Ísafold - 11.10.1913, Page 1

Ísafold - 11.10.1913, Page 1
i ll^^ltl»nlt^^tn^nn^ll1l^lH1^nn■^nl■lnt■llll^llll■^l Kemur út tvisvar í viku. Yerð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1-| dollar; borg- ist fyrir mi'ðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafuir Björnsson. Talsími 48. Il^ln^^ln^^n^l^ln^■ln^■nl1■nn^llln^lll»llll^lllnll | Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- iu só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 11. okt. 1913. 81. tölublað Friðarvarði Norðmanna og Svia. Þ. 14. ágúst 1914 eru 100 ár liðin frá því Norð- menn og Svíar hafa borið vopn hvorir á aðra. í minningu þess á að reisa á landa- mærum landanna (við Charlotten- berg) minnisvarð- ann, sem hér er mynd af og af- hjúpa hann 14. ágúst næstk. Varðinn er ger eftir teikningu Lehming húsa- meistara, en Norð- menn reisa að mestu. Varðinn á að vera 20 stikur á hæð, úr hvítum norskum granit- steini. í varðan- um eru 2 súlur, merki um hinar hliðstæðu þjóðir og á hvorri súlunni stendur karlmaður, Norðmaðurinn og Svíinn og takast i hendur. Varð- inn kostar 24000 kr. Á steininn á að setja tvennar áletranir norskar og tvennar sænskar. Sviar ætla að hafa þetta á steininum: r. Héðan í frá er ófriður milli bræðranna í Skandinaviu óhugsandi. 2. Sænskir og norskir friðarvinir reistu steininn 1914 til minning- ar um 100 ára frið. I. O. O P. 9410179. Alþýðufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 myd. 1—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) -8 Bæjarfógetaskrifstofan opin y. d. 10—2 og •= —7 Bæjargjaldkerinn Laufásy. B kl. 12—8 og )—7 lCyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. 14A fií7 J • -8 íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/!—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 dðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgam. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn U-21/*, B1/*—6'/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 Qg B—8. Útlán 1—8. Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin frá 13—2 Landsfóhirbir 10—2 og B—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12 -2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. lf -1 Náttúrugripasafuib opib l1/*—21/* á sunnU'L Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.8 opinn ,daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Yifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnib opib sd, þd. fmd. 12—2. Nýja B16 sýnir í kvöld og næstu kvöld: Örlagaþræði Tviþætt drama eftir Daniel Riché. Leikið af ágætum frakkneskum leikurum. Kameliufrúin verður leikin í Iðnaðarmannahúsinu Mánudagsbvöld 13. þ. m. kl. 8 72 síðd. Aðalhlutverkin leika Stelanía Guðmundsdóttir o% Jens B. Waage. Ársþing hjálpræðishersins! Hljómleikahátíð í kvöld! Allir foringjar landsins viðstaddir. Kostakj ör Isafoldar Gerist baupendur Isafoldar í dag! ísaf. kostar frá i. okt. til nýárs að eins 1 krónu. Að auki geta nýir kaupendur valið úr eldri árgöngum af sögusafni ísa- foldar einhverja 2 árganga. í sögu- safninu eru aðeins ágætar sögur á vandaðasta máli. M. a. Vendetta (662 bls.), Heljar greipar (280 bls.) o. s. frv. JTlunid efíir Jlatn Tlatn. Reykið Egypskar Cigarettur frá A. G. Cousie & Co, Kairo; þær eru óefað bragðbeztar og minst skað- legar. Sérstaklega skal eg leyfa mér að mæla með: Prittce of Wales, JTtandiaíe og JJr. 3. Þessar tegundir, ásamt ýmsum fleir- um, fást í tóbaksverzlun c71. <3> J2ovi. Nýjar kosningar. IV. Úr stefnuskránni. Misskilningur Lögréttu. Enginn vafi er á því, að ávarp það til íslendinga, sem Sjálfstæðismenn hafa komið sér saman um og birt var í síðasta blaði, hefir vakið góðan hug og ánægju, eigi að eins meðal Sjálfstæðismanna allra.heldur og mjög margra annara, sem eigi hafa talist til þess flokks. Sjálfstœðismenn fagna þvi, að gamlir samherjar ganga nú samtaka til kosn- inga, vinna samhuga að því að fleyta áfram þjóðarsjálfstæðis-skútunni Og hinir, sem eigi hafa talist til Sjálfstæðisflokksins finna það,að fram- sóknarstefna sú, sem Sjálfstæðismenn vilja beitast fyrir til að gera þjóðina sem óháðasta öllum nema sjálfri sér — bæði andlega og efnalega — hún á óðul í hjörtum þeirra og fylgi skilið af einlægum og ötulum hug. Allir, sem með gætni og athygli kynna sér stefnuskrána, hljóta að komast að raun um, að ekkert stór- yrða-glamur eða angurgapa þembíng- ur er hér á ferðinni, heldur viti-born- ar og röksamlegar tillögur, er allar stefna að einu og sama marki: efna 00 stjórnmálasjálfstíeði Islendinga. í ávarpinu segir, að »eins og nú er komið málum vorum® geti eigi um neinn ágreinitig verið að tefla um stefnu stjálfstæðismanna hvorki í sambandsmálinu eða öðrum sjálf- stæðismálum. Orðatiltækið »eins og nú er komið málum vorum« á við úrslit þau, er samkomulagstilraunirn- ar 1912 hafa fengið. Þótt áður hafi oftar en einu sinni verið drepið á þetta atriði hér í blað- inu — verðum vér enn einu sinni að fara um það nokkurum orðum vegna herfilegs misskilnings á afstöðu vor samkomulagsmanna úr Sjálfstæð- isflokknum, er lýsir sér í Lögréttu hinni síðustu. Það er eins og blaðið haldi, að vér höfum með því að styðja sam- komulagstilraunirnar í fyrra bundið oss eilífan samningatilraunabagga á herðarl Meiri getur misskilningurinn naum- ast orðið. Það munu allir þeir menn játa, er viðriðnir voru samkomulagstilraun- irnar vorið 1912, að vér Sjálfstæðis- menn í þeim tilraunum, létum ávalt skýrt uppi, að ef Danir eigi vildu að »bræðingnum« ganga, teldum vér oss eigi lengur bundna við hann, heldur yrði þá að láta sambandsmálið hvíla sig, og lýstum því afdráttarlaust yfir, að vér teldum þá sjálfsagt að halda fram sem marki voru stefnu meirihlutafrumv. 1909. Og það var meira að segja farið fram á það af vorri hálfu, að Heimastjórnarmenn tækju þá líka upp það stefnumark, ef Danir fussuðu við framréttri hönd vorri til samkomulags. Að vísu gerðu þeir það eigi, heldur vildu hafa aðra aðferð til þess að svara Dönum, að- ferð sem þó skal eigi gerð að um- talsefni að þessu sinni. En allir voru þeir eins og vét Sjálfstæðismennirnir á einu máli um það að láta málið hvíla sig. Af þessu má öllum vera ljóst, hversu átyllulaus og rangsleitinn áburð- ur það er, sem Lögrétta ber á ísa- fold, að hún bregðist stefnu sinni frá i fyrra. Það er þvert á móti Lögrétta, sem þann áburð á með réttu, hún og sumir úr liði því, er henni heldur úti og meðal þeirra núverandi ráð- herra. Ráðherra vék að því hvað eftir annað á þingi í sumar, að sambands- málið væri eigi dautt, það væri eigi öll nótt úti enn um það, hann væri eigi búinn að missa vonina um að fá einhverju framgengt í því o. s. frv. Og Lögrétta hefir sungið líkan són og gerir enn í síðasta blaði. Að halda nú enn áfram samninga- tilrauna-sargi við Dani eftir »bræð- ings«-málalokin, efdr hin grútarlegu stjúpu-útlát sem í vetur voru »vænt- anlega fáanleg« — pað er beint brot á fastmælum peim, er bundin voru með oss bræðingsmónnum í fyrra og til eru meira að segja svört á hvitu. Þegar því systir Lögrétta er að bera ísafold á brýn hringlandaskap og skoðanabreyting — þá mætti minna hana á þetta: »Maður littu þér nær, liggur í götunni steinnc. En einmitt þessar vanefndir Lög- réttu, stjórnarinnar o. fl. á fastmæl- unum sem bundin voru í fyrra, rétt- læta fullyrðinguna í ávarpi Sjálfstæð- isflokksins, um, að Sambandsflokk- urinn muni þegar hreyfa sambands- málinu, ef hann kemst í meiri hluta. Það er sú hætta, sem þjóðin verð- ur að gæta sín á. Því að hver ein- asti maður má vera viss um, að úr því Danir tóku svo illa í framrétta sáttahönd í fyrra, sáttahönd, sem að baki sér átti vafalaust megin þorra þjóðarinnar, — þá er engis von, nema annars verra, ef nú væri enn þá farið að fitja upp á samninga- tilburðum. En það virðist þvi miður vera orðinn óviðráðanlegur sjúkdómur í í sumum stjórnmálamönnunum, eigi sízt ráðherra, að koma sambands- málinu í einhverja höfn — hver sem hún er. Og uppkasts-höfnin hefir margsinn- is verið lofuð og prísuð af Heima- stjórnarflokknum eða foringja hans, sem sú paradís, er óðara skyldi inn í sigla — ef ley^ft yrði af Dönum. Frá báðum flokkunum stafar því hætta í sjálfstæðismáli voru. Fram hjá þeirri hættu verður eigi komist nema með kröfunni um: Samninga-tilraunir um sambandsmál- ið á hilluna — fyrst um sinn! Það er fyrsta loforðið, sem kjós- endur þessa lands verða að heimta af þingmannaefnum sínum. Það er og fyrsta stefnuskráratriðið i ávarpi sjálfstæðismanna. Island erlendis. Nýtt fána-afrek danskt. Ný dæmi um íslenzka ókurteisi. Svo heitir grein, sem birtist í danska blaðinu Köbenhavn þ. 6. sept. og segir frá dönsku fána-afreki á ísafirði, sem al- ókunnugt hefir verið enn hér í Reykjavík. Þykir oss rétt að birta grein þessa í heild sinni. Hún skýr- ir sig bezt sjálf. Svo hljóðar hún: »Fána-viðburðurinn í Reykjavík hefir af sér leitt annan líkan á ísa- firði. Landmælingadeildin danska er við mælingastörf þar og verið af vingjarnleik lánað barnaskólahúsið til afnota. Á afmæli Jóns Sigurðs- sonar var æsingafáninn (demonstrat- ionsfane) dreginn á stöng á skóla- húsinu. Buchwald höfuðsmaður sneri sér þegar til prófastsins (Þorv.) Jóns- sonar, sem er formaður skólanefndar og benti honum á þetta. Prófasturinn lofaði að láta taka fánann niður, og þegar fáninn enn var á stöng að 2 klst. liðnum, tók Buchwald höfuðsmaður fánann niður og sendi hann til prófasts, einmitt meðan Hannes ráðherra Hafstein var hjá honum í heimsókn. Á næstunni var síðan dannebrog ein á stöng á húsinu. En fyrir nokkrum dögum lætur (Sigurjón) Jónsson skólastjóri alt í einu draga stúdentafánann á stöng af nýju við jarðarför barns nokkurs. Með því að Buchwald höfuðsmað- ur var fjarverandi, sneri Styrmer liðsforingi sér til (Þorv.) prófasts Jónssonar, og er hann færðist undan að taka fánann niður, lét Styrmer liðsforingi hann vit?, að hann flytt- ist þegar úr skólanum. Hann þakk- aði því fyrir gestrisnina undanfarið og fór skömmu síðar úr skólahúsinu. Þetta er ágætt dæmi um íslenzka ókurteisi (Taktlöshed), með því að framkoma (Sigurjóns) skólastjóra Jónssonar verður eigi öðruvísi skilin en ósæmileg móðgun (demonstra- tion) við Dani. Annar viðburður hefir orðið í Reykjavík, eftir aðgerðir Vals- ins. Forstj. Steinolíufélagsins danska varð að biðja lögregluna vernda dannebrogsfánann. Það fær oss Dönum furðu að ferð- ast hér um í dönsku landi og eigi að síður vera skoðaðir útlendingar. Oft fáum við að heyra, að ísland sé eigi danskt og hafi aldrei verið með þvi að eigi sé unnið með her- valdi! Danir1) hafa hingað til farið altof vægilega með Islendinga, en ef vér ætlum að halda landinu, verður að láta skríða til skarar (maa der handles nu). Er það lögum samkvæmt að draga upp hvaða fána sem vera skal á al- mannanús? (Magnús) sýslumaður Torfasson (sic 1), sem áður hefir flaggað með dönsku klaufaiflaggi, flaggar nú með ólöglega(l) fánanum. Það1) væri fróðkgt að fcí vitneskju um livort sýslumaður, sem skipaður er af konungi, sé danskur — cða >ís- lenzkur embættismaður«. Erindi um Island hefir síra Bjarni fónsson dómkirkjuprestur fiutt í ýmsum deildum kristilega unglinga- félagsins í Danmörku m. a. í Ar- ósum og Öðinsvé, Sömuleiðis talaði í) Leturbreyting vor.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.