Ísafold - 01.11.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.11.1913, Blaðsíða 3
IS AFO LD 345 Eru nokkrar líkur til, að járiibraut austur í sýslur mundi geta veitt land- inu slíkan hagnað? Svari hver sem til þess hefir skyn semi og sanngirni. Hvað gæti nú landið keypt mörg gufuskip fyrir 4 milj. kr. — fyrir járnbrautarverðið? — Líklega 8—10 skip ef þau eru ekki því stærri. Landið hefði þá 10—12 gufuskip í förum til samgangna utanlands og og innan, þegar skip eimskipafélags- ins íslenzka væru talin með. Þyrft um við meira með fyrst um sinn ? Já, en landið fengi hvergi 4 milj. króna lán í þessu skyni, mun svar- ið verða við þessum uppástungum. Það er ekki trúlegt. Óðar en það það kemur til orða að leggja járn- braut hér, er boðið fram nóg fé til þess. Og þó það væri ekki lán i venjulegum skilningi, þá byggist það tilboð á lánstrausti landsins og engu öðru, þar sem landið átti að ábyrgj- ast alla áhættu við fyrirtækið. Enn- fremur hefir tvisvar komið til orða, að Frakkar og Englendingar legðu hér stórfé í banka, sem líka hlaut að byggjast á lánstrausti landsins. Það virðist því ekki frágangssök að fá lán í útlöndum til handa land- inu. En hitt mun satt vera að það sé ekki fyrirhafnarlaust að ná lánum og að meira þurfi til þess en flýja sífelt á náðir Dana í þeim efnum, eíns og gert hefir verið til þessa tíma. Ef um einhverja hyggilega, ákveðna stefnu í samgöngumálum vorum væri að ræða, þá ætti þing og þjóð að leggja krafta sína óskifta í það að bæta samgöngur á sjó og fyrst og fyrst og fremst að koma upp álit- legum skipastól i landinu. Bíða ekki eftir því, að fátækt félag auki svo skipastólinn, að það geti fullnægt þörfunum. Það gæti orðið dýr og löng bið, að bíða eftir þvi. Landið má ekki við slíku tjóni, ef annars er kostur. Allir sem unna velferð þessa lands stuðli að því eftir megni, að sam- göngur á sjó gangi fyrir öllum óðrum stórstígum framförum í samgöngum í landinu. Það er hin rétta og hagn- aðarmesta stefna, sem farin verður. Jóh. Magnússon. Ýms erl. tíðindi. Loftskeyti lífgjafi 60 manna. Fyr- ir skömmu kviknaði í brezku skipi, 7he Templemore úti á rúmsjó. Mik- ill sjór var og hefði öll skipshöfnin 60 manns, átt þar visan bráðan bana, ef eigi hefði notið við loft- skeytanna. Með þeim tókst að ná til annars skips, Arcadia., frá Ham- borg-Ameríkufélaginu, er statt var 50 sjávarmílur þar frá. Stefndi það að hinu brennandi skipi og fekk bjargað allri skipshöfninni á 11. stundu. Hvenær fá skipin hér við land loftskeytatæki ? í Oeirðir i Lissabon. Um 20. okt. gerðu konungssinnar uppreisn í Lissa- bon og ætluðu að myrða stjórnar- forsetann Signor Costa. En stjórnin fekk bælt niður up'preisnina og hnept fjölda konungssinna í varðhald. — Alt af öðru hverju reisa þeir höfuð- ið, fylgismenn Manúels, og þykir líklegt, að fyrstu árin linni eigi þeim » H jaðningavígum «. -- ' ■■ ------------- Gjaldkeramálið. Landsyfirréttardómur verður kveð- inn upp i því á mánudaginn. Fjármaðurinn eftir Pál Stefánsson frá Þverá. Reykjavfk. ísafoldarprentsmiðja 1913. Bls. 100. Verð I króna. Það mun ýmsum þykja undarlegt, að Páll skyldi verða til þess að skrifa bók um fjárrækt. Hann, sem í nokkur undanfarin ár, hefir verið verzlunarmaður og síðan vörubjóður. En þeim, sem þekkja hann, kemur þetta eigi ókunnuglega fyrir Páll var þegar,unglingurinn, mjög hneigð- ur fyrir fjárrækt, og fekk snemma ágætt orð fyrir fjárhirðingu og þekk- ing í'^þeim efnum. Við hittumst fyrst árið 1891. Var Páll þá fjár- maður á Þverá í Laxárdal i Þing- eyjarsýslu. Eg komst í hálfgerðan vanda, að svara öllum þeim spurn- ingum, sem hann lagði fyrir mig viðvíkjandi fjárræktinni. Mér virtist hann og vera fult svo kunnugur rit- gjörðinni: »Um fóðrun búpenings« sem eg, þótt eg hefði skrifað hana fjórum árum áður. Eg bendi á þetta til að sýna, hve Páll hafði snemma sterkan áhuga fyrir þessu efni. Bók hans er líka það aðgengileg- asta, er vér höfum á tungu vorri í sauðfjárrækt. Hún er ljós og skil- merkilega skrifuð, en þó viðast stutt- orð, og er það mikill kostur. Að sönnu hefði margur kosið, að inn á sum atriði hefði verið itar- legar gengið. Þó eru jog önnur at- riti, er skoðanir kunna að verða skiftar um. En þrátt fyrir það, er bókin góð bók og á Páll þakkir skildar fyrir hana. Fjármaðurinn er ein af þeim bók- um, sem gagnslaust er að hlaupa einu sinni yfir. Allir sveitabændur og fjármenn verða að hálf-kunna hana og eiga, til þess að geta flett upp í benni nær sem vill. Það er eigi vanvirðulaust fyrir bændur, að kynna sér eigi sem bezt nýtar bækur, er leitast við að leið- beina þeim við þeirra eigin störf, sem þeir verðaiíað fleyta sér og sín* um fram á. En þetta gerir Fjár- maðurinn. Þó tekur út yfir, þegar bændur ganga með öllu fram hjá þeim bók- um, sem eru skrifaðar vegna at- vinnu þeirra og bjargræðis, en kaupa í þess stað eldhúsrómana og annað ómerkilegt rusl, sem oft er andleg pest fyrir tungu vora og hugsun. Hermann Jónasson. ReykjaYlknr-annáll. Aðkoummenn: Ásgeir Bjarnason frá Knarrarnesi, Jóhann Magnússon frá Hamri. Dánir. Þorbjörg Iliugadóttir, Vest urgötu 19, dó 17. okt. Regina Gísladóttir, Lindargötu 1 C, 14 ára, dó 27. okt. Fimtugsafmæli átti konsúll Norð- manna, Thjodolf Klingenberg, í gær. Gnnnar Hafstein bankastjóri frá Færeyjum er staddur hór þessa dag- ana, eins og áður hefir verið getið. Erindi hans er aðallega að kaupa þil- skip fyrir fiskiflota Færeyinga. Hann fer aftur utan þ. 3. nóv. Hjúskapnr. Sæmundur Guðnl Run- ólfsson og yngism. Guðríður Ottadóttir Skólavöröustfg 15 B, gift 25. okt. Jón Arnason og ym. Stefanía Sigríður Guðmundsdóttir Brekkustíg 7, gift 25. okt. Svanlaugur Hjörtur Einarsson og ym. Jónína Guðrún Kristjánsdóttlr Bræðra- borgarstxg 33, gift 15. okt. Páll Jónsson og ym. Guðmundína Ingimundardóttir Klapparstíg 1, gift 25. okt. Knattspyrnnkappleikur verður háð- ur á íþróttavellinum á morgun kl. 2 ef veður leyfir. N/lunda að fá færi á að sjá knattspyrnu um þetta leyti árs. Leiklinsið. Þau Jens B. Waage og jungfr. Guðrún Indriðadóttir ætla í kvöld og annað kvöld að leika með aðstoð nokkurra annarra leikenda 3 þætti úr hinu vinsæla og nafukunna þýzka leikriti Alt Heidelberg, sem hór var leikið fyrir 9 árum og eignaðist þá 1/ðhylli mikla. Smáleik- rit eitt: Litli hermaðurinn, verður leikið með. Messur. í dómkirkjunni á morgun kl. 12 sr. Jóh. Þorkelsson (altarisganga) kl. 5 sr. Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 12 sr. Ól. Ól. Ný saumavél (Singers) í ágætu standi, mjög hent- ug fyrir söðlasmiði, skósmiði og jafnvel skraddara, er til sölu með tækifærisverði. Til sýnis í Bankastræti 7 hjá Þorvaldi og Kristni. Sk aufaféíagið heldur Dansloik 15. þ. m. Nánar auglýst síðar. Einarsness-smjörið verður framvegis selt í mjólkurbúð- inni í Bankastrœti 7, þar sem skyrið er selt frá sama heimili. Smjör og skyr kemur vanalega í hverri Ing- ólfsferð frá Borgarnesi. Alfr. Kristensen. Fyrirlestur um biblíuna og levitguðsþjónustu i Landakotskirkju sunnudag 2. nóv. kl. 6 síðdegis. Servaes prestur. Hjartanlegustu þakkir votta eg öllum þeim mörgu konum, sem mintust mín með vinarþeli á áttatíu ára afmæli minu, þann 24. þ. m. Reykjavik 31. okt. 1913. Jóhanna T. Zoega. cliiBliufyrirhsíur í cfictel. Sunnudag 2. nóv. kl. 6 1/2 síðd. Efni: Þúsundáraríkið eða friðar- ríkið. Verður pað á jörðunni eða á himnum ? Hveruær hejst pað ? Hvað her við á pessu tímabili? Allir velkomnir. O. J. Olsen. Verzlunarmannafélagið. Dansleikur í Hótel Reykjavík laug- ardag 8. nóv. kl. 9. Hljóðfærafl. Bernburgs. Listi verður borinn til félagsm. í næstu viku. Búð er til leigu á góðum stað í bænum. Ritstj. vísar á. Ný verzlun í Austurbænum. Eg leyfi mér hér með að tilkynna yður, að eg hefi opnað verzlun í húsi mínu nr. 37 við Laugaveg, með ýmsar vörur til mat- ar. Eg get því miður ekki nú þegar boðið yður alt það, sem þér kunn- ið að óska eftir. í þessari verzlunargrein, en eg mun gera mér far um, að taka óskir yðar til greina svo fljótt sem hægt er. Það sem eg nú þegar hefi að bjóða er: Ostar, Pylsur, Egg, Fiskabollur, Reykt sild, Anchovis, Sardínur, Sætmeti, Mjólk, Rjóma og Avexti í dósum, Pichles, Soya, Fiskisósa, Maccaroni, Býtingsduft, Eggja- duft, Bökunarduft, Margarine o. fl. Kartöflur, Laukur, Kjöt frá Sláturfélagi Suður- lands. Virðingarfylst * Arni Jónsson. Afgreiðslustofa bæjargjaldker- ans er flutt á Laufásveg nr. 5. > C C/5 c Cf> æ Reykjavlkur „Konditori“ Austurstræti 10. tekur á móti pöntunum á tertum, ís, »Fromagee« og alls konar kökum, stórnm og smáum. Aðeins brúkað bezta efxii. Panta má í síma. Sent um allan bæinn. Virðingarfylst. Tfyeodór Jofjnsen. C/> -J co 50 0. Hér með tilkynníst ættingjum okkar og vinum, að eiginkona min elskuleg, Guðrún Bjarnadóttir andaðist að heimili okkar Sandgerði 30. október. Einar Sveinbjörnsson. Enginn hefir boðið slík kostakjör áður. Enginn orðið fyrir jafngóðum happakaupum og sá, sem á mánudaginn kaupir i verzl. Edinborg, Austurstræti 9 (gengið um vestri dyrnar). Þar verður seld ýmiskonar Vefnaðarvara, Fatnaðir, Háls- tau, Höfuðröt og Skinnavara, mest alt fyrir hálfvirði. Engin uppboð jafnast á við þetta, engin uppboðslaun falla á kaupandann. Vér viljum benda viðskiftamönnum vorum á, að alt á að seljast, þess vegna höfum vér sett þessar vörur niður i það verð, sem hefir aldrei heyrst hér áður, öllum þvi kleift að kaupa. Komið á mánudaginn, 3. nóv., í Austurstr. 9. Verzlunin Bdinborg. rVr^ r^ ri r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ W.ik..i Li ki ki k.A ki KA k.A k..i k.A r^ r^ r^i k.A ir^ r^i ki ki ir^ k.A r'* | ki ir^ r^ lkA k.A r^ r^ lí lí r^ k.A r^ Bnskir úlstrar S vetrarfrakkar nýkomnir í afarstóru urvali. jZj Sniðið fyrirtak. Efnið hæstmóðins. m Brauns verzlun Aðalstr. 9. I m 1 m ri r^ r^ r^ir-rr^ n-n;n n r^ k. A kJ ki Li ki ki Í.A kJ ki wœsm r^ k.A r^ W A r^vr^ r^ r^ r^ ki ki ki k.A k.A r^ Wxi r^ r^ ki ki r^ k. A fn — Skrá yfir eignar- og atvinnutekjur í Reykjavík árið 1913 og tekjuskatt 1914 liggur almenningi til sýnis á bæjarþingstofunni dagana i.—15. nóv. kl. 10—2. Borgarstjóri Reykjavíkut 31. október 1913 cTáíí Cinarsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.