Ísafold - 06.12.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.12.1913, Blaðsíða 2
380 I|S A F O L D Eimskipafélagið. Frá undirtektum V.-Íslendinga. Fundur i Winnipeg. Þann 28. okt. siðastliðinn héldu Vestur-íslendingar fund með sér um eimskipamálið. Birtum vér hér fundargerðina eins og Lögberg (30. okt.) flytur hana: Thos. H. lohnson, fundarstjóri, sagði sögu málsins fram til þessa, þá er gerzt hafði hér vestra, og skýrði frá aðgerðum þeirra manna, er það var falið í upphafi. Þar næst reifaði }. J. Bíldfell málið, taldi þær mót- bárur, er fram hefðu komið gegn fjárframlögum i fyrirtækið, hrakti þær allar og lauk máli sínu með sköru- legri áskorun um að bregðast vel við þörf ættjarðarinnat. — S. S. Thorvaldson kaupmaður frá Icelandic River, skýrði frá vörumagni og vöru- flutningum til íslands og frá þvi, kvað þá svo mikla, að tvö eða þrjú gufuskip gæti hvergi nærri annað þeim, og sannaði mál sitt með ítar- legum tölum. F. J. Bergmann tók í sama strenginn, og lagði fram til- lögu til fundarályktunar, af hálfu þeirra manna, er heim fóru í sumar að kynna sér málið, svo hljóðandi: »Þar sem hvatamenn að hugmynd- inni um myndun íslenzks eimskipa- félags, til að halda uppi samgöngum milli íslands og annara landa, hafa leitað til vor Vestur-íslendinga um hluttöku í fyrirtæki þessu og þar sem vér lítum svo á, að það sé þjóð vorri á ættjörðinni lífsnauð- syn að eiga skipin, sem ganga milli landa og umhverfis strendur lands- ins, og hafa full yfirráð yfir þeim samgöngum sjálf, án þess a?S eiga þær undir nokkurri annari þjóð og þar sem vér álitum, að með þessu væri stigið hið stærsta og heillavæn- legasta spor i sjálfstæðisáttina, sem eins og nú er ástatt er unt að gera °g þar sem vér litum svo á, að fyr- irtækið sé hið arðvænlegasta, ef rétt er á haldið, þá lýsum vér, sem hér erum sam- an komnir, á fundi í Winnipeg yfir þvi, a ð Vestur-íslendingar ættu að sýna ættjarðarást sina með því að leggja eins mikið fé aflögum til þess Leikhúsið. Trú og heimili. Sjón- leiknr í 3 þáttum eftir Karl Schönherr. Það er ekkert froðukent léttmeti, sem Leikfélag Reykjavikur um þess- ar mundir býður bæjarbúum upp á, heldur há-alvarleg, tilþrifamikil lýsing úr mannlifinu, frásögn frá mjög merku timabili i sögunni, þegar sið- bót Lúters var hinn nýi sannleikur, sem gagntók marga nina beztu menn í kaþólskum löndum og færði þeim um leið það, sem oftast eru forlög þeirra, er taka og játast undir »ný- an sannleik«. Leikurinn þessi er látinn gerast upp til fjalla i Austurríki. Siðbótin, »hinn hreini evangeliski lærdómur* hefir náð tökum á nokkrum bænd- um þar. En »meiri hlutinn* í landinu er kaþólskur, stjórnin er kaþólsk, keis- arinn, »vor allra náðugíisti herra* er kaþólskur. Og »meiri blutinnc og »valdhaf- arnirc, þola ekki annarlega skoðun í trúmálum. Ofsóknirnar hefjast, »ólmi riddar- fyrirtækis, og þeir sjá sér fært, með því að kaupa hluti í Eimskipafélagi íslands, og skorum á landa vora víðsvegar hér í Vesturheimi, hvar sem þeir búa, að liðsinna máli þessu af alefli með ríflegum fjárframlög- um«. B. L. Baldvinsson, ritari fundarins, studdi tillöguna, kvað hér vestra vera um 30.000 íslendinga og fyrir víst 5000 uppkomna karlmenn af íslenzku bergi brotna; þeim væri engin vor- kunn að leggja fram það fé, sem þyrfti og jafnvel miklu meira, svo mikið, að Vestmenn ættu meiri hluta fjár í fyrirtækinu, enda væri það æskilegast. Móti þessum ræðumönnum gekk Albert JohnSon. Hann fór um það mörgum orðum, að það væri góð- um drengjum samboðið, að verða ættjörð sinni að liði, en hér væri blandað saman »business« og ætt- jarðarást. Ræðu þessari, sem var vel flutt, svöruðu ýmsir, J. J. Bildfell, S. Thorvaldson, sira F. J. Bergmann, af nokkru kappi, Bjarni Magnússon og Arni Eggersson. Hinn síðast- nefndi kvað stjórnina á íslandi ófúsa til að bindast fyrir fyrirtækinu og almenning ekki trúa henni fyrir því. Hann skýrði og frá því, að loforðum væri búið að safna hér í borg um fjárframlög til hlutabréfakaupa, er næmu 75000 dölum; nefndi þá sem lofað höfðu, með nafni, svo og hvað hver hefði lofað að leggja fram. Þær upphæðir námu mest 10 þús. kr. og minst 500 kr. Th. Oddson tjáði sig lofað hafa að leggja 1000 krónur til þessa fyr- irtækis, meir fyrir bænarstað kunn- ingja sinna, heldur en af þvi að hann áliti að það mundi verða að liði. Það væri fráleitt að byrja ann- að eins fyrirtæki og þetta með ekki meiri höfuðstól en átta hundruð þús- und krónum; fimm miljónir væru nær sanni; hið Sameinaða gufuskipa- félag mundi trauðlega leggja út í stranga samkepni, ef það vissi af slík- um höfuðstól bak við fyrirtækið. Ef traustlega hefði verið um fyrirtækið búið, þá hefði hann gjarnan viljað leggja ríflega tii þess — helzt að gjöf. Að lokum gat fundarstjóri þess, að þar sem í fundarályktunar-tillög- unni stæði »að fyrirtækið sé hið arð- vænlegasta, ef rétt er á haldiðc, þá væri það ekki svo að skilja, að menn inn«, fulltrúi »meiri hlutans* fer með báli og brandi um landið, vaðandi mannablóð upp að knjám, berjandi alt lúterskt hyski á bak aftur — ýmist með lifláti eða útlegðarrekstril »Hér þolum við eigi aðra skoðun en vora eigin. Þeir sem eigi fall- ast á vora skoðun skulu útlægir úr landinu eða lifinu«. Þetta virðist mér aðalkjarni leiks- ins: að lýsa óbilgirninni, skilnings- leysinu, umburðarleysinu, harðdæm- inu gagnvart þeim, sem eru annarar skoðunar en vér sjálfir. Og þessi kjarni á víða erindi. Hann á líka erindi hingað til lands, og raunar til hinnar íslenzku þjóðar bæði austan hafs og vestan. Virðingarleysið fyrir öðrum skoð- unurn en vorum eigin, hefir verið alt of djúptækt i þjóðfélagi voru og eigi sjaldan reynst eitur, sem mikið ilt hefir af sér leitt, — hatur og of- sóknir — í orðum og athöfnum. í leikriti Schönherrs er stjórnmála- ofstækið látið birtast í trúmála-ofstæki. Og stjórnmála-ofsóknirnar á vorri öld, eru birtar sem trúmálaofsóknii á 16. öld. En sama tóbakið er hvorttveggja í raun og veru og jafnsneitt sannri menning. væru eggjaðir á að taka þátt i fyrir- tækinu i gróðaskyni. Hann fyrir sitt leyti hefði ekki lagt fram sitt tillag af ábata von, heldur vegna þess að hann vonaðist til að ættjörð- inni yrði gagn að hluttöku Vestur- íslendinga, og vildi hann óska, að allir sem af mörkum legðu til fyrir- tækisins hér vestra, gerðu það af sömu hvötum. Síðan fór fram atkvæðagreiðsla um ályktun þá, sem að ofan er skráð og var hún samþykt með yfir- gnæfandi meiri hluta atkvæða. Fundurinn var allvel sóttur og í fjörugra lagi, og sleit honum með því, að sungið var »Eldgamla ísa- fold«. Þessi fjárhæð, sem Löfberq segir, að Arni Eggertsson hafi talið fengna í loforðum í Winnipeg 75000 doll- arar, er vafalaust misprentun, því að eftir bréfum, sem borist hafa frá kunnugum mönnum yestra, er eigi gert ráð fyrir, að syo mikil fjárhæð safnist alls og alls; hvað þá heldur í Winnipegborg einni. 200.000 kr. þykir sennilegt, að safnist vestan hafs. V erzlunar skólinn Sá meiriháttar faraldur ásótti þann skóla í vikulokin síðustu, að eitt- hvað 56 nemendur hans afsögðu skólastjórann. hr. O. G. Eyólfsson, með ákæruskjali, sem gaf honum að að sök reykingar, blaðalestur og hörð orð í tímum, og endaði á úrskurði um, að nemendur kæmu eigi í skóla næstk. mánudag, nema skólastjóra- höfuð Ólafs væri þá komið á trog. Kennarar skólans og skólanefnd halda algerlega taum skólastjóra, og álit fyrri nemenda skólans á þessari bylting til höfuðs Ó. G. Ey. má sjá á yfirlýsing þeirri, sem birtist hér í blaðinu í dag. Öll þessi vika hefir gengið í reki- stefnu milli byltingarmanna og skóla- nefndar. Er nú loks kveðinn upp sá fulln- aðar-úrskurður, að þeir nemendur, sem eigi koma í skólann eftir helg- ina og hlita skólastjórn Ólafs, skuli rækir úr skólanum. Eins og þetta uppþot er í pott í Trú 0% heimili er átakanlega lýst stríði fólksins milli holdsins og and- ans, milli trúarinnar og heimilisins. Atthagaástin er framúrskarandi rik hjá þessum fjallabúum og sárasta hegningin því, að yfirgefa átthagana og vera grafnir í erlendri mold. Meðferðin á leiknum hjá Leikfél. Rvíkur er því skýlaust til sóma. — Útbúnaður á leiksviðinu og búning- ar í betra lagi en áður oftast, og frammistaða leikenda yfirleitt fram yfir vonir. Það er sýnt, að Helqi Helqason á heldur að leika gamla menn en unga. Rott gamli varð í höndum hans eftir- minnileg persóna. Og það er lika sýnt, að frú Guð- rúnu Indriðadóttur er mjög sýnt um að leika drengi. Ágætis tilþnf voru á köflum í leik hennar, fjörið og snarleikurinn í Spats Rott fekk þar sanna og eðlilega mynd. Þau Rottshjón voru í öruggum höndum, þar sem voru þau Emilia Indriðadóttir og Jens B. Waaqe, en þó get eg eigi neitað því, að eg hafði búist við því, að J. W. mundi geta gert meira úr hlutverki Rotts. Virtist mér leikur hans of tilbreyt- ingalítill, of »monoton«, þegar tekið búið og framkvæmt, er það eigi þann veg, að aflað geti nemendum samúðar. Kærurnar á hendur skóla- stjóra eru svo veigalitlar, að þessi mikla styrjöld út úr þeim, er ærið brosleg. Vonandi átta nemendur verzlunar- skólans sig á þessu og fara eigi að umturna framtíðar-áformum sínum öllum og tefla sér í allskonar óvissu með því að útiloka sig frá Verzlunar- skólanum, með eintómri flasfengni. Dagbókin mín. Út kom í sumar sem leið bók með því nafni, orð úr heilagri ritningu, og ljóð fyrir hvern dag ársins, og hafði Valgerður biskupsjrú Jónsdóttir safnað til þeirrar bókar í banalegu sinni. Alt sem inn kemur við sölu bók- arinnar, gengur til styrktar konum, sem þjást af sama sjúkdómi (krabba- meini) og hin látna. Þetta snotra 'kver, sem fæst hjá bóksölum og kostar 1 kr., væri mjög kærkomin gjöf til sjúklinga, bæði í heimahúsum og spítölum. Vegna þrengsla verða ýmsar greinar og erlend tíð- indi að biða næstu blaða. Aðkomumeno: Pétor Ólafsson konsúll og Signrðnr Magnússon héraðslæknir frá Patreksfirði, DaviO Sob. Thorsteinsson hér- aðsl, frá ísafirði, Kristján Torfason frá Plateyri, Konráð Stefánsson frá Bjarnar- höfn. Dánir: 0-ísli Gnðmnndsson bóndi, Tjarnargötn 6. Dó 30. nóv. 80 ára gamall. Þorsteinn bakari Jóoison, Þing- hoitsstræti 8, 67 ára gamali. Hann varð bráðkvaddnr. Sigurbjörg Árnadóttir, ógift kona 65 ára að aldri, til heimilis i Grjóta- götu 12. Dó 1. des. Ferðaáætlun landpóstanna birtir ísafold nú, eins og i fyrra, samkvæmt tilmælum mjög margra kaupenda upp til sveita. Skipafregn. S t e r 1 i n g kom frá Vest- fjörðum í fyrradag með marga farþega. Fór til útlanda i gærkveldi. Meðal far- þega var P. Stefánsson frá Þverá. V e s t a kom i fyrradag úr hrakninga- ferð sinni hinni miklu. Margt farþega með henni frá Austfjörðum, bæði til Vest- mannaeyja og Kvíkur. Skautasvell á Austurvelli. í gærkveldi er tillit til þeirra ofsa-geðshræringa, sem honum eru búnar í leikritinu. Erfitt hlutverk hafði <Arni Eiríks- íö«,vitgrannan, »beggja blandsc ,bónda- ræfill, sem konan er drepin frá og eigi hefir kjark á endanum til að taka afleiðingunum af lúterskunni. Að vísu eru jafnan tilþrif í leik Árna, en eigi var í þessu hlutverki neitt sérlegt færi á að beita sér, og sama má segja um hlutverk Herb. Siqmundssonar. En þeir fá báðir að reyna sig í Lénharði. Aukapersónur eru nokkurar í leikn- um. M. a. syngjandi og dansandi flökkuhjú, sem vekja »gleði og gam- an«, meðan þau eru á leiksviðinu. Þau eru leikin af frú Stefaniu og Ragnari Hjörleifsson. Enn er þar bónda-braskari og barnaeignamaður ekki minni en Jak- ob Hagalínsson, sem Friðfinnnr leik- ur, að vanda af fjöri og lipurð. Loks er á að minnast sjálfan höf- uðpaurinn, »ólma riddarann*, keis- arans fulltrúa og sann-rétt-trúaðan skjaldsvein Maríu meyjar og vernd- ara hinna einu, sönnu trúbragða- skoðana, það er trúbraqðaskoðana »meirihlutans€, riddarann, sem enga þolir aðra skoðun, riddarann, sem Með því að eg minnist ekki að hafa séð í blöðunum skýrslu um það hvað gjört var af öllum þeim þús- undum sem góðfúsir gefendur gáfu til mannskaðasamskotanna 1912, þá finst mér tími til kominn að þakka gefendum fyrir þær 150 kr., sem mér voru afhentar af nefndu sam- skotafé, til styrktar mér og barni mínu og aldurhniginni móður. Bíldudal í nóv. 1913. Guðlatif Jónsdóttir, ekkja. var komið bezta skantasvell á Austarvelli. Skautafélag Rvikur hefir látið gera það. Var þar fjöldi fólks, lúðrahljómur og ljósagangur. Skúlaskeið hefir byggingarnefnd bæjaa- ins stnngið npp á að kalla Hverfisgötu, nm leið og húsnúmerum verður breytt, Bæjarstjórn er enn eigi búin að leggja sina blesenn yfir þetta nýheiti. Stúdentafélagið hélt fund í gærkveldi 0g var þar talað um kenslnmál. Hr. Árni Páisson hóf umræður og vitti það fyrirkomnlag i skólnm vorum aðnota nær eingöngu danskar kenslnbækur. Tókn aðrir i >ama streng. Er þetta merkismál, sem Isaf. mun vikja nánar að. Söngskemtun frú Láru Finsen, sem átti að vera i gærkveldi, er frestað þangað til á morgun fcí. 6. — Fólk, eem hefir gam- an af vel tarainni, fallegri mjúkri rödd og góðri meðferð á texta, á eigi annað betra tækifæri en þetta til þess að veita sér þá skemtnn. Með þessari yfirskrift stendur grein í 83. tbl. ísafoldar frá 18. þ. m. Af því þar er ekki farið með rótt mál, bið eg yður, berru ritstjóri, að ljá línum þessum rúm í heiðruðu blaði yðar. í fyrrahaust (1912) notaði verzlun Leonh. Tang & Sön hór kjötstimpil með upphafsstafnum D í þríhyrningi að eins á dilkakjöt, til þess að aðgreina það frá öðru kjöti. Þá var gerð fyrir- spurn til stjórnarráðsins um, hvorfc þetta kæmi í bága við kjötmerkingar- lögin, en stjórnarráðið svaraði því al- drei. Taldi verzlunin sór því heimilt að nota stimpil þennan á þessu hausti á því dilkakjöti, er ekki var stimplað af hinum lögboðna kjötskoðunarmanni. Nú var kært til stjórnarráðsins aftur nýlega, og svarið kom eins og það er birt í nefndu ísafoldar blaði og verzl- unin hætti strax að stimpla á þennan hátt. Enginn, sem satt vill segja, mun bregða Tangsverzlun um ólöghlyðni, hvorki fyr nó síðar, og ekki er heldur hætt við því, að þessi kjötstimplun hennar verði til að spilla fyrir kjötsölu erlendis, hvorki úr Stykkishólmi nó annarsstaðar frá. Það geta þeir kaup- menn bezt dæmt um, er hafa kjötsölu með höndum. Stykkishólmi 27. okt. 1913. Agúst Þórarinsson. er ímynd ofstækis í hverri mynd, sem er. Þenna riddara leikur Jakob Möller, hið ytra, af krafti miklum, með góðu gerfi, dólgslegri röddu og grimdar látæði. En alveg var það eins og innra sannfæringareldinn, um að sinn málsstaður sé hinn eini rétti, vant- aði í leik Jakobs. Yfirleitt verður eigi annað sagt en að Leikfél. Rvíkur riði vel úr hlaði í vetur. Gott leikrit, góð með- ferð. En vel kann að vera, að því hefnist fyrir það, eftir því sem aldar- andinn virðist nú vera í þessum bæ. Svo virðist, að ekkert megi gera vel, ef fólk alment á að meta það. Allskonar »skröll« eru ofhlaðin fólki. En þá sjaldan, að svo ber við, að eitthvað gott sé i boði í ein- hverri list, þá hefir fólk hvorki ráð né tíma. Hingað er t. d. nýkomin erlend söngkona, sem hefir að bjóða upp á verulega sönglist. En þá virðast Reykvíkingar orðnir eins og i dæmisögunni segir — ekki viðlátnir I Og er það ískyggilegt tímanna tákn um menningu höfuðstaðarins, ef smekkur á listir og fegurð spillist með hverju þúsundinu, sem bærina eykst um. Ego.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.