Ísafold - 25.10.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.10.1913, Blaðsíða 3
I S A F P L D 337 Skóhlífar. Óta! tegundir nýkomnar □□□□□□□□□□□□ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ 0 Kven- frá 2.25. Karlin. — 3.40. Kaupbætir með hverju pari meðan hrekkur Lárus G. Lúðvigsson Skóverzlun. 0 □□□□□□□□□□□□ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □□'□'□ □ □ □ □□!□!□ CD cn 1 Jö 03 1 Reykjavikur „Konditori“ Austurstrætí 10 tekur á móti pöntunum á tertum, ís, »Fromage* og alls konar kökum, stórum og smáum. Aðeins brákað bezta eftii. Panta má í síma 367. Sent um allan baeinn. Virðingarfylst Tt)2odór Jofjnsoti. >■ S= C Cf> =r æ i Sauðakjötið og Sf. Sl. í niðurlagi ritgerðar, eftir Þórð Guðmundsson á Hálsi, í 8. bl. Freys þ. á , standa þessi orð: »Eg álít að of lítill mismunur sé gerður á sauðakjöti og öðru kjöti i Sláturfélagi Suðurlands og víðar, því að Sláturfélagið á að ráða verðinu«. Sökum þess að þetta er bergmál af röddum, sem heyrzt hafa oft og víða um svæði það, er Sf. Sl. nær yíir, síðan félag þetta var stofnað, og lýsir algerðu þekkingarleysi á málefni því, er um ræðir, vil eg leyfa mér að fara um það fám orð- um. Áður en Sf. Sl. tók til starfa, voru islenzkar sláturfjárafurðir í hinu hrak- legasta óáliti á erlendum markaði, er þess vegna einnig var mjög tak- markaður; og innanlands var ónóg- ur markaður fyrir þær, Félagið var því einkum til þess stofnað, að fá því lagi komið á meðferð afurðanna, að þær ynnu álit og þar af leiðandi seldust betur utan lands og innan. Vitanlega er það erlendi markaðurinn (heimsmarkaðurinn), sem verðið hlýt- ur að ákvarðast eftir, og að það hefir hækkað síðan fél. tók til starfa, staf- ar af því, að ejtirspurn hejir aukist eftir vörum þess erlendis fyrir starf- semi félagsins. Þetta er eins og á sér stað með aðrar vörur, t. d. fiskinn, síðan verkunin og eftirlitið varð betra, smjör, síðan farið var að verka það i samlagsbúunum, o. s. frv. A öllum þessum vörum er það eftirspurnin á heimstnarkaðinum, sem »ræður verðinu«, síðan þær urðu vörur fyrir hann. Verzlun Sf. Sl. með sláturfjáraf- urðir er að eins ein, og ekki stór, þótt verulegust sé af þess háttar verz- lunum hér, sem vitanlega eru marg- ar, auk sams konar verzlana víðsveg- ar um heim, sem margar eru marg- falt stærri. Að ætla félaginu »að ráða verðinu« er því álíka skynsam- legt eins og ef ætlast yrði til, að Duusverzlun hér réði verði á fiski, Baugstaðabú verði á smjöri (í heim- inum!) o. s. frv. Síðan Sf. Sl. tók til starfa, nefir framkvæmdarstjórn þess ákveðið verð á vörum þess sem næst þvi, er vissa hefir þótt fyrir að þær mundu seljast og nú síðustu árin eftir því, sem í pœr hefir verið boðið erlendis, þær er þangað flytjast. Sama lögmáli er auðvitað »sauða- kjöt« háð. En eftir því er ekki sózt á erl. markaði, eins og nú standa sakir. Og síðan farið var að láta eftir krrfhm seljanda að ákveða verð á 1. flokks sauðakjöti einum eyri hærra á pd. en öðru kjöti, hefir fremur verið gengið fram hjá því,og meira spurt eftir 2. flokki. Þannig er nú þetta, þó óglæsilegt sé fyrir okkur, sem höldum upp á sauðina og álítum, eins og er, að landið sé víða vel lagað fyrir þá. En þar sem svo er, geta þeir að visu verið arðsamir, þótt verð á kjöti af þeim eigi sé hærra en t. d. af dilkum 1. flokks, og öðru ungu hold- góðu fé. Ekki sýnist þurfa nema lítilshátt- ar þekking á almennu viðskiftalífi til að líta heilbrigt á framangreind kaupskaparatriði; og sízt er að furða, þó þeir menn, sem þetta ekki er skiljanlegt, hafi ekki sem ljósasta hugmynd um ýmislegt annað áhrær- andi samvinnufélagsskap í viðskiftum. Hér kemur það ekki til greina, hvort maður hefir tekið þátt í Sf. Sl. — hinu nytsamasta og mikilvirkasta samvinnu-viðskiftafélagi, er hér á landi hefir starfað —, eða ætíð unn- ið móti því (með dæmi sínu) eins og fyrnefndur höf. Björn Bjarnarson. Bftirmæli. Hinn 7. f. m. varð hér i Garði það sorglega slys, að þá druknaði einn af hinum eldri og ötulustufor- mönnum og útvegsbændum hér, Þor steinn bóndi Olajsson frá Miðhúsum. í ísafold hef eg ekki séð þessa at- burðar getið og vart í öðrum blöð- um nema ónákvæml og lauslega. En þar sem Þorsteinn heitinn var um margt einu með hinum merkustu og kunnustu mönnum hér, þykir mér ekki hlýða, að fráfalls hans sé að engu getið og bið því ísafold fyrir þessar línur. Slysið varð með þeim hætti, að Þorsteinn var að koma við annan mann úr Keflavík. Sigldu þeir létt- um báti út með Hólmsbergi, en snarpur vindur var á, kviðótt undir berginu og hvolfdi bátnum í kviðu. Báðir komust mennirnir á kjöl og rak bátnum lengi vel út og norður í Flóa, unz Eiríkur hreppstjóri Torfa- son i Bakkakoti í Leiru sá til hans, brá þegar við og bjargaði hinum manninum, en þá var Þorsteinn heit. fyrir skömmu kominn af kilinum, þó örendur fyrir nokkru, en sá, er með honum var, hélt honum með- an hann mátti. Þorsteinn Ólafsson var fæddur í Haga í Þingi í Húnavatssýslu og var norður þar nefndur Þorsteinn frá Haga. 1887 fór hann að Hnaus- um og gekk þar sama ár að eiga eptirlifandi ekkju sína Guðrúnu dótt- ur Jónasar bónda Guðmundssonar í Svarðbæli í Miðfirði, bróður Björns föður Guðmundarlandlæknis. Bjuggu þau hjón nokkra hríð fyrir norðan þar á meðal eitthvað á Melstað, nokkrum hluta jarðarinnar á móti síra Þorvaldi. En árið 1887 fluttust þau búferlum hingað suður í Garð. Hafði Þorsteinn róið áður hér syðra og sú raun brátt orðið á, enda þótt betur ætti við hann landbúnaður, að honum var mjög sýnt um sjómensku og gerðist brátt aflamaður og var það jafnan i röð hinna mestu. Var hann orðlagður fyrir áræði til sjó- sókna, en gekk þó vel að öllu og munu fáir hafa kunnað betur báti að stýra, enda hlektist honum aldrei á, þótt oft kæmist hann í krappan, fyr en þetta siðasta sinn, er sizt ugði neinn; eru sliks allmörg dæmin um hina beztu sjósóknara. Eftir aflaleysisárin fyrir aldamótin mun hafa verið þröngur efnahagur Þorsteins, sem hafði mikla fjölskyldu og mikinn kostnað, og það orðið til þess að hann íór vestur um haf ár- ið 1900, og var vestra í 4 ár, en festi ekki yndi þar og kom heim aftur 1904 og befir síðan búið hér í Miðhúsum ásamt syni sínum Birni, sem nú býr þar einn eftir. Hefir hann þessi ár stundað aftur sjó og verið sem fyrri aflasæll formaður, lagði jafnframt af áhuga rækt við jörð sina og kom upp fénaði. Að mörgu var Þorsteinn merkur maður og margt ágætlega um hann. Hann var mjög vel greindur maður, jæðinn og skemtilegur í viðræðum, einatt mjög heppinn í tilsvörum og gat þá haft til að vera meinlegur ef því var að skifta og kuldalegur, en bjó í rauninni yfir heitum tilfinn- ingum og viðkvæmri lund mjög góður og hjálpfús við þá sem bágt áttu. Hann var víkingsmaður að dugnaði bæði á sjó og landi, kapp- samur og fylginn sér í öllu. Á vöxt var hann tæpur meðalmaður, knálegur, vel vaxinn og fríður sýn- um. Einhverja stund var hann í hreppsnefnd, en gaf sig annars ekki, þótt hann væri góður félagsmaður, verulega við almennings málum. Þó fylgdi hann af áhuga með landsmálum, og kom einkum fram í afskiftum hans og umræðum um þau, hve ríkt íslendingseðli var i honum. Fésæll maður varð hann ekki, þótt mikil hefði oft aflaföng, enda var örlátur maður, átti fyrir þungu húsi að sjá og lundin sú, að láta þar ekki og lét þar heldur ekkert til skorta, og auð átti hann í uppeldi barna sinna, sem hann lagði alúð á, að manna sem bezt, ágætur faðir og með afbrigðum góður eiginmaður konu sinni. Þau hjónin áttu 8 börn, sjö, er fullorðins aldri náðu. En fyrir 2 árum urðu þau fyrir þeim harmi, að missa tvo mannvænlega sonu sína, Lárus og Jens, er báðir önduðust á Vífiilsstöðum á sama vetri. Á lífi eru 5 börn þeirra, Hregg- viður, kaupmaður áður í Reykjavík, Björn bóndi í Miðhúsum i Garði, Hjálmar bóndi í Laxárdal í Húna- vatnssýslu, Margrét, gift verzlunar- manni Sigurði Hafliðasyni á ísafirði og Kristbjörg, ógift, með móður sinni. Þorsteinn heitinn var hér einn með hinum fremstu mönnum að menningu alln, sæmdarmaður, af ölium mikils metinn fyrir atorku, greind og alla framkomu. Eins og hann er harmdauði ástvinum sínum, er hans af mörgum öðrum að mak- leikum saknað, þar á meðal þeim, sem þetta ritar. K. D. Látin er hér í bænum í gær frú Siqríð- ur Bruun á Skjaldbreið, kona L. Bruun kökugerðarmanns. Hún hafði legið lengi þungt haldin af krabba- meini. Frú Sigríður var dóttir Sigurðar heitins Jónssonar fangavarð- ar (f. 1869). Hún rak lengi kaffi- og matsölu hér í bæ og var um það, eins og annað, er hún tók sér fyrir hendur, hin mesta dugnaðar og framtaks- semis kona. Settur læknir. Árni Árnason cand. med. & chir. er settur læknir í Dalasýslu frá 1. oktbr. -------1 ■ 1 Landlæknirinn og ,næstu haröindi1. Nokkrar athugasemdir eftir skagfirzkan aiþýðumann, Frh. Sízt af öllu dettur mér í hug að neita því, að ásetningi hjá bændum yfirleitt sé mjög ábótavant, að minsta kosti mun það vera svo hér norðan- lands. En sé dæmt um það með sanngirni og réttum augum litið á aðstöðu bændanna í baráttu þeirra fyrir lífinu, þá verð eg aö segja að þeim sé talsverð vorkunn. Á siðustu áratugum hafa kröfur til lífsins vaxið hröðum fetum, álög- ur og tollar á öllum lífsnauðsynjum margtaldast, kaupgjald verkafólks hækkað að sama skapi, og í sumum sveitum er það vart fáanlegt. Alt þetta stuðlar að því, að öll framleiðsla verður dýrari með ári hverju, en verð á afurðum framleiðslunnar hækkar ekki að sama skapi, því eru það fram- leiðendurnir sem virðast ætla að verða undir í baráttunni, þar eð allar álcg- ur koma tilfinnanlegast niður á þeim. Þessir sívaxandi erfiðleikar stuðla aftur að því, að talsverð freisting verður fyrir margan efnalitlan ein- yrkjan, sem rétt berst í bökkum með að sjá sér og sínum sæmilega borg- ið, að hætta sem minstu i kostnað við framleiðsluna, sem hann sér sér fært, og að minni hyggju eiga þeir erfitt með að setja sig í spor þess- ara manna, mennirnir sem lent hafa á þá hillu í lífinu, að geta tekið hlut sinn á þurru landi, geta velt sér í peningum landssjóðs, og látið hann brýna úr skörðin fyrir sér þegar þörf krefur. Mér virðist því ráðlegt, að slíkir menn séu ekki að dæma okk- ur bændagarmana hart, þótt frá þeirra sjónarmiði sé eitthvað athugavert við stjórnina hjá okkur — á okkar eigin fjármunum. Á síðustu tímum virðist embættis- mannastéttin vera búin að ná svo föstum tökum á þingi og stjórn, að henni er mjög auðgjört að koma fram ábugatnálum sinum; en því miður sýnist þau helzt til mikið hafa snú ist um það, að skara eldi að eigin köku, bæta hagsmuni þeirra. Frá efnalegu sjónarmiði verða þeir því lítið varir við, þó kröfur þeirra til lífsins hafi vaxið, og lífsnauðsynjar hækkað í verði fyrir vaxandi álögur og tolla, því opinn hefir sá vegur verið fyrir þá að láta landssjóð bæta sér það upp nteð hækkun á launum, sem raun hefir borið vitni urn. Eti við bændur og búaliðar verð- um einna bezt varir við hvar skór- inn kreppir að í téðu efni, við eig- um við ýmsa erfiðleika að stríða til þess að geta haldið framleiðslunni i nokkurnveginn réttu horfi, dýran og lítt fáanlegan starfskraft, stirt tíðar- far, slæma verzlun og margt fleira. Verði það ofan á, að auka þurfi enn á ný við álögur og tolla, þá vildi eg óska þess, að bændur og alþýðu- menn hefðu opin augun fyrir því, að hverju slíkt stefnir, að þeir hefðu þá manndáð í sér til þess að hrinda kúgurunum af veldisstóli, hverju nafni sem þeir nefna sig, hvort sem þeir heita heimastjórnnar-, landvarnar- eða sjálfstæðismenn. Landlæknirinn heldur þvi fram, að við yngri mennirnir vitum eiginlega ekki hvað harðindi séu, því um síð- astliðinn aldarfjórðung megi kallast að hafi verið stöðug góðæri. Getur verið að þetta megi teljast rétt álykt un, hvað Suðurland snertir, en við- víkjandi árferðinu hér á Norðurlandi er það mesti misskilningur, sem að líkindum stafar af því, að höfundur- inn sjálfur hefir ekki haft mikið að segja af baráttu þeirri, erfiðleikum og eignatjóni, sem norðlenzkir bænd- ur urðu fyrir harða vorið 1906, þegar stórharðindi héldust fram yfir mán- uð af sumri, með frosta- og fanna- lögum, grasbresti sumarið 1907, snjóaveturinn mikla 1909—10 og síðastliðið sumar, sem mátti teljast alveg sérstakt í sinni röð. Hér í norðursýslum mátti vetur- inn 1906 teljast meðalvetur fram t marzmánuð; lngðist þá að hörð tíð, sem barðnaði því meir sem áleið. Aprílm. mátti teljast óslitinn hiíðar- bálkur, þó að út yfir tæki dagana 28. aðfaran. til 30, þá gekk yfir sannkölluð drápshríð með 10 stiga frosti og mikilli fannkomu. 14. maí var seinasta stórhríðin, og voru þá flest öll vatnsföll í Skagafirði riðin á is, sem um hávetur væri. Vorið 1907 var kalt og gróður- laust. Mestan hluta júnímánaðar voru stöðugir landnorðan-næðingar, með gaddhörkum á nóttunni, nætur- frost stöðug fram í miðjan júlí. Af- leiðingin af þessum næðingum og næturfrostum varð grasbrestur svo mikill, að elztu menn mundu ekki þvílíkan. Sláttur byrjaði ekki fyr en seint í júlímánuði, og urðu viða b ztu engjalönd ekki ljáberandi fyrir sneggju. Yfir ágústmánuð viðraði stilt og þurt, svo nýting á hinum litlu töðuföngum varð sæmileg, en með höfuðdegi, þegar útheyskapur byrjaði hjá flestum, brá til ógurlegra votviðra með krapahriðum til fjalla og hélzt sú tíð fram á haust. Úr göngum náðu þó bændur útheyjum sínum alment, víða hálfónýtum og blautum, sumstaðar að fjallasíðu urðu þau algerlega undir fönn. Haustið 1909 var hér í norður- sýslum afarstírt; lagðist að með októberbyrjun með landnorðanhríð- um, sem urðu hvað tilfinnanlegastar útsveitum öllum. í Þingeyjarsýslu nyrðra og útsveitum Skagafjarðar og Eyjafjarðar, var peningur allur kom- inn á gjöf fyrir veturnætur, og var talið að í þeim sveitum yrði 23 vikna innistöðugjöf á fénaði bænda. Á eftir þessurn stranga vetri kemur kalt og gróðurlítið vor, með voða áfellum; seint í april rak hver stór- hríðin aðra, og 7. og 8. mní gekk yfir aftaka bylur á norðan, með frosti og mikilli fannkomu. Allan þann mánuð út var köld tíð og gróður- leysi. Nl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.