Ísafold - 15.11.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.11.1913, Blaðsíða 3
ISAFO LD 361 Frá mannamótuin. Hljómleikar Brynjólfs Þor- lákssonar á miðviku- og fimtu- dagskvöld voru allvel sóttir, þótt betur hefði mátt vera, þar sem söngskráin hafði upp á margt gott að bjóða. Karlakór — fiestir úr 17. júní — söng nokkur lög, þar af 2 með einsöng, sem Símon Þórðarson frá Hól söng. Þótti það hin bezta skemtun. Rödd Símonar er bæði hljómfögur og mikil. Karla- og kvennakór söng og nokkur lög. Mikilfenglegast var síðasta lagið: hirðÍMQar, eftir Schu- mann. Hver rödd fyrir sig hefir þar einsöngva. Sopran-sólo söng Margrét Magnúsdóttir (Vigfússon- ar). Minnumst vér naumast, að heyrt höfum hér í landi jafnskín- andi fallega sópran-rödd. Þessi unga stúlka á það skilið, að ment- ast frekar í sönglist. Síðast en eigi sízt ber að minn- ast Brynjólfs, sem bæði stýrði 8öngflokknum og lék á harmoni- um. Hér handleikur enginn har- monium með þeirri næmi og list sem Brynjólfur. Það var synd að hljómleikarn- ir voru eigi betur sóttir. Svo voru þeir góðir, þótt einstaka galla mætti benda á í kórsöngn- um. Vikar. ----------------------- ReykiaYlknr-annáll. Síra Matthias fer norðnr á Akureyri með Cerea í dag. Hann ráðgerði npp- haflega að hafa vetrarvist hér, en hefir breytt þvi áformi og ætlar heldur að koma aftur suður með vorinn. Maður slasast. I fyrradag datt maður á hálkunni á Skólavörðustig og fóthrotn- aði. Hann heitir Þórólfur Bjarnason. Bitt blaðið hér i bænum, Morgunblaðið, hefir röggsamlega fundið að þvi, hve strætin eru hættnleg nmferðar, og er von- andi, að þeim kvörtunum verði sint. Afþýðufræðslan. Árni Pálsson flytur á morgun kl. 5 erindi i Iðnaramannahúsinn: Verndun íslenzkunnar, sérstaklega í skólunum. Messað í fríkirkjunni kl. 12, síra Oi. Ól. i dómkirkjunni kl. 12, eira Jóhann Þor- kelsson, (altarisganga); kl. 5 síra Bjarni Jónsson. Akureyr a rembætti. Þessir voru búnir að sækja um bæjarfógetaembættið á Akureyri i dag um hádegi: Einar Arnórsson prófessor, Guðm Björnsson sýslum., Júlíus Havsteen, hinn setti bæjarfóg. og Páll Einarsson borgarstjóri. karlmannafar. Bvernig leið sam- vizkunni þá? Og hvað leið Daða, þegar þetta gerðist ? Ef til vill verð- ur þessu öllu ]ýst í seinni helming kvæðaflokksins, einstaklingseinkenui þeirra máluð og mynduð. En hér er Ragnheiði ekki lýst, nema eins og ungir og óreyndir elskhugar skapa sér óskmeyjar sínar og ástadísir í draumutn sinum. Skáldið hleður á hana öllum yndisljóma kvenlegs blóma. »Hún blíðkaði hinn kalda hisknpsetað með barnsglöðu, hlýju lyndi. Það sögðu þar allir sama um það, að sætara ekkert fyndi. Þau hros voru allra yndi«. Og þessu líkt syngur skáldið henni lofið í öðrum lýsingum á henni. Það er eins og þær séu ortar til þess eins, að elskandi sveinar geti heim- fært þær á ástmeyjar sínar og óska- stjörnur. Eiðurinn er samt ljóðmentum vor- um stórmikill og dýrmætur fengur. Hann geymir gimsteina, er skreyta og prýða bókmentir vorar eitthvað fram eftir tímunum. Þar eru gullin ljóð, þar sem alt brosir og Island erlendis. Danskur ríkisvaldsfulltrúi á Islandi. Enn ritar dr. Knud Berlin um það efni í blaðið Köbenhavn. Hann kveður það verið hafa mestu fá- sinnu að ganga að því að ráð- herrann kæmi í stað landshöfð- ingja árið 1903 Landshöfðingi hafi þó verið verulegur fulltrúi hins danska ríkisvalds. Nú sé enginn slíkur lengur á Islandi, nema ef telja skyldi foringja Valsins. En hann só jafnan val- inn eftir hermála-, en eigi stjórn- mála-reglum. Berlin bendir á, að erlend ríki hafi heimansenda konsúla, sem jafnóðum gefi skýrslur um íslenzk efni, en danska stjórnin hafi eng- an áreiðanlegan mann til þess að tína úr vitneskju. Að vísu sé einhver lítilsháttar aðstoð veitt stjórninni frá kunnugri hlið ís- lenzkum málum, en »um hana er víst bezt að tala sem minst opin- berlega*. Hvern Berlin á hér við, er eigi gott að segja, nema ef vera skyldi hr. Jón Sveinbjörnsson kand.-jur., sem sagt er, að undanfarin ár hafi miðlað konungsvaldinu — gegnum handritara konungs — sinni mikilvægu vitneskju um ís- lenzk mál! Berlin kveðst hafa róið í hina dönsku stjórn skriflega og munn- lega og eins i fjárlaganefnd rik- isþingsins — til þess að koma þessarri hugmynd sinni í fram- kvæmd — en verið daufheyrst við. I þessari grein gerir Berlin brennheita áskorun um að hefjast nú handa og ef eigi senda beint fulltrúa, þá minsta kosti stofna danska skrifstofu í Rvík til þess að fylgjast með í því, sem gerist! --------------------------- Hermanu Stoll hinn ungi svissneski landkönnuð- ur, sem mörgum er kunnur hér á landi af ferðalögum hans um land- ið siðustu árin — hefir verið á Spits- bergen í suroar við þriðja mann. Þann leiðangur hefir Monacó-furst- inn kostað að mestu. Stoll fann þar nýjan dal nm 70 rasta langan og með talsverðum gróðri. Haligrímur Pótursson Þriggja alda afrnæli Hallgríms er á næsta ári, en eigi vita menn gerla hvaða dag hann varfæddur. Biskup- inn hefir nú lagt fyrir alla presta landsins að halda minnitigarguðsþjón- ustu um hið mikla sálmaskáld, sunnu- daginn fyrstan í föstuinngangi. (22. febr. 1914). kætist, leikur og danzar af ást og fjöri, sól og vori. Aldrei hefir ver- ið kveðið með léttari lipurð á íslenzku máii en í sumum þessara ljóða, t. d. »Kossinum«, »Alfum«, »Einni«, »Ragnheiði«. Og þau líkjast æfin- týrunum að því leyti, að allir, sem skáldleg list fær hrifið, geta notið þeirra, sökum rímsnildar þeirra, þótt ólíku sé saman að jafna að öðru leyti. Þorsteinn yrkir stundum að sumu leyti »upp á gamla móðinn*. Ljóð hans eru einföld og blátt á- fram. Þótt hann geti skapað fagrar og sólbjartar myndir, er hann ekki myndauðugur, og hanti þarf oft ekki á því að halda. Hann getur ort all- löng myndlaus kvæði, og fat'ast þó hvergi áhrifin. Svo mikið tilfinn- ingafjör leikur í þeim. Eg skil ekki annað, en fleirum fari sem mér, og þeir þreytist seint á að leika sér með skáldinu í þessum dillandi og dansandi ljóðum, broshýrum, ást- leitnum og sóldrukknum. Eg ætla að drepa á tvö kvæðin, er mér þykja einna fegurst í bók- inni. 4°|0 til málaraynda Enn hefir ísafold borist bréf út af grein hr. Þórarins Tulinius í blaðinu 4. okt. — þetta sinni frá öðrum yfirmanni firmans Di- nes Petersen & Co., Halfdan Hend- riksen, Thorefélagsstjóra, Miljón- arfélagsstjóra o. s. frv. Þótt bréf þetta sé í óþarflega ofsafengnum tón og stingi því i stúf við annað, sem ritað hefir verið í þessu máli, telur lsafold eigi rétt að meina þessum manni að taka til máls. Bréf hr. Hendriksens er á þessa leið í íslenzkri þýðingu: »Hr. ritstjóri! Út af grein hr. Thor E. Tuli- nius í Isafold 4. okt., leyfi eg mér að biðja um rúm í heiðruðu blaði yðar fyrir þessar athugasemdir: Grein hr. Tuliniusar hefir vakið gremjustorm hér meðal allra þeirra sem viðskifti eiga við ísland, af því að það er vitund manna, að hin illgjarna árás, sem hann hefir gert á vel metna heildsöluverzlun og danska umboðssala, er ástæðu- laus. Hr. hæstaréttarmálflutnings- maður C. B. Henriques hefir, eftir að hann hafði rannsakað málið, lýst yfir því, með þeim myndug- leika, er fylgir kunnurn, vel metn- um lögfræðingi, í símskeyti til Isafoldar, að efni greinarinnar sé rangt frá upphafi til enda. En ástæðan til þess, að mig langaði til að bætu dálitlu þar við, er, að mig langar til, að framkoma hr. Tuliniusar í þessu máli verði víð- kunn. Hr. Tuliníu8 hefir ef til vill hugsað, að skrifum hans í Isafold mundi eigí verða eftirtekt veitt hér, en þar hefir honum skjátl- ast verulega. Hann hefir hlaupið upp eins og ljón og dottið um koll eins og lamb. Þótt hann í grein sinni nefni beint »óheiðar- lega umboðssala*, »svarta sauði í hópnum«, »umboðssaia, er stung- ið hafa 4% í vasann«, hefir hann, vei vitandi, að þessar ásakanir voru ósannar, nú, til þess neydd- ur af kringum8tæðunum, orðið að senda öllum. umboðssölum hér, hverjum fyrir sig, yfirlýsing um, að hann »yfirleitt hefði ekki átt við neinn umboðsmann« og auð- vitað alls eigi viðkomandi firma. Firma það, sem eg er meðeigandi að, hefir þannig og eftir icröfu vorri fengið yfirlýsingu, sem þetta felur í sér. Þegar nú allir umboðskaup- menn hafa fengið yfirlýsingu um, að eigi sé átt við þá, hvað verð- ur þá eftir af árás hr. T.. nema ein stór ósannindi. Hverjar verið hafi hvatir hr. T. til þess að gera þessa — væg- ast talað, mishepnuðu tilraun til Annað þessara kvæða er »Nótt«, brullaupssálmur til ffjálsrar ástar, ef til vill fegursti vígslusálmurinn, sem til er á nokkurri tungu. í því andar viðkvæmni og blíða, varmi og fíngerður innileikur, svo að eg hygg, að það eigi sér fáa líka. Nóttin, heið og björt, líður yfir landið og veitir hverju brjósti værð og ró. Bak við leitið<Éfinnast elskendurnir, er þráð hafa komu hennar, og ætla að vaka við hið bltða vinarskaut íslenzkrar vornætur. Stjörnurnar, ímynd ei- lífðarinnar, skína yfir þeim, og blóm- in prýða brúðkaupssal þeirra. »A bogann stjörnur bjartar llða, sem brúðarmeyjar gangi hljótt, þú unga brúður yndisfriða, hve áttu fagra brúðkaupsnótt. Og hvltu og bláu blómin falda og breiða &r®nt á bæð og dal; þeir góðu vinir gliti tjalda og gulli strá þinn brúðkaupssal*. Enginn vígir þessi brúðhjón, eng inn býr þau í brúðarskartið, nema nóttin og vorið. Þau ein sitja þetta launþing og. ástabrullaup þeirra. Kvæði þetta er yfir 40 erindi, og þó kysi eg ekki mörg þeirra á braut. þess að hlaða undir sig sem vörð réttlætisins, veit eg ei, en eitt hefir honum hepnast: að sýna sjálfan sig í réttu ljósi. Og dá- iítið er í það varið. En tilraun hr. T., sem vafalaust hefir verið í góðu skyni gerð, til þess að koma inn sundurlyndi milli ísl. kaupmanna og umboðssala þeirra, hún mun aftur ekki hepnast. öll þessi bakdyra-árás, sem hr. T. byrjaði í vor og komst á hæsta stig af hans hálfu í greininni í Isaf. 4. okt., er af því tagi, að merkja hlýtur manninn. Khöfn 4. nóv. 1913. II. Hendriksen. Til ritstj. ísafoldar. Isafold hefir verið send afskrift af bréfi því frá hr. Thor E. Tuli- niusi, sem höf. minnis á. Þykir oss rétt að birta það bréf í heild sinni. Það hljóðar svo: Herrar Dines Petersen & Co hér. Út af bréfi yðar frá 30 okt, þar sem þér krefjist skriflegrar yfir- lýsingar frá mér um, að eg hafi eigi viljað drótta að yður óheið- arlegri verzlunaraðferð o. s. frv. i bréfi til ritstjóra ísafoldar (ekki »grein« í Isafold) — leyfi eg mér að biðja yður að lesa bréf mitt í blaðinu af nýju. Þér munuð þá sjá, að ástæðan til þess, að eg hefi hreyft málinu er ekki hið einstaka atvik, sem eg komst að og þér fullyrðið að eigi hafi orðið tilefni til neinnar misbeitingar,heldur var ástæðan, að firma T. & G. staðhæfði við mig, að það hefði aðeins þetta eina skifti orðið til þess að gefa út farmreikninga með hækkuðum prísum til málamynda, en að sú staðhæfing sé röng, get eg sannað fyrir rétti. Eg hefi viljað yfirleitt girða fyrir slíka aðferð sem þá er T. & G. hafa beitt, en hefi ekki í bréfi mínu til ritstj. ísafoldar átt við neitt sérst. umb.f., og því ekki heldur yður, þótt eg hljóti mjög að áfellast það, að firma yð- ar skuli hafa verið milliliður í viðskiftum með farmreikninga með hækkuðum prísum til mála- mynda. Virðingarfylst. (Undirskrift: Thor E. Tulinius) Mannslát. Hér í bænum lézt i gærmorgun maður að nafni hyólfur Jónsson 48 ára að aldri, ættaður frá Bíldudal. Með því að lát hans bar að hönd- um á eigi almennan hátt, var líkið krufið i gær. En eigi er nein vitneskja enn veitt um það, hvaða Það missir hvergi áhrifanna á les- endurna, eða svo reynist mér það. Manni verður ósjálfrátt á að spyrja, með hverjum töfrum kvæðið heilli og hrifi frá upphafi til enda. Það gerir hvorki myndskraut þess né líkinga- fjöld. Stundum er eins og andheit ávörp þess og upphrópanir snerti fastast. Eg hygg, að blíðu- og inni- leiksáhrif þess stafi meðfram af því, að það lökur á hina næmustu strengi mannlegrar sálar, strengi trúaranda og helgidómslotningar. Getur vel verið, að skáldið mótmæli þessum skilningi. en skýringunniereftil vill ekki hrund- ið fyrir því. Kvæðið er brennandi bænarávarp til næturinnar, sem skáld- ið breytir í guðlega veru, heit og hjartnæm fyrirbæn fyrir ungum og elskandi sálum. 1. erindið er sem lotningarfull og innileg kvöldbæn : »Nú máttu hægt um heiminn liða, svo hverju hrjósti verði rótt, og svæfa alt við harminn hliða, þú bjarta, heiða júlinótt«. En skáldið flýgur ekki á miskunn guðs síns sem sekur syndari að alt- arinu, krýpur ekki í anda fyrir hon- um. Það biður hann að varðveita það og blessa, sem er dýrmatast Ttjriríeshir um bibliuna og um leið levít-guðs- þjónusta í L<atuiakotskirkju sunnudaginn 16. nóvbr. kl. 6 siðd. Allir velkomnir. Servas prestur. Uppskipunarskip til sölu. Semjið við Björn Rósenkranz. Duglegur umhoðsmaður óskast í öllum stærri kanptúnum til þess að hafa auka-atvinnu af þvi, að selja reiðhjól, hjólagúmmí, saumavélar, talvélar, úr, bækur o. fl., gegn afhorgun eða út i hönd. Sannanlegur, talsverður og varan- legur ágóði fyrir mann i fastri stöðu. A/S De forenede Cyclefabriker, Mariendalsvej 47, Köbenhavn F. niðurstöðu læknar hafi komist að um banamein hans. Glucksborgarættin. Fimtíu ára afmæli Glucksborgar- ættarinnar á konungsstóli er í dag Þ. 15. nóv. 1863 tók Kristján 9. konungdóm. Fánar voru dregnir á stöng hér í bænum á stjórnarráðs- húsinu og víðar út af þessu. Ööru vísi mér áður brá. Kyndugt er það i meira lagi að sjá burtreið þá, sem háð er nú milli hinna gömlu fóstbræðra i riddaraliði Heima- stjórnarmanna. I skrifum þeim, sem aðilar hafa hirt, bera þeir sitt af hverju hvorir á aðra, manndrápsbrigzl, brigzl umvitfirring osfrv. Siðast er hr. Eggert Claessen á síúfun- um í Lögréttu á miðvikudag, 0g gefur þar ofboð litið öðru visi lýsing á Lárusi H. Bjarnason, en úr þeirn herbúðum heyrð- ist 1911 við kosningar og á þinginu þá. Kemur það úr hörðustu átt, er E. Cl. ræðst á L. H. B fyrir framkomu hans á þingi 1911. Þá beittu Heimastj.menn L. H. B. í öll verstu verkin og fanst þ á eigi litið um frammÍ8töðu hans. Hr. E. Cl. minnist litilsháttar á ísafold og einkum það, að L. H. B. sé nú farinn að fylla dálka ísafoldar! Bætir svo við, að þar (í Isafold) »hafi L. H. B. reyndar átt heima fyrir löngu og ekki nema gott að menn viti með vissu hvar þeir hafa hann«. Ujt af þessu viljum vér taka það fram, að I s a f 0 1 d hefir jafnan sýnt mönnum þá kurteisi, að leyfa þeim rúm fyrir »leiðréttingar«, og hefir t. d. núverandi rúðherra oftar en einu sinni »fylt dalka« Isafoldar með þeirn hætti, og þó eigi verið talinn »eiga heima« í í s a f 0 1 d. Yér synjum algerlega fyrir, að L. H. B. eigi frekar »heima« 1 ísafold en t. d. Hannes Hafstein eða Eggert Claessen. í s a f o 1 d styður Sjálfstæðisflokkinn og aðrir »eiga ekki heima« í ísafold, svo sem hr. E. Cl. sjálfur veit vel. allra verðmata mannlegs lífs, frjálsar og saklausar æskuástir. Stundum er sem í því kenni líkrar helgidóms- tilfinningar (»andagt«) og þeirrar, er gegntók suroa, er þeir sem börn komu fyrsta sinni í guðshús og alt sefaði og sveigði hugann til að hlýða og skoða í kyrð og þögn og lotn- ing fyrir helgidómnum og klukkna- hljómnum. Ekkert má valda óróa, jafnvel ekki nálægð skáldsins, þessa helgu brullaupsnótt. Helgidómstil- finningin getur lifað, þótt öllum trúarkenningum sé varpað fyrir borð. Svo undarlegt sem það er, kemur andi og vilji kvæðisins skýrast í ljós í þessum ómþýða og eldheita bænar- og ástaróð. Undir brosandi blíðu þess logar hatrið á böndum og boð- um þjóðfélagsins, formum þess og vígslusiðum, og stöku sinnum er sem heyrist dunur í djúpinu, eins og heiftin ætli að gjósa upp og trufla vornæturyndið. Hitt kvæðið, sem eg ætla að minn- ast örlítið á hdtir »Eiu«. Daði ferðast með biskupi, en Ragn- heiður er heima í föðurgarði. Hún er nú »ein«, harmar brottför unn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.