Ísafold - 29.10.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.10.1913, Blaðsíða 3
ISAFO LD 341 Shrifsfofa Eimshipaféfags íslands TJusfursfræfi 7. — Opin kí. 5-7. — Tafsími 409. Landlæknirinn og ,næstu haröindi4. Nokkrar athugasemdir eftir skagfirzkan alþýðumann, Nl. Hér í norðursýslunu'n var gras- brestur mikill sumarið sem leið, 1912. Víða voru beztu engjalönd ekki slegin fyrir sneggju. í byrjun ágúst- mánaðar gekk í norðanhríðarstorm með ofsa stormi og frosti, sem um vetur væri. í lágsveitum varð snjó- failið svo, að ekki var hægt að vera við verk, og í öllum útsveitum og til fjalla kom fönn svo mikii, að pen- ingur stóð í svelti fleiri sólarhringa, kúrn var víða gefið inni alt að hálf- um mánuði og heyskapur allur tept- ist jafn-langan tíma. Stiuðfé fenti í fjöllum uppi og sumstaðar voru gerð- ar göngur á afréttir til þess að bjarga pening og færa hann úr þeim stöð- um, þar sem bjarglaust varð. Þegar þessu voða áfelli létti, komu nætur- frost svo grimm, að líkast var að vetur væri genginn í garð, sumar nætur 4—3 stiga frost. Allur mánuðurinn út var afar-kald- ur, með tíðum krapahríðum oggrimm- um næturfrostum, svo þetta litla, sem upp úr jörðinni kom, visnaði og hvarf. Heyfengur varð því yfir- leitt bæði lítill og ónýtur, en nýt- ing sæmileg. Afieiðingar af þessum sumarharð- indum verða naumast reiknaðar i krónum. Skaði sá, sem bændur urðu fyrir, lá ekki einungis í gras- missinum af jörðunni og vinnutap, yfir hábjargræðistimann, heldur í öll- um þeim miklu afföllum, sem þeir urðu fyrir á afurðum skepna sinna. Peningur kom svo rýr af heiðum um haustið, að elztu menn mundu ekki þvílíkt, (jafnvel ekki sumarið 1882, mislingasumarið). A sláturfé munaði 4—5 pundum að meðaltali á hverjum kjötskrokk, frá því að teljast i meðallagi, og mör og gær- ur að sínu leyti eins. Það eru þessar tnisfellur, sem alla- jafnan verða á framleiðslustarfi okk- ar bændanna þegar illa árar, en sem hálaunaðir embættismenn verða ekkert varir við. Af þeirri ástæðu get eg ekki fallist á þá skoðun landlæknis- ins og Torfa í Ólafsdal, að þó að hallærissjóði væri komið á fót sam- hliða kornmatarlandsverzlun, að nokkurntíma yrði svo um það búið, að talist geti af þvi gaman að lifa næstu harðindi! Bjargráð það, sem lækniiinn telur óbrigðult vera, er það, að í hverju því kauptúni, sem lokast gæti af is á vetrum, væru reistar kornhlöður, og þangað fluttur á hverju hausti (?) kornmatarforði svo mikill, að nægði til að halda lífi í fólki og fé ef harð- indi bæru að höndum. Menn skyldu ætla, að jafn heilskygn maður á þarfir og kringumstæður okkar bændanna, eins og landlæknirinn þykist vera, mundi benda á það bjargráðið, sem öruggt reyndist í framkvæmdinni til þess að afstýra skepnufalli i harð- indum, en efamál tel eg, að allir verði honum samdóma um það, að þetta raundi reynast svo. Þeir, sem lifað hafa harðindi og litið hafa eftir rás viðburðanna, þeir munu hafa veitt því eftirtekt, að þeir, sem allajafna verða harðast leikn- ir af þeim, eru þeir, sem minsta getuna hafa. í kornhlöðu landssjóðs yrði vitanlega ekki u.m neitt gjafa- korn að ræða, heldur dýra, tollaða matvöru, sem að öllBm líkindum yrði að borgast við móttöku. Reynd- in mundi þá verða sú, að flestir veigruðu sér við að berja þar að dyrum fyr en i fulla hnefana, — fyr en um líf eða dauða væri að tefla, en þegar ástandið er komið fram á þann heljarhjalla, eru að jafn- aði flest hjálparsund lokuð, til þess að fá peninga, fyrir þeim mönnum, sem enga tryggingu hefðu að bjóða, nema í stofni þeim, sem er þá tví- sýnt að lifa muni. í öðru lagi hefir reynslan sýnt, að þegar harðindi eru gengin í garð, eru samgöngufæri okkar svo slæm, að ófært reynist með öllu fyrir þá, sem fjarlægir búa kauptúnum, að komast þangað, þó þar væri hjálp að fá og þeir gætu veitt sér hana, ófært nleð öllu yfir landið sökum illviðra og snjóa, og einyrkinn getur ekki yfirgefið heimilið, vegna hinna nauðsynlegu heimilisstarfa, sem hann þarf sjálfur að gegna. Til þess því að forðabúrshugmynd- in geti komið að miklu liði, þurfa þau að vera sem víðast, pau purýa helzt ad vera i hverju sveitarýélaqi. Með því fyrirkomulagi er fyrst og fremst trygging fengin fyrir þvi, að aldrei mundi verða ókleift að ná í hjálpina fyrir þá, sem væru í þörf, og í öðru lagi vafalaust greiðari veg- ur fyrir þá fátæklinga, sem vantaði gjaldeyri, að fá hjálp, þegar forða- búrið værí eign þess hreppsfélags, sem hann væri búsettur i. Gætu þannig löguð kornforðabúr komist á stofn í sem flestum sveitum, er vafa- laust stigið rétt spor til þess að draga úr hinum hörmulegu afleiðingum, sem harðærin valda. En að hugsa sér að hægt sé að setja þá stofnun á fót og starfrækja hana, sem talist gæti óbrigðult bjargráð gegn því, að enginn skepnufellir ætti sér stað, þegar voðaharðindi bera að höndum, það er barnaskapur. Þvi að þó að landlæknirinn okkar megi með réttu teljast eitt af mikilmennum þjóðar- innar, þarf enginn að ímynda, sér að hann sé þeim mun meiri snillingur en aðrir þjóðhagfræðingar í menn- ingarlöndum álfu vorrar, sem lagt hafa höfuð sin í bleyti til þess að finna upp ráð við því, að ekki þurfi að verða mannfellir í löndum þeirra, ef uppskerubrestur verður eða önn- ur óáran. En þeim hefir ekki enn- þá tekist að finna öryggisráðið; meiri og minni mannfellir af hungri eru árlegir viðburðir, og það jafnvel í þeim löndum sem frjósöm eru talin. Hvað snertir hugmyndina um korn- matar-landsverzlun þá, sem landlækn- irinn talar um, sýnist mér margt at- hugavert við hana. Fyrst og fremst er það Ijóst, að kostnaður við byggingu á kornhlöðu i öilum kauptúnum í norður- og austursýslum landsins yrði geysimik ill, og í öðru lagi mundi þurfa að skipa sérstaka menn, með háum árs- launum, til þess að veita forstöðu þessari landssjóðsverzlun (landssjóðs- verzlunarstjóra). Allur sá kostnaður yrði vitanlega að leggjast á vöruna, að viðbættum öðrum starfskostnaði. Þó nú að innkaup vörunnar fengjust eitthvað betri heldur en á sér stað hjá kaupfélögum, er vafamál að út söluverðið gæti orðið lægra. Þeim, sem kynst hafa verzlunar- fyrirkomulaginu hér i kaupstöðum norðanlands, tnun vera það kunnugt, að vöruskiftaverzlunin er þar í full- um blóma, bændur fá lánaðar nauð- synjar sínar hjá kaupmönnum eftir kauptíð á haustin og úr nýári á vetr- um tii sumarkauptíðar. Þetta mundi litið breytast þó að kornmat yrði hægt að fá við landssjóðsverzlun; þvi þótt hann yrði eitthvað ódýrari, þá vantar fjöldann peninga til að kaupa hann fyrir, og sízt af öllu mundu kaupmenn fara að lána við- skiftamönnum sínum þá, til þess að kaupa vöruna fyrir hjá keppinautum. Eg geri ekki ráð fyrir að það hafi verið meining læknisins að banna með lögum allan kornmatar-innflutn- ing nema landsverzluninni. Ef maður gerir ráð fyrir, að fyrstu árin eftir að þessi landsverzlun væri komin á laggirnar væru meðalár, svo að bændur þyrftu ekki annan kornmat en þann, sem gengi til heimilisþarfa, hvað ætti þá verzlunin að gera við þann mat, sem ekki gengi út ? Að geyma hann ár eftir ár yrðu að sjálf- sögðu rentulitlir peningar. Og að gera það að lögum að kaupmenn eða kaupfélög væru skyldug til að kaupi hann af verzlunum gegn peninga- borgun út í hönd, færi að sjálfsögðu að stappa nærri að kallast gæti ein- okun, því með því væri sýnilegt, að lífæð hinnar eðlilegu og heilbrigðu verzlunar væri stifluð, sem er hin frjálsa samkepni. Landið okkar er fátækt, og þjóð- ina vantar tilfinnanlega afl þeirra hluta sem gera skal, sem eru peningar. Því höfum við þurft, og þurfum lík- lega í náinni framtíð, að fá reksturs- fé það að láni hjá nágrannaþjóðum vorum, sem þarf til þess að koma til framkvæmda öllum hinum meiri háttar og dýrari framfarafyrirtækjum. Af þeirri ástæðu verða hinir ráðandi menn þjóðar vorrar að gæta þess, að starfa ekki að neinu því, sem get- ur veikt lánstraust og álit þjóðarinn- ar út á við, heldur þvert á móti reyna til að auka það. En það er einmitt það sem mér sýnist að land- læknirinn hafi ekki athugað, þegar hann ritaði greinina Næstu harðindi, þar sem hann lýsir ástandinu með alt of dökkum litum. Því að hvað get- ur frekar orðið til þess að veikja traust þjóðarinnar út á við og lama álit hennar í augum útlendinga, held ur en yfirlýsing frá einum af nafn- kendustu mönnum hennar um að máttarstólpar þjóðarinnar, framleið endurnir, væru svo hugsunarlausir og sofandi fyrir sinni eigin velferð, að ekki þyrfti nema misæri til þess að skepnufellir yrði nokkurn veginn almennur, og síðan mannfellir á eftir. Til þess að það þurfi ekki að valda neinum misskilningi, ætla eg að end- ingu að taka það fram, að eg er samdóma lækninum í því, að þetta málefni, sem hann ritar um, er þýð- ingarmikið, og þess vert, að því sé gaumur gefinn og athugað. En eg lít svo á, að það hefði verið betur viðeigandi að gera það ekki að blaða- máli; eðlilegra að það hefði verið gert að umræðuefni á héraðsfundum, búnaðarfundujn og búnaðarnámsskeið- um, sem eru farin að tíðkast svo mjög. Þar eru að jafnaði komnir saman bændur og aðrir landbúnaðar vinir, sem hvorki ætti að bresta áhuga á þessu máli, reynslu eða þekkingu til þess að koma fram með viturleg ráð eða tillögur, sem í framkvæmd- inni reyndust öruggar til þess að draga úr hinum slæmu afleiðingum, sem voðaharðindi alla tíma valda, hvort sem langt eða skamt verður eftir því að biða, að þau komi næst yfir landið okkar. E. G. Síldarvcrksmiöja brunaiu. A laugardagskvöldið brann stór síldarverksmiðja á Dagverðarnesi við Akureyri. Forstöðumaður hafði farið frá verksmiðjunni til borðhalds um kvöldið og skilið efti'r logandi lampa og eld í ofni. Þegar hann kom aftur stóð her- bergið í björtu báli. En enginn veit með hverjum hætti kviknað hefir í. Próf standa yfir. Tjónið órannsakað enn. En mik- ið af síldarolíu og mjöli var í verk- smiðjunni. (Símfregn). Stúlka brennur til bana. Það slys bar til snemma í þess- um mánuði á bænum Hamarsseli í Geithellnahreppi í S.-Múlasýslu, að stúlka ein brendi sig svo mjög, að bana blaut af. Stúlkan hét Björg Þórlindsdóttir. Var hún að svíða svið og kviknaði þá í svuntu hennar. Hljóp hún þá út í ofboði, en kul var á, svo að heldur magnaðist eld- urinn í klæðum hennar. Hljóp hún þá inn aftur og er hjálp varð við komið, var hún skaöbrend orðin í andliti og handleggir brunnir inn að beini. Læknir var sóttur, en fekk ekkert við ráðið og andaðist hún eftir um 2 daga miklar þjáningar. Lausar sýslanii'. Fiskiveiðaráðunautsstarf, í sambandi við Fiskifólag íslands. Árslaun 15U0 kr., auk ferðakostnaðar alt að 500 kr, Umsóknir sóu komnar til Fiskijólagsins fyrir 1. des. næstk. Starfið veitt frá 1. jau. Leiðbeiningarstarf um hirð- ing og meðferð á vólum. Laun 1500 kr. auk alt að 500 kr. ferðakostnaðar. Umsóknir sendist til Fiskifólagsins fyrir 1. des. og starfið veitt frá 1. jan. ReykjaYlknr-annáll. Aðkomumenn : Skúli prófastur frá Odda, Davíð bóndi frá Arnbjargarlæk, Jón póstur frá Galtarholti, Runólfur bóndi frá Norðtungu. Dagblað nýtt er á döfinni og er Vilhjálmur Finsen loftskeyta- maður ritstjóri þess. Á það að vera frótta- fræði- og skemtiblað, en eigi að fást við stjórnmál. Vel ritað og fjöl- skrúðugt dagblað mun kærkominn gestur og enginn efi er á því að Vil- hjálmur Finsen hefir betri skilyrði flestum öðrum, sem hór er kostur á, að standa fyrir slíku blaði, því að hann hefir erlendis unnið við mörg dagblöð og feugið því mikla æfing. Fyrsta blaðið kemur út á sunnudaginn. Framfundur var haldinn síðastliðið laugardagskvöld. Höfðu þar orðið skærur eigi litlar milli Heimastjórnar- manna (ræðum. L. H. B. og J. Ól.) og Sambandsflokksmanna (ræðum. Eggert Claessen og Jón Þorláksson). Stóð fundurinn fram á rauða nótt, án þess nokkur yrði niðurstaða þá. Framhalds- Framfundur kvað vera haldinn annan laugardag. Knattspyrna verður háð á íþrótta- vellinum næsta sunnudag, e f v e ð u r 1 e y f i r. Állur ágóði af knattspyrn- unni rennur til íþróttavallarins. Frá Vestmannaeyjum. S a m s æ t i héldu Vestmauneying- ar Valsmönnum á föstudaginn var, fjölment og skemtilegt, og undir ís- lenzkum og dönskum fánum, svo sem vera bar. Er þess eigi getið, að neinum hafi orðið ilt af því, eins og veslings konungshófs-forgöngu- mönnunum hérna! Heimsfrægt er hið afar-þunna, ameríska 14 kar. gulldouble remontair-vasaúr með akkerisgangi, gengur 36 stundir og hefir margsinnis hlotið verðlaun. Það er merkt »Speciate« og kostar að eins kr. 4,80. Verkið er Schweizer- verk af fyrstu gerð og er úrið með rafmagns- tækjum húðað 18 kr. ekta gullhúð og þekkist ekki frá ekta 100 kr. gullúri. Ábyrgð á rétt- um gangi 4 ár. 1 úr kr. 480, 2 úr kr. 930. Hverju úri fylgir ókeypis gylt festi. — Lnnýremur kvenúr, þunn og sérlega vel gerð kr. 5.70. — Á- hætta engin með því að skifti fást á úrum eða andvirðið endursent. — Urin send með póstkröfu. H. Springarn, Krakau, Uhr- ýahrik Nr. /22. Ostrig. LMistur. Kransar. Líkklæöi. Lítið birgðir mínar áðus en þér kaup- ið annarsstaðar. Teppi lánuð ó k e y p i s ' i kirkjuna, Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Cadburys Cacao og Chokolade Sjálfsafneituiiarvika Hjálpræðis hersins stendur yfir nú. Það er vel varið nokkurum skildingum að láta þá í þann líknarsjóð. Ekki sízt á hann það skilið nú, þar sem fyrirhugað er að veita mörgum svöngum fátækling- um ókeypis málsverð, þegar harðna tekur í vetur. Skipafregn. Sterling fór hóðan í fyrrakvöld með allmarga farþega. Til útlanda fór m. a. Árni Riis kaupm., frú Brillouin með dóttur sinni alfarin, kaupm. Obenhaupt, G. Eiríkss og Nathan. Söngskemtun eiga bæjarbúar von á í næstu viku, sem áreiðanlega verður mikil ánægja að. Það er hr. Brynj. Þorláksson, sem efnir til hennar áður en hann fer af landi burt, um miðjan nóvember. Söngskemtunin verður næsta miðvikudag í Bárubúð. Úrvalskarlakór syngur þar nokkur lög sum með einsöngum, sem þeir Pótur Halldórsson og Símon frá Hól syngja. Blandaður kór syngur og nokkur lög. Brynjólfur leikur á harmonium o. s. frv. et það bezta. Aðalumboðsmaður fyrir ísland er 0. J. Havsteen. Tals. 268. Tapast hafa 2 reiðhestar, grár ójárnaður vekr- ingur og rauður brokkari, mark: sýlt vinstra, uppalinn í Árnessýslu. Hver sem kynni að verða var þessara hesta, er beðinn að halda þeim til skila mót þóknun í Liverpool í Reykjavík. Th. Thorsteinsson. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 i. kvöldin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.