Ísafold - 12.11.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.11.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 357 Leir-, Gler- Og Postulínsvarning- selur verzlun undirritaðs með borg- arinnar lægsta verði, t. d. Postulins- smádiska rósótta, tylftina á einar 2 kr., og alt annað þessu líkt. B. H. Bjarnason, Ól. Gunnarsson læknir Lækjargötu 12 A [uppi] Liða- og beinsjúkdómar (Ortbopædisk kirurgi). Massage Mekanotherapi. Heima kl. 10—12. Tals. 434. bankann, þá má hann ómögulega gera sig að svo miklum heimskingja í opinberu blaði, því svo heimskur er hann ekki, að hann ekki viti það, að það er altítt í viðskiftasögu heims- ins, að bankar og aðrar stofnanir auka iðulega veltufé sitt. Það má telja daglegt brauð. Og hvaðan átti veltuféð að koma, nema frá þjóðinni, eins og upphaf- lega veltuféð, þegar bankinn er pjóð- areiqn ? Og mundi uokkrum sæmilega heiðarlegum manni detta í hug að segja, er veltufé banka er aukið, að það sé gert til þess að »hjálpa« bankanum til að geta »tórt«, eða að hann fyrir það ekki geti »haldið óskertu áliti sínu í framtíðinni« 1 Landsbankinn gat vel »tórt«, án þess að fá nokkurt aukið veltufé. En hvort altnenningur hefði eins vel get- að »tórt«, ef veltuféð hefði ekki ver- ið aukið, það er annað mál. Og jafnvel hver meðal-heimskingi mundi sjá glögt, að sú stofnun hlýtur að vera betur sett en áður, sem fær 2 miljónir kr. aukið veltufé, ekki sízt þegar veltufé það, sem fyrir var, nam ekki meiru en 3/4 miljón. Ekki getur verið umtals-mál að rökræða við hr. J. J. frekar um veð- deildarlögin, því síðasta svar mitt sýndi nógu glögt, að á þvi máli hafði hr. J. J. ekkert vit, enda var það upplýst, að hann, ekki einu sinni lesið veðdeildar löggjöfina, hvað þá, að hann hafi sett sig nokkuð inn í hana, eða skilið hana, sem sjá má á því, að hann vissi ekki einu sinni, að sú grein frumvarpsins, 21. gr., er hann setti mest út á, hafði verið í lögum í samfleytt 13 ár og engum gert mein, Mér er nóg að vísa til þess að veðdeildarfrumvarpið var rætt á 4 fundum í hvorri deild og siðast í sameinuðu þingi, þannig rætt við 9 umræður, og meðal þeirra yfir 30 þingm., sem greiddu því síðast at- kvæðí, voru þessir menn: prófessor Eirikur Briem og háyfirdómari Krist- ján Jónsson, sem enginn efar að hafi hina beztu þekkingu á almennri veðdeildarlöggjöf; svo greiddi ráðh. og atkv. með frumvarpinu, og sem ráðherra hlaut hann að hafa sett sig inn í það mál. Eg held að hr. J. J. hljóti að eiga örðugt með að fá fólk til að trúa því, að hann sjái betur í þessu máli en þessir 3 menn og öll bankastjórn Landsbankans. Trúi þeir sem geta. Eg vil svo ráða hr. J. J. til þess að verja kröftum sínum og góðu, en ótömdu náttúrugreind til þess að vinna í þarfir þeirra málefna, er hann ber eitthvert skyn á, og alls ekki verja þeim til að skrifa um banka- máí, nema hann þá geri sér þá fyrirhöfn að setja sig ögn inn i þau áður. Bankamaður. » —-----■ , ■ Vigfús Sigurðsson Grænlandsfarinn förunautur Kochs höfuðsmanns kom hingað á mánu- dag á Ceres frá Khöfn. Var hann gestur Sam. fél. hingað og mjög vel til hans gert í Khöfn áður. Konungur sæmdi hann verðlauna- pening úr silfri í sérstakri áheyrn, er hann veitti honum. í veizlu sem innanríkisráðherra Dana, Ove Rode hélt Gænlandsförunum, mælti Daníel Bruun fyrir minni Vigfúsar, en dr. Valtýr þakkaði og hélt ræðu fyrir ttfinni Danmerkur. Sjálfstæðismenn. Hinn fyrsti fundur Sjálfstæðisfé- lagsins í Rvík á þessum vetri var haldinn síðastliðinn laugardag. Var hann fjölsóttur og og hugir manna eindrægir og vongóðir. Enda gaf hinn fyrsti fundur fyrirheit um marga aðra góða í vetur og heillavænlegan árangur af starfi sjálfstæðismanna nú í vetur. A Akureyri er nýstofnað Sjálfstæð- isfélag sem heitir Skjöldur. Er hr. Sig. Einarsson dýralæknir formaður þess. ♦XKo----------- Hafnarmannvirkin. í fyrradag hafði Kirk yfirverkfræð- ingur boðið blaðamönnum bæjarins, hafnarnefnd o. fl. að skoða hafnar- mannvirkin. Grandagarðurinn er nú kominn nærri alla leið út í Or- firisey, og því eigi lítið að gert nú. Fyrst var haldið út að Granda- garðinum og hann skoðaður krók og kring, sýnt hvernig staurar eru reknir niður með fallhamri afarþung- um, og eins hvernig steinum og björgum er fyrir komið í garðinn. Oku boðsgestirnir í járnbraut út á Grandagarð og þaðan upp í Öskju- hlíð. Tók sú ferð xo mínútur, en leiðin mun vera alt að 3 röstum. Þar er grjótnáma hafnargerðarinn- ar, og er það »heilt fjall« að heita má, sem búið er að sprengja upp af grjóti. Nýir brattir hamrar hafa þar myndast af sprengingunni. Var þar sýnt, hvernig björgin eru sprengd með tundurefni. Tókst það ei eins vel og til var stofnað, vegna þess, að ikveikjan blotnaði af kaf- aldinu. En þó voru það firn á að líta hvernig »jörðin klofnaði* og upp af reis ferlegur mökkur reyks og steina. Þar var og sýnt, hvernig hinar húsháu hleðsluvélar lyfta, sem fis sé, stóreflisbjörgum þetta 10—12000 pd. þungum. Hafa þau verkfæri verið ókunn hér á landi fyr. Yfirleitt munu landsmenn hafa lært eigi litið af ýmsu því, er að grjótvinnu lýtur, af hafnargerðarvinnunni. Þá var haldið i smiðju hafnargerð- arinnar og sezt í skála að »áti og drykkju«, en eldar brunnu á miðju gólfi og ornuðu menn sér við þí, og veitingar þær, sem fram voru bornar. Stóð frú Kirk þar fyrir beina og þá að launum hin æskjuþrungnustu orð síra Matthíasar og jungherra- kurteisi Tryggva gamla. Voru þar minni drukkin hafnargerðarinnar, verkstjóra o. s. frv. Frá smiðjunni var haldið í gryfju þá hina miklu, sem búið er að grafa í Öskjuhlíðarholti og tekin hefir ver- ið úr möl öll til hafnargarðanna. Er þar nú komið heilt dalverpi. Það sem mesta eftirtekt vakti var sandlag það og sjávargrjót, sem kemur í ljós í gryfju þessarri, svona 2 álnir undir yfirborðinu. Fekk mað- ur þar áþreifanlega sönnun þess, að sjór hefir sjálfsagt runnið -yfir alla Reykjavik og Seltjarnarnes á öldum áður — fyrir þúsundum ára. Hafnargerð Rvíkur er hið lang- mesta mannvirki, sem enn hefir unnið verið hér i landi. Og fylgja henni og forstöðumönnum hafnargerðar- innar beztu óskir um góðan árang- ur. — Ego. FramfuDdurinn, ísafold hefir borist svolátandi yfir- lýsing: Eg leyfi mér hér með, herra rit- stjóri, að beiðast þess að þér getið þess í næsta tölublaði ísafoldar, að eg muni svara í Lögréttu 12. þ. m. grein Lárusar H. Bjarnasonar prófessors um Framfundinn þ. x. þ. m., sem birtist i ísafold í gær. Rvík 9. nóv. x 913. Virðingarfylst Lggerí Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður. Steinolíufélagið nýja. D. D. P. A. með grímu. Þess var getið í næst-síðasta blaði, að upp væri risið nýtt steinolíufélag, eða öllu heldur gamalt meðnýju nafni, — það er danska steinolíufélagið með íslenzka grímu. Hefir þessi félagsstofnun vakið mikla athygli og margskonar tilfinn- ingar í brjóstum manna. Isajold væntir þess, að geta í næsta blaði eða svo, flutt rækilega grein um það mál. Hér fer á eftir ályktun, sem gerð var á fjölmennum fundi Sjálfstæðis- manna síðastliðið laugardagskvöld: »Fundurinn telur það óhæfu, að ís lenzkir menn ljái lið sitt til þess, að Hið danska steinolíufélag fái á sig yfirskyninnlendrar stofnunar, og telur sjálfsagt að á móti því sé unnið af öllum kröftum, að Hið danska stein- olíufélag nái hér frekari fótfestu en það nú hefir náð, með samningum við landstjórnina eða á annanhátt«. Af tilviljun hitti ísajold einn af stjórnendum þessa nýja félags, í fyrra- dag. Hann tjáði oss óspurður, að enginn fótur væri fyrir þvi, að hið nýja félag hugsaði til að fá zinkaleyf á steinoliusölu, heldur væri gengið að því visu, að einkaleyfishugmyndin væri úr sögunni. Er auðvitað gott að fá yfirlýsing hins nýja félags um það, og þyrfti hún að koma skýlaust fram frá allri stjórninni. Það getur auðvitað aldrei komið til mála að veita slíku félagi einka- leyfi. Einkaleyfi ætti í raun réttri eigi að veita neinu félagi — nema Fiskifélagi íslands. Líklegt þykir oss, að ein ástæðan fyrir stofnun hins nýja félagsskapar sé sú að losna við hina háu skatta til lands og bæjar, sem nú er lagt á félagið, sem grein af D. D. P. A. ReykjaYíknr-annáll. Hljómleika efnir Brynjólfnr Þor- 1 á k s 8 0 n til i Bárubúð í kvöld. Syngur þar úrvalssöngfólk karla og kvenna mörg fyrirtakslög. Auk þess leikur Brynjólfur á harmonium. Þetta verður vafalaust bezta skemtun. Jes Zimsen konsúll er að fara utan snöggva ferð. Sá kvittur gaus upp i gær, að bann ætti að verða forstjóri miljónar- félagsins og færi utan í því skyni, en fyr- irr það þvertók hann í gær í símtali við ísafold. Fisksalan. Marz hefir nýlega selt afla sinn fyrir rúm 9000 kr. i Hull. Afmæli sira Matthíasar var í gær. Uann varð þá 78 ára. Fjöldinn allur af heilla- óskum barust honum allan daaiuu, að norðan, sunnan, anstan og vestan. I gær- kvöldi efudu nokkrir vimr hans, karlar og konur, til samsætis honum tii heiðurs í Bárubúð. Sátu það 50—60manns. Voru þar færri en vildu, en ókleift með sfuttum fyrirvara að et'na til almenns samsætis. Afmælissamsætið fór hið bezta fram. Aðalræðuna fyrir heiðursgestinum flutti Guðm. Finnbogason dr., en ótal aðrar ræður voru honum flutta.-. Sjálfur hélt Matthías 17 eða 18 ræður, hverja annari fjörugri og fyndnari. Fengsælni Valsins í gær kom Valurinn hingað með botnvörpung, 32. á þessu ári. Hafði tekið hann fyrir utan Ólafs- vík í landhelgi. Botnvörpungurinn heitir Edinburgh Castle. Var í gær sektaður um 1800 kr. og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Claudius og Valurinn. Rothe skipstjóri símaði um daginn til útgerðarmanns Claudiusar um við- skifti hans og Valsins. Hefir hann nú fengið svar frá útgerðarmannin- um, þar sem hann lýsir yfir, að sér líki illa hegðun skjpstjóra og hafi hann tekið það ráð að reka hann úr vistinni. Þessi skipstjóri heitir Daynes, en ekki Nielsen eins og sagt var um daginn. Jóh. Þorkelsaon Tekjur. kr. 4000 Skatt. kr. 45 Jón Brynjólfssou 3000 25 Jón Gunnarsson ... 4000 45 Jón Halldórsson & Co. 3000 25 Jón Helgason prófessor 4000 45 Jón Helgason kaupm. 3000 25 Jón Hermannsson ... 4500 57,50 Jón Jakobsson landsb.v. 3000 25 e’gn 300 12 Jón Jensson yfirdómari 4500 57.50 Jón Jóhannsson skipstj. 8000 175 Jón Jónsson dósent ... 3800 41 Jón Jónsson frá Vaðnesi 3500 35 Jón Kristjánsson próf. 3600 37 Jóti Magnússon bæjarf. 12000 335 eigu 200 8 Jón Pálsson bankam. 3500 35 eign 75 3 Jón H. Sigurðsson lækn. 3500 35 Jón Sigurðsson skipstj. 6000 100 Jón Zoéga kaupm 3000 25 Jóns Þórðarssonar verzl. 5000 70 Jón Þórarinssou fræðsl. 3000 25 Jón Þorkelsson skjalav. 5000 70 Jón Þorláksson verkfr. 3700 39 Jónatan Þorsteinsson... 8000 175 Jórunn Norðmann eign 4000 160 J. Havsteen f. amtm. .. 4900 67.50 Kaaber L. kaupmaður 7000 135 Kjartati Gunrtlaugsson 3500 35 Klemens Jónsson 6600 121 Kofoed Hansen ... 3000 25 Kolbeinn Þorsteinsson 8000 175 Krabbe, Th. verkfr. ... 4000 45 Kristinn Brynjólfsson 3000 55 Kristján Hall bakari... 5000 70 Kristján Jónss. dómstj. 9000 215 Kristján Kristjánsson 3500 35 Lárus H. Bjarnason 5000 70 Lárus Fjeldsted lögfr... 3000 25 Lárus Lúðvígsson 8000 175 Leví Ragnar kaupm.... 4000 45 Magnús Einarsson 4500 57.50 Magnús Helgason 3000 25 Magnús Magnússon ... 4000 45 Magnús Stephensen 6000 100 Magnús Sigurðsson 3000 25 Margrót Zoéga hóteleig. 5000 70 Marteinn Einarsson 3000 25 Matthías Einarsson 5000 70 Nathan & Olsen 10000 255 Nielsen N. B. verzlstj. 4000 45 Nýja Bíó 6000 100 Obenhanpt umboðssali 8000 175 Oddur Gíslason 4000 45 eign •• 150 6 Ólafur Árnason kaupm. 4000 45 Ólafur Björnsson ritstj. 6000 100 Ólafur Eyólfs8. skólastj. 5000 70 Ólafur Johnson 7000 135 Ól. Ólafsson prestur... 3000 25 Ól. Þorsteinsson læknir 5000 70 Páll Einarss. borgarstj. 4500 57.50 Páll H. Gíslasott kaupm. 4000 45 Páll Halldórsson sk.stj. 3400 33 Páll Matthíasson sk.stj. 5000 70 Pálmi Pálsson adj 3600 37 — — afeign... 50 2 Pétnr Bjarna-on skipstp 3000 25 Pótur Brynjólfsson ... 4000 45 Pétur Gunnarsson 3600 37 Pótur Hjaltested úrsm. 3000 25 P. J. Thorsteinsson &Co. 20000 655 Rasmussen vefari 3600 37 Rich. Thors ... 3000 25 Rich. Torfason 3500 35 Schou bankastjóri ... 12600 359 Siggeir Torfason kpm. 9000 215 Sighv. Bjarttason 8000 175 Sig. Briem póstmeist. 5000 70 tí’gn 200 8 Sig. Kristjánsson bóks. 3000 25 Sig. Thoroddsen adj. ... 3500 35 Skúli Thoroddsen 4000 45 eign 400 16 Sláturfélag Suðurlands 10000 255 Slippfélagið 8000 175 Schmidt símamaður ... 3000 25 Smjörhúsið ... 3000 25 Stefáu Gunnarsson 3000 25 Steingr. Thorsteinss. db. 4000 45 eign ... 450 10 Sturla Jónsson kaupm. 4000 45 eign 1500 60 Sveinn Bjöittsson 6000 100 Sveintt Hallgrímsson ... 3000 25 Sveinn Hjartarson 3000 25 Sæm. Bjarnhéðinsson .. 3500 35 Thomsensverzlun 5000 70 Th. Thorsteinsson 30000 1055 Thorsteinsson Pótur ... 8000 175 Tómas Jónsson 3000 25 Trolle, C. skipstjóri ... Tryggvi Gunnarsson ... 5000 70 4000 45 eign 50 2 Ungerskov skipstj 3500 35 Vilh. Bernhöft tannl. .. 5000 70 eign................... 75 VöruhúsiS, Austurstr. . 6000 Zimsen, Jes kaupm. ... 10000 Zimsen, Knud .......... 4000 Zimsen, Chr............. 3200 Þórður Bjarnason ..... Þórður Thoroddsen ... Þórður Sveinsson læknir Þóh. Bjarnarsonbiskup Þorl. Guðmundsson .... Þorl. Jón8son póstm. ... ÞorBt. Þorsteinss. skpstj. 3500 3000 3500 5000 10000 4500 5000 Skrifstofa Eimskipafélags Ísíands Austurstræti 7. Opin daglega kl. 5—7. Talsími 409. Eskilstúnavöruí % þær, sem upp voru gengnar, eru nú allar komnar aftur, t. d. útiskrárnar, smekklásarnir, sporjárnin fösuðu, 25 a. tálguhnifarnir m. m. Yerzl. B- H. Bjarnason. í óskiluin hjá undirrituðum i ómerktur poki með ýmsu dóti; meðal annars: einir sjóskór, skinnbrók, I fær. peysa, x færi, 2 netaslöngur, 1 blýsakka, vetlingar, sokkar, iveru- fatnaður o. fl. Poki þessi hefir fluzt hingað með skipum Hins Sameinaða eða Faxa- flóabátnum. Sá sem getur eignað sér muni þessa, má vitja þeirra gegn borgun á auglýsingu þessari og öðr- um áföllnum kostnaði. Hafnarfirði, 8. nóv. 1913. S. Bergmann.________ Bárujárn (galv.) og sléttjárn (galv.) nr. 24 og 26 fæst hvergi með jafnlágu verði sem í verzl. B. H, Bjarnason. ,Mekanik‘. Miniature Dampmaskiner. Gasmotorer. Benzinmotorer. Raa og færdige Metalgenstande. Nörrevoldgade 27, Köbenhavn. Katalog sendes gratis. Duglegur umboðsmaður óskast i öilum stærri kanptúnnm til þess að hafa auka-atvinnu af þvi, að selja reiðhjól, hjólagúmmi, saumavélar, talvélar, úr, bækur o. f 1., gegn afborgun eða út i hönd. Sannanlegur, talsverður og varan- legur ágóði fyrir mann i fastri stöðu. A/S De forenede Cyclefabriker, Manendalsvej 47, Köbenhavn F. Þeir sem ennþá eiga eftir að fá sér nægar birgðir af kartöfl- um, ættu að gera það nú þegar, með- an þetta lága haustverð er á þeim, 48/4 eyrir pundið, minst ioo pund. Þeir sem hafa pantað kartöflur, vitji þeirra nú þegar. Pöntunum utan af landi fylgi borgun. Óskar Halldorsson, gárðyrkjum., Klapparstíg i B Rvík. Talsími 422. Ungur verzlunarmaður sem hefir verið við verzlun í og utan Reykjavíkur og er þaulvanur verzlunarstörfum, óskar eftir atvinnu í vor. Ágæt meðmæli frá þektum mönn- um til sýnis, ef óskað er. Frekari upplýsingar gefa þeir kaupmaður Jón Laxdal og bókhaldari Theodor Jensen. 3 100 225 45 29 35 25 15 70 255 57.50 70 Bann. Hér með er öllum bannað að taka grjót, möl og sand úr Hamars- landi í Hafnarfirði; hver sá, er brýtur gegn banni þessu, verður tafarlaust kærður. Fyrir hönd eiganda Hamars. Magnús Sigurðsson lögfræðingur. J

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.