Ísafold - 08.10.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.10.1913, Blaðsíða 3
IS AFO LD 317 Borgarastyrjöld á Irlandi? Hinn hamrammi andstæðingur heimastjórn- ar írlands, írski þingmaðurinn Edward Carson hefir nýlega efnt til herflokks i Ulster-héraðinu til þess að .vinna móti heimastjórnarfrumvarpinu með vopnum, ef á þurfi að halda. Sagt er að 300 manns sé að ferð- ast um Bretland til þess að safna liði í þenna flokk og að íLiverpool hafi t. d. bæzt daglega við um 1000 manns. Bretastjórn hefir enn sem kom- ið er eigi gert neinar ráðstafanir gegn þessum faraldri. Kúgun Finna Enn á ný koma fregnir um dæma- lausa harðstjórn Rússa í Finnlandi. Yfirgangur þeirra í þessari nýjustu nýlendu keisarans hefir verið svo hversdagslegur þessi síðustu árin, að menn i öðrum löndum hafa nær hætt að láta það fá mikið á sig. — Hundruð af ágætismönnum Finna hafa verið reknir tir landi af of- beldisfullum rússneskum stórbokk- um; þúsundir karla og kvenna flýja land, fyrir ofsóknum samvizkulausra, rússneskra embættismanna, sem að- eins líta á sinn eigin hag, misþyrma fólkinu og virða lög og siði þjóðar- innar vettugi. Óánægja yfír áfergju Rússa vex með degi hverjum. Hatur einstak- lingsins við heildina þróast, hefndar- girnin fæðist í brjósti inanna, sem annars ekkert ilt hugsa né aðhafast, og einn góðan veðurdagendarsprengi- kúla æfiferil hins skilningssnauðaharð- stjóra, sem kosið hefir að gerast send- ill hinnar alræmdu stjórnar keisar- ans í Pétursborg. En morðinginn er handsamaður, píndur og sleginn, og loks dæmdur til hengingar. For- eldrar, bræður og systur, konur og börn, öllum er varpað í fangelsi fyrir engar sakir — en annar harðstjóri, máske enn skilningssnauðari og meira illmenni, kemur í stað hins fyrra — og alt byrjar á nýjan leik. Það, sem nú hefir skeð með Finn- um, er þetta, að allir dómarar æðsta dómstólsins i Wiborg hafa verið teknir höndum og í hóp fluttir til Pétursborgar af lögregluliði, til þess að afplána 16» mánaða fangelsisvist, sem minni háttar dómstóll rússnesk- ur hafði dæmt þá i. Til þess að menn skilji betur hvert óþekt ofbeldi hér hefir verið framið á saklausum mönnum, er nauðsyn- legt að athuga hvað skiftir flokkum í Finnlandi. Finnar segja: Vér höf- um hátíðlegt loforð 5 keisara — þ. á. m. Nikulásar II. — um það, að stjórnarskrá vor skuli æfinlega tekin til greina af Rússum. Vér álítum því eigi þau lög eða þær fyrirskip- anir bindandi fyrir okkur, sem eigi hafa verið bornar undir og samþ. af löggjafarvaldi voru. Rússar segja: Finnland er vort land; vér viljum ekki vita af öðru en að alt Rúss- land sé eitt ríki, og fyrir áhugaefn- um ríkisins verða hagsmunir ein- staklingsins að víkja. En takmörk hagsmuna rikisins og einstaklingsins verða að eins sett af löggjafarvaldi Rússa, keisaranum, ríkisráðinu og þjóðþinginu. Vér getum að eins viðurkent finska þingið sem verandi skör lægra en vort. Öll þau loforð og þau réttindi, sem einvaldsherr- arnir fyrrum hafa gefið Finnum verða nauðsynlega að breytast, með því að Rússlandi nú hefir hlotnast stjórnar- skrá. í skjóli þessa almenna rússneska áliti um réttarstöðu Finnlands, hafa orðið miklar breytingar á öllu fyrir- tomulagi embætta og umsjón þeirra. Alt er sniðið eftir rússneskri sið- venju. Einkum hafa lög þau, sem nefnast »jafnréttislög« mætt megnri mótstöðu Finna. Þau ákveða, að Rússar hafi öll þau sömu réttindi á innlandi, sem Finnar sjálfir, og það nota Rússar, sem í Finnlandi búa, til þess að maka sinn eigin krók með umkvörtunum tii stjórnarinnar yfir því, að Finnar ekki hlýði lög- unum. Slík kæra var fyrir skömmu send embættismanni í Wiborg. Hann visaði henni þó frá sér með þeim úrskurði, að lögin aldrei hafi verið borin upp í þingi Finna, og væru því eigi gildandi í Finnlandi. Lög- reglustjórinn, sem er Rússi, kærði fyrir stjórninni, sem undir eins sendi rússneskan rannsóknardómara til Wi- borg, og lét handsama embættis- manninn. Yfirrétturinn kærði þetta fyrir landstjóranum, sem auðvitað tók það ekki til greina. Keisaranum var skrifað um málið, en alt var árangurslaust. En nú kem- ur fram kæra frá þingi Finna — flestir þingmanna eru Rússar — á hendur yfirréttinum, fyrir að hafa synjað að hlýða jafnréttislögunum. Krafðist landsstjórnin málsóknar á hendur dómurunum, sem undir eins voru teknir höndum og varpað í fangelsi. Síðan voru þeir fluttir til Pétursborgar, stefnt fyrir undirrétt og dæmdir í 16 mánaða fangelsis- vist fyrir óhlýðni, auk embættismissis. Slík kjör býður eitt stórveldanna fámennri menningarþjóð heimsins I - og það á tuttugustu öldinni! — Mann hryllir við þeirri frábæru fúl- mensku, sem hér liggur á bak við. Hatrið vex, hatur gegn allri kúgun, í hvaða landi sem er og undir hvaða yfirskyni sem er. satt, að vér höfum fundið það sem vér ásettum oss að finna. En eg fann ekki fyrirhafnarlaust hina dýru perlu, heldur gróf eg djúpt og lengi. Hér er opinberun boðuð, sem eigi þarf að trúa, heldur að pekkja. Og þótt minn munnur megni eigi að Íýsa einum tíunda hluta þeirra dá semda, sem spíritúalisminn hefir mér birt, kent og sannað, vildi eg feginn skifta öllu, sem eg veit, með bræðr- um mínum. Þessi speki er bygð og rótfest á bjargi sannleikans og má því eigi falla Lofum brimróti blindni og fávizku að hamast og æða um- hverfis þá bygging; látum hið mikil- láta mannvit ennþá lengi spotta og ^ortryggja þessa speki, hún mun samt sigra og fáni hennar gnæfa hvar sem himinsins blær andar. Því á þann fána er skrifað: »Sannleikurinn tnóti allri veröld- innu! Molar. Eftir síra Matth. Jocliumsson. ReykjaYlkar-annáll. Með s|s Baron Stjærneblad hefir undirritaður fengið mjög mikið nf vetrarfrakkaefnum, buxnaefnum o. fl Ludvig Andersen. Kirkjustræti 10- III. Lofsöngur spíritismans. (Eftir enskan vísindamann). »Þér segið hinn »hreini« spíri- tismi, er vér köllum Spíritúalisma1) bjóði enga heimspeki. Það er rangt. Spíritúalisminn býður heiminum þá stórfeldustu og fullkomnustu lífs- skoðun, sem eyru hafa heyrt. Hann svellur af opinberunarljósi guðs dýrð- ar, tendrar nýjan eld í hjörtum, og ægishjálm í augum með funa ódauð- legs fjörs og krafta. Hann lyftir oss hátt yfir hörmungar þessa lifs og lætur oss sjá fyrirheit dýrðlegrar framtíðar í skuggsjá líðandi stundar. Hann sameinar alla hluti í eina heild. Hann birtir oss alheiminn ofinn guð- legri gæzku undir ársal eilífs rétt- lætis. Sérhver kvöl, sérhver sárs- auki, sérhver ofraun á sér iðgjöld og bætur í vonum, eins og dag eftir nótt. Munið pað og gleymið pví eigi I Hann gerir kenning Austur- landa um afturkomu látinna í jarð- neskt hold óþarfa og misskilning einn, því að hjarta hinnar eilífu elsku geymir græðslulyf hverju sári, hug svölun hverri hörmung, og nýan styrk hverju vanmætti. Einnig hinir »föllnu týndu, dauðu«, finna þar skóla, sem agar þá til guðsríkis, því hinn eilífi húsfaðir á gnóglegt rúm fyrir alla, alla. — Þér segið: »Ekkert nýtt, engin speki«. Blindir menn, hættið þeirri heimsku! Þó segið þér það ') Svo kalla enskir vísindamann enn hinn >ómengaða« spiritisma. Aðkoniumenn : Sigurður bóndi frá Selalæk og Tómas bóndi frá Barkar stöðum. Ásgrímnr Jónsson kom ífyrradag, úr sumardvöl austur í Fljótshlíð. Seg- ir veður oftast. leitt og óljúft, svo að ilt hafi verið að stunda málaralist. Áttræðisafmæli. Í dag er 80 ára aldursafmæli eins af hinum velþektu gömlu borgurum þessa bæjar. Það er Sigurður Þórðarson í Stein- húsinu, sem kallað er. Hann er sá eini núlifandi af hinum svo nefndu Borgarabæjarbræðrum og var á sinni tíð einn af þektustu útvegsbændum hór, ötull sjósóknari og með hepnustu formönnum hór um slóðir. Sigurður hefir alla tíð verið sómi sinnar stóttar, sí-fjörugur, kátur og glaðlyndur; hann er furðu ern ennþá, en hefir þó gengist nokkuð fyrir á þessu sumri. í dag á hann vísar árnaðaróskir allra sinna gömlu samverkamannna, vina og kunningja, bæði eldri og yngri, nær og fjær. Hljóðfæraslátt var mikið um í bæn- um a sunnudaginn. Fólagið »Harpa« lék á Austurvelli fyrir fjölmenni miklu, sem eins og venja er við slík tækifæri, fylti göturnar kringum völlinn. Er það álitlegur hornaflokkur — alls 12 hljóðfæri — sem bærinn nú hefir eigti- ast og má heita góð sutinudagsskemt- un. Voru alls leikin 10 lög — flest útlend — og fóru flest þeirra vel. Vonandi eiga bæjarbúar kost á að njóta þessarar skemtunar oftar í haust — ef veður leyfir. Eunfremur hafði síra Fr. Fr. kallað saman þá sveit hinnar uppvaxandi kynslóðar bæjarins, sem um hann fylk- ist og hann sjálfur kallar »Ur- valið«. Hvort hór er átt við úrval unga fólksins i höfuðstaðnum vitum vér eigi. Var gengið í skrúðgöngu um götur bæjarins, síra Friðrik í farar- broddi með borðalagða húfu á höfði og heilsandi til beggja handa á her- manna vísu. Þá kom lúðrasveitin leik- andi á horn, með bumbuslætti sem hristi húsin, svo » V æ r i n g j a r « í rauð hvít-bláa einkennisbúningnum, og loks stór hópur barna. Annars var gaman að sjá þessa ungu vini síra Fr. Fr. og heyra þá leika á lúðrana, sem flestir voru mun stærri en drengirnir. En mest gamanið af skrúðgöngunni hafa drengirnir auðvitað sjálfir — og þeirra ágæti foringi, barnavinurinn sr. Fr. Fr. Kamelíufrúin er leikin í kveld og annað kveld (fimtudag) í Iðnaðarmanna- húsinu. Aðalhlutverk leika Jens B. Waage og frú Stefanía. Verður það vafalaust fyirtaks skemtun. Leikfélag Reykjavíkur. Það er nú fullráðið, að fyrsta leikritið, sem félagið s/nir, er þyzkur leikur eftir Schönherr og heitir : T r ú 0 g h e i m i 1 i. Um jólin verður L ó n- harður fógeti leikinn og þar á eftir norst leikrit eftir hinn ágæta höfund Johan Bojer. Það heitir: Kærlighetens Ö j ne (Ástaraugu). Fastir leikendur fólagsins í vetur verða, af kvenfólki: Emilía, Evfemia og Guðrún Indriðadætur, frú Stefanía og frú Þóra Möller, en af karlmönn- um: Árni Eiríksson, Friðfinnur Guð Kripddvörur. Rúgrajöl og Bankabyggs- mjöl til blóðmörsgerðar, er nú sem fyr hyggilegast að kaupa hjá oss, því með því eina mótinu hafa húsmæðurnar tryggingu fyr- ir lostætu slátri. Verzí. B. 71. Bjartiason. sléttar, riflaðar. Hálfu ódýrari en allstaöar annars- staöar, í verzlun B. H. Bjarnason. Forn gullbrjóstnæla tnpaðist síðastl. sunnudagskvöld. Skilist á skrifstofu ísafoldar. Vólritun fjT Sigríður Siggeirsdóttir, Laugaveg 13. Aggerbecks Irissápa er óviðjatnanlega góó íyrir húóina. Uppáhald allra kvenna. Bezta barnasápa. BiÓjið kanp- menn yóar um hana. MargaFinið góða fæst nú aftur í verzlun G. Zoega. Skautafél. Reykjavíkur heldur Dansleik i 'Hotel Reykjavík. laugardag n. okt. kl. 9 siðd. Nylunda á seiði! Aðgangur 1 krónu. Félagar einir hafa aðgang og geta skrifað sig á lista og keypt að- göngumiða í Bókaverzlun Isafoldar til föstudagskvölds. Kentiari sem tekið hefir kennarapróf og síðan stundað kenslu í 3 vetur, tekur börn heim til kenslu á aldrinum 6—10 ára. Unglingar og eldri geta líka fengið kenslu i ýmsum námsgreinum á sama stað. Hefir beztu meðmæli. Menn tali við Einar Eofts- son, hittist fyrst um sinn í Grjóta- götu 9 kl. 7—9 e. h. Leikflmispeysur handa stúlkum margar tegundir. Braunsverzlun Aðalstræti 9. Hálf jörð, Þorgrímsstaðir í Árnes- sýslu, fæst til kaups. Upplýsingar viðvíkjandi sölunni fást hjá hr. Ey- ólfi Guðmundssyni á Grímslæk eða Páli Guðmundssyni á Melum. Kenslu í allskonar hannyrðum veitir Inga Lára Lárusdóttir, Miðstræti 5. jónsson, Helgi Helgason, Herbert Sig- mundsson, Jakob Möller, Ragnar Hjör- leifsson og — líklega Jens B. Waage. Má þetta heita vænlegur flokkur. Skautafélagið efnir til skemtunar í Hótel Reykjavík á laugardaginn, sbr. augl. í bl., þ. e. a. s., ef nógu margir skrifa sig á lista. Skipafregn. Baron Stjerne- b 1 a d, aukaskip frá Sam. fél. kom hingað í gær. C e r e s er væntanleg á morgun. Meðal farþega eru: Gunnlaugur Clae- sen læknir og frönskukennari til há- skólans. Trúlofuð eru Eyólfur Guðbrandsson st/rimaður og jungfr. Steinunn Sigur- geirsdóttir. Minningarritið um Björn Jónsson var fyrirhugað, að út kæmi í dag (8. okt.) — á af- mælisdegi B. J., en vegna anna í prentsmiðjunni o. fl. dregst útkoman fram í næstu viku. Skiftafundur verður haldinn laugardaginn 18. þ. m, kl. 1 e .hád. í bæjarþingsstofunni hér í þrotabúi Baldvins Einarssonar aktýgjasmiðs, og verða þá lagðar fram skýrslur um eignir búsins og skrá yfir skuldir þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík 7. okt. 1913 Jón JTlagnússon. Skiftafundur verður haldinn laugardaginn 18. þ, m. kl. 12 á hád. i bæjarþingsssof- unni hér í dánarbúi Helga Hannes- sonar úrsmiðs. Verður þá skýrt frá hag búsins og lögð fram skýrsla um skuldir þess. Bæjarfógetinn i Reykjavík 6. okt. 1913 Jón Magnússon. Leikfimi Nokkrar utanbæjarstúlkur geta enn komist að ókeypis leikfimisnámi. I. Brands, Vonarstrœti 12. Vanalega heima kl. 10—11 f. hád. Likkistur, Líkklæði, Kransar. Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis i kirkjuna. Éyv. Árnason, trésmiðaverksmiðja, Laufásveg 2*

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.