Ísafold - 29.11.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.11.1913, Blaðsíða 2
372 I SAFOLD Skip Eimskipafélagsins. Bráðabirgðastjórnin hefir látið gera uppdrætti að skipum félagsins, og undirbfiið að öllu leyti útboð á smíði þeirra. io—20 helztu skipasmíða- stöðvum í Englandi, Hollandi, Þýzka- landi, Danmörku og Noregi er ætl- að að keppa um smíði skipanna og er gert ráð fyrir, að tilboð skipa- smíðastöðvanna komi hingað með fyrstu skipum frá útlöndum eftir ný- árið. Með þessu hefir bráðabirgða- stjórnin viljað búa sem bezt í hag- inn íyrir stjórn þá, sem kosin verð- nr á aðalfundi. En sú stjórn verður það, sem tekur endanlega ákvörðun um skipasmíðina. Uppdrættirnir hafa verið almenn- ingi til sýnis á skrifstofu félagsins héj í bænum síðan í miðri vikunni. Hafa margir notað tækifærið til að skoða uppdrætfina, og munu gera. Uppdrættir þessir sina gegnskurð af skipunum og gefa mönnum góða hugmynd um útlit þeirra og fyrir- komulag. Nánari lýsing á skipunum eins og bráðabirgðastjórnin hugsar sér þau, er prentuð hér á eflir. Við undirbúning útboðsins hefir bráðabirgðastjórnin notið aðstoðarsér- fróðra manna um þá hluti. Enginn vafi er á þvi, að skip þessi verða tnjög góð og í ýmsu fremri skipum þeim, er nú annast- fólks og vöruflutninga íslendinga. Enda bet- ur til þeirra vandað. Þau eru held^ur stærri og fult eins hraðskreið og ráð- gert var í hlutaútboðinu. Bráðabirgðastjórnin hefir álitið rétt- ara að láta gera tilboð í skip, sem væru sem allra vönduðust og vel hentug oss, án nokkurs íburðar um skraut eða slíks. Hve mikið skipin muni kosta, veit bráðabirgðastjórnin ekki með vissu, en búast má við, að þau verði talsvert dýrari en upphaf- lega var ráð fyrir gert. Liggur það aðallega í vöndun á smíði og efni, sem gerir skipin tryggari og ending- arbetri, en mun alls ekki auka kostn- aðinn við rekstur þeirra. Vonandi er að svo mikið fé safn- ist, að hafa megi skipin svo vönduð, sem nú er til stofnað, svo eigi þurfi að slá af kröfunum er til samninga kemur um smíði þeirra. Enn vita menn eigi hve mikið fé kemur frá Vestur-íslendingum. En hér í landi hefir lítið bæzt við síðan í haust. Bráðabirgðastjórnin hefir fengið tilkynningu um 2—3000 kr. viðbót (loforðin hérlendu nú um 303,000 krónur), en ófrétt mun um eitthvað, sem við herir bæzt. En margir munu þeir vera hér á landi, sem getu hafa til að taka hluti í félaginu, en hafa eigi enn þá lagt sinn skerf. Nú duga eigi lengur sumar mótbárurnar, sem fram komu í fyrstu, svo sem t. d. sú, að úr félaginu mundi ekkert verða. Fé- lagið kemst áreiðanlega á stofn. Nú kemur til þeirra kasta, sem beðið hafa með að skrifa sig eða skrifað hafa sig fyrir lítilli upphæð í fyrstu, þótt meira hefðu getað, að skrifa sig nú eða bæta við sig. Með því tryggja þeii okkur skip af vönd- uðustu gerð, og félaginu, þessu óska- barni allra íslendinga, langa og góða lífdaga. Suður- og Vesturlandsskipið. Lengd 230 fet; breidd 35 fet; dýpt 31.6 fet. Burðarmagn með 15 feta ristu 1200 smál. dead wight fþ. e. dauður þungi, t. d. kol). Kola- rúm fyrir 250 smál. Hraði 12 sjó- mílur á klukkust. með fullfermi af dauðum þunga. Efni og smíði á að vera af allra beztu ferð. Skip- skrokkurinn úr stáli með ísstyrk- ingum samkvæmt reglum Bureau Veritas. Fram- og afturstefni og kjölur eiga að vera úr smíða]irni eða smíðastáli. Stýrið úr smíðajárni. 4 vatnsþéttir veggir um þvert skipið, sem skifta því í 5 rúm, og nær 1 veggja þessarra frá kili til þilfars. — Tvöfaldur botn er í öllu skipinu. Ruggkilir eiga að vera á skipinu. Útbúnaður fyrir vatnsseglfestu. Auk þverskiftingarinnar verður tveim botn- rúmanna skift að endilöngu með vatnsþéttum vegg. Aðalþilfarið úr stáli, 2 5°/0 sterkara en Bureau Veri- tas heimtar. Skal það alstaðar, þar sem umferð er um það, klætt nýuppfund- inni húð, sem nefnist »bitumastic« með einstakri vöndun, sem ver stál- ið allri eyðingu og skemdum. Sama húð verður á stáli annarstaðar í skipinu, þar sem sérstök umferð er eða önnur hætta á eyðingu eða öðrum skemdum. Kolabyrgin, sem eiga að taka 250 smál., verða þann- ig útbúin að nota megi einnig fyrir aðrar vörur, ef ekki þarf að fylla þau alveg af kolum. Að- allestirnar verða með flytjanlegum útbúnaði fyrir hrossaflutning, með vatnsveitu o. s. frv. Lyftivindur mjög sterkar og kraftmiklar. — Automatisk lyftitæki fyrir ösku frá vélinni, hávaðalaus. Hæð siglutrjáa 66 fet og 70 fet. Kæli- og frystirúm, með alt að 7 stiga frosti, 4000 rúmfet (kúbikfet) að stærð; því má skifta í þrent og hafa mismunandi kuldastig í hverju rúmi. A fyrsta farrými er ætlað rúm fyrir éo farþega. Farþegarúmin 48 undir þiljum, 12 á þilfari. A þil- farinu verður borðsalur stór, ofan á honum farþegaþilfar og á því stór reykingasalur; þar ofar stjórn- pallur með mælingarherbergi og her- bergi skipstjóra. A öðru farrými er ætlað rúm fyrir 34 farþega. Þar eru 28 farþegarúm- in og borðsalurinn undir þiljum, en lítill reyksalur og rúm fyrir 6 farþega á þilfari. Farrýmin verða útbúin úr vönd- uðu efni, snotur og þægileg, án íburðar þó. Sérstaklega góð loftrás verður í þeim og ýms smáþægindi, sem ekki eru í skipunum, sem nú sigla hér. Rafljós verða um alt skipið og 1 kastljós (search-light), sem lýsir langa leið. Skrúfan verður úr bronce. Vélin verður sérstaklega vönduð með tvihitunarútbúnaði, sém spar- ar mjög kolaeyðslu. Ýmsir hlutar skipsins eru sterkari en krafist er af Bureau Vreritas, en skipin að öðru leyti bygð samkvæmt fyrirmælum þess um skip í bezta flokki. JVorður- og Austurlandsskipið. Lengd 225 fet; breidd 35 fet; dýpt 31 fet. Burðarmagn með 15 feta ristu 1 300 smál. afdauðum þunga. Á 1. farrými er 30 farþegum ætlað rúm, má þar koma fyrir 38; á 2. farrými 28, en geta verið 36. Hraði, með fullfermi af dauðum þunga, 10 sjómilur á klukkustund. Að öðru leyti er skipið af sömu gerð og hitt skipið, að því undanskildu, að það er búið sérstaklega í því skyni, að þvi sé bættulaust að lenda í lag- ís þeim, sem um getur verið að ræða. Að það rúmar nokkru meira en hitt, þótt 5 fetum sé styttra, stafar af þvi, að vélin er nokkru minni og farþegarúm sömuleiðis. Kæli- og frystirúmi er komið eins fyrir og á hinu skipinu. Lýsingarnar, sem tilboðin á að gera eftir, eru mjög ítarlegar og nákvæm- ar; lýsingin á hvoru skipanna er 48 blaðsíður í arkarformi, vélritaðar þétt, á ensku. Við smíðina er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn sérfróðir verði af félagsins hálfu, bæði með smíði skipanna sjálfra og vélanna. Stjórn Eimskipafélagsins hefir beðið Isajold. fyrir greinarstúf út af lagafrumvarpi félagsins, sem kemur í næsta blaði. Fjármálin. (ísafold flytur í dag, auk svars hr. Sv. B. til hr. G. H., ítarlega grein um fjármál vor frá hr. Garðari Gísla- syni stórkaupmanni. Þar sem hér er um að tefla eitt- hvert mesta þjóð-nauðsynjamálið í svipinn, væntir Isajold þess, að fleiri kaupmenn og aðrir fjármálamenn leggi orð í belg og veitir með ánægju rúm fyrir umræður þar að lútandi). Fáein orð útaf grein Guðm. Hannessonar. Guðm prófessor Hannesson virð- ist í grein sinni i siðasta tbl. Isafold- ar vilja leggja mér þá skoðun í munn »að heill landsins sé undir því kom- in að vér verðum nógu skuldugir«, velgengni manna sé undir þvi kom- in að nóg sé lánað, það sé sjálfstæð- isvegurinn o. s. frv. Hvaðan prófessorinn sækir heim- ildir til þessa er mér ókunnugt. Hitt er sannara, að við séum ekki að öllu leyti sammála í fjármálunum — i orði. Því í rauninni mun G. H. ekki vera svo íhaldssamur í fjár- málaskoðunum sínum, sem lesa má úr sumum greinum hans um þetta efni. Getur G. H. fullyrt að verzlun landsins hafi í landinu ráð á þvi fé sem þarf til þess að reka alla verzl- un landsins á heilbrigðum grund- velli? Eg hygg ekki. Sjálfsagt er- um við sammála um það, að eitt af aðalskilyrðum sjálfstæðisins er, að verzlunin verði innlend. Er þá ekki rétt að reyna að afla þess fjár. þótt að láni sé i byrjun, sem nauðsyn- legt er til þess að framkvæma þessa sjálfstæðishugsjón á viturlegum og heilbrigðum grundvelli? Heilbrigt er það talið alstaðar að menn geti fengið ódýr 1. veðréttar- lán í jasteiqnum, sem nemi hæfileg- um hluta virðingarverðs, ekki sízt þar, sem fátækt er í landinu, og fá má mun meiri arð af peningunum en sem svara vöxtum af fyrsta veð- réttarláni. Eg veit að G. H. er mér sammála um það, að heilbrigt sé að landið og héruð taki Ján til arðvænlegra nauð- synjafyrirtækja fyrir samskifti innan- lands og til framleiðslubóta, sem ekki verður komið í framkvæmd með þvi, er árleqa greiðist til almenningsþarfa Til allra þessara heilbrigðu hluta sem miða að auknu sjálfstæði lands- ins skortir oss fé. Sízt skal eg neita því, að hér hef- lr verið misbrúkað talsvert fé und- anfarið. En svo þröngsýnir megum við ekki vera, að standa í götu fyr- ir framkvæmdum nytsamra mála at pví að nokkrir menn hafa eigi kunn- að með fé að fara. Þótt kona not- aði fosfór til eiturbyrlunar manni, hættir fosfór ekki að vera nytsam- legt til annara hlnta. Og óefað hafa eignir manna og efni aukist mikið yfirleitt á siðustu áratugum, þótt mörg- um skildingnum hafi verið fleygt í sjóinn. Það gleður mig, að G. H. er mér sammála um tillögur um að fá hing- að erlendan jjármálamann. Að jafn mætur maður sem G. H., sem mik- ið hefir um þau efni hugsað, hefir þegar fyrir löngu haft þessa sömu hugmynd, prédikað hana og hefir enn blýfasta trú á henni, hlýtur að styrkja mig og aðra í trúnni á það, að hún sé rétt. Enda hefir mér skil- ist svo á ýmsum mætum mönnum, þar á meðal bankamönnum vorum, að þeir fallist á uppástunguna. Von- andi láta menn úr því verða ákveðna ósk til þings og stjórnar um að taka málið til meðferðar og framkvæmda. Þótt dómur mannsins yrði G. H. í vil, þ. e. að hann komist að þeirri niðurstöðu, að við skuldum nóg nú þegar, mundi mig ekki iðra að hafa átt þátt í að fá hann hingað. Eg hefi þá trú, að hann mundi færari G. H., mér og ýmsum mönnum bérlendum að dæma um hvað heil- brigt sé fyrir oss i fjármálum, og vil beygja mig fyrir þeim dómi. En falli dómur hans á þá leið, sem eg hygg, þá getur hann orðið oss til ómetanlegs gagns, að opna oss fjárlindirnar, sem oss eru nú lokaðar. Enginn vafi er á því að slíkt lands- hagarit, sem G. H. stingur upp á, getur orðið oss að miklu gagni. Það er einmitt einn þátturinn í því að kynna okkur öðrum pjóðum. En í því efni má gera og á að gera meira. Eg veit að stjórninni muni verða bent á leiðir í þá átt, og væntan- lega undirbýr hún það mál rækilega fyrir næsta þing. Að vera fram- kvæmdalausir og altof smásálarlega sparsamir um fjárframlög til þess kostar okkur meira en við höfum ráð á. Sveinn Björnsson. Fjármálatillögurnar. Það er gleðilegt og góðra þakka vert að lögfræðingurinn og læknir- inn hafa tekið fjármálin til athug- unar í síðustu blöðum ísafoldar, og gert tillögur til viðreisnar þeim. Allir játa að hér er um þarft mál að ræða. »Efnin eru öfl þeirra hluta, sem gera skal«, en efnaleysinu fylgir ósjálf- stæði og framtaksleysi. Flestir eða allir vilja hafa eignir til umráða eða fé handa í milli, fyrst og fremst til framfærslu sér og sín- um, og í öðrn lagi til framleiðslu meira fjár. Þarfir manna og »kröf- ur til lífsins* eru mjög mismunandi eins og lika framleiðslan eða tekj- urnar, en hver sem eyðir jafnóðnm öllum sinum tekjum er ætið efna- laus, og hver sem eyðir meiru en hann framleiðir, er einhverjum til þyngsla, eða hann er ómagi í mann- félaginu. Fjárhagslega skoðað farnast þvi þjóðfélagi bezt, sem fæsta á þurfa- lingana, því þeir, sem sjáifir vinna fyrir sér og eyða minna en þeir afla, eru framkvæmdamenn þjóðfélagsins og sjálfstæðisstyttur þess í hverri stétt sem þeir eru. Hvort sem menn eru ríkir eða fátækir, þurfa þeir að hafa mök hver- ir við aðra, »verzla saman«, og þeir sem sjá sér leik á borði að fram- leiða fé af efnum annara »taka lán«. En því að eins hafa þeir hagnað af að taka lánið, að þeir sjái sér fært að græða rneð þvi meira fé, en sá sem lánið veitir. Annars verður lán- ið of dýrt fyrir lántakandann. Peningarnir streyma um löndin eins og vatnið til sjávar, og þeir leita ætíð þangað, sem þeir gefa mest af sér. Hér á íslandi er ekki að eins sözt eftir lánveitingum af þeim mönnum, er sjá sér fært að græða á fénu meira en lánveitandinn. Hér þykjast allir hæfir til að taka lán, og vanti þá peninga, álíta þeir sjálfsagt að taka þá að láni, hversu dýrir, sem þeir eru — og sem verra er — hversu litlar vonir, sem þeir geta gert sér um að endurborga þá. Þegar lánveitendur veiða þess var- ir að lánin eru misbrúkuð og þeir verða fyrir afleiðingunum sem sé: vanskilum og fjártapi, draga þeir eðli- lega að sér hendina eða þrengja láns- kjörin, svo peningarnir verða þeim mun dýrari, sem þeir eru meira mis- brúkaðir. Þá æpa auðvitað lántak- endurnir hvað hæst um peningavand- ræðin og ókjör bankanna, en gæta þess ekki, að það er þeirra eigin vanskilum að kenna. Mér kann að verða svarað, að það sé lánveitend- unum að því leyti að kenna, að þeir láni í óvissa staði og að bankarnir eigi að minsta kosti að eins að lána til arðvænna fyrirtækja og gegn næg- um tryggingum. En þá má benda á, að fyrirtækin geta að kalla öll brugðist, hversu arðvænleg sem þau sýnast vera, »því veldur oft hver á heldur« eða atvik, sem lánveitandi getur ekki séð fyrir, né ráðið við. Tryggingarnar geta álíkan hátt breyzt með tímanum og reynst ónógar þeg- ar til þeirra á að taka, auk þess sem það er ýmsum erfiðleikum bundið,. að koma þeim í verð. Lánveitandi verður því ætíð meira og minna að treysta lántakanda sjálfum; en þegar það er ekki hægt, eins og áður er ávikið, skapast eðlilega vantraustið,— ekki að eins innan þessa litla þjóð- félags, — heldur lika hjá þeim sem við oss skifta i útlöndum, sjálfstæði og framförum landsins til stór-hnekkis, Hr. Sv. B. spyr hvað vér eigum að gera til þess að koma góðu skipu- lagi á bankamál vor, og afla oss nauðsynlegs lántrausts hjá öðrum þjóðum. Svar hans er tillagan um að fá hæfan bankamann hjá einhverri stór- þjóðanna, til þess að leggja ráðin á um það, hvernig vér eigum að koma peningamálum vorum fyrir. Eg er hræddur um að Sv. B. geri sér full glæsilegar vonir um árangur þeirrar fræðslu, er vér fengjum af þeim góða bankamanni. Það er sem sé ekki. skipulagi bankamálanna mest að kenna hvernig fjárhagur vor og álit er, heldur öllum peim sem brugð- ist haja lántrausti landsins. Og það er áreiðanlega enginn þess megnug- ur að útvega ódýrt fé, þeim sem ekki kunna réttilega með það að fara. Það væri næstum því jafnmikið krafta- verk eins og að láta árnar renna upp hlíðarnar. Ef hinn umræddi fjármálamaður ætti kost á að kynnast viðskiftalífi voru niður i kjölinn, sem naumast yrði nema með margra ára eigin reynslu, efast eg ekki um, að hans tillögur yrðu fyrst og fremst lútandi að því, að gera menn varfæra í lán- tökum, gjaldtrausta og prettlausa. En þessi boðorð verða íslending- um ekki kend með orðum einum, til þess er lántökufýsnin orðin of sterk, en gjaldskyldumeðvitundin of veik. Til eru þeir menn vor á meðal, sem stæra sig af því, að hafa »fengið lán«, er þeir hafi »komist hjá« að borga. Þessi hugsunarháttur er þó — sem betur fer — ekki orðinn mjög almennur, en því verður ekki neitað, að það er orðið mjög alment álit, að ekki sé vandfarnara með láns- fé en eigið fé, og fullsæmilegt hverj- um manni í hverri stöðu sem er, »að lifa á lánsfé«. Almenningsröddin sem kemur fram í dagblöðum og tímaritum þegir að kalla alveg við öllum einstökum dæmum um fjárpretti og óreiðu i viðskiftum. Þau eru líklega hvorki álitin til sóma eða skammar, og því ekki tiltökumál. Menn mega þó ekki ætla, að ekki sé farið að kvisast út um lönd uro

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.