Ísafold - 10.12.1913, Síða 1

Ísafold - 10.12.1913, Síða 1
Kemur át tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Jdollar; borg- ist fyrir miSjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjópi: Ólafup Bjöpnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 10. des. 1918. 97. tölublað 1 Erlendar símiregnir cTánafáí fíjá óönsfíum Rœgrimönnum. K.höjn, laugardaqskvöld. 6. des. Hagritnenn i landspinginu haja haldiö Jund um Jdnamálið íslenzka og látið í Ijósi vanpóknun á ajskijtum Zakle i málinu. Þeir haja tekið til ihug- unar að rikispingið blandi sir í málið. Sijörnarsfíifíi i Sfrafífííanéi. London i gœr kl. 1. Ný stjórn er komin á laggir á Frakklandi í stað Barthou-stjórnarinnar. Yfirráðherrann heitir Doumerque. Hann er jajnjramt utanrikisráðherra. Caillaux er jjármálaráðherra og talinn aðalmaðurinn í ráðuneytinu. Hinn nýi yfirráðherra er eigi neitt víðkunnur stjórnmálamaður, hefir þó verið ráðherra áður. Hann er um fertugt. Caillaux varð yfirráðherra Frakka 1911, þá er Monisráðuneytið féll og þangað til Poincaré tók við. Hann er helzti stjórnmálamaðurinn i þessu nýja ráðuneyti, sem myndað er með bandalagi jafnaðarmanna og gerbótamanna. Fánamálið Afskifti Islandsráðherra, yfirráðherra Dana og konungs í ríkisráðinu í Khöfn. Ummæli danskra blaða og stjórnmálamanna. Ríkiseiningar-kreddan í öndvegi! I, O. O F. 9512129.____________________ Alþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7— Augnlœkning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. : -8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i —7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 12—8 og 5 -7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Austurstr.22 fstd Z -B Islandsbanki opinn 10—21/* og 5*/t—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifctofa 8 árd.—10 aiM. Alm. fundir fid. og sd. 8*/• sibd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á hei* um Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-2V*, 61/*—6'/t. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—& Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá .'2—2 Landsféhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12 -2 Landssíminn opinn daglangt;(8—9) virka daga helga^daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Austurstr.22 þd. og fsd. 12 —1 Eáttúrugripasafnib opið l1/*—2>/i á sunnod. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—8. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Austurstr.[22 þrd. 2 -8 Vifilstaðahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóðmenjasafnib opib sd, þd. fmd. 12—2. Nýja BI6 sýnir í kvöld og næstu kvöld: Gættu Amaliu — en ekki meira. Myndin er dásamlegasta gaman- mynd, sem til landsins hefir komið, enda farið sannkallaða sigurför um heiminn. Aldrei betra tækifæri til að gera sér glatt í geði. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Með tækifærisYerði eru Bostanjoclo cigarettur seldar í tóbaksverzlun R. R. L«VÍ. Verðið er langt fyrir neð- an það, sem áður hefir þekst. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. Egipzkar Cigarettur frá A. G. Cousis & Co. Cairo svo sem: Dubec Prince of Wales Mondiale og Nr. 3. eru áreiðanlega minst skaðlegar, og um leið bragðbeztar. Hver sá sem reykir af þeim 3— 4 búnt, reykir ekki annað upp frá því. Cigarettur þessar hafa hlotið ótal meðmæli. Fást í Levís tóbaksverzlunum. Konungsúrskurðurinn um íslenzka fánann var símaður hingað þegar sama daginn og hann var gefinn út. Hann er því landsmönnum kunnur. Hitt var ekki símað, hitt vissu menn eigi fyr en nú, er dönsk blöð bárust hingað, að um þenna jána- úrskurð fóru Jram umraður i rikis- ráðinu. Þeir skeggræddu fánamálið, ís- landsráðherrann, konungur vor og yfirráðherra Dana, hr. Zahle. Þess- ar ríkisráðsumræður voru nð boði konungs birtar, bæði í Danmörku og á íslandi, og fara hér á eftir meginkaflarnir úr þeim: Hafstein rakti fyrst sögu máls- ins á þingi, skýiöi síðan frá því, að hann teldi konungsúrskurð mundu nægja til þess að löggilda fánann. Síðan bætti hann við: Þar eð óskir alþingis um sérstak- an fána voru svo sterkar, að eigi getur verið vafi á, að öll íslenzka þjóðin óski hins sama, vil eg allra undirgefnast leggja það til, að yðar hátign sýni þegnum yðar á íslandi þá konunglegu vinsemd að löggilda sérstakan fána til notkunar á íslandi og í landhelgi íslands, og verður þá jafnframt að leggja fyrir næsta al- þingi frumvarp til laga um að bæta við 2. gr. í lögum i^.des. 1895 um skrásetning íslenzkra skipa, þessum orðum, »eða í landhelgi íslenzkan fána, er ákveðinn sé með konungs- úrskurði*. I konungsúrskurðinum mun rétt að taka greinilega fram, að löggilding islenzka fánans skerði I engu rétt manna til að draga danne- brog á stöng eins og hingað til, og þar sem mér þar að auki er kunn- ugt um, að það er ósk Yðvarrar há- tignar, að föst regla verði, að danne- brog sé á stöng dregin á húsi eða lóð hins íslenzka stjórnarráðs, legg eg til, að ákveðið verði að þegar is- lenzki fáninn er dreginn á stöng á stjórnarráðinu, verði hinn klofni dannebrogsfáni jafnframt dreginn upp á eigi óveglegri stað né minni. Um gerð fánans fórust Hafstein orð á þessa leið: íslendingar hafa í óskum sínum um gerð fánans, fylkt sér — þó eigi einróma — um bláan fána með hvitum krossi, með því að bláu og hvítu litirnir þykja samþyktir í hin- um fyrnefnda kgsúrskurði um skjald- armerki íslands. En eftir að þingi sleit hefir stjórnarráð íslands fengið frá fyrstu hendi vitneskju um, að slikur fáni sé þegar notaður annars- staðar, þar eð hinn almenni gríski fáni, sem notaður er í landi er af- langur, blár fáni, með hvítum krossi, í líkum hlutföllum og dannebrogs- fáninn. Þessum griska fána líkist bláhvíti krossfáninn, sem íslendingar vilja hafa, svo mjög, að eg þykist eigi geta farið fram á að fá slíkan fána löggiltan, sem islenzkan fána. Þar sem svona stendur á, mun vera ástæða til þess að fá að heyra álit þjóðar og þings um, hvaða gerð sé óskuð, og komi íslandsráðherra fyrst þar á eftir fram með tillögur um, að í nýjum konungsúrskurði verði ákveðin gerð fánans. Síðan bar Hafstein fram konungs- úrskurðinn, sem kunnur er orðinn hér á landi. Þá stóð upp Zahle yfirráðherra Dana og mælti á þessa leið: Reglurnar um hið sameiginlega rikisflagg og notkun þess í alþjóða- viðskiftum, heyrir undir hin sameigin- legu rikismál, og breytíng á þvf at- riði fæst eigi, nema með hluttöku (medvirkning) hinna dönsku stjórn- arvalda. Þetta er afleiðing bæði af núgild- andi lögum, rás viðburðanna og eðli málsins; aðaleinkenni verzlunarfán- ans er, að hann nýtur alþjóðaviður- kenningar, og til þess að hljóta slíka viðurkenning, þarf til löggilding af hálfu þess valds, sem samkvæmt þjóðaréttinum hefir rétt til þess. En þetta er eigi til fyrirstöðu því, að löggiltur sé sérstakur fáni til not- kunar á íslandi og í landhelgi íslands, og alveg eins og ákvæði um fána- notkun í landi eru gerðar í Dan- mörku með konungsúrskurði 7. júli 1854, svo hlýtur og að vera hægt að gera samskonar ákvæði á íslandi með konungsúrskurði, er íslandsráð- herra undirritar með konungi. Það skilyrði verður þó að gera, eins og íslandsráðherra einnig hefir í ljós látið, að rétturinn til að draga hinn sameiginlega rikisfána á stöng á íslandi og í landhelgi íslands, sé eigi skertur, og að þessi fáni sé ætíð á stöng dreginn á húsi þvi, sem hið íslenzka stjórnarráð yðvarrar hátign- ar hefir bækistöð í. Loks mælti konungur á þessa leið: Enda þótt mér hefði fallið það betur, að alþingi hefði beðið með að láta í ljós ósk um íslenzkan sérfána, þangað til komin væri regia á ríkis- réttarsamband Danmerkur og íslands, felst eg þó nú, er eg hefi heyrt þessi ummæli, á tillögur þær til kon- ungsúrskurðar, um sérstakan fána til notkunar á íslandi og í landhelgi íslands, sem íslandsráðherra hefir borið fram og yfirráðherrann ekki hefir komið fram með nein mót- mæli gegn. Um leið og eg geng að því visu, að þessi fáni verði eigi eftirtakan- lega likur fána neins annars lands, býst eg við, að fá síðar tillögur ís- landsráðherra um gerð fánans. Eg vil taka það sérstaklega fram (Teg önsker at fastslaa), að afstaða Dana í þessu máli stafar af alvar- legri ósk um að efla gott samband milli Danmerkur og íslands. Eg gef hérmeð yfirráðherranum og ísiandsráðherra leyfi til að birta ríkisráðsumræðurnar um þetta mál, bæði i Danmörku og á íslandi*. Um þenna konungsúrskurð og umræðurnar í rikisráðinu hefir dönsk- um blöðum og stjórnmálamönnum orðið mjög tíðrætt. Stjórnarblaðið danska Politiken get- ur þess, að yfirráðherrann, Zahle hafi tekið til máls í þvi skyni sérstak- lega að »benda á, að hinn islenzki sérjáni mætti ekki að neinu leyti skeröa réttinn til að nota hinn sameiginlega rikisjána á Islandi*. Að endingu lætur hið danska stjórn- málablað í ljósi, að þessar umræður »verði vonandi til pess, að binda hag- feldan enda á jánamálið«. »Fyrir- komulag pað, sem hér er stungið upp á, latur að óskum lslendinga um pjóðernisjána, sem bendi á hina sjálf- staðu stóðu Islands innan ríkiseining arinnar*.1) Álit danskra hœgrimanna á þessu *) Leturbr. ver. máli og um leið fávizkuna um hagi vora, má bezt ráða af hugleiðingum þeim, er stjórnmálafréttaritari ým- issa hægri blaða út um land sendir þeim. Hann segir: »Þegar J. C. Christensen hóf sam- dráttarstefnuna gagnvart íslending- um, sem af sér leiddi heimsókn ís- lendinga í Danmörku og konungS- og ríkisþingmannaheimsókn á ís- andi, er kostaði 400 þús. kr., voru margir Danir hræddir um, að ásælni slendinga myndi ganga framar en skyldi. Það er að minsta kosti á- reiðanlegt, að í lagafrumvarpi því, er þá var samið, voru meiri tilslak- anir af Dana hálfu en holt var. íslendingum þótti það samt eigi nóg; meiri hluti alþingis hafnaði þvi, og í stað Hannesar Hafsteins varð Björn Jónsson ráðherra. Hann var sambandi við skilnaðarmennina, sem bárust mikið á, vildu hafa sér- staka konsúla og voru ýmist leynt eða ljóst að semja bæði við Norð- menn og Þjóðverja um vernd þeirra og skilnað íslands við Danmörku.1) En þetta alt er harla djarflegt af >jóð, sem er rúm 70 þúsund að íöfðatölu, eða eigi öllu stærri en bær eins og Árósar. Þessari þóttafullu þjóð var yfirleitt sýnd of mikil eftirlátssemi. Það eitt, að landið fekk sérstakan ráðherra æsti græðgina og ýtti undir kröf- ur um fullkomið sjálfstæði, óháð Danmörku, eða eigi minna en kcto- ungssamband, og mun sú tilslökun íafa stafað af því, að landið hefir eigi ráð á að gera út strandvarnar- skip, er varið geti landhelgina. Það fær Danmörk að borga, eins og svo margt annað, og ennfremur hélt það ef til vill aftur af, að islenzki lands- sjóðurinn hafði ekki ráð á að borga únum heimansenda konsúli.2) Síðasta árið hafa íslendingar aðal- ega lifað á fánamálinu. »Island verður að hafa sérstakan fána«. — Um það hefir alt snúist. Slíkir hafa ríkisdraumarnir verið. Og nú er fyrsta skrefið stigið. — Það er nú búið að ráða því til lykta ríkisráðinu, að íslendingum skuli heimilt að nota sérstakan fána. Það er furðulegt, hve mjög hefir þurft að hraða þessu máli. Því að sjálfir eru íslendingar eigi enn orðnir sammála um gerð fánans. En hitt er víst, að fáninn kemur, þegar , næsta alþingi er búið koma sér sam- an um gerðina. ísland er hafið upp til sérstakrar stöðu i hinu danska konungsrlki, hér er farið feti framar en stefnt var að, er sérstakur ráð- herra var búinn til. Minnisstætt mun, til hvers fánamálið leiddi í Noregi. En eitt er það, sem lögfræðingar og stjórnmálamenn telja ‘sjárvert í úrskurðinum. Eigum vér þá auðvitað eigi við stjórnmálamenn eins og J. C. Christen- sen og Zahle. Hið ísjárverða er leyfið til þess að nota Jánann á landhelgissvaðinu. Þetla hvað vera einstætt og ekkert líkt ‘) Hvaða ár gerðist þetta? Bitstj. ') HvaÖan sprettnr þessi dómadags- vitleysa ? Bitstj.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.