagðar á þesra viðskiftaveltu, Bökafregn. Eiuai' Hjörleifsson: Frá ýmsum hliðum. Sögur. Rvk. Bóka- verzlun Sig. Krist- jánssonar. 1913. — Lénharður fógeti. Sjónleikur i fimm þáttum. Rvk. Bóka- verzlun Sig. Krist- jánssonar. 1913. Sögurnar eru fimm: Á vegamót- um. 1908. — Marjas. 1908. — Vistaskifti. Smáþættir. 1908—09. — Anderson. 1913.— Óskin. Æfin- týri. 1913. Ekkert lætur Einari Hjörleifssyni betur en stuttar skáldsögur. Honum skeikar þar varla. Hann tekur athygli lesandans undir eins og heldur henni fastri unz sagan er á enda, því hann gerir aldrei óþarfan útúrdúr, og hann segir aldrei smekkleysur. Hann er leikinn í því að rekja hugrenningar persónanna, þegar þær eru einar með vandamál sín, eins og prestskonan unga sem bíður þess að maðurinn hennar komi heim af skólaneftidar- verður sú fúlga alt að 100.000 kr. á ári hverju, sem alveg að ástæðu- lausu hafa komist í annarra vasa og réttur eigandi aldrei fær vitneskju um. Því báðir hlutaðeigendur, birgða- salinn og umboðsmaðurinn, eru hér ásáttir um að gera farmreikningana þannig úr garði, að verð vörunnar er hækkað, eins og sannað er, að Ad. Trier & Goldschmidt hafa gert í því tilfelli, sem eg benti á. Þessu máli er þannig varið, að eg sé mér ekki fært að stinga því undir stól, og þess vegna bið eg yður að birta þetta í Isajold. Helzt vildi eg, að Ad. Trier & Goldschmidt höfðuðu mál á hend- ur mér, svo eg hefði tækifæri til að koma fram með þau sönnunargögn, sem eg hefi fyrir máli mínu. En geri þeir það ekki, þá dæma þeir sjálfa sig. Þórarínn Tulinius. Þetta bréf stórkaupmanns Þórar- fundinum, í sögunni »Á vegamótum«, og hann kann að stilla samtölum manna svo, að þeir leiði i ljós eðli sitt meðan þeir eru að tala. »Smæl- ingjana« skilur hann manna bezt og gerir oft ógleymanlegar myndir af þeim. Svo er t. d. um unglingana í »Marjas« og »Vistaskifti«, það eru fyrirtaks sögur, og furðu kunnugur verður lesandinn fóstru }óns litla, í »Marjas«, og hjónunum Jóni og Þor- gerði, og Þórði gamla í Vík, i »Vista- skiftum«. »Anderson« er spánnýr í islenzkum bókmentum og óhætt að bjóða hann velkominn. Það er Vest- ur-íslendingur, sem farið hefir ungur drengur til Ameriku, en siðan flækst viða um heim og kemur nú eins og þruma úr heiðskiru lofti yfir vold- ugan hreppstjóra og alþingismann, sem er í þann veginn að klófesta unga óg fagra ekkju á Grund, beztu jörðinni í dalnum — kemur i nafni nýja tímans, ófyrirleitinn, andrikur og illvígur, með gamlan syndareikn- ing til hreppstjórans í vasanum, og tekur af honum konuefnið sama kvöldið og hann kemur. Ef til vill er sigurinn gerður And-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.