Ísafold - 29.11.1913, Page 1

Ísafold - 29.11.1913, Page 1
ii»iiiiwi!i«iiii«mniiniim»iHnmi»!iii»iiiniiinii Kemur út tvisvar í viku. Yerðárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 % dollar; borg- ist fyrir œiðjan júlí erlendis fyrirfram. | Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjópi: Ólafup Björnsson. Talsími 48. ii«iiii«iiii«iiii«iufiiii«im«im»iiii«iiiiiiiii«iui«ii | Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, f er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. mwinmiiiiinmnmiÉu j 94. tölublað XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 29. nóv. 1913. I. O. O F. 9511219. Alþýfcufél.bókasafn Templaraa. 8 kl. 7— Augnlsekning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. í -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) -B Bæjarfógetaekrifstofan opin v. d. 10—2 og -7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og > -7 Eyrma- nef- h&lslækn. ók. Austurstr.22 fstd i • -8 íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard.—10 íðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á heltum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, B1/*—0'/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—B og B—8. Útlán 1—8. Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og B—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt;(8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypisrAttsturstr. 22 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud, Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráösskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Austnrstr422 þrd. 2 8 Yifilstaðahælib. H©imsóki.a,rtimi 12—1 I»jóbmenjasafnib opib sd, þd. fmd. 12—2. Nýja BI6 sýnir í kvöld og næstu kvöld: Hefnd Yitflrringsins Sönn saga í lifandi myndum, Persónur: Etatsráð Henge, Kona hans, Franck verkfræðingur. Magnús Th. S. Blöndahl. Skrifstofa og sýnishornasafn. Lækjargata 6 B (uppi). Selur að eins kaupmönnum og kaupfélögum. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval i bænum i tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Með tækifærisYeröi eru Bostanjoclo cigarettur seldar í tóbaksverzlun R. R. Ltaví. Verðið er laugt fyrir neð- an það, sem áður hefir þekst. Egipzkar Cigarettur frá A. G. Cousis & Co. Cairo svo sem: Dubec Prince of Wales Mondiale og Nr. 3. eru áreiðanlega minst skaðlegar, og um leið bragðbeztar. Hver sá sem reykir af þeim 3— 4 búnt, reykir ekki annað upp frá því. Cigarettur þessar hafa hlotið ótal meðmæli. Fást í Levís tóbaksverzlunum. Sigfús Blöndahl Rödingsmarkt, 57, Hambnrg 11. Inn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar hæsta verði. Slmnefm': Blöndahl. — Hamburg. B Erlendar símíreg-nir Síóríjón af ofviðri á Tlorðurtöndiim. Khöjn 2a/u—"13 kl. 6 e. m. Síðastliðinn sólarhring hefir geysað ógurlegt ojviðri um öll Norðurlönd. Stórtjón hefir orðið víða, mest pó við Hvide Sande við Ringköbingjjörð á Jót- landi, par sem mannvirki við stíflugarða haja skemst svo mjög, að tjónið nemur miljónum króna. Stðrorusfa í TTlexiko. London 22. nóv. kl. 6 síðd. Frá New York er símað, að alt sé komið í bál og brand í Mexiko. Orusta var i gter milli byJtingarmanna og stjórnarliða og varð mannjall afarmikið aj báðutn. Búist er við að Bandamenn skerist alvarlega í leikinn. Terdinand Búfgarakonungur segir af sér. lAltalað er, að Ferdinand Búlgardkonungur muni atla að segja aj sér. Er hann mjög heilsubilaður og hefir borið á geðveiki hjá honum síðustu vik- urnar. ftetga kóngi tjlekkist á. t>rír skipverjar drukna. Khöjn 24. nóv. Kong Helge, skip Thorejélagsins kom p. 23. p. mán. til Ksistjánssands, mjög illa útleikinn ejtir óveður pað, er geysaði um öll Norðurlönd um helgina. Þrjá menn tók út aj skipinu, og druknuðu peir allir. Það voru skipstjórinn, Hansen, sá er stýrði Vestra um skeið, stýrimaður- inn, Dam, og einn háseti. Helgi kongur var á leið Jrá Austurlandi til Kaupmannahajnar. Páfinn veikur. Kaupmannahöjn 28. nóv., kl. 6.40 sd. Pius X. páfi liggur mjög pungt haldinn. Búist við að hann deyi á hverri stundu. Svik á Bretíandi. Stórblaðið »Daily Expressv ber upp á vörubirgðasala til brezka hersins fjársvik mikil. Kveður Jieiri miljónir króna hajðar af stjórninni. Margir liðsjoringjar í vitorði með birgðasölunum. Fána-úrskurðurinn. Fánadrápsdaginn fræga í Efrideild í sumar var fánafrumvarpinu um ís lenzkan fána — formerkislausan — komið fyrir á þann hátt, að sam- þykt var rökstudd dagskrá, er svo hljóðaði: »í trausti til þess, að ráðherra skýri Hans hátign konunginum frá vilja alþingis í þessu máli og beri það upp fyrir honum, og að stjórnin siðan leggi fyrir næsta reglulegt alþingi frumvarp til laga um islenzkan fána, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Síra Sig. Stefánsson kvað þá rikt að því í ræðu sinni, að hann vænti þess, að með þessu móti fengist betra Jrumvarp en það, er fyrir þing- ið var lagt. Svarið við þessari rökstuddu dag- skrá er nú komið. Stjórnin leggur ekkert frumvarp fyrir þingið — málið kemur alls eigi til þess kasta, nema að þvi litla leyti að breyta lítilsháttar skrá- setningarlögunum. Fánamálið er útkljáð stjórnarleiðina með konungsúrskurði. Þessi konungsúrskurður var prent- aður í síðasta blaði. Aðalatriði hans eru: x. Fyrir ísland skal löggildur sér- stakur fáni. 2. Gerðina ætlar konungur að ákveða að fengnum tillögum Islendinga. 3. Fdninn er friðhelgur alstaðar á þurru landi og ennfremur í landhelgi íslands. 4. Dannebrogsfáninn klofni á þó að vera samhliða íslezka fánan- um i stjórnarráðinu og gert jafnhátt undir höfði og íslenzka fánanum um land alt. Um þenna fánaúrskurð er þetta helzt að segja: Fánavinir hér á landi hafa jafnan haldið því fram, enda breytt eftir því, að fullkomin heimild væri til þess, leyfislaust af löggjafar- og fram- kvæmdarvaldinu, að draga upp ís- lenzka fánann hvarvetna á íslandi. Vegna þess, að þessi heimild var talin skýlaus og hafði verið það í reyndinni 6—7 ár, vakti fánatakan 12. júní svo sára gremju um land alt. Menn voru svo vissir um, að ólög voru það, sem Valsforinginn hafði frammi, þótt hann liti öðru- vísi á. Með konungsúrskurðinum er pvi ekki aukið svið fánans, p. e. svæði pað, sem Jáninn má yftr blakta. Það fer því fjarri, að fullnægt sé rétti þeim, sem Sjálfstæðismenn og allir þeir gömlu fánavinir, sem upp- haflega stóðu að framkvæmd fána- málsins árið 1906—07, töldu og telja oss eiga aö haía, sérstalcan siglinga- fána. Siglingafáni er maikið, sem vér hljótum að stefna að. Þegar íslenzk skip koma til erlendra hafna eða mæta erlendum skipum á höfum úti, er það hart, að þau skuli neydd til að villa á sér pjóðernis-heimildir. Þau eiga að hafa leyfi til að sýna með flaggi sínu hvaða þjóð þar er á ferð. Sjórinn er vor einasta leið út í heim. Siglingar einasta samgönguráðið við önnur lönd. Og svo skuli eigi viðurkendur vera réttur vor til að móta þessa einu útleið vorum eigin svip — voru eigin flaggil Hvað vinna Danir með því að meina oss að eignast þegar siglinga- fána? Engan ávinning, heldur skapa þeir með þeirri þarfleysu-stífni eina af 18 úlfúðarástæðum milli þjóðanna. Vér þykjumst vita, að oss verði svarað: Siglingafáni er óhugsanleg- ur, nema á undan sé gengin rikis viðurkenningin. En þetta er að voru áliti eigi rétt ályktað. Þvi skyldum vér eigi geta haft nViseinkenni í þessu efni eins og sum- um öðrum (sbr. vitagjaldslögin) áður en sjálf orðunin á ríkisviðurkenning- unni er komin í framkvæmd ? Þegar skip hins nýja Eimskipafé- lags vors fara að sigla út um heim — skal sannast, að siglingafánakraf- an mun þykja alveg óhjákvæmileg. En bezt er að byrja þegar, með ráðnum huga, að vinna að því marki. Trúum vér eigi öðru, eins og nú er komið málum vorum, ef mál þetta væri ósleitilega og dyggi- lega flutt og skýrt fyrir kon- ungi vorum af alþingi og fulltrúa þess -— en að hann féllist á rétt vorn og nauðsyn islenzks siglingajána. í konungsúrskurðinum er ráð fyr- ir því gert, að komið geti til mála að breyta gerð fánans frá því sem nú er. En pessi gerð er nú búin að ná óðalsrétti i hjörtum landsmanna og telj- um vér því illa ráðið að fara nokk- uð að breyta henni. Þessi gerð hefir verið samþykt af öllutn æskulýð landsins. Þessi gerð hefir verið samþykt á Þingvallafundi 1907. Þessi gerð hefir verið samþykt á alþingi 1911. Þessi gerð hefir verið samþykt af alþingi 1913, í neðri deild með 17 : 6 atkv. — og í efri deild við 2. umr. með 7 : 6. Þessi gerð brendi sig inn í hugi manna um land alt — út af fána- tökunni 12. júní. Þessi gerð hefir blaktað yfir fram- sókn fánamálsins frá upphafi. Þessi atriði öll virðast oss mæla svo mjög með því að haldavið gerð fánans, eins og hún er, að eigi komi annað til mála — nema ef til vill, það sem í sjálfu sér er engin breyt- ing á gerðinni — að gera bláu reit- ina dálítið dekkri, ef eigi er unt að fé endingargóðan Ijósbláan lit. Það nær minsta kosti eigi neinni átt að fara að breyta gerð fánans, vegna oflætis eirstakra manna, sem jafnan fram á siðustu daga hafa bar- Minningarritið um Björn Jónsson. fyrra bindi með mörgum myndum, er kömið út og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. i ist mótá íslenzkum fána og helt sér yfir hann á alla lund. Skyldu þeir eigi eiga meiri rétt til að ráða gerðinni, sem borið hafa fán- ann á höndum sér og rutt honum braut? — Eru það fornir vinir fán- ans — eða fornir óvinir fánans, sem ákveða eiga gerðina? Þá þykir oss"í fánaúrskurðinum, enn sem fyrri, gert óþarflega upp milli þjóðanna, Dana og íslendinga, jafnréttishugmyndar lítt gætt, þar sem sérstaklega er tekið fram, að hér í landi megi allir nota dannebrogs- fánann eftir sem áður. Þetta væri því aðeins rétt, ef ís- lenzka fánanum væri gert jafnhátt undir höfði í Danmörku. Með laga- frumv. alþingis í fánamálinu var og að þvi stefnt, að gera íslenzka Ján- ann almennan, en dannebrogsfánan- um jafnhátt undir höfði og annara þjóða flöggum, þ. e. leyfa hann þar sem Danir búa, eins og frönsk flögg hjá Frökkum, norsk hjá Norðmönn- um o. s. frv. Af því, sem að ofan er skráð, má það ljóst vera, að engin ástæða er til að »dansa af fögnuði* yfir þess- um konungsúrskurði, þótt þess kyns læti eða þvílík hafi átt sér stað i hóp fornra óvina fánans, að sagt er. Hvort oss verður gagn að þessum úrskurði í fánamálinu — er alt und- ir því komið, hvernig tekst að fara með hann í framkvæmdinni. Viðurkenning konungsvaldsins á heimildinni til að draga upp fánann hvarvetna á íslandi —- getur orðið til þess, að þeir menn, sem hingað til hafa kinnokað sér við að flagga með íslenzka fánanum, geri það eftirleið- is. En alveg er þuð undir hælinn lagt, þar sem dannebrog er gert jafnhátt undir höfði. Konungsúrskurðurinn kemur illu heilli, ef hann verður til þess að breyta í nokkuru gerð fánans. En ef eitthverir tilburðir verða í þá átt, virðist oss annað óverjandi en að bera gerðina undir atkvæði allrar þjóðarinnar. Loks skulum vér klykkja út með því bezta, sem sagt verður um þenna konungsúrskurð. Hann skerðir í engu rétt vorn til siglingafána — gerir enga tilraun til þess! Með örnggri vissu um það ber oss því að reyna að haja sem mest gagn aj konungsúrskurðinum, úr því að hann er kominn, og Jara með hann sem bezt gegnir fánnmálinu, en muna um leið jánamarkið: Islenzki fáninn á siglutoppi skipa vorra hvar sem þau sigla um heims- ins höf.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.