Ísafold - 08.10.1913, Side 1

Ísafold - 08.10.1913, Side 1
Kemur út tvisvar í viku, Verðárg. 4kr., erlendisökr. eða dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafua* Bjðrnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 8. okt. 1913. Uppsögu (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. 80. tölubiað I. O. O F. 9410109. Arþýðufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Angnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. í -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) -3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i -7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og >—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str.láA fif ^ —8 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 alÓd. Alm. fundir fid. og sd.^/t sibd. Landakotskirkja. Guósþj. 9 og 6 á helg an. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—6'/i. Bankastj. --2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 1! -2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12 =*2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka duga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd.ogfsd. lr -1 Náttúrugripa3afnib opib l1/*—21/1 á sunnud. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6.] Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Yifilstabahælib. HeimsókuArtimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib sd, þd. fmd. 12—2. r r Avarp til Islendinga. Vér. sem ritum nöín vor hér undir teljum það miklu varða fyrir heill og hag landsins og þjóðar- innar, að allir þeir, er fullkomnu sjálfstæði íslands unna, vinni með alúð og samheldni að því, að kosningar þær til alþingis, sem bráðlega eiga fram að fara vegna stjórnarskrárbreytingarlaga þeirra, sem síðasta alþingi samþykti, fari þannig úr hendi, að á þing komist sem allra flestir sjálfstæðismenn. Vér vitum, eins og nú er komið málum vorum, að enginn ágreiningur er nú eða getur verið um stjórnmálastefnu sjálfstæðismanna, hvort sem um sambandsmálið eða önnur sjálfstæðismál þjóðarinnar ræðir^ en viljum þó drepa á nokkur atriði, sem vér teljum að hljóti að verða á stefnuskrá allra sjálfstæðismanna við kosningar þær, er nú fara í hönd. i. Sambandsmálið: Vér teljum það nú komið berlega í ljós, að árangurslaust sé með öllu, að haldið sé áfram samningatilraunum við Dani um Sambandsmálið. Viljum því eigi að haldið sé áfram slíkum til- raunum af hálfu íslendinga. En verði málinu hreyft, — og því verður hreyft, ef Sambandsflokkurinn, Heima- stjórnarflokkurinn eða aðrir Uppkastsmenn verða í meiri hluta — viljum vér eigi að þjóðin sætti sig við það, er skemra fer en frumvarp meiri hlutans á alþingi 1909, sem bvgðist á Þingvallarfundarsamþyktinni 1907. Nýja Bi6 Síöasta sinn í kvöld: Svefnvagnsvörðurinn. Allir ættu að sjá þessa afbragðs mynd, er bæði löng og skemtileg. Miðjarðarhafsstrendur. Aukamynd. Kostakj ör Isafoldar Gei’ist kaupendur ísafoldar í dag'! Isafold kostar til nýárs aðeins 1 krónu. Að auki geta nýir kaupendur valið úr 18 árgöngum af sögusafni ísa- foldar einhverja 2 árganga. I sögu- safninu eru aðeins ágætar sögur á vandaðasta máli. M. a. Vendetta (662 bls.), Heljar greipar (280 bls.) O. s. frv. Erl. simfregnir. Khöfn 7. okt. 1913 Friðarhorfur. Friðarhorjur á Balkanskaga eru nú taldar betri. Albanar eru gjör- sigraðir. Eins og menn muna var fyrir skömmu gerð grimm uppreisn í Albaniú og löndum Serba — að sagt var eftir undirróðri Búlgara. Varð- aði það auðvitað mestu, að Albaníu- uppreisnin yrði bæM niður og úr því svo er, mun vou um, að aðrar óeirðir sæti sömu forlögum. ------------------ Eimskipafélagið og Vesstur-íslendingar. Hr. Thomas Johnson M. P. for- maður nefndar þeirrar, er Vestur- íslendingar skipuðu til að undirbúa eimskipafélagssamtök þar, símar þ. 7. okt. til bráðabirgðastjórnarinnar hér: Netndin styður Jyrirtœkið. Almenn- ur Jundur (masmeeting) Jyrir prem vikum. Utlit gott. Umhyggju Jyrir cettjörðinni (patriotic grounds). Þetta skeyti bendir til þess, að drjúgs hlutafjár megi að vestan vænta, svo sem jafnan hefir spáð verið. 2. Stjórnarskrármálið: Sjálfstæðismenn hafa unnið að því utan þings og innan, að bráðnauðsynlegar og réttmætar breytingar fengjust á stjórnarskrá vorri og er því máli nú svo langt komið, að síðasta alþingi hefir samþykt stjórnarskrárbreytingarlög. Enda þótt ágreiningur geti að sjálfsögðu verið um einstök atriði þessara breytinga, þá teljum vér þó fengnar með þeim svo miklar réttarbætur, að eigi beri að tefla málinu enn í tvísýnu, sérstaklega þar sem svo margt annað af bráðnauðsynlegum umbótum bíður úrlausnar og þarf á öllum tíma og kröftum þings og þjóð- ar að halda, óskiftum. Teljum vér því sjálfsagt, að stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings verði samþykt óbreytt á aukaþinginu. Fjárhags- og atvinnumál teljum vér vera þau mál, sem komandi þingum beri að leggja alla aðal- áherzluna á. a) Samgöngumál. í þeim málum teljum vér sjálfsagt að halda áfram stefnu þeirri, er siðasta alþingi aðhyltist, að koma öllum samgöngum í hendm Islendinga, og viljum þvi, að löggjafarvaldið vinni að því, að gera innlendar siglingar frá landinu og að, svo og með ströndum fram, svo sem þörf er á og það sér sér fært. b) Verzlun landsins — sem og aðra atvinnuvegi — viljum vér að komandi þing leggi áherzlu á að gera innlenda: 1) með bættum samgöngum; 2) með bættu bankafyrirkomulagi, sem fari í þá átt, að útvega verzlun landsins nægilegt og eðlilegt veltu- fé í innlendum bönkum í landinu sjálfu og þannig fyrir komið, að allir hlutar landsins geti haftnotaf; 3) með því að bæta og efla álit og lánstraust áreiðnnlegra, innlendra verzlana. c) Landbúnað og Jiskveiðar viljum vér að löggjafarvaldið láti sér ant um að styðja og efla, ekki sízt með því að skapa afurðunum betri og greiðari markaði. 4. Hag verkamanna og húsmanna viljum vér efla og bæta kjör þeirra stétta með endurskoðun á löggjöfinni. 5. Það teljum vér grundvöll undir öllu heilbrigðu stjórnarfari í landinu, að heimtuð sé fullkomin ráðvendni og réttlæti af öllum þeim, er með umboð þjóðarinnar fara, embættismönnum sem öðrum, og full- um lagajöfnuði sé haldið uppi fyrir æðri sem lægri, Að því viljum vér vinna. í fjármálum viljum vér að sýnd sé gætni og aukin sem minst á komandi árum önnur útgjöld en þau, sem miða,til bóta og eflingar atvinnuvegunum. Leiðir bær, sem hér eru nefndar, teljum vér liggja allar að takmarki vor Sjálfstæðismanna: fullu efnalegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Islands, og í samræmi við stefnu vora viljum vér einnig vinna að sjálfstæði héraða og einstaklinga í öllum greinum. Jafnframt því að framfylgja ötullega sjálfstæðismálunum hlýtur hver sjálfstæðismaður að veita ákveðna andstöðu hverri þeirri stjórn, þeim flokki og þeim einstökum þingmannaefnum, sem eigi vilja ganga hiklaust brautina með oss í aðalmálum vorum og stefna að marki voru, og þá auðvitað núverandi stjórn, sem ber lega hefir sýnt sig andvíga sjálfstæðismálum þjóðarinnar yfirleitt, enda sama sem ekkert hugkvæmst í lands- málum, sem alþingi hefir getað aðhylst eða talið þjóðinni horfa til viðreisnar. Vér viljum ennfremur að þegar i stað verði efnt til itarlegrar rannsóknar á þessum atriðum : Hvort og þá hvernig breyta megi umboðsstjórn og dómaskipun landsins i annað eða betra horf en nú er og ti sparnaðar; og komi þá jafnframt til rannsóknar launakjör embœttismanna yfirleitt og ajnám ejtirlauna. Enn- fremur hvernig framkvæma megi aðskilnað ríkis og kirkju. Auk þess viljum vér að alþingi geri ráðstafanir til þess að gera landið og þjóðina kunnuga öðrum þjóðum, t. d. með því að gefa út á aðaltungumálum heimsins fræðandi rit um land og þjóð, sjá um að ritað sé um landið i erlend blöð o. s. frv. Að lokum viljum vér taka það fram, að vér væntum þess, að þjóðin sé oss samdóma um það, að eigi séu þeir öðrum óliklegri til þess að vilja yfirleitt vinna að viðreisn þjóðarinnar í öllum greinnm, sem sýnt hafa það, að þeir öðrum fremur bera sjálfstæðismál hennar fyrir brjósti. Vinnum nú við kosningarnar með eindrægni og ötulleik að sameiginlegu markmiði allra sjálfstæðis- manna: fullu sjálfstæði íslands í efnahag og stjórnmálum. Reykjavík, í október 1913. Stjórn Sjálfstæðisflokksins: Benedikt Sveinsson, Björn Kristjánsson, Ólafur Björnsson, alþm., ritstj. Ingólfs. alþingismaður. ritstjóri Isafoldar. Ólafur Olafsson, Sigurður jónsson, Skúli Thoroddsen, Sveinn Björnsson, frikirkjuprestur. form. Sjálfstæðisfél. alþm., ritstj. Þjóðviljans. yfirdómslögmaður. Nýjar kosningar. 111. Ávarp sjálfstæðisflokksins. Eins og sjá má á ávarpi því, sem birt er hér i blaðinu í dag hafa Sjálf- stæðismenn hér í höfuðstaðnum kom- ið sér saman um stefnuskrá þá, er rylgja beri við kosningar þær, er í lönd fara fyrri hluta næsta árs. Agreiningur sá, er varð um sam- komulagstiiraunirnar 1912, i sjálf- stæðisflokknum, er nú að sjálfsögðu burtu fallinn —, um Ieið og þær til'aunir eru úr sögunni. Úr þvi að Danir eigi vildu kljá sambandsmálið á epda, með þeim til- slökunum fr^ frv. 1909, sem »bræð- ingsmenn* meðal sjálfstæðismanna töldu hægt að gera til samkomulags eftir atvikum, ef þá þegar fengjust lyktir á málið — þá er vitaskuld úr- kula vonar um bærilega samninga fyrst um sinn og þá sjálfsagt að hætte við aliar tilraunir, en jafnframt marka pað skýrt hvert sjáljstœðismenn stejna og það er gert í ávarpinu með skírskotuninni til frv. 1909. Að öðru leyti kemur fram í þessu ávarpi stillileg sjáljsstceðistejna í öllum málum og teljum vér víst, að allir gamlir sjálfstæðismenn, um land alt, hvort heldur þeir, er vel líkaði sam- komulagsviðleitnin 1912 eða hinir, sem miður líkaði hún — geti fall- ist á öll aðalatriði ávarpsins og þá unnið að því með atfylgi og ein- lægni að koma á þing þeim þing- mannaefnum, er því fylgja. Eins og menn sjá, er afstaða flokks- ins skýrt afmörkuð bæði gagnvart stjórnarflokknum núverandi ogHeima- stjórnarflokknum — svo semvera ber. Þessi stefna hefir verið samþykt á fundi allmargra forustumanna Sjálf- stæðisflokksins hér í Reykjavik, sem til náðist og er undirrituð af stjórn flokksins, sem falið hefir verið að sjá um hagsmuni flokksins milli þinga. Athugasemdir og skýringar, sem Isajold kynni að vilja gera við ein- staka liði ávarpsins — koma í næstu blöðum. En aðal mergurinn er þetta: stilli- leg sjáljstœðisstejna i óllum landsmál- um bceði í orði og á borði. Er vonandi að þjóðin beri gæfu til að fylgja henni fast fram við kosningarnar. Hins væntum vér og, að kosninga- barátta sú, er nú fer í hönd verði háð þann veg, að þjóðinni sé sómi að. Kosningar síðustu ára hafa komið á stað altof miklum taumleysis-æs- ingum, ofsafengnum árásum og jafn- vel mannorðsspjalla-tilraunum, sem borið hafa alt annað en fagran vott um stjórnmálaþroska og siðgæðisstyrk þjóðar vorrar. Nú við þessar kosningar ætti að vera unt að afstýra slíkum aðförum, ef viljinn er góður hjá öllum stjórn- málaflokkunum. Isajold vill gera sitt til þess, og heitir á alla góða drengi að leggja sinn skerf til þess, að baráttan, sem í hönd fer, verði háð með heiðarleg- um vopnum, sem »gentilc-mönnum eru samboðin. Á því mun stjórnarfar vort alt græða ómetanlega mikiðl

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.