Ísafold - 06.12.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.12.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar || í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1J dollar; borg- ist fyrir œiðjan júlí eilendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupaudi skuld laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri : Ólaf up Björnssou. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 6. des. 1913 96. tölublað I. O. O P. WÍ12129. Alþýöufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7— Augnlækning ókeypis i Lœkjarg. 2 mvd. 8 Borgarstjóraskrifstofan op'in virka daga 1 8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—8 og 7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og > 7 EyrnR-nof-halslækn. ók. Ansturstr.22fstd : 8 íslandsbanki opinn 10—2'/i og 51/!—7. K.F.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—1C iM. Alm. f'undir fid. og sd. 8>/i slod. Landakotskirkja. Gnosþj. 9 og 6 á hel> <im Landakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2»/i, BV«—8>/i. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8. Xiandsbúnaoarfélagsskrifstofan opin fra d - 2 Landsféhiroir 10—2 og 5—6. Landsskialasafnio hvern virkan dag kl. 12 2 Landssiminn opinn daglangt,(8—B) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis'Aus+urstr. 22 þd. og fsd. 12 -1 Nattúmgripasafnib opið 1'/«—2>/« & snnncvt. Samábyrgð Islands 10—12. og 4—6. Stjórnarr&osskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Beyk.javiknr Pósth.S opinn dagh ngt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Anstnrstr.!22 þrd. 2 8 Vifilstabahtelib. Heimsóki.artimi 12—1 Þjóbmenjasaf'nib opib sd, þd. fmd. 12- 2 Nýja Bió sýnir í kvöld og næstu kvöld: Káti liðsforinginn. Sjónleikur i 50 atriðum eftir Tomas P. Kragh. Aukamynd, Skóhlífar ógæfunnar. a. Magnús Th. S. Blóndahl. Skrifstofa og sýnishornasafn. Lækjargata 6 B (uppi). Selur að eins kaupmönnum og kaupfélögum. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Með tækifærisYerði eru Bostanjoclo cigarettur seldai í tóbaksverzlun" R. J*. Levi- Verðið er langt fyrir neð- an það, sem áður hefír þekst. Egipzkar Cigarettur frá A. G. Cousis & Co. Cairo svo sem: Dubec Prince of Wales Mondiale og Nr. 3. eru areiðanlega minst skaðlegar, og um leið bragðbeztar. Hver sá sem reykir af þeim 3— 4 búnt, reykii ckki annað upp frá því. Cigarettur þessar hafa hlotið ótal meðmæli. Fást i Levís tóbaksverzlunum. Sigiús Blöndahl Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útflutningsverzlun. Umboðsverzlun. Allar íslenzkar vörur seldar '...—hæsta. verði. Símnefni: Blöndahl. — Hamburg. Skautafélag Reykjavíkiir. Að öllu foifallalausu verður skautasvellið á Austurvelli opið í kvöld frá kl. 9 til 11. Aðgangur 25 aura fyrir utanfélagsmenn og börn 15 aurar. Söngskemtun / Bárubúð, á sutmudagskvöld 7. þ. m. Aí. 6, ftefdur frú Laura Tinsen. Verða þar sungin lög eftir Grieg, Kjærulf, Sinding, Jessen og Árna Thorsteinsson. Frú Ásta Einarsson aðstoðar. Aðgöngumiðar fást í bókverzlunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar i dag — en á morgun í Bárubúð frá kl. 10—12 og 2—4 og við innganginn. jyjlÍlÍ Erlendar simíreg'nir London 3. des. kl. 9,10 siðd. Símab" er ýrá Parisarborg, að Barthou-ráðuneytið í Frakklandi sé fallið Altalað er að Millerand verði ýalið að mynda nýtt ráðuneyti, 0% verði sjálfur forsatisráðherra. Kaupmannahðfn 4. des. kl. 6 e. h. Bethmann-Hollweg rikiskanzlari Þjóðverja, hefir í ríkispinginu i dag mœlt bót ójöfnuði 'Prússa i Zabern. Alt hnti í bál 0% brandi milli pingmanna og situr par ná enginn á sdtts hbfði. Khöfn j. des. Ríkisping Þjóðverja hefir i dag, með geysimiklum atkvœðamun, lýst van- trausti sínu á Bethmann-Hollweg ríkiskanzlara, vegna framkomu hans i hneykslismálinu frá Zabern. London, ). des. kl. 6,10 síðd. Stórt kolaverkfall j Wales. Búist við alvarlegum afleiðingum. IffirlijsinQ. Vegna hinnar ódrengilegu framkomu nokkurra núverandi nemenda Verzlunarskóla íslands gagnvart skólastjóra Ólafi G. Eyólfssyni, finnum við undirritaðir núverandi ug fyrverandi nemendur Verzlunarskólans okkur knúða til þess, að mótmæla þessum gjörðum þeirra. Hvað starfi hans við skólann, sem skólastjóra, viðvikur, nægir að benda á það, að skólinn, ekki eldri en hann er, 8 ára, hefir tekið þeim framförum, sem einsdæmi má þykja um svo ungan skóla, þrátt fyrir fjárskort og ýror.i aðra erfiðleika. Hvað starfi hans viðvikur sem kennara, er okkur það sönn ánægja að votta það, að hann hefir alt af reynst okkur góður kennari. Honum er og ant um velferð nemenda að öllu leyti. Hann hefir stutt ýmsa fátæka nemendur með beinum fjárframlögum og með því að ganga í ábyrgðir fyrir þá á ýmsan hátt. Sem stendur eru því miður ekki hér í Reykjavík allir þeir, sem skrifa mundu undir yfirlýsingu þessa. En það er von okkar og vissa, að þeir, ef þeir geta því við komið, muni við fyrsta tækifæri láta til sin heyra á sama hátt. Að endingu er það einlæg ósk vor, að Ó. G. Eyólfssonar megi njóta sem lengst við sem skólastjóra og kennara Verzlunarskóla íslands. Reykjavík 2. desember 1913. Haraldur Möller. Ólafur J. Halldórsson. Arreboe Clausen. Þór. B. Nielsen. Runólfur Kjartansson. Tómas Stefánsson. Kristjón Jónsson. ]ón Gíslason. Sigurður Sveinsson. TeiturKr. Þórðarson. Kristján Gislason. Mórits Ámundason. Sigurður Árnason. Jón Hafliðason. Carl Ryden._ Anna Stefár^dóttir. Hrefna Ólafsdóttir. Katrin Norðmann. Ágúst Pálsson. Snorra Benediktsdóttir. Eggrún Arnórsdóttir. Þ. Jacobsen. Teódór Vilhjálmsson. Margrét Jónsdóttir. Friðrik Kr. Magnússon. Þórunn Guðmundsdóttir. Axel V. Wilhelm^son. Halldóra Þórðardóttir. Sigurjón Stefánsson. Pétur J. Pálsson. Helgi Jónsson. Jóna Þórðar. Vigdis Steingrimsdóttir. María Þorvarðardóttir. Hallgr. A. Tulinius. Guðm. Bjöinsson. Eygló Gísladóttir. Sigurásta Þorsteinsdóttir. Magnús Nielsson. Friðþjófur Thorsteinsson. Sigr. Brynjólfsdóttir. Skiili Jónsson. Hrefna Jóhannesdóttir. Vilborg Eiríksdóttir. Geir Zoéga. Stefanía Arnórsdóttir. Guðm. Jensson. Gustav Grönvold. Lovisa Jónsdóttir. Auður Jónsdóttir. Árni Einarsson. Lovisa Jónsdóttir. Þórarinn Kjartansson. Guðrún Zoéga. Karl G. Á. M.igniísson. Tryggvi Siggeirsson. Siggríður Siggeirsdótii' Kr'isti.in S: •¦ virsson. Hrefna Lárusdóttir. Lárus Hjaltested. Elísabet Pétursdóttir. Harðindi í vor. Svo gengur veturinn nú i garð, að búast má við, að hart verði i ári upp til sveita, þegar á liður, ef eigi fyr, ekki sízt um Suður- og Vesturland, þar sem sumarið færði svo lítinn og lé- legan heyfeng, eins og kunnugt er. Óvenjumikið fé var til slátrunar leitt i haust, eins og getið er á öðr- um stað hér i blaðinu. Fjárstofninn er þvi þegar það skertur, að naum- ast má við meiru. Það mundi verða óbærilegt tjón fyrir landbúnað vorn, ef til þess kæmi í vor að fella nú enn unn- vörpum fénaðinn. Fyrir því vildi Isafold nu, í síð- asta blaðinu, sem um langan tíma nær út um sveitir lands, vekia at- i hygli góðra manna og beina áskor- un til »hinna beztu manna« í hverju héraði að bindast fyrir þvi, að harð- indin, sem búast má við, komi eigi alveg að tómum kofunum. Vér höfum átt tal við nokkura búfróða menn um þetta, og hafa þeir látið þá skoðun i lj6s, að brýn þörf gerðist þess, að búa sig undir í tíma. Mundi það sizt úr vegi, að lands- stjórnin tæki rögg á sig og skifti sér af þessu máli, t. d. með því að skipa eftirlitsmenn eða skoðunarmenn i hverri sveit, til þess að rannsaka heyforða og ásetning hjá hverjum bónda, svo fá mætti / tima ábyggi- lega skýrslu. En engir tilburðir hafa frézt í þá átt úr stjórnarráðinu. Þess vegna verða forustumennirnir i hverri sveit að vera vel vakandi og helzt að ná bændum á fund, til þess að kynnast ástandinu. Með samtök- um mun þá víðast hægt að fá skepnu- fóður keypt að, annaðhvort hjá kaup félögum eða kaupmönnum. Yfir höfuð eru margar leiðir til þess að búast gegn heyskortinum, sem fyrirsjánlegur er, svo að eigi verði til mjög mikils baga. En pað sem alt veltur á er> a$ pessar leiðir verði valdar og farnar, áður en pað er orðið of seint! Og til þess voru þessi orð Isa- foldar ætluð, að vara menn við að verða of seinir á sér um undirbún- inginn. Sláturfélag Suðurlands hefir slátrað i haust miklu fleira fé en nokkru sinni áður. Það er búið að slátra: í sláturhúsinu i Reykjavík 40400 fjár ------i Borgarnesi 20313 — Samtals 60713 fjár í Borgarnesi hefir, auk þessa, ver- ið slátrað i haust um 2000 fjár. Og hér í' Reykjavík hafa aðrir, íshúsið og kaupmenn, er hafa le^'fi til að slátra, slátrað um 14200 fjár. Auk þessa hafa einstakir menn keypt fé á fæti og slátrað því heima hjá sér, og er lágt áætlað að gera það 900 fjár. Hefir því alls verið i haust slátrað í Reykjavik um Jfjoo fjár. (Eftir Frey). Island erlendis. Ríkisráðsákvæðið ogBer- Hn. Undarlega gerður maður er Knud Berlin. Eins og menn rekur minni til, lá haon í dönskum blöð- nm í sumar til þess að spilla því, að konungur staðfesti stjórnarskrár- frumvarp alþingis, einkum vegna þess, að orðin »í ríkisráði« væru burtu feld. En nú þegar konungur er búinn að heita staðfesting frumvarpsins, snýr Berlin blaðinu við og þenur sig hið mesta um, að orðin »þar sem konungur ákeður* sé í raun og veru æskilegri fyrir Dani en gamla ákvæð- ið. Það sé enn skýrara innlimunar- markl Þetta prédikar hann nú í blaðinu »K0benhavn« þ. 10. nóv. Konsúlabrennivínið. Dönsk blöð hjala mikið um, að undanþága sú, er gerð var frá bannlögunum á þingi í sumar, leyfið til heiman- sendra konsúla að flytja inn vín, hafi orðið til þess, að allir aðrir konsúl- ar hafi ritað stjórnum þeirra landa, sem þeir eru fulltrúar fyrir, og mælst til þess, að þær beittu sér fyrir því að sama undanþágan væri látin ganga yfir alla konsiilana. Jón Sveinsson prestur, hinn kaþólski, hefir nýlega ritað á þýzku heljarmikla skáldsögu, sem gerist hér á landi, og heitir Nonni. Mun bók- arinnar síðar minst hér í blaðin. Ditlev Thomsen konsúll var staddur í Bergen í byrjun nóvember. Áttu þá mörg blöð þar tal við kon- sdlinn um hagi Islands og framtíðar- horfur, einkum þó viðskifti Norð- manna og íslendinga. Um Norðmenn hér á landi hefir Morgenavisen þetta eftir Thomsen: »Norðmenn eru allstaðar velkomn- ir. Hvort sem þeir koma til fiski- veiða eða til að setjast að í landinu, er þeim sýnd samúð. OgNorðmenn samlaga sig fljótt þjóðinni — alveg gagnstætt því, sem á sér stað um Dani og Þjóðverjac Björgvinjarfélagið. Norsk blöð rita mikið um íslandsferðir Björgvinjarfélagið og láta í ljós ein- dregna ánægju yfir samningum þess við stjórn vora. Um leið benda þau á, að félagið verði að fá ríf- legan styrk úr ríkissjóði Norðmanna til pess að kljdfa samkepnina og skora á þing og stjórn að skera eigi þá fjárveiting við neglúr sér. Guðmundur Kamban, rith. hefir selt Gyldendals jbókaverzlun útgáfurétt að leikriti sínu Hadda- padda og kemur það út niina um jólin á dönsku. Seinna leikrit hans, Konungsgliman, verður leikið í konunglega leikhús- inu seinna í vetur. Frú Betty Nan- sen, er ýmsir telja helztu núlifandi leikkonu Dana, tekur að sér aðal- hlutverkið. Árni Magnússon. Berlingur flytur þ. .13. nóv. grein um Árna Magnússon. Tilefnið, að þann dag var 250 ára afmæli hans (f. i^.nóv. 1663). Telur blaðið Arna hafa gert Kaupmannahöfn að aðalmiðstöð allra vísindarannsókna á íslenzkum og norrænum efnum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.