Ísafold


Ísafold - 15.10.1913, Qupperneq 1

Ísafold - 15.10.1913, Qupperneq 1
| Kemur út tvisvar l f í viku. Verðárg. | I 4 kr., erlendis 5 kr. | | eða ljdollar; borg- | | ist fyrir miðjan júll | | erlendis fyrirfram. I | Lausasala 5a. eint. I XXXX. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Óiafur Björnsson. Talsimi 48. Reykjavík, miðvikudaginn 15. okt. 1913. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 82. tölublað I. O. O F. 9410179. Nýja B16 sýnir í kvöld og næstu kvöld: Skipsbruni á hafinu. Svipbrigði feigðaróttans. Aðalhlutverkin leika: frú Aggerholm og hr. Psilander. RamelíuMin verður leikin annað kveld, fimtu- dag 16. okt., kl. 8V2 í síðasta sinn. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval i bænum i tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hotel Island. Reykið Egypskar Cigarettur frá A. G. Cousie & Co, Kairo; þær eru óefað bragðbeztar og minst skað- legar. Sérstaklega skal eg leyfa mér að mæla með: Prince of IVaíes, Ttlandiale og Tlr. 3. Þessar tegundir, ásamt ýmsum fleir- um, fást i tóbaksverzlun c£ dP JSqví. Kostakjör Isafoldar Gerist kaupendur Isafoldar í dag! ísaf. kostar frá i. okt. til nýárs að eins 1 krónu. Að auki geta nýir kaupendur valið úr eldri árgöngum af sögusafni ísa- foldar einhverja 2 árganga. í sögu- safninu eru aðeins ágætar sögur á vandaðasta máli. M. a. Vendetta (662 bls.), Heljar greipar (280 bls.' o. s. frv. Erl. símfregnir. Khöfn 14. okt. 1913 Manntjón á Atlantshafi. Hollenzka gufuskipið Vol- turnohefir brunnið á miðju Atlantshafi. Af farþegum fórust 136, eu 521 varð bjargað. „Port Reykjavík". Reykjavíkurhöfn eða »Port Reyk- avík« hafa frumkvöðlar Skerjafjarð- arbryggjunnar nefnt fyrirtækið þar syðra við fjörðinn. í sjálfu sér er >að mjög óviðkunnanlegt, ef ekki með öllu heimildarlaust, að gefa slíku fyrirtæki nafn Reykjavíkurhafn- ar, fyrirtæki, sem beint er ætlað að toma á kné hinni sann-nefndu Reyk- javíkurhöfn, sem verið er að gera með ærnum kostnaði fyrir fé bæjar- og landssjóðs. Slík keppiaðferð er ekki talin drengileg í viðskiftum ein- stakra manna í milli og ætti sízt að vera þolandi í viðskiftum erlends fé- lags við bæinn og landið. Er furða, að eigi skuli hafa verið mótmælt af stjórnarvöldum lands og bæjar, að Skerjafjarðarvirkjunum sé gefið nafn Reykjavíkurhafnar. ísafold sagði i sumar frá ýmsu úr fundargerðum félagsins. Nú hef- ir hún átt kost á að sjá ýms önnur plögg, sem frá félaginu eru send eða stofnendum þess. Að líkindum hafa lesendur ísafoldar, að minsta kosti í Reykjavík, gaman af að sjá og heyra, hve ötullega er gengið fram í því að koma á því fyrirtæki, sem að söcn frumkvöðlanna sjálfra á að koma á kné höfuðstað landsins sem viðskifta og verzlunarstöð. í fundarskýrslu þeirri, sem drepið var á i ísafold í sumar, segir meðal antiars, að Reykjavíkurbær liggi á norðurhlið Seltjarnarness, þar sem skip verða að liggja á hættulegri legu (in an exposed position) með kynt á katlinum; en Skerjafjörður liggi að sunnanverðu, »þeirri hliðinni, sem nær er Bretlandi hinu mikla og meginlandi Evrópu«. Aftan við fundarskýrsluna erskýrsla frá verkfræðingum í Edinborg, sem, lesin var á fundinum. Er gert ráð fyrir, að auðvelt verði að leggja járn- braut frá »Reykjavikurhöfn« til heppi- legs staðar i Reykjavík, fram hjá »Istjörninni« (the Ice Pond) og úr henni geti botnvörpungar (í *Reyk- javíkurhöfn«) fengið ódýran ís. Auð- veldast væri að gera járnbraut þessa að hluta af járnbrautinni frá Reyk- javík til Þingvalla og áfram. Aftan við fundarskýrsluna er kort af Sel- tjarnarnesi. Þar er Reykjavík sýnd sem fláki litlu stærri en land það, sem félagið hefir keypt við Skerja- fjörð. Síðan í sumar hefir félagið sent út skýrslu til svars fyrirspurnum frá hluthöfum. Er þar talað um »Reyk- javíkurhöfn«, sem liggi 2 enskar mil- ur frá »Gömlu Reykjavík* (Old Reyk- javík). Tekjur á »Höfnin« að hafa af »sköttum og gjöldum af fiskiskipum og öðrum skipum, uppskipun áfiski, leigu af þurkunar-plássi fyrir Mið- jarðarhafsfisk og öðrum fiskiveiða- fyrirtækjum og almennum bryggju- gjöldum og gjöidum af verzlun við önnur lönd, bæði innflutningi og út- flutnitigi«. Þá segir: »Nú er ver- ið að koma gegnum þingið lögum um að koma á járnbraut, sem tengi Höfnina beínt við Reykjavík*. Þá er kafli um verðhækkun fast- eiqna í nánd við Reykjavík og i Reykjavik. Þar segir: »verðhækkun á fasteignum í nágrenni við Reyk- javik hefir verið stórkostleg ásiðustu árum og Hr. Ö. Árnason, mikils- metinn, kaupmaður á íslandi, sem er gagnkunnugur fjárhagsástæðum landsins, segir sem hér fer á eftir: »Mörg hundruð fiskiskip eru nú skrásett á Islandi, en útlend fiski- skip, sem til íslands koma, eru miklum mun fleiri en heimaflotinn. Altaf er tala þessarra skipa að auk- ast og bygging Skerjafjarðar mun draga þangað flest skipa þeirra, sem nú fiska við suðurströnd ís- lands. Á síðasta 10 ára bili er mér kunn- ugt um, að sumar lóðir í Reykjavik hafa hækkað í verði um 4OO°/0 og landeignir yfirleitt hafa hækkað mjög mikiðíverði á þessutímabili*. Hann telur líklegt, að ef Skerja- fjörður verði bygður, muni landið þar hækka í verði um 45 aura ferfetið (þ. e. kr. 1.80 feralin). Þá segir: »Hr. F. Jónsson, mikilsmetinn jarðeigandi og kaupmaður, hefir skrifað og skýrt frá, að lóð í bænum, sem hann keypti árið 1896 fyrir 6 pund sterling (108 krónur) hafi verið seld 1902 fyrir 770 sterlingspund (13.860 kr.) og hafi verð byggingar á lóðinni ekki farið fram úr 200 sterlingspundum (3600 kr.). Árið 1906 hafi sama lóð verið seld á 4.330 sterlings- (77.940 kr.) og hafi verð byggíng- ar á lóðinni þá ekki farið fram úr 2000 sterlingspundum (36.000 kr.). Hann segir frá öðru tilfelli, er jörð, 5 mílur (enskar) frá Reykjavik'var seld fyrir 8 árum fyrir h. u. b. 320 sterlingspuud (5760 kr.) og 5 árum síðar fyrir h. u. b. 1450 sterlingspund (26.100 kr.). Hr. Jónsson bætir við, að þessar verð- hækkanir séu einkenni (typical) þeirrar verðhækkunar, sem alment eigi sérstað í nánd við Reykjavík«. Þá segir að nýtt fjör sé að fær- ast í verzlun íslands við önnur lönd og bróðurhlutinn muni lenda í höndum Breta, þar sem brezkt fé flýtur nú inn i landið. Þá segir: »Góð, trygg höfn fyrir Reykjavík er samt sem dður aðprenoj- andi nauðsyn«, en ekki getið í því sambandi, að einmitt er verið að gera slíka höfn í »Gömlu Reykjavík«. Þá kemur yfirlit yfir hvernig hafnar- fyrirtækið muni borga sig. Er þar gert ráð fyrir, að »Reykja- vikurhöfn muni fá helming af öllum útflutningi, sem »Gamla Reykjavík« hefir nú og 2/5 af öllum vörum, sem sendar eru frá Rvík út um land og utan af landi til llvíkur. Fyrir utan vörugjald af þessu öllu er gert ráð fyrir 6 d. (45 au.) lestargjaldi af hverri smálest í skipum, sem samkvæmt þessu eigi að koma til »Reykjavíkur- hafnar«. Gert er ráð fyrii 18,000 kr. árlegum reksturs- ogstjórnarkostn- aði af fyrirtækinu og fæst þá með vöru- gjaldi og lestagjaldi samkvæmt fram- ansögðu í hreinan ágóða 2361 sterl- lingspund (42.498 kr.). í ofanálag á þetta ei gert r:.ð fyrir þessum tekj- um: 4000 sterlingspund (72.000 kr.) fyrir leigu á fiskverkunarplássi og 2500 sterlingspund (45,000 kr.) í vexti af fé fyrir seldar lóðir. Sam- kvæmt þessu yrði hreini ágóðinn allur 159.498 krónur, en það er hér um bil 89% af stófnfénu, 180.000 krónum, og er þó ýmislegt talið lágt reiknað, t. d. vörugjöldin. Mörgum mun detta í hug, að ekki ætti að vera erfitt að ná í fé til ís- lenzkra fyrirtækja, ef sanna mætti, að þau væru svo arðvænleg, sem gert er ráð fyrir um þetta fyrirtæki. Og enn öðrum, að leitt sé að íslending- um sjálfum skuli eigi gefinn kostur á að leggja fé i svo arðvænlegi fyrir- tæki. Vér lítum svo á, að hér sé farið full- langt í auglýsingaskruminu, fæti tylt of framarlega um ýmislegt, sem reynd- in ekki mun staðfesta. Má nefna þar til dæmis frásögnina um það, að verið sé að koma gegnum þingið lögum um járnbraut milli »Reykja- víkurhafnar* og »Gömlu Reykjavík- ur«, frásögnina um hinar gífurlegu verðhækkanir á eignum sem einkenn- andi (typical) fyrir verðhækkanir á eignum hér, áætlunina um tekjur hafnarinnar, fullyrðingin um að alt land »Reykjavíkurhafnar« sé hæft til fiskverkunar o. s. frv. Slík skrum- aðferð verður að vorri hyggju frekar til að fæla útlendinga frá því að leggja oss fé til fyrirtækja hér í landinu, og geti þvi orðið landinu til ómetanlegs tjóns, alið hjá öðrum þjóðum þá hugmynd, að ef um ræðir íslenzk gróðafyrirtæki, sem raunveruleg eru, þá sé þar um gyllingar einar að tefla — eins og vant sé. Slíkt megum yér eigi láta þegjandi fram hjá oss fara. Og um þetta fyrirtæki bætist það við, að hér er með skrumi þessu verið að gera tilraun til að eyðileggja gott og nytsamt fyrirtæki, sem landið sjálft og bæjarfélagið eru að koma á, höfnina hér í Reykjavík. Komist þetta Skerjafjarðarfyrirtæki á, og verði samkepni á milli, þá getur engan furðað á því, þótt þing og bæjarstjórn reyni frekar að styðja sitt eigið fyrir- tæki en hitt, og þá geta brugðist sum loforðin, sem hluthöfum »Reykja- vikurhafnar« eru gefin, svo sem um járnbraut til »Gömlu Reykjavíkur«, ístöku á Tjörninni o. s. frv. En hvað sem öðru líður, má það ekki haldast mótmælalaust uppi, að kalla þessa Skerjafjarðarbryggju » Reykj avíkurh öfn «. Búíræðisbækur. 1. Jón H. Þorbergsson: Um hirð ing sauðfjár. Rv. 1912. Bl. 66 Verð 0,65. í fyrrahaust ætlaði eg að segja álit mitt um þessa bók, en veikindi hömluðu mér frá því þá, og þó nú sé langt síðan hún kom út, vil eg þó geta hennar, um leið og eg get tveggja annarra búfræðisbóka, sem nýlega eru út komnar. Höfundur getur þess i formála bókarinnar að tilgangur sinn með bókinni sé að vekja áhuga manna á fjárhirðingu. Þessu mun hann ná að nokkru ieyti. Þeir, sem lesa bók- ina, munu viðurkenna, að hún er lið- ega rituð, og svo mikla nasasjón iær sá af fjárhirðingu, er bókina les, að hann langar í meira. Og höf- undur á þakkir skilið fyrir það, að íann sýnir rækilega fram á, hve jýðingarmikið starf fjárræktarstarfið er, og hve öfugur hugsunarháttur >að er, að lítilsvirða þá stöðu. En eg vil gera meiri kröfur til æssarar bókar. Auk þess að vekja, verður hún einnig að fræða og leið- beina um fjárrækt, en það gerir hún af mjög skornum skamti. Margt er líka vafasamt í bók þessari, sem höfundur ýmist »heldur« eða »aðrir segja*. Illa kann eg við það, þegar höf- undur á bls. 10 kallar eitt kg. af beztu töðu fóðureiningu. Oft hefir áður verið talað um fóðureiningu í ræð- um og ritum, en aldrei hefir eitt kg. af töðu verið kallað það fyr. Fóðureiningarnar hafa illu heilli ver- ið innleiddar hér og þar apað eftir Dönum, en þeir leggja 1 kg. af byggi og höfrum til grundvallar og kalla það fóðureiningu. Samanborið við það verða 2-3 kg. af töðu í fóður- einingu, og svo hefir verið reiknað í eftirlitsfélögunum, fóðurskýrslum og viðar. Norðmenn reikna ekkert í fóðureiningum, heldur heyeiningum, og þeir miða við þær; 1. kg. af byggi og höfrum (blautsæði) verður þá 2 heyeiningar. Heyeiningareikningur Norðmanna á betur við okkar staðháttu en fóð- ureiningareikningur Dana, og hann vil eg láta okkur nota, en þá dugar ekki að kalla það fóðureiningu, þvi hálf fóðureining er áþekk einni hey- einingu. Höfundur telur nauðsynlegt, að menn viti um næringargildi heyteg- unda (bls. 10) en þvi segir hann ekk- ert ákveðið um það ? Það litið hann segir, er, að hann sjálfur segir, ágizk- un. Lungnaveiki í fé orsakast ekki af bleytu í húsum, eins og höfundur segir (bls. 14), en ill aðbúð og óholt fóður veikja mótstöðukraft líkam- ans og þá ber auðvitað meira á lungn- aveiki og öðrum kvillum, en þegar svo er farið með skepnuna, að líkaminn geti sigrað i baráttunni við þær sóttkveikjur, er í hann berast. Höfundur segist ekki nota neinar bækur sér til stuðnings. Ekki veit eg, hvort þetta á heldur að vera sagt til þess að menn sjái, að hann þurfi ekki að styðjast við annara rit, eða hins, að villurnar verði dæmdar vægara. En hvort sem er, þá er það stórgalli, að höfundur skuli ekki hafa kynt sér erlendar bækur um fjárrækt, og notað þær til hliðsjónar. Bók hans hefði þá orðið fróðleiksrík- ari en raun er á. En þó nú höf- undur ekki styðjist við bækur, vitnar hann samt á bls. 19 í »Frey« og bls. 35 í »Handbók bænda«, svo að bækur hefir hann notað, þó þær séu ekki þær beztu og áreiðanleg- ustu til að styðjast við, við samning fræðibókar. Óráðlegt er að dreifa salti á kvia-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.