Ísafold - 11.10.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.10.1913, Blaðsíða 2
320 ISAFOLD Bjarni um ísland á fjölmennri sam- komu Skandínava í Berlín. FerðamannaleiRir um Island heitir bók sem Daniel Bruun höfuðsmaður hinn danski hefir nýlega samið, en Gyldendalsforlag gefið út. Er all- mjög af henni látið í dönskum blöð- um. Berlingur ritar, í grein um bókina, m. a. þetta: »Ef dálítill hluti alls þess tíma og krafta, sem nú er eylt á íslandi í óendanlegar stjórnmáladeilur — væri notaður til þess að létta undir ferðamannaheim- sóknir til íslands, t. d. með því að reisa bærileg gistihús, sjá um þægi- legar ferðamannaleiðir, upplýsinga- skrifstofu — og eigi sízt járnbraut til Geysis og Heklu, þá mundi á því græðast stórfé. Fyrir mörgum árum hafa amerískir rithöfundar kallað ísland ferðamanna- land framtíðarinnar. Þeir hafa spáð því, að er hið auðuga ferðafólk væri leitt orðið á Norvegi og Sviss, þá mundi það leita til íslands. Spá- dómurinn er byrjaður að rætast. En íslendingar sjálfir hjálpa alt of lítið tilc. Háskólinn og Lorentzen. Einhver Veslur-Dani gerir í Politiken 5. sept. þá fyrirspurn til Carls Lorentzen prófessors, hvort tillögur hans um að styrkja íslenzka háskólann og há- skólaborgara hér, sé samkvæmar reglu- gjörð Poulsenssjóðsins. Heldur fyr- irspyrjandi því fram, að svo sé eigi og fær tækifæri um leið til þess að senda íslendingum smápillur um það, hve feikna erfitt þeir eigi vegna fá- tæktar að fullnægja hinum háu hugs- unum sínum um stöðu landsins í heimsfélaginu. Lorentzen svarar í sama blaði 12. sept., og bendir á ýmsa annmarka á núverandi stjórn og heldur því fram, að megn órétt ur hafi verið ger íslandi með því að útiloka íslendinga frá styrk úr sjóðn- um. Sam.fél. og samgöngur. National- tíðindi rita um þetta mál þ. 6. sept. Þykir blaðinu hörð meðferðin á Sam.fél. og illa þakkað »starf félags- ins til að auka íslenzka útflutninga seinasta áratuginnt. Blaðið hefir ennfremur átt tal við Cold, forstjóra Sam.fél. Segir hann m. a., að Sam.fél. hafi þótt hart að vera fleygt út árið 1909, og er tíð- indamaður spyr hann um, hvernig afstaða félagsins verði eftirleiðis til íslandsferða, svarar hann: »Þeirri spurningu kýs eg heldur að svara eigi. Tíminn verður að leiða það í Ijós«. Annarsstaðar að hefir heyrst, að Sam.fél. sé um það leyti að láta smíða nýtt fyrsta flokks skiptil íslandsferða. Berlin — Wiehe. Þeim hefir lent saman út úr íslands málum Knúti BerUn og Holger Wiehe. Hefir Berlin vitaskuld eigi þolað að nokk- ur Dani þyrði að unna oss sann- mælis, svo sem gert hefir hr. Hol- ger Wiehe, nú síðast í fána-afreks- deilunni. Hin fyrsta grein Wiehe um fána- afrekið birtist í Hovedstaden þ. 15. júlí og nokkuð var getið hér í blaðinu þ. 13. ágúst. Þ. 6. sept. svar- ar Berlin þeirri grein og telur Wiehe hafa skýrt málið »að heita má al- gerlega frá íslenzku sjónarmiði* og þarf þá vitaskuld heldur en eigi að ryðja úr sér sínum stórdanska vís- dómi um réttmæti fánatökunnar. Svo svarar Wiehe aftur í Hoved- staden 10. sept., en þá grein höfum vér því miður eigi fengið. Aftur svarar svo Berlin í sama blaði 18. sept. — mikilli romsu um það, hvað Wiehe hafi jafnan litið á deilumál Dana og íslendinga með islenzkum gleraugum, og telur nú ýmislegt upp, sem Wiehe hafi um þessi efni ritað, og rétt er að rifjað sé upp, hið helzta, fyrir islenzkum blaðalesendum, svo að þeir gleymi eigi, hve viturlega og drengilega Wiethe hefir oft tekið í mál vor. T. d. ritar hann þessi skynsömu orð i »Gads Magasin* fyrir nokkurum árum : »Fíú (Danir) skulum losa oss við allar kreddur um »rikiseinini>una« 0$ »stórdanska« drauma. Hvað stoð- ar ríkiseininf, sem annar málsaðilinn hatar.« í sömu grein stingur Wiehe og upp á því, að vér fáum vort eigið flagg, »sem tákn bœði um íslenzka pjóðernið og íslenzka ríkið«, og í sömu greininni gerir hann enn ráð fyrir að persónusambandið verði úrslit sam- bandsmálsins. Fyrir þessi og þvílík ummæli virð- ist Berlin helzt vilja gera Wiehe að hálfgerðum landráðamanni, minsta kosti að manni, sem Danir megi með engu móti treysta. Nei, auð- vitað mega þeir engum treysta — nema Knúti Berlinl »Vér einir vit- um«. Það er boðorðið, sem nú er hann að berja inn í landa sína um íslenzk mál. En það er rétt, að sjáist svart á hvitu í íslenzku blaði, að eý Berlin verður framvegis leiðarstjarna Dana í íslenzkum málum, þá verður þess eigi langt að bíða, að síðasti sam- úðarneistinn milli þjóðanna verði að köldu koli. Um Hekluhraunsgosið i vor ritar Carl Kíichler ítarlega grein í þýzka myndablaðið Illustrirte Zeitunq þ. 18. sept. þ. á. Þar eru og 2 myndir af gosinu, ágætlega prentaðar. Önnur tekin af Kjartani Guðmundssyni, hin af Magnúsi Ólafssyni. Auk þess er uppdráttur af gosasvæðinu birtur í blaðinu. Fimm vitar hafa verið reistir í sumar hér á landi. Krabbe vitastjóri hefir ásamt Jósef snikkara Magnússyni haft um- sjón alla með vitasmíðinni. Þessir 5 vitar eru: á Bjargtöngum, Kálfs- hamarsnesi við Húnaflóa, Skagatá, Flatey á Skjálfanda og Brimnesi við Seyðisfjörð. Háskólaerindi fyrir al- menning. Þetta háskólamissiri eru þessi erindi helzt fyrir alrnenn- ing: Björn M. Ólsen talar um bók- mentasöqu Islendinga þriðjudaga og laugardaga kl. 5—6, Ágúst Bjarna- son talar um heimsmynd vísindanna á miðvikudagskvöldum kl. 7—8 og Jón Jónsson sagnfr. um sögu Islands (tímabilið 1262—1550) þriðjudaga og laugardaga kl. 7—8 síðd. og um sógu og jornjrœðaiðkanir Islendinga ejtir siðaskijtin fimtudaga kl. 7—8. Verður eigi nógsamlega brýntfyrir öllu námfúsu fólki að sækja þessa fræðslu. Slysför. Fyrra föstudag druknaði í Blöndu Friðfinnur Jónsson frá Stóru-Giljá, kunnur undir nafninu »Rauði Finn- ur«. Hafði verið staddur á Blöndu- ósi og fallið í ána, ófrétt með hver- jum hætti. Friðfinnur var einkenni- legur karl mjög, og allgreindur. Átti í brösum við frændur sína, ennfr. fyrv. sýslumann Húnvetninga o. fl., og gaf ritling út um þær deilur fyrir 2 árum. Ýms erl. tíðindi. Hjónaband Manúels. 5. sept. gekk fyrv. Portúgalskonungur, Manúel, að eiga Augustu Victoríu af Hohenzol- lern. Brúðkaupið stóð í Sigmarin- gen á Þýzkalandi að viðstöddu fjöl- menni miklu, þar á meðal prinsinn af Wales og Eitel Friedrich, sonur Þýzkalandskeisara. Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð, sem neitið var til Bretlands. Nú segja erl. blöð frá þvl að hætt hafi verið við ferðina á miðri leið, og hafi Augusta Vik- toría haldið heim til föðurhúsa aftur. Kvað hún haldin einhverjum leiðum kvilla, og er búist við, að hún þvertaki fyrir alla sambúð við Manúel í franltíðinni. »lmperator«. Hamborg-Ameríku- fél. hefir ákveðið að gjörbreyta vélum skipsbáknsins Jmperator'. Síð- an skipið fyrst hóf ferðir sinar millt Hamborgar og New-York, hefir hvert ólánið á fætur öðru fylgt því. Það strandaði á Elbu-fljóti í vetur; á til- raunaferð þess út í Englandshaf, bil- aði ein vélanna og tók 2 mánuði að geia við; siðan hrepti skipið afskapa- veður á fyrstu ferðinni til Vestur- heims, og kom mörgum timum á eftir áætlun til New-York, sem þykir mikið. Og loks kviknaði eldur í skipinu þegar það fyrir skömmu var statt í New-York, og eyddi eldur- inn fleiri þús. kr. virði. Siðan hefir það komið fram, að katlar skipsins eru meira eða minna gallaðir og hefir þvi skipafélagið ákveðið að breyta öllum vélum þannig, að brenna megi oliu i stað kola. Ennfremur gerir stjórn félagsins kunnugt, að það sé hætt við byggingar á tveim álíka báknum, sem þegar höfðu ver- ið ráðnar, þareð reynslan með »Im- perator* sýni, að jafnstór skip aldr- ei geti svarað kostnaði. — Kólerusótt geysar víða um þessar mundir. í Vínarborg hafa komið fyrir mörg tilfelli, og hafa margir dáið; eins á Ítalíu og Rússlandi og jafnvel á Suður-Þýzkalandi hefir orð- ið vart við sóttina. Og á Balkan- skaga bætist hún ofan á alt annað böl — ófrið, ótíð og eymd — og strádrepur þar fólk í hundraðatali á dag. Bryan á fjölleikahúsi. — Undrun mikla hefir það vakið um allan heim, ekki minst í Vesturheimi, að utan- ríkisráðherra Bandaríkjamanna, W. J. Bryan, hefir látið ráða sig í fjölleika- hús i New-York. Kemur hann þar fram kvöld hvert og heldur ræðu einhvers efnis. En bæði fyrir og á eftir honum á efnisskránni eru lodd- arar, dansandi svertingjar og ljúfar yndismeyjar. Amerikumönnum, sem annars eru fremur hleypidómalausir menn, þykir þetta atferli ráðherrans helzt til of langt fyrir neðan hámark siðmenningar nútímans, einkum af þvi, að Bryan fleirum sinnum hefir verið í kjöri til forsetasætisins. Sjálf- ur afsakaði Bryan sig með því, að laun hans sem ráðherra ekki væru nægileg honum til viðurværis. (For- setar Bandaríkja hafa 40,000 króna laun). En þegar þessi ástæða ekki var tekin gild, kom Bryan fram með aðra nýja, nfl. þá, að fyrirlestrar hans væru haldnir til almennrar al- þýðumentunar. Óánægja gegn at- ferli hans vex daglega, og líklegt þykir, að hann neyðist til að láta af ráðherrastöðu fyrir þessa dæmalausu smekkleysu. Mexikó er sem stendur i miklum fjárkröggum. Vegna óeirða þeirra, sem síðasta ár hafa átt sér stað þar i landi, hefir Wilson Bandaríkjafor- seti bundið svo um hnútana, að eng- inn vill lengur lána Mexíkó fé. Hugs- ar Huerta Mexíkóforseti sér helzt að hætta öllum vaxtaútborgunum um hrið, og er þá ekki gott að vita hvað úr því getur orðið. I Vesturheimi er nú farið að nota gömul herskip fyrirskóla handa brjóst- veikum börnum. Búa börnin á skip- inu, sem liggur fyrir festum við ströndina, en kenslustundir allar eru á þiljum uppi i hollu og góðu lofti undir berum himni. Prestskosning. Nýlega fór fram prestskosning í Bjarnanesi í Lóni. Kosning hlaut sira Þórður Oddgeirsson aðstoðarprest- ur i Sauðanesi með 83 atkv. Sig- urður Sigurðsson cand. theol. hlaut 80. Þriðji umsækjandi var síra Bryn- jólfur á Ólafsvöllum, en hann tók aftur umsókn sína á kjördegi. Matthías Jocliumsson kom hingað til bæjarins á fimtu- daginn og dvelst hér fram eftir vetri. Hann hefir lofað Isajold að miðla henni við og við af miljóna-auð anda sins meðan hann er hér syðra. Mun lesendum vorum eigi þykja nein leiðitiðindi. Það fer að verða leiðinlegt að endurtaka sí og æ þetta sama: Matt- hías yngist með hverju ári, — en samt er satt. Eftir tuttugu ár má Sigurjón þeirra tíma fara að vara sig á, að missa ekki íslandsbeltið, ef gamla mannin- um skyldi detta i hug að fara þá i eina bröndóttal Gjafir til Heilsuhælisins. 1) Frá Sigurði Júl. Jóhannessyni lækni 81 kr. 95 aur. og var það ágóði af fyrirlestri þeim, er hann hélt hér. 2) Frá Einari jochumssyni 80 kr. og er það heitfé, er hann hét Heilsu- hælinu í vor sem leið, ef »Ljósið« hans seldist vel. Sést þar enn sem fyr að gott er heita á hælið. 3) Frá stórkaupmanni Tönnes Wathne Stavanger 200 kr. með þeim ummælum, að verja skuli til hjálp- ar einhverjum fátækum sjúklingum. Mun yfirstjórn hælisins úthluta þessu fé eftir tillögum læknisins þar. Fyrir þessar fallegu gjafir kann eg gefendum beztu þakkir. G. Björnsson. ReykjaYíknr-annáll. Aðkomumenn: Björgvin Yigfásson sýslu- maður. Síra Ófeigur Yigfússon Eellsmúla, í>or8teinn Thorarensen frá, Móeiðahvoli. Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og frú hans komu úr utanför sinni núna i vik- unni. Höfðu þan ferðast um alla Dan- mörku, snður á Þýzkaland til Berlin, Wittenberg og viðar, einnig nokknð nm Snður-Sviþjóð. Bókauppboð af nokkru af bókum Björns heit. Jónssonar var haldið i gœr og i fyrradag. Yar þar rannar eigi mikið af sérlega góðum bókum úr bókasafni hans. Hæsta verð var gefið fyrir Árbæknr Espólíns, 70 kr. Dánir: Guðriður Q-nðmnndsdóttir, (gift kona) á Klapparstig 4. Dó 7. október. Frakkneskukennarinn til háskólans kom e k k i á Ceres, eins og ráð var fyrir gert í siðnstu í s a f 0 1 d. Hafði sú fregn borist m. a. til Frakka-konsúls, en verið blandað málum. En eftir þvi sem Blanche konsúll tjáir ísafold mun hans von seinna i mánuðinum. Guðsþjónusta i dómkirkjunni á morgun kl. 12 sira Bjarni Jónsson. Kl. 5 sira Jóhann Þorkelsson. í Erikirkjunni kl. 12 sira Ól. Ólafsson. Gunnlaugur Claessen læknir kom hingað til bæjarins á Ceres núna i viknnni. Sezt hann hér að við læknisstörf. Hann hefir sérstaklega kynt sér barnasjúkdóma og Röntgens-lækningar. Mun fólki hér þykja mikill fengnr að fá sérfræðing i barna- sjúkdómum. Við Röntgens-iækningar hefir Q-nnnlaugnr og fengist mikið síðustu árin m. a. staðið fyrir helztu Röntgens-lækn- ingastotu i Danmörku um tima i snmar i fjarvern yfirlæknisins. Er búist við þvi, að honum verði falin starfræksla Röntgeng- áhaldanna, sem fé var veitt til á þingi siðast. Hjúskapur. Jónas Sigursteinn Quð- mundsson og ym. Hólmfriðnr Jóhanns- dóttir, Laugaveg 33. Qift 4. okt. Sæmundur Kristinn Klemensson og ym. Quðrún Aðalbjörg Ingimundardóttir (bæði frá Minni-Yogum). Qift 7. okt. I Khöfn eru og nýlega gift Ólafur Gunnarsson læknir og Ragna Gunnars- dóttir (kaupm. Gnnnarssonar). Qaf sira Bjarni Jónsson þan saman. Kamilíufrúin hefir verið leikin tvö kvöld i vikunni, húsið verið troðfult og fólkið stóránægt. Ekki enn verið kostur á því fyrir Ego að sjá, nema kafla úr leiknnm. ítarlegur dómur biður þvi næsta blaðs. Kamiliufrúin verður enn leikin mánudags- kvöld og ættu bæjarbúar þá eigi að sitja úr færi að sjá hana. Óvist hvenær það býðst aftur. Leikhúsið. Það var eigi allskostar rétt, sem sagt var í siðasta blaði, að Ragnar Hjörleifsson yrði i fastri leikendatölú, en leikur með i einhverjum leikritanna. Ennfremur mun mega eiga von á, að Kristján konsúll Þorgrimsson láti sitt ljós skina i einhverjnm eldri leikritum og Andrés Björnsson að líkindum i einnm leiknum minsta kosti. Skipafregn. C e r e s kom i fyrradag hlaðin farþegnm og flntningi. Eitthvað 4—500 manns kom frá Austfjörðum. Sumt fór i land i Yestmanneyjum, aðrir i Kefla- vik, en hingað til bæjarins er talið, að komið hafi nm 300 manns. Meðal far- þega vorn Asgeir Sigurðsson konsúll með frú sinni, sira Bjarni Jónsson með frú sinni, frú Stefanla Copland, jungfr. Emilia Indriðadóttir, Gunnlaugur Claessen læknir, C. F. Möller agent, Servaes prestur. Frá Vestmanneyjum Qisli Johnsen konsúll, frá Austfj. Krabbe verkfr. og Jósef Magn- ússon trésm. Y e s t a kom kringum land i fyrrakvöld með allmargt farþega og fór aftur í gær- kveldi. Sjúkrasamlag prentarafélagsins heldur hlntaveltu I kvöld og annað kvöld. Góð- ir munir kváðu vera þar og gott er fyrir- tækið, sem styðja á með hlutaveltunni. Slys gæti daglega orðið að þvi hugs- unarleysis-tiltæki drengja hér i bæ, a ð hanga aftan i bifreiðunum, þegar þær þjóta um götnrnar. Foreldrar allir ættu að vara börn sin við, áður en siysið verður og lögreglan að hjálpa til að afstýra þessu. Níutíu ára afmæli. Níutíu ára afmæli einnar gömlu merkiskonunnar í Landsveit var há- tiðlegt haldið hinn 19. maí siðastl. Afmælisbarnið var Guðrún Kol- beinsdóttir, ekkja Jóns sál. Árnasonar, alkunns merkisbónda og sæmdar- manns, er lengstum bjó í Skarði á Landi, en tengdamóðir Eyólfs Guð- mundssonar Dbrm. í Hvammi, sem margir kannast við og allir vel kunn- ugir að góðu einu. Byrjaði afmælishaldið með þvi, að börn og barnabörn Guðrúnar, mörg og mannvænleg, komu og söfnuðust saman um gömlu konuna, mömmu og ömmu sína, á heimili hennar hjá tengdasyni hennar í Hvammi, til þess að votta henni elsku sína, þakk- látssemi og árnaðaróskir; þar kom og sóknarprestur og fólk hans, ná- grannafólk margt og vinir kringum Skarðsfjall, og enn einn af hennar fáu uppistandandi gömlu góðvinum, náfrændi hennar, kær og mikilsmet- inn, Kolbeinn Eiríksson f. bóndi í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.