Ísafold - 03.12.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.12.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4ki\, erlendis 5kr. eða l^doilar; borg- ist fyrir miSjan júlí erlenJis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrlfl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Óiafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 3. des. 1913. 95. tölublað I. O. O F. 9511219. AVþýímfél.bðkasafn Templaras. B kl. 7— Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. ' 8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 > 8 Bæjarf ópretaskrifstofan opin v. d. 10—2 og ! -7 Bæjargjaldkerinn Lanfasv. 5 kl. 12—3 og i -7 Eyrna- nef- halslækn. ók. AnatmstrSB fstd i • -8 Islandsbanki opinn 10—2>/t og 6>/i—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 iðd. Alm. fnndir fid. og sd. 81/! siðd. Landakotskirkja. Onosþj. 9 eg 6 a hel 1 .,m Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2»/i, B'/i—6</«. Bankastj. 12-8 Landsbókasafn 18—3 og 6—8. Útlan 1—ft Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin frá 12 -2 Landsféhiroir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12 -2 Landssiminn opinn daglangt;(8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis'Ansfnrstr.22 þd. og fsd. 12 -1 Nattúrngripasafnio opið 1'/«—2«/i a snnnnd. Samabyrgð Islands 10—12 og 4—fl. Stjórnarráosskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl. Talslmi Keykiaviknr Pósth.B opinn daglrr.gt (8—10) virka daga helga ðaga 10—B. Tannlækning ðkeypis Ansturstr.!22 þrd. 2 8 Vifilstaoahælio. Heimsðki.arttmi 12—1 Þjðomenjasafnio opið sd, þd. fmd. 18- 8, Nýja Bfó sýnir í kvöld og næstu kvöld: Dollarprinsessan. Rödd í sköginum. Feðgarnir. Kynflokka hatur. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Með tækifærisYerði eru Bostanjoclo tígarettur seldar i tóbaksverzlun R. JP. LtsVÍ- Verðið er langt fyrir neð- an það, sem áður hefir þekst. Egipzkar Cigarettur frá A. G. Cousis & Co. Cairo svo sem: Dubec Prince of Wales Mondiale og Nr 3. eru áreiðanlega minst skaðlegar, og um leið bragðbeztar. Hver sá sem reykir af þeim 3— 4 biint, reykir ekki annað upp frá þvi. Cigarettur þessar hafa hlotið ótal meðmæli. Fást í Levís tóbaksverzlunum. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum i skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappirsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Eimskipaféíag ísíands. Dðnsk eða íslenzk skipshbfn? Oss hafði borist til eyrna, að { ráði væri, að skip Eimskipafélagsins yrðu skipuð erlendum (dönskum) mönnum að mestu, og það meðal annars stutt við það, að aldrei hefði verið tekið fram, að íslendingar ættu að vera á skipunum. Ut af þessum orðrómi áttum vér tal við mann úr bráðabirgðastjórn- inni. Orð hans féllu á þessa leið: »Ef slikur orðrómur gengur, get eg ekki hugsað mér annað en hann sé búinn til af ásettu ráði til þess að spilla fyrir félaginu. Hvaðan sú viðleitni kann að vera sprottin, er mér ókunnugt um. En það veit eg, að i bráðabirgðastjórninni hefir aldrei komið til orða að skipa skipin öðr- um en íslendingum, nema eftilvill fyrsta vélameistara og bryta. Vél- arnar verða nokkuð öðru vísi en nú tíðkast og þarf því ef til vill véla- meistara með fullkominni þekkingu, en íslenzku vélameistararnir hafa, og um íslendinga, sem sérstaklega hafi lagt lagt fyrir sig brytastörf, höfum við ekki fengið fréttir enn. Eg hélt satt að segja, að óþarfi væri, að tekið væri sérstaklega fram, að íslendingar ættu að vera á skipun- um. Svo sjálfsagt fanst mér það vera. Eg hygg að enginn vafi sé á því, að stjórn sú, sem stofnfundurinn kýs, verði sama sinnis sem bráða- birgðastjórnin*. Loftskeyti á skipunum. Isafold hefir borist fleiri en ein fyrirspurn nm það, hvort ekki eigi að búa hin nýju skip Eimskipafélags íslands út með loftskeytum. — Ekki sízt mun hræðslan út af hrakning- um Vestu hafa ýtt undir þá umhugs- un manna. Isaýold hefir mi spurt sig fyrir um þetta hjá mönnum úr bráðabirgða- stjórninni. Þeir svöruðu því, að um það hefði verið hugsað, en kostnaðarauki tals- verður mundi verða af þvi. Þess vegna sé undir því komið, hversu rifleg verði hlutafjártaka, hvort unt verði að koma því í framkvæmd eð- ur ei. Af þessu má það vera ljóst, hve ómetanlegt það er, fyrir heill þessa mikla þjóðarfyrirtækis, að menn haldi áýram að skrifa sig fyrir hlutum eða bæta við sig. Jólin fara i nánd. Þau eru gleði- hátíð alls landsins. Þá er það sið- ur að vér gleðjum hverir aðra með gjöfum. En við erum oft í vandræðum, hvað við eigum að velja að gjöf handa vinum vornm. Nú ber vel í veiðar um kærkomna og nytsama jólagjöf. Hvað á að verða kærkomnasta jólagjöfin að þessu sinni ? Svarið er sjálfsagt: Hlutabréý í Bimskipafélagi Islands! Með þvi gefur þú henni mömmu þinni, eða pabba þínum, eða barn- inu þínu, eða unnustunni þinni — öllum gefurðu kærkomnustu jóla- gjöfina — með hlutabréfum í Eim- skipajélaqinu! Qg þii gerir meira! Þii gefur landinu og þjóðinni, stóra, nytsama og afar-kærkomna jólagjöf. Eimskipafél. og V.- Islendingar. Nefndarálit það, er hér fer á eftir, skrifuðu 4 hinna vestur-íslenzkubræðra vorra, sem 'andið gistu í sumar, um eimskipafélagsmálið, — og hefir það verið lagt fyrir fundi V.-íslendinga um málið : Nefndarálit Islandsfaranna: Vér undirritaðir, sem kosnir vor- um héðan að vestan til að ky*ma oss horfur gufuskipamálsins heima á íslandi, leyfum oss að gera íslend- ingum í Vesturheimi þessa grein fyrir áliti voru á því efni. Fyrst og fremst viljum vér geta þess, að á ferð vorri um gamla land- ið, var oss ágætlega tekið, og heyrð- um vér þá mjög greiniiega á lands- mönnum fjöldamörgum,, bæði bænd- um og kaupmönnum, að þeir eru mjög einhuga fylgjandi eimskipafé- lagsstofnunininni. Það leyndi sér ekki. að menn þar heima líta svo á, að ef það tækist að koma á stoín al-islenzku eim- skipafélagi, þá væri siðasti hlekkur- inn slitinn í verzlunareinokun á ís- landi; ennfremur að með þessu væri mjög stórt spor stigið í áttina til þess að þroska sjálfstæðistilfinning þjóðarinnar, og anka henni bolmagn með slíkum siglingum. Engin and- mæli heyrðum vér hins vegar gegn hinu væntanlega Eimskipafélagi. Þess má og geta, að það virtist vera sannfæring allra, sem vér átt- um tal við um málið, að gufuskipa- félagið mundi geta haft nægilega mikið verksvið, og allar likur væru til þess, undir góðri stjórn, að fél. gæti borið sig fjárhagslegri. í sam- ræmi við það hafa og undirtektir Austur-íslendinga verið. Þeir hafa sýnt það í verkinu, að þeir hafa trú á fyrirtækinu, trú á því, að það hepn- ist og verði þjóðinni til ómetan- legrar blessunar. Þess vegna hafa menn í öllum héruðum landsins skrifað sig fyrir hlutum í félaginu og keypt svo mikið sem frekast mátti vænta, og það án neinnar sér- stakrar vonar um ágóða, fyrst í stað að minsta kosti, heldur aðallega til þess að styðja gott málefni, og hrinda þessu fyrirtæki á leið fram. Viðvikjandi afskiftum V.-íslend- inga á þessu máli, heyrðn'n vér á löndum vorum heima, að þeir báru þá öruggu von til íslendinga vest- an hafs, að þeirra hluttaka ,,i þessu áhugamáli heimaþjóðarinnar mundi miklu skifta, og verða hin drengi- legasta. Þess lét bráðabirgðastjórn félagsins og getið við oss, að hiin væri fús á að taka til greina allar bendingar frá V.-íslendingum, er orðið gærn fél. til gagns og nyt- semdur á eínhveiu liátt. Einnig væru þeir heima fúsir til að kjósa einn eða fleiri V-ísleudinga i stjórn- arnefnd fél., ef hluthafar héðan að vestan æsktu þess. Að því athuguðu sem að framan er greint, vildum vér leggja það tii, að nefndin hér boðaði til almenns fundar í Winnipeg nú þegar, og bjóði öllum V.-íslendingum að sækja þangað og láta í ljósi álit sitt um málið, og að á þeim fundi sé kos- in nefnd til að annast málið og hrindaa af stað framkvæmdum í því hér vestra, því að vér göngum að því vísu, að þessi almenni fundur víkist þannig að málinu. Ennfremur er það sameiginleg á- skorun vor til allra V.-íslendinga, að þeir taki uú höndum saman við bræður vora heima á ættjörðinni, og styðji þá í þessu mikla þjóðernis- lega áhugamáli þeirra, með ráði og dáð og rösklegri hluttöku, svo að eimskipafélagshugmyndin komist í tilætlað horf, og traustur grundvöll- ur verði lagður undir þá ráðagerð, að íslendingar nái öllum farkostum og flutningum heima fyrir í sínar hendur. Arni E^ertsson. J T. Berqmann. }. J. Vopni. Sveinn Thorvaldsson. Skipanöfnin. Huginn og Muninn. Þau eru orðin nokkuð mörg nöfn- in islenzku eimskipauua væntanlegu. Bara að alt gengi nii eins vel og nafnagjafirnar, og beztu nöfnin verði þá tekin, er til kemur. Sjálfsagt virðist mér að velja aðeins ramm- íslenzk nöfn, stutt og beygjanleg, þau er ekki bera önnur skip, menn, stað- Bókafregn. ir, félög, hlutir eða annað, er villu má valda og leiðindum. Nöfnin ættu heldur, í hvert sinn sem þau eru nefnd, að vekja þægi- lega kend, og örfa til áhuga og frek- ari framkvæmda, Með tillögu minni um nöfnin Huginn og Muninn, sendi eg Lög- réttu stutta skýring á hugsun minni, er eg vildi láta nöfnin benda til, en blaðið slepti henni. Vill ísaf. ekki vera greiðugri? Hugsun mín er á þessa leið: Huginn og Muninn eru sendiboð- ar, eftir ráðstöfun forsjónarinnar, daglega á ferð, farandi eða komandi, færandi gnótt frétta og gnægð helztu nauðsynja lifsins, svo engis verði vant að dögurði. Alfaðir stjórnar ferðum þeirra og stýrir þeim heilum til hafna. Huginn veki hjá hverjum þeim, er sér hann eða heyrir umhuqsum og áhuqa fyrir erindum hans og öllum framförum lands og þjóðar. Mun- inn minni alla þá íslendinga, er sjá hann og heyra, á það er gera þarf: að styrkja nytsamt fyrirtæki, sigra allar torfærur og auka við fleyturn- ar unz fenginn er fullnægjandi, al- innlendur floti. XXI. VII. Erlend tíðindi til 26. nóv. Isajold hafa borist ensk blöð til 26. nóv. Fátt nýrra tiðinda, sem eigi eru þegar komin í simanum. Þetta er hið helzta: Konungur Albana verður áreiðan- Matth. Jochumsson: Ferð um fornar stöðvar 1913. (Jóh. Jóhannesson). Sira Matthías er, sem skáldum er títt, mjög næmur á öll áhrif, hvort sem þau streyma inn í hug hans úr bókum eða tímaritum, æfintýrum eða æfiviðburðum sjálfs hans. Og hann á sammerkt í því við flesta andans menn, að hann er gæddur þeim merkiseiginleika, að hann þarf að veita öðrum hlutdeild í lífsreynslu sinni, lærdómi og lestri. Hann virð- ist ekki í rónni, fyrr en hann hefir á einhvern hátt, annhvort i ljóði eða ritgerð, komið þvi á pappirinn, sem snortið hefir hug hans. Þessi kraft- raumur 'er svo heilbrigður, að honum líður ekki vei, nema andlegir inn- og útflutningar standist nokkuð á hjá honum. Af þessum rótum sprett- ur allur sá sægur ritgerða, þýðinga og blaðagreina, er birzt hefir eftir hann. Honum hefir ekki alt af ver- ið ljóðað lof fyrir ritstörfin, og sum- um hefir stundum þótt hann gerast fullfyrirferðamikill og þenja sig helzti viða um rúmlítil blöð okkar og tíma- rit. Hitt hefir menn stundum brost- ið góðvild og gáfur til að skilja, að þessi bullandi fjörstraumur átti sér göfug upptök, enda þótt hann væri stundum korgaður og skolugur af óljósum skáldadrnnmórum, auk þess sem hann bar og ber vitni um starfs- krafta skáldsins og áhuga í andlegum efnum. Síðastliðið vor fór skáldið um æskuslóðir sínar vestan lands. Flest- um myndi nægja að skrafa um ferð- ina og æfiintýr hennar við kunningja og vini, en Matthías þarf að segja allri þjóðinni frá því, er bar fyrir augu og eyru — og vel sé honum fyrir. Veður hér margt á súðum. Fjörið og flaumurinn æðir um víða vegu, svo að hin mesta skemtun er að. Hann segir frá næturstöðum, viðtökum og fylgdarmönnum og minnist um leið látinna æskuvina. Þess kennir og hér, að skáld vort er sögumaður góður. Hvar sem hann kemur á stöðvar, þar sem merk- ismenn vorir hafa búið og barist, verð- ur honum hugsað til þeirra, að þeir hafi lifað á sömu slóðum sem hann nú er staddur á. Hér sést og ljós- lega annað einkenni síra Matthíasar: Engir þurfa um sár sin að binda, þeir er hann minnist á. Hann lofar og kyssir, faðmar og blessar alt og alla, karla og konur, tigna og ótigna, sveitir og bæi. Gaman er að sjá, að skáldinu sjálfu er þetta ljóst og gerir smellna athugasemd um þennan þátt skaplyndis sins: »Annars býst eg við, að gárungarnir telji það helzt mér sjálfum til hróss, að eg likist Hómer gamla í því að kalla hvern fjósamann goðum líkan. Látum svo vera; þar er ekki leiðum að líkjast. Og ekki er það af eintóm-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.