Ísafold - 05.11.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.11.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendia 5 kr. eðal^dollar;borg- )| Ist fyrir miðjan júlf erleiiíis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsógn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólafui* Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 5. nóv. 1913. 88. tölublað I. O. O F. 951179. Nýja Bíó sýnir í kvöld og næstu kvöld: JTlund elskfyugans ítölsk list- og litmynd. Aukamynd: Borgundarfyóímsúrið. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Cigarettur og tóbak frá J. Bastos, Algérie, er þekt um allan heim. Einkasölu fyrir ísland á því hefir tóbaksverzlun R. P, Leví. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. Sigfús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Símnefni: Blöndahl. — Hamburg. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Bjöm Kristjánsson og verzlun Jóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Erl. sfmfregnir. Khöfn 4. nóv. 1913. Bandaríkin setja Mexíkó úr- slitakosti, krefjast að Huerta sleppi völdum. 250,000 her- manna viðbúnir að fara yfir landamærin. Erlendar símíregnir Stórtíðindi frá Mexíkó. Kköfn j. nóv. kl. 6. Þau stórtiðindi gerðust i dag, að Huerta var kosinn Jorseti Mexíkó-lýð- veldis ejtir karða viðureign tnilli hans og Felix Diaz. Menn Diazar eru pá eigi aj báki dotnir og megn uppreisn geysar um alt landið. Búast má við að alt komist i bál og brand að Jdm aogum liðnum. London j. nóv. kl. 6X\%. Símað er frá New-York, að Wilson Jorseti Bandaríkjanna œtli að láta Bandarikin skerast í leikinn í Mexikó. Alítur Jorsetinn pegna Bandaríkjanna ekki óhulta í Mexikó, meðan Huerta situr að völdutn. Þykir líklegt að i petta sinni Jylgi hugur máli. Dómurinn í gjaldkeramálinu Því dæmist rétt vera: Akærði Halldór Jónsson á að missa stöðu sína sem gjaldkeri Lands- banka íslands. Svo greiði hann og Landsbanka íslands í skaðabætur kr. 10,267,82, með 5% ársvöxtum frá 13. des. 1911 til greiðsludags og all- an kostnað við rannsókn og meðferð máls þessa í héraði og fyrir yfir- dómi, þar með talin málaflutningslaun til hins skipaða sækjanda og verjanda fyrir yfirdómi, yfirdómsmálaflutningsmanna Odds Gíslasonar og Eggerts Claessen, 50 kr. til hvors. Skaðabæturnar ber að greiða innan 8 vikna frá lögbirtingu dómsins og honum að öðru leyti að fullnægja lögum samkvæmt að viðlagðri aðför að lögum. Svofeldur dómur var kveðinn upp í hinu nafnkunna gjaldkeramáli i yfirrétti þann 3. nóv. af setudómurunum Pdli Einarssyni, borgarstjóra, Maqnúsi Jónssyni, sýslum. og Jóni Kristjdnssyni prófessori. Voru þá liðin 2 ár, 40 dögum miður, frá því málið hófst, með kæru bankastjóra Landsbankans, þeirra, Bjðrns Kristjánssonar og Bförns Sigurðssonar til stjórnarráðs íslands 13. des. 1911. Muna flestir frekari afdrif þeirrar kæru, hinar frámunalegu athafnir stjórnarráðsins, sem reyndi að kæfa málið með öllu móti og jafnvel snúa sökinni á hendur sjálfum bankastjórunum. Alt það hneykslisframferði og þá eigi siður hin dæma- lausa barátta stjórnarblaðsins Lögréttu er í svo fersku minni, að eigi þarf upp að rifja. Nii er það komið í ljós, að yfirréttur hefir litið alveg eins á þetta mál og bankastjórar Landsbankans, því að kunnugt er, að lík niðurstaða, sem yfirréttur hefir komist að, var það, sem þeir óskuðu þegar i upphafi málsins að því fráskildu auðvitað að greiða gjaldkeranum þau laun, sem hann hefir fengið frá því honum var vikið frá starfi sínu. En þau laun munu nema um 8000 kr. og er það auðvitað bart fyrir bankann, eítir málavöxtum, að fá eigi aítur það fé, ef þessi dómur fær að standa. Ókunnugt er enn hvort dómnum verður áfrýjað til hæstaréttar. Eftir því sem frézt hefir munu bankastjórar Landsbankans una þessum dómi, enda er hann Jullkomin uppreisn fyrir þá, eftir allar taumleysis of- sóknirnar, sem þeir voru beittir út af því, að þeir gerðu skyldu sína i þessu máli. Mun þá landsstjórnin líklega heldur eigi óska áfrýjunar. Hitt vita menn eigi, hvað Halldór Jónsson ætlar fyrir sér um það. Isajold hyggur, að lesendum muni þykja fróðlegt að fá allar dóms- forsendurnar í heild sinni og fara þær þvi hér á eftir: Dómsjorsendur: Mál þetta er höfðað gegn Halldóri Jónssyni gjaldkera Landbankans fyrir brot gegn 13. kapítula hinna al- ínennu hegningarlaga og var dæmt i aukarétti Reykjavíkur 18. febr. þ. á. á þá leið, að ákærði skyldi vera sýkn af öllum ákærum réttvísinnar í mál- inu, en greiða allan kostnað sakar- innar. Dómi þessum hefir verið skotið til yfirdómsins bæði af hálfu réttvísinnar og akærða. Eftir að málið var tekið upp til dóms i yfir- dómi, viku allir hinir reglulegu dóm- arar sæti í því með úrskurði upp- kveðnum 14. júlí síðastl. Voru þá skipaðir setudómarar með þremur bréfum stjórnarráðsins dagsettum 7. ágúst síðastl., þeir Páll Einarsson borgarstjóri í Reykjavík, sem dóm- stjóri, Magnús Jónsson sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hnfnarfirði sem 1. með- dómari og Jón Kristjánsson, prófes- or sem 2. meðdómari. — Ákærður Halldór Jónsson er af landsstjórninni skipaður gjaldkeri Landsbanka íslands og hefir haft þá stöðu á hendi frá því bankinn var settur á stofn sam- kvæmt lögum 18. sept. 1885. Hann tekur samkvæmt stöðu sinni við öll- um innborgunum í bankann og ann- ast allar útborganir úr honum, og ber ábyrgð á því, að allar tekjur bankans pcnr>i i sjóð han«, sem hann einnig hedr í vörzJum sínum. Frá þvi bankinn var stofnaður og alt fram á mitt árið 1909 var það fyrirkomu- lag haft á bókfærslu i bankanum, að bókarinn og gjaldkeri færðu hver sína bók yfir alla afgreiðslu í bankanum, reiknuðu báðir út alla vexti, forvexti, ómakslaun (provision) og annað, er reikna þurfti ogfærðu á sama hátt hverja innborgun og útborgun hvor í sína bók. Að lokinni afgreiðslu báru þeir að kvöldi hvers dags saman bækur sínar, lögðu saman hina einstöku tekju- og gjaldaliði, þannig að út- koma hvers dags sýndi hversu mik- ið átti að vera í sjóði. Á þessu fyrirkomulagi varð á miðju árinu 1909 sú breyting, að bókari hætti að reikna lit og bóka í sina dagbók sundurliðaða forvexti af víxlum og ávisunum, en tók eftir það að eins samanlagða aðalupphæð forvaxtanna inn í sína bók eftir frumsjóðsbók gjaldkera. Jafnframt því sem þessi breyting komst á, breytir gjaldkeri einnig bókun forvaxta í frumsjóðs- bók, þannig að hann hættir að bóka við hverja forvaxta tölu nafn þess, er forvextina greiddi og bókar þar eftir að eins forvaxtatölurnar sjálfar og þær ekki i dálk hverja niður af ann- ari eins og áður hafði tiðkast, held- ur hverja við hlið annari eftir því sem linan í bókinni entist. Með því, að maður sá, er bókarastarfið þá hafði á hendi, var dáinn áður en rann- sókn máls þessa byrjaði, hefir það ekki orðið upplýst, hver ráðið hefir því, að þessi breyting á bók- unarfyrirkomulaginu og útreikning forvaxtanna komst á, en ganga má út frá þvi sem visu, að breyting þessi hafi ekki verið gerð eftir fyrir- skipun bankastjórnarinnar og þessu breytta bókunarfyrirkomulagi var haldið alt til 3. desember 1911 einnig eftir að bankastjórarnir höfðu i byrjun febriiar 1910 gefið að nýju reglu fyrir því og útreikningi vaxta og forvaxta. Eftir að þessi breyting varð á bók- unarfyrirkomulaginu og útreikningi forvaxta, fara að koma í ljós mis- fellur þær, sem mál þetta er höfðað Á þröskuldi nýrra heima. (Niðurl.). Ræða biskups Wakefields vakti mikla athygli fundarmanna og siðar vinsemdarbergmál í hjörtum vísinda- manna viða um lönd. Kom mönn- um að vtsu eigi á óvart frjálslyndi hans og skörungsskapur, því að hann er kunnur fyrir hvorttveggja. Jke Christian Commonwealth lét skömmu síðar fréttaritara sinn eiga langt sam- tal við hann og birti það samtal í blaðinu, ásamt mynd af biskupnum. Hann er hámentaður maður, talar t. d. svo vel frönsku og þýzku, að hann hefir stundum prédikað á þeim málum. Segir blaðið að hann sé »einn mesti persónulegi krafturinn i trúarlífi Englands, vitur og einlægur vinur verkamannamálsins og óþreyt- andi umbótamaður*; hafi hann alla æfi sameinað það tvent: einlæga ættjarðarást og afburða-hollustu við kirkju sína. Víða hefir hann látið mjög til sin taka, þar á meðal í bindindismálinu í>g verkamannamál- útaf. Eru misfellurnar í því fólgnar: að í frumsjóðsbók gjaldkera er rétt- um forvaxtartölum breytt í rangai, að forvextir eru skakt bókaðir, ým- ist óf hátt eða of lágt, að slept er að bóka ýmsa forvexti af víxlum og ávisunum, og að forvextir eru rangt lagðir saman. Um fyrsta atriðið er það upp- lýst, að tölum í forvaxtadálki inn- anstryks í frumsjóðbók ákærða sem gjddkera Landsbankans er víða breytt þannig, að réttum tölum er breytt í rangar á þann hátt, að lægri tala er skrifuð ofan í hærri tölu. Nema þessar tölubre)7tingar á tímabilinu frá 1. jiilí 1909 til 5. desember I911 samtals 3250 kr. 55 aurum, og er þó nokkur óvissa um, hvort heim- færa beri nokkrar tölur, sem ails nema 248 kr., undir tölubreytingar, eða þær ber að skoða sem uppruna- legar bókunarskekkjur. Afleiðingin af þessum tölubreytingum er sú, að í sjóð bankans hefir runnið jafnmikil upphæð, sem tölubreytingarnar nema minna en ella hefði orðið eða átt að verða samkvæmt réttum töl- um í frumsjóðbókinni. — Tölu- breytingar þessar eru dreifðar, koma ekki fyrir i mánuðunum febr. 1910, febr. 1911 og júlí 1911, en hina mánuði tímabilsins koma þær minst einu sinni fyrir á mánuði, en mest 16 sinnum. Minsta tölubreyting nemur 10 aurum, en mesta 200 kr. Tíðast er tölunni 7 breytt í 4 og 11 í 4, þá 9 í 2, 2 i 1, 9 í o, 6 i o og 4 í o. Víðast hvar er breyt- ingjn svo gerð, að lesa má undir tölu þá, sem í fyrstu var skrifuð. Akærði hefir viðurkent, að hann hafi sjálfur gert þessar tölubreyting- ar, en neitað því eindregið, að hann hafi gert þær til þess að draga sér fé lir sjóði bankans, eða að hann með því hafi haft fé af bankanum. Hefir hann gefið þær skýringar á þessu, að fé því, sem tölubreyting- arnar nema, hafi hann varið til pess að endurgreiða viðskiftamönnum bankans forvexti af vixlum, sem greiddir hafi verið fyrir gjalddaga, inu. Frjálslyndi sitt hefir hann sýnt með því að ganga í ritnefnd hins frjálslynda blaðs nýguðfræðinga og umbótamanna (The Chrtstian Com- monwealth). Biskupinn tók það fram við blaðamanninn, aðsérhefði »þótt ákaflega vænt um« ræðu sir Olivers Lodge's. Má nærri geta hver áhrif það hefir, er slíkur leiðtogi kirkjunn- ar kveður upp svo skýlausan dóm, sem hann hefir gert í þessu máli. Yfirleitt tóku ensku blöðin þess- um óvænta boðskap vel. Mörg voru að vísu undrandi, en öll töluðu þau virðulega um forsetann, og sum kváðu yfirlýsing hans hina stórfeld- ustu af öllum þeim yfirlýsingum, sem gerðar hafa verið úr þessu for- setasæti, sem þó sé nafnfrægt fyrir það, hve margar heimsfrægar ræður hafi verið úr því fluttar. Aðalblað Spíritúalistanna ensku (»Light«) flyt- ur yfirlit yfir ummæli þeirra, og þýði eg hér smáglepsur úr þeim. Times segir: »Rólega, með hóg- værð og festu játaði hann trú sína á framhaldandi tilveru persónuleik-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.