Ísafold - 29.10.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.10.1913, Blaðsíða 4
342 ISAFOLD Allar röksemdir viðvíkjandi Lifebuoy sápunni styrkja málstað hennar. Ástæðurnar fyrir því, að þessu er þannig varið, stuðla mest og best að útsölu hennar. Þeir sem nota sápuna eru ánægðir með hana og Ijúka eindregnu lofs- orði á kosti hennar. Það er hrein og ómenguð sápa, sem hefur jafnframt í sjer fólgin öflug og þægileg sótthreinsunarefni, sem koma að góðu haldi í þvottinum eða ræstingunni. LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SAPAN) er meira en sápa, en kostar þ’o engu meirá. Menn ættu að nota hana í sjúkdómum, bæði hjúkrunarkonur og sjúklingar ættu að nota hana. Einnig þeir sem hraustir eru, munu með ánægju nota Lifebuoy sápuna og halda heilsu sinni. Fyrirbygging sjúkdómsins er betri en lækning hans. ssro Allpa blaða bezt Allra frétta fleet Allra lesín mest ISAFOLD Kemur út tvisvar í viku alt árið, 104 blöð alls. Allir, sem vilja fylgjast með í þjóðmálum, halda ísafold, hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimili lands- ins má sjáifs sin vegna vera án Isafoldarl — bakkarorð. Innilegt þakklæti votta eg nágrönnum mínum hér í Víðidal, er réttu mér hjálpfúsa hönd þegar ástkær eiginmaður minn, fó- hannes Bjarnason, andaðist í sumar. Einkum vil eg þakka Margréti Eiriks- dóttur húsfreyju á Lækjamóti, Jóni og Rósu í Gröf, og ennfremur Guð- mundi og Helgu á Refsteinsstöðum. Bið eg guð að launa þessu fólki, sem og öllum öðrum, er mýkt hafa sorg mina með samúð og mannelsku. Si%urlau% Helqa Sveinsdóttir. Mótorbáturinn ,Njarðvík, fæst keyptur nú þegar. Báturinn er i árs gamall, með kútterlagi, mjög traust bygður úr tómri eik. Stærð n,95 smál. Vélin hefir 16 hesta afl, mjög olíuspör. Borgunarskil- málar mjög aðgengilegir. Menn snúi sér til Helga Asbjörns- sonar í Innri Njarðvík eða einhvers annars af eigendunum, sem allir eiga heima i Njarðvíkum. Brúnn hestlir tapaðist úr Hafn- arfirði þ. 18. okt. Merktur með A á aðra lendina. Finnandi gjöri svo vel og skili honum til Hjálpræðis- hersins í Rvík mót qódum fundarlaun- utn. Öllum þeim, sem með návist sinni heiðr uðu útför Vilborgar Ólafsdðttur, eða á ann- an hátt sýndu hluttekningu i hennar löngu legu, vottum við okkar innilegasta þakklæti Sveinn Guðnason. Oddrún Sveinsdóttir. Jónas Sveinsson. Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að jarðarför minnar ástkæru eiginkonu, Sigriðar Sigurðardóttur Bruun, fer fram östudaginn 31. þ. m. Húskveðjan byrjar kl. Il'/a á heimili mínu, Kirkjustræti 8. Ludvig Bruun Taííeg f f)ár við íslenzka búnínginn geta konur fengið af hvaða lit sem óskað er, einnig við kjólbúning, svo sem: bukluhnakka, fléttinga, hárvalka o.fl. Eftir pöntun fást úrfestar, hálsfestar, armbönd og rósir sérlega fallegar í ramma. Þær pantanir sem eiga að afgreiðast fyrir jól, verða að koma sem fyrst. Tirisfín JTleinfjoft, Þingholtsstræti 26. rnælir með smáréttum allan daginn, og sömuleiðis miðdegisverði. — Nokkrir menn verða teknir í kost. Hartvig* Nielsen. Gunnl. Glaessen læknir Bókhlöðustíg 10. Heima kl. 1—2. Talsimi 77. Ól. Gunnarsson læknir Lækjargötu 12 A [uppi] Liða- og beinsjúkdómar (Orthopædisk kiruigi). Massage Mekanotherapi. Heima kl. 10—12. c7ií fíaimalitunar vlljum ver sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafaverð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta þvi, að vel muni gefast. — í stað helllulits viljum vér ráða mönnum tit að nota heldur vort svo- nefnda Castorsvart, því þessilitur er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslerzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á íslandi. cJiucfís *3?arvafa6riR Aggerbecks Irissápa er óviðjatnanlega góð íyrir húðina. UppAhald allra kvonra. Bezta barnasápa. Biðjið kaup- menn yðar um hana. 'IsX*. xfx..xfx. x+x, xtx. x+x. xfx .xtí£..xtx,.xíx,ix Se! Se! Se! Se! | Vj i/ Alle og enhver jj som i disse Dage skriver til os R ý efter vor Prisliste faar den til- [f sendt fuldstændig gratis og franco. Der findes i Aar mange j£ t<] forskellige Ting som har Inte- 5i resse baade for Handlende og £ ý Private. Priserne er i Aar paa jj mange Ting, særlig Uhre og R Jj Kæder, langt — langt nedsatte. Skriv derfor öjeblikkelig til £ Kroendahls Import Forretning £ ’ii Aarhus Danmark. ii ^l l> V\ i/ Víx*Wjv’V|x'V|x* Wív’[v Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. Hárlækningastofa mín er flutt á Laufásveg 5 (uppi) og lætur i té eins og að undanförnu: Höfuðböð með ýmsum háriyfjum, sem eyða flösu og stöðva hárlos; sömuleiðis Andlits gufuböð með massage, sem hreinsa, mýkja og slétta hörundið. Oþægilegur hárvöxtur i andliti á dömum er tekinn burtu. Manicure og Pedecure. Ennfremur set eg upp hár og vinn úr hári við íslenzkan og útlendan búning. gy Alt eftir nýjustu tízku. Kristólína Kragii. Talsimi 23. Prjónavél á hverjn heimili er hið gagnlegasta áhald, sem unt er að útvega þvi. — Lindéns heimilisprjónavél, sem einkarétt hefir um allan heim, er einföld- ust, hentugust og ódýrust allra prjónavéla. A hana má jafnt prjóna munsturprjón og sokka, brugðna kvensokka, treyjur, nærföt, vetlinga o. s. frv. í fyrra hlaut vélin tvenn verðlaun úr gulli. Hún kostar að eins 55 kr. Hverri vél fylgir nákvæmur leiðarvísir. Einkasali Jakob Gunnlögsson, Köbenhavn K. P R I M A SIKKERHEDS TÆNDSTIKKER AKTIETÆNOSTIKFABRIKi ..6L0DEFRI” K0BENHAVN, þola bezt yætu, slokna glóðarlaust, eru því ölluni öðrum betri. Aktietændstikfabriken „Glödefri" Köbenhavn. Konungl. hirð-Yerksmiðja Bræöurnir Cloétta mæla með sínum viðurkendu Sjókólade-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri ogr Vanille. Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum. I»eir kaupendur Isafoldar hér i bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum. Huder og Skind. Höjeste Priser erholdes ved at sende direkte til Magnus & Co., Westend 6, Kjöbenhavn. 13 »Eg gleymdi því«, sagði Weybrid- ge, og var auðséð að honum létti um hjartað. f>á byrjaði eftirvæntingin. Löng mínúta leið, en hvergi sást hringur á vatninu. Onnur fylgdi á eftir án þess að nokkuð bryti hÍDa kyrru ylgju. Skipsmenn skýrðu hver fyrir öðrum, hvernig farið væri að vinda kaðalinn upp. Hvarvetna mátti sjá í reiðanum eftirvæntingarfull andlit. »Komdu upp Elstead !« kallaði bringuloðinn háseti óþolinmóðlega. Hinir tóku undir það og hrópuðu eins og þeir væru að bíða eftir að leiktjald væri dregið upp. Foringinn leit ergilega til þeirra. »Ef fallhraðinn eykst ekki um tvö fet, verður hann auðvitað þeim mun lengur«, mælti hann. »Við erum ekki fullkomlega vissir um að það hafi verið rétt reiknað. Eg trúi ekki á útreikninga í neinni blindni*. Steevens var alveg sömu skoðunar. í tvær mínútur talaði enginn orð á afturþilfarinu. jþá sló úrið í vasa Stee- vens. þegar sólin, tuttugu og einni mín- 14 útu síðar, var komin hæst á loft, voru þeir enn að bíða eftir að hnött- urinn kæmi í Ijós, og enginn á sícip- inu þorði að hvísla því, að vonin væri dauð. f>að var Weybridge, sem braut þar ísinn. þegar vökuskiftaklukkun- um var hringt, gat hann ekki þagað lengur. »Eg hafði altaf slæman grun á glugganum«, sagði hann alt í einu við Steevens. »Guð minn góður !« sagði Steevens; »þú heldur þó ekki — ?« »Jæ-ja«, svaraði Weybridge og eftir- léc hinum að ímynda sér áframhaldið. »Eg hefi enga tröllatrú á útreikn- ingum sjálfur«, mælti foringinn efa- blandinn, »svo eg er ekki með öllu vonlaus enn þá«. Og um miðnætti kynti fallbyssubáturinn enn|með hægri ferð í sporbaug kringum depilinn, þar sem hnettinum hafði verið sökt. Hvítur rafljósvöndur leið vonleysislega yfir sjávarflatneskjuna, sem glitraði undir stjörnunum. »Ef glugginn hefir ekki brostið og marið hann«, mælti Weybridge, >þá er það hálfu verra, því að sigurverkið 15 hefir þá brugðist og hann er nú lif- andi í kuldanum og myrkrinu, fimm mílum undir fótum okkar. Hann er þá tjóðraður í þessari loftbólu sinni, þar sem aldrei hefir skinið ljósgeisli eða mannleg vera lifað BÍð- an höfin mynduðust. þar er hann matarlaus, þyrstur og óttasleginn, og veit ekki hvort hann muni heldur deyja af hungri eða loftleysi. Og hver veit hvort það verður heldur? Eg býst við að Myersáhaldið só búið að gefa frá sór núna. Hvað endast þau lengi ?« »Guð minn góður?« hrópaði hann upp yfir Big, »hvílíkir fávitar við er- um ! þvílíkir ofurhugar ! Niður þang- að mílu eftir mílu af vatni — sífeldu vatni, alt þetta eyðilega haf og him- ininn í kringum okkur. Djúp !« Hann sló út höndum og um leið’og hanu gerði það, bar hvíta rák hljóðlaust upp á himininn. Hún hægði á sér, stanzaði og varð hreyfingarlauB depill, eins og nýrri stjörnu hefði verið kastað upp á loftið. Svo rann hún niður aftur og hvarf á meðal stjörnuljóssins og 16 hvítglóandi bjarmans á sjónum. þegar hann sá þetta, stanzaði hann með útbreidda armana og opinn munn- inn. Hann lokaði muDninun, opnaði hann og veifaði höndunum ráðleys- islega. Síðan snerist hann á hæli, æpti »Elstead halló !« til fyrsta varð- mannsins, sem fyrir honum varð, og þaut síðan til Liudle.ys og njósnar- ljóssins. »Eg sá hann þarna á stjórn- borða !« sagði hann. »Ljósið er lifandi hjá honum, og honum er nýskotið upp. Beinið ljósinu þangað, Við ætt- um að sjá hann fljóta þegar hann yftist upp á öldurnar«. En þeim tókst ekki að finna æfin- týramanninn fyr en í dögun. f>á höfðu þeir nær því rekist á hann. Lyftiránni var sveiflað út og bátshöfnin krækti keðjunni í hnöttinn. þegar þeir höfðu innbyrt hann, skrúfuðu þeir gluggann úr og litu inn í myrkrið innifyrir, (því að rafljóssklefiun var ætlaður til þess að lýsa upp vatnið umhverfis og var algerlega fráskilinn aðalholinu). Loftið var heitt inni í holinu og togleðrið utaD um gluggann var heitt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.