Ísafold - 18.10.1913, Side 2

Ísafold - 18.10.1913, Side 2
328 I SAFOLD Afmæli norska Stúdentafélagsins. Hátíðabrigði mikil hafa orðið i Kristjaniu í tilefni af aldarafmæli norska Stiidentafélagsins. Stóð há- tiðahaldið dagana þrjá, i. — 3. okt., og hófst með skrúðgöngu afar fjöl- mennri um allar helztu götur bæjar- ins. Komu menn satnan í háskól- aoum á hádegi og geta menn bezt gert sér grein fyrir hve margt manna þar var saman komið, er þeir heyra, að ekki færri en 4000 háskólagengn- ir menn tóku þátt í skrúðgöngunni, eldri sem yngri. Komu flestir þeirra með skúfhúfuna á höfði og segja norsk blöð, áð blær allur' við þessi hátiðabrigði hafi verið likastur þvi, sem venjulegt er í samsætum þeim og gleðskap, sem ungir nýbakaðir nemendur hafa með sér á haustin, þegar þeir fyrsta skifti mæta til náms i háskólanum. Slík gleði hafði skin- ið úr hverju andliti. Gamlir og ráð- settir borgarar höfðu verið sem ung- ir nemendur, og ungu nemendurnir sem væru þeir ennþá yngri. Annars var dagurinn mest notaður til að safna fé á strætum úti i sjóð há- skólans, og hafði safnast 60.000 kr. Voru allar opinberar byggingar, söfn og annað, opnaðar fyrir fólk, sem áður hafði keypt aðgöngumiða fyrir 1 kr. M. a. var vinnuherbergi Ib- sens, sem enn stendur ósnert frá því hann dó, troðfult allan daginn. Um kvöldið var viðtökuhátíð fyrir útlenda gesti stúdentafélagsins — 11 alls — og var þar mikið um ræðu- höld og gleðskap. Morgenstierna sendiherra hélt þar ræðu fyrir landa vorum, Matth. Þórðarsyni. Gat hann þess, að enqin pjóð stœði Norðmönn- um neer en Islendinqar. Hafði Matt- hías svarað í skörulegri ræðu, en innihalds hennar er ekki enn getið í norskum blöðum. — Aðalræðu á aðalhátíðinni, í hátíðasal háskólans, hélt sendiherra Norðmanna i Dan- mörku, prófessor Hagerup, og var gerður að henni hinn bezti rómur. Hákon konungur og drotning hans voru viðstödd og margt annað stór- menna. Segja norsk blöð, að yfir- leitt hafi ekki verið jafnmikið um dýrð og jafnalmenn þátttaka í há- tíðarhöldum i Kristjaníu, síðan Há- kon fyrst kom til bæjarins sem kjör- inn konungur Norðmanna, nema ef vera kynni nú í sumar, þegar »Krist- ianiafjord« — fyrsta Ameríkuskip Norðmanna — fyrsta sinni lét segl- festuna falla á höfninni i Osló. logi yfir akur — jafnt fyrir þau undra fyrirbrigði, er henni íylgdu, sem fyrir sakir þess mikla hneykslis, sem hún vakti. Er koöiið nýtt fár, miðaldafár, eða ný galdraöld ? spurðu menn — og hafa spurt alt til þessa. »Er eg þá hundur!« sagði Golíat forðum við Davið, »að þú, snáðinn, ræðst í móti mér með stafprik og slöngu?* »Erum við hundar?« hrópar margur Golíatinn enn í dag, »eigum við að fara að trúa þvi, að borðjístur beri okkur véfréttir?« En gefum nú samt sem áður orðið hin- um stolta og stórvitra forseta hins Brezka vísindaþings og heyrum hvað hann segir um þetta undarlega mál- efni — eftir að hafa viðurkent ábyrgð sína, sem forseta slíkrar stefnu. Efni ræðu hans er minst um dul- ræna hluti, heldur er fyrirsögn »stóru ræðunnar* (sem svo er köll- uð) Continuity, það er vísindaorð, sem þýðir samhenqi til heildar, líkt hugtak eins og monismi; vill hann sýna með fullri einurð og hrein- skilni hvar enn séu bláþræðir eða Islenzkur iðnaður sækir sig. Vélskipið Hera. í gær hljóp af stokkunum mynd- arlegt íslenzkt vélskip, sem verið hefir í smíðum inni í Völundarverksmiðju síðustu 7 mánuðina. Skip þetta heitir Hera, og er eign Garðars Gíslasonar. Yfirumsjón með verkinu hefir Ellingsen slippstjóri haft, en Magnús Guðmundsson trésmiður hefir verið yfirsmiður. Skip þetta er 19 smálestir (nettó), 52,6 fet á lengd, 12,4 fet á breidd með 38 hesta vél og á aðgetafarið 7—8 mílur á vöku. Það er súð- byrt (kravelbygett) og með »kúttara«- lagi. Útviðir allir 2 þumlunga þykk fura. í því er farrými fyrir farþega aftur á með 2 rúmum og sætum fyrir alt að 10 manns. Stjórnklefi er þar fyrir framan, þá vélrúm, lest og loks skipverjaklefi fremst. Alt er skipið hið vandaðasta á að líta og smekk- legasta að frágangi, og svo traustlega frá því gengið sem þarf, til þess að koma þvi í 1. flokk í ábyrgðarfélag- inu Veritas. Eigi vitum vér gerla til hvers Garðar kaupm. ætlar að nota það, en hæft er það vel til mann- og vöruflutninga inni á flóum og fjörð- um. Þessi skipssmiði er m. a. mikill og góður vottur um framtakssemi þá, sem nú er að vakna í öllum fram- kvæmdum hjá oss. Hún sýnir það, að íslenzkur iðnaður er altaf að sækja sig og leggja undir sig ný og stærri óðul. Ef þetta skip reynist vel, og engin ástæða er til að efa það — þá er með því fengin reynsla um það, að óþarfi er lengur að sækja vélbátá út fyrir landsteinana. Vér erum fylli- lega færir um að gjöra þá sjálfir. Aukin atvinna, peningarnir kyrrir í landinu I Það er lærdómurinn, sem þessar og þvílíkar framkvæmdir kenna þjóð- inni, og vel sé þeim, sem að því styðja. r. í. Skipið hleypur af stokkunum. Hún var viðhafnarlítil athöfnin sú er Hera hljóp af stokkunum innan við Völundarvörina síðdegis í gær. Hefði mátt búast við meira fjölmenni bæjarfólks við jafn sjaldgæft tækifæri sem þetta. Því að víst er um það, að hversdagslegur atburður er það eigi, að al-íslenzkt hafskip — því Hera er fær í allan sjó — »taki sjóinn« fyrsta jafnvel slit á þeim alsherjar þræði, sem þekking vorra daga við þarf, svo hún ekki sé í molum. Rekur hann allar hinar helztu sérgreinir og sýnir hvervetna að eitthvað veikt sé fyrir, hversu bröstulega sem látið sé. Og loks tekur hann fram hinar nýju efasemdir og aðfinningar viðvíkjandi hinni lofsungnu gáfu mannvitsins (intellectualisme), en lítilsvirðing ann- arra skynjanafæra. Avalt talar hann og kveðst tala sem rétttrúaður vís- indamaður, og í öruggri trú á sigur visinda eins eða fremur í ókominni tíð sem í liðinni — ef alt fer með feldu, með frjálslyndi og festu. En mörgu þarf hann við að vara, og fyrst og síðast hinni dauðu rétttrúan, afnt visinda sem kirkju. Ræðan er skínandi gull frá upphafi til enda. En þótt niðurlagið sé öllum auð- skilið, er samt í meginmálinu all- torvelt að þýða á vora ungu visinda- tungu; leiði eg minn hest, sem vart er vitrari en »der Kluge Hans« þjóð- verjanna, frá að íslenzka heildina. Samt vildi eg óska, að einhver vorra sinni hér i Reykjavikurhöfn. Og vist er það einnig, að hefði slikur atburður átt fram að fara í útlönd- um, hefðu áreiðanlega fleirum en þessum fáu hræðum, sem þarna voru staddar, þótt ómaksins verð ekki lengri ganga en inn að Völundi. En hitt er satt, að litið eða ekkert var gert af hálfu þeirra manna, sem hér áttu í hlut — eiganda, byggingar- meistara og verkmanna — til þess að skrýða athöfnina þeim hátiðarblæ, sem við á, að fylgi hverju þvi spori islenzks iðnaðar, sem veit i framfara- áttina. Að undanskildum blá-hvíta fánanum, sem dreginn var á stöng í afturstafni skipsins, sáust engin merki þess, að hlutaðeigendur litu á athöfnina neinum hátíðaraugum. Og þó er það afsakanlegra en með hina, sem ekki fylgjast með og engu láta sig skifta allar framfarir iðnaðar vors og öll tilþrif innlendrar framtakssemi. Skömmu fyrir kl. 5 tóku verka- menn að losa böndin og leið ekki á löngu áður skipið hægt og rólega seig niður flísarnar. Það var engin yngismær viðstöddtil að skeraá böndin og brjóta kampavínsflösku á kjölnum eins og siður er erlendis. Þar var heldur ekkert kampavín til drykkjar — og að eins örfáir sem hefðu vilj- að drekka það. Verkamennirnir gerðu alt einir, og ef til vill hafa þeir haft glaðningu á eftir einir. Meðal viðstaddra tókum vér eftir Tryggva Gunnarssyni, verkfræðingun- um Kirk og Þórarni Kristjánssyni, Gísla ísleifssyni, Schou steinhöggv- ara, Indriða Einarssyni skrifstofustjóra og uppi við grjótgarð stóð Pétur hirðmyndasmiður Brynjólfsson með vélar sínar á heljarstórri þúfu — og þar með var athöfnin gerð ódauðleg. Alt gekk slysalaust, Hera leið mjúkt og rólega niður flísarnar þar til hún flaut og vaggaði sér síðan ljúft á smáöldum kvöldandvarans,. eins og fugl, sem hvílist eftir langt flug. Pétur tók myndirnar, einn strákur skaut smáskoti úr skammbyssu og nokkrir menn hrópuðu húrra. En uppi yfir Esjunni glotti máninn skær og allur, og samgladdist sænum með fegursta bátinn, sem hér hefir gerður verið. Athöfnin var um garð gengin og fólkið hvarf heim. Gæfan og góða veðrið fylgi Heru hvar sem hún fer 1 Garðar kaupmaður Gíslason, Elling- sen slippstjóri og Magnús Guðmunds- son yfirsmiður eiga allir sannþakkir skilið fyrir þetta verk sitt, að hafa sýnt okkur og sannað, að eigi gerist þess þörf að sækja til annara landa vélbáta, sem vel eru smiðaðir. Vagabundus. ungu prófessora eða doktora vildi snara á gott alþýðumál þessari litlu málsgrein úr ræðunni: »— the proper work is to pursue the laws oj ordinary physical Energy into the intricacies oj colloidal electro- sylis structures oj great chemical complexity, and to study its behavionr there«. Nú kemur niðurlag ræðunnar, eins og mér tekst að íslenzka það svo almenningur skilji: »Þegar um ólífræna hluti er að ræða, er alt lögum eða nauðsyn bundið. En hvar sem full meðvit- und hefir kviknað, koma nýir kraft- ar til sögunnar, og gáfur og girndir hinna hugsandi parta lífkerfisins hafa áhrif á heild þess. Þeim pörtum er eigi stjórnað utan frá heldur inn- an frá, og sá máttur, sem ræður, er íbúandi á hverju augnabliki. Af þessu stýrandi valdi erum vér partur eða þáttur, að vísu litill, en þó eigi þýðingarlaus. Að þróunar framför- in sé virkileikur, það er afar-djúpsett kenning, og viðleitni vor að efla og Leikhúsið. Kamilíufrúfn. Sjónleik- nr f 5 þáttum eftir Alexandre Dumas. Þess hefir verið kostur ein 4 kvöld undanfarið að sjá á leiksviðinu hér hina heimsfrægu Kamilíufrú Alex. Dumas. Aðalhlutverkið í þeim leik, sjálf kamilíufrúin, er keppikefli flestra leikkvenna heimsins. í sjálfan leik- inn er eigi mikið spunnið, en vel er leikið á viðkvæmni og kærleiks- strengi, og því er eflaust að þakka gengi leikritsins og hylli meðal al- mennings. Á leiksviðinu hér er leikritið tals- vert stytt, aðal-áherzlan lögð á sam- töl og samleik kamilíufrúarinnar og elskhuga hennar, Armands Duval. Þessi tvö aðalhutverk leika þau frú Stejanía og Jens B. Waage, frú Stefanía svo vel, að naumast hefir hún annað betur gert. Þann kost hefir leikur hennar m. a., að auðséð er, að hvert einasta viðvik sem hún gerir, hver einasta setning, sem hún segir, er margíhugað af leikandanum Fyrir bragðið verður leikur hennar festumeiri og heilsteyptari en oftast á maður annars að venjast. Festuna virtist mér vanta í leik Jens Waage, sem ella var á köflum einkargóður og hvað helzt í 4. þætti, er hann smánar kamilíufrúna í spilasalnnm. Astarfuna-óþolinmæði Armands tókst honum aftur miður að sýna. Til kasta hinna annarra leikenda kemur fremur lítið. Þeir eru að eins rammi utan um þessar tvær aðalpersónur. Það sem mest skortir á við þessa leiksýning, er eins og oft vill við brenna — leiksviðsútbúnaður, og ef svo mætti segja, andrúmslojtið, sem leikurinn á að fara fram í. Frakk- neskir auðkýfingar og skrautgjarnar léttúðarsnótir, þetta er fólkið í leikn- um. Fas þess og látæði, samræðu- skvaldur og léttleika-gáski — af því sást lítið á leiksviðinu. En hvað sem því líður, er leikur þeirra frú Stefaníu og Jens Waage svo mikilsverður, að gróði er að þvi að fara í leikhúsið. Ego. ----------------------- í guðfræðisdeild háskólans eru nú 14 stúdentarr innritaðir. Á þessu hausti hafa 8 nýir bæzt við. Virðist svo sem ekki ætli að rætast spádómur Bjarrna um að »nýja«-guðfræðin muni fæla unga námsmenn fráguðfræðisnáminu. menta mannfélagið er fyrir því rétt- mæt, að vér erum partur kerfisins, partur, sem orðið hefir vitandi vits, partur, sem skynjar — í þoku a. m. k. — hvað hann sé að hafast að og að hvaða marki hann stefni. Fyrir- ætlan og markmið eru því eigi heild- inni óviðkomandi, úr því vér erum einn partur hennar og erum þess meðvitandi sjálfir. Eitt af tvennu erum vér: ódauð- legar verur eða eigi. Vera má að vér vitum eigi neitt um ákvörðun vora, en einhverja ákvörðun eigum vér. Þeir, sem viðhafa neitanir, eru eins líklegir til að hafa rangt fyrir sér eins og hinir, sem viðhafa full- yrðingar; neitanir eru í raun réttri fullyrðingar framsettar á neikvæðan hátt. Það er siður að horfa upp til vísindamanna eins og kennifeðra, fyrir því ber þeim að gæta þess vel, að þeir enga leiði afvega. Vera má að vísindin geti alls eigi sýnt og sannað, hver sé ákvörðun mannsins, en þá mega ~þau með engu móti gera hana myrkari en hún er. Hlut- Merkilegur fundur enskra vísindamanna var baldinn í Birmingham á Englandi í vísindafélag- inu British Assosiation 10. f. m. og næstu daga þar á eftir. Eftirtektar- verðast alls þess, er á fundinum gerð- ist, er talin aðalræSa sjálfs forsetans (Sir Olivers Lodges). í henni gerði hann þá yfirl/sing, að haun teldi fram- hald lífsins eftir líkarhlegan dauða sannað, og að unt væri vitsmunaver- um úr ósýnilegum heimi að komast í samband við oss, sem enn dveljumst í jarðneskum líkama; megi og vænta þess, að stnám saman geti mannkyniö öðlast fullkomnari þekking á því lífi, er tekur við hinu megin við »dauðans hlið«, og hverjura skilyrðum samband- ið við þann heim er háð. Þessi yfirlýsing hefir vakið hina mestu athygli, því að allir, sem skyn bera á, vita, að slíkur maður hagar orðum sfnum gætilega, er hann talar úr einu aðal-öndvegi vísindanna. Það er og eigi síður eftirtektarvert, að biskupinn í Birmingham lýsir í ræðu svo að segja blessun sinni yfir fundin- um og fagnar ummælum forsetans. Og með því að vænta má, að lesendum ísafoldar þyki fróðlegt að frótta nánar af þessu, ætlar Isafold að flytja ítarlegri frásögn af þessu atriði fundarins og viðtökunum, sem það fær á Englandi, í dag birtist í blaðinu grein eftir síra Matthías Joohumsson, þar sem megin- kafli forsetaræðunnar er þýddur. Lesendunum er kunnugt, að Björn sálugi Jónsson unni þessu máli mjög og lét ísafold flytja fréttir af því við og við. Var það eitt af því, sem not- að var til að spilla áliti hans í Dan- mörku, en nú sjá menn hvílíka athyglí það mál er farið að vekja um heim- inn — utan Danmerkur. Og ef til vill eiga íslendingar enn eftir að sjá, að í því máli rétti B. J. sannleikanum hjálparhönd. Ánnars viröast jafnvel Danir ætla að rumskast eitthvað við ummæli brezka forsetans, þvi að sum blöð þeirra geta þess nú, að ræða hans hafi vakið mikla athygli um heim allan. II. N. Eimskipafélagið. Einn stóreínamaðurinn í Húna- vatnssýslu lagði fram til hlutakaupa í Eimskipafélagið 25 — tuttugu og fimm krónur —- eftir mikla erfiðis- muni þó, af safnanda hálfu. Kunn- ugur maður fullyrti við ísafold, að þessi maður hefði, án þess að taka minstu vitund nærri sér, getað lagt 10.000 kr. Ef margir væru slíkir stórefna- menn landsins, væri Eimskipafélagið langt komið á leið — eða hitt þó heldur 1 irnir eru eins og þeir eru gerðir, hvort heldur vér skiljum þá eða eigi, og verði oss að gerast of fljótráðir til úrskurðar og höfum rangt fyrir oss, þá mun framtíðin koma því upp um oss — ef framtíðin þá virðir oss þess, að gera sér það ómak. Eg er einn þeirra, sem álit, að rann- sóknaraðferðir vísindanna hafi eigi eins takmarkað starfsvið, eins og menn hafa ætlað; heldur, að það megi drjúgum færa það út eða víkka og að svæði sálfræðinnar megi gagn- rýna og lögákveða sem aðra hluti. Leyfi menn oss, hvað sem öðru líð- ur, að reyna og prófa! Hasli menn oss völl og láti oss svo í friði. Lofum þeim, sem aðhyllast materiu- tilgátuna, fyrir alla muni að komast eins langt sem þeir geta komist; en látum oss reyna hvað vér megn- um að komast á sálrannsóknasvið- inu. Sjáum síðan hverir sigra. Að- ferðir vorar eru yfileitt hinar sömu, en viðfangsefnin eru ólík. Enginn skal áreita annan, þótt hann reyni. Hvort það, sem kallað er intuition

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.