Ísafold - 10.12.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.12.1913, Blaðsíða 2
384 ISAFOLD fyrirkomulag vera í öðrum ríkjum. Verzlunarfáninn er sameiginlegur fyr- ir ríkishlutana og er svo litið á, að ákvæði um notkun islenzka fánans á sjó, sé qaqnstœtt danskri sammálalög- gjöf og verði því málinu ekki til lykta ráðið með konungsúrskurði, heldur af ríkisþingi og konungi í samein- ingu«. Svo mörg eru orð þessa miður vitra stjórnmálamanns. Nationaltidende, hið kunna hægri- mannablað, hefir átt tal við 3 kunna Dani um fánamálið, þá Poui Johs Jörgensen prófessor, Ellinger pró- fessor og Neergaard fyrrum yfirráð- herra. Poul Johs Jörgensen, sem er háskóla- kennari í rikisrétti við Khafnarháskóla kveðst hallast að þeirri skoðun, að lög þurfi til að koma á nýjum fána á landhelgissvæðinu. Ellinger prófessor heldur þvi fram, að samkvæmt gömlum fyrirskipunum sé dannebrog hinn islenzki verzlunar- fáni, og því sé það eigi rétt, að kon- ungsúrskurður megi leyfa sérstakan fána íslenzkan á landheigissvæðinu. Prófessor Ellinger klykkir úr með þessum orðum: »Því hefði virzt rétt, að eitthvert það merki hefði verið sett inn i dannebrogsfánann, að íslendingar hefðu mátt una, merki, er sýnt hefði sambandið milli Danmerkur og ís- lands, svo að hinir dönsku litir hefðu eigi orðið eins framandi og nú er ráð fyrir gert eftirleiðis. Þá hefði og verið kleift að haga verzlunarfánanum svo, að betur hefði mátt lika á báða bóga. Vitanlegt er, að íslenzkur fáni, sem sýni sambandið milli íslands og Danmerkur mun eigi falla þeim i geð, er vilja rifta öllum böndum, en fyrir þá erum vér eigi að setja lög«. Neergaard gerir fyrst nokkrar al- mennar athugasemdir um sambands- málið, sem sýna eins og mýmargt annað, hve mikið lagt hefir verið í ríkisvíð- urkenninguna aj Dana hálju i Upp- kastinu. Neergaard farast svo orð: »Með hinu einróma fylgi, er Danir i sambandslaganefndinni 1908, þeir er fulltrúar voru bæði fyrir þing og stjórn, — léðu frumvarpinu um ríkis- réttarsamband Danmerkur og íslands — var nagilega Ijóslega sýnt, að eins og vir vorum ófúsir á að ajsala neinu pvi, er óhjákvamilegt var að halda í vegna ríkiseiningarinnar, pá vorum vér jaju-Júsir á að láta undan sjáljstaðis- kröjum Islendinga svo jreklega, sem samrýmanlegt var pví, að rjúfa ekki rikiseininguna*1). Neergaard skýrir svo frá því, hvern- ig um Uppkastið hafi farið og heldur því fram, að eftir það hafi Danir frjálsar hendur í sambandsmálinu. Einstakar bieytingar, sem íslendingar hafi farið fram á á ríkisréttarsamband- inu, hafi Danir ekki viljað fallast á, og tilraunir þær, er gerðar hafi verið til þess að leiða sambandsmálið í heild sinni til lykta, hafi eigi borið ávöxt. Meðan svo standi, verði að sitja við stöðulögin frá 1871. Hins vegar megi gera í dendingum ýmsar ívilnanir á grundvelli þeirra laga, svo sem ýms dæmi sé til, nú síðast með konungsúrskurðum í ríkisráðs- og fána- málinu. Um fánamálið farast Neergaard svo orð : »í fánamálinu hefir loks verið gerð ályktun, sem tekur til greina óskir íslendinga, án þess að nokkuð sé á hinn bóginn haggað við þeirri skip- un, sem nú er á um hinn sameigin lega rfkisfána og notkun hans í al- þjóðaviðskiftum. A þeirri skipun verður engin breyting ger, nema dönsk stjórnarvöld komi til. íslenzka fánann má því nota á íslandi og landhelgi íslands, en ríkisfáninn einn hefir rétt á sér sem verzlunarfáni utan ríkis. Það vona eg, að þetta, sem nú hefir gert verið, verði til þess, að styrkja góða sambúð milli konungs- ríkisins og íslands, og enn til þess, að gera það skýlaust, að eigi að síð- ur höldum vér Jast við ríkiseininguna eins og hún nú er1), unz hægt verð- ur með samkomulagi að endurskoða lögin frá 1871.« 0stsjallands Folkeblad, sem hefir einatt lagt fremur gott til vorra mála, gerir fánamálið að umtalsefni 25. f. mán., og lætur mikið af tilslökunar- semi Dana við oss og viturleik í þessu máli. Þykir blaðinu sjálfsagt, að haldið sé fast við hina bláu og hvítu liti, þótt sú gerð, sem nú er notuð, þyki eigi hentug, og varar mjög við því, að fara að búa til *síldarsalat« í fánanum, eins og norska fánanum forðum, til merkis um sambandið. Lkstrabladet, sem er nokkurskonar angi af Politiken, lætur þá skoðun i ljós, að réttast hefði verið að bræða fánamálið samhliða sambandsmálinu. Loks er að minnast hins makalausa óheilla-anda sæmilegrar sambúðar vor og Dana, monsjörs Knúts Berlins. Ritar hann i blaðið Köbenhavn lang- loku mikla um fánamálið og er þettu hið helzta úr þvi skrifi: Berlín heldur því fram, að ef eigi væri svo lítið skeytt íslenzkum mál- um í Danmörku, einkum meðal rik- isþingsmanna, þá hefði eigi hjá þvi far- ið að þær lyktir, sem Zahle-ráðuneyt- ið hefir bundið á fánamálið íslenzka, hefði sætt hinum öflugustu mótmæl- um. Berlín talar um fánann sem »islenzkan verzlunarfána fyrir islenzk skip, er tekist hafi að læða gegnum ríkisráðið danska með konungs úr- skurði fram hjá danska löggjajarvald- inu«. En þenna íslenzka verzlunar- og staðarfána telur Berlín jafnmikinn regin-ófögnuð (Uhyrlighed), hverjum augum sem á sé litið, praktiskum-, þjóðréttar- eða ríkisréttaraugum. Berlin telur víst, að íslendingar hætti eigi fyr en siglingafáninn sé viðurkendur, því sé þessi ívilnan eigi mikils virði frá þvi sjónarmiði að geðjast oss. En hann þykist viss um, að mjög oft rísi deilur út úr landhelgisfánan- um, hvort skip með íslenzkan fána sé á takmörkum landhelgislínunnar, fyrir utan eða innan og kemst út í þá sálma, að Zahle hefði heldur átt að taka i sig kjark og breyta dönsku lögunum um fánann þann veg, að Dannebrog væri eigi lengur verzl- unarfáni íslendinga. Þá hyggur Berlín, að þessi nýi fáni geti valdið erfiðleikum i alþjóða- viðskiftum, er islenzk stjórnarvöld eða stjórnarskip sigla undir honum, en útlendir menn neita að viður- kenna fánann. Mörgum orðum fer Berlín um þá »hjartnæmu hugulsemi* að hleypa dannebrog þó að á einum stað á öllu íslandi, jafnhliða íslenzka fán- anum. En hann bætir svo við í hinu orðinu, að íslendingar séu vissir til þess að ákveða, að enginn fáni skuli vera í stjórnarráðinu, til þess að sleppa við dannebrog. Þessa grein klykkir Berlín út með því, að hann lofar að sýna fram á það í næstu grein, að konungsúrskurð- urinn sé ólöglegur. Sú grein er ókomin hingað. Þetta er nú orðið svo langt mál, að ísafold hefir eigi rúm fyrir meira í þessu blaði, og verður því að láta nokkurar hugleiðingar frá eigin brjósti bíða næsta blaðs. ■ --- <£>01^---------- Nobelsverðlaunin í dag. Þ. 10. des. ár hvert er Nóbels- verðlaununum útbýtt i Stokkhólmi. Þeir sem það línið hreppa fá eigi að eins 130.000 kr. i vasann, held- ur kemst nafn þeirra á varir alls hins mentaða heims. Meðal þeirra sem Nóbelsverðlauna-hnossið hreppa í dag, eru þeir andans forustu raenn, sem hér eru greindir. Bókmentaverðlaunin hlýtur indverskt skáid, sem heitir Rabindranath Tagore. Rabindranath Tagore. sálarrannsóknir. Sjálfur mun 'nann eindreginn spiritisti. Eðlisjrœðisverðlaunin fær Hollend- Aljred Werner. ingur einn, Kamerling Onnes. Hann er háskólakennari í Leyden. EJnajraðisverðlaunin fær Svisslend- ingurinn Aljred Werner háskólakenn- ari í Zurich. Fjárskifti Yor Yið Dam. Það vakti alheimsathygli er sím- inn flutti þá fregn, að þessum manni, sem nærri engir hér i álfu þektu, væri ætluð bókmentaverðlaunin. Tagore er frá Bengal, og hefir ritað ákaflega mikið. Eru verk hnns Charles Richet. í 30 bindum, öll á bengölsku. Tag- ore ritar bæði í bundnu og óbundnu máli, smásögur, leikrit, ljóð o. s. frv. Einkum hafa Ijóð hans náð mikilli lýðhylli um alt Indland. Við mörg þeirra hefir hann sjálfur gert lögin. Tagore er fæddur 1861, og býr í Kalkútta. Margar bækur hans eru þýddar á ensku og nú stendur til, Kamerling Onnes. að eitthvað af þeim verði þýtt á Norðurlandamál. Hvenær fær eitthvert öndvegis- skáld vort Nobelsverðlaunin f Laknisjraðisverðlaunin hlýtur hinn íeimsfrægi frakkneski prófessor,Char- les Richet, í Parisarborg. Richet mun öllum þeim kunnur hér á landi, er átið hafa sér ant um spiritisma og Kaupmannahafnarháskóli gefur ár- lega ungum fræðimönnum kost á að keppa um verðlaun fyrir bezt samda ritgerð um ákveðið efni á ýmsum fræðisviðum, sem kend eru við háskólann. Verðlaunin eru: minnispeningur úr gulli. Keppend- ur mega eigi vera eldri en þritugir, ef oss minnir rétt. Á síðustu árum hefir einn íslendingur hlotið slík verðlaun við háskólann. Það var dr. Ólajur Daníelsson, sem gullpen- inginn hlaut á stúdentsárum sínum, laust eftir aldamótin, fyrir ritgerð stærðfræðislegs efnis. Á næsta ári er á stjórnfræðisvið- inu ákveðið verkefni, sem hlýtur að vekja eftirtekt hér á íslandi. Verk- efnið er þetta: >Lýsing á JjárviðskiJt- um Danmerkur og Islands«. Án vafa hefir stjórnlagaprófessor- inn við háskólann, góðkunningi vor Knud Berlln ráðið nokkru um valið á þessu verkefni. Er ekki ólíklegt að hann fái einhvern efnilegan Stór- Dana til þess að keppa um verð- launin. Og lofar honum ef til vill að ausa úr hinni ómenguðu (I) fróð- leikslind sinni. Er ekki ólíklegt að Ðönum kæmi vel að fá nú rit, sem sýndi það mál frá danskri hlið, nú þegar farið er að fyrnast yfir hin óræku rit Jóns Sigurðssonar um þetta efni. Er rétt af oss að láta þetta verk- efni afskiftalaust ? Er ekki einhver hinna efnilegu, ungu mentamanna vorra, sem vill taka að sér að keppa um verðlaun- in í þetta skifti ? Auk sómans og fjárins er hér kostur á að vinna þjóðinni verulegt gagn — öðrum mentamönnum vorum til lofsverðr- ar eftirbreytni. Vill eigi einhver gefa sig fram til starfans ? Vitanlega hamlar fátækt mörgum ungum manni að fórna tíma sínum til starfans. En eru ekki ráð til að bæta úr því? Mundu ekki ýmsir vilja leggja eitthvað lítilsháttar í guðs- kistuna til að bæta tímatöfina? Og þar ætti ekki stjórnmálaskoðanirnar að skifta. Civis academicus Fríkirkjan í Hafnarfirði verður vígð næstk. sunnudag kl. 12 á hádegi. Áwrp Sjálfstæðisflokksins, (úr bréfi) Mjög merkur íslendingur erlendis, sem óháður er öllum flokkadeilum í landinu og lítur aðeins með augum attjarðarvinar i Jjarlagð á mál vor, skrifar manni hér í bænum á þessa leið: » . . . Og vel likar mér ávarp Sjálfstæðisflokksins til íslendinga . . . Engin önnur stefna en sú á nokkura Jramtíð eða Jylgisvon af háljn pjóð- arinnar. En eg er sannfærður um, að undir Sjálfstæðismerkið skipar hið unga ísland sér t nálægri fram- tíð með eldhug svo miklum, að alla mun furða. Þ|jta gjörspilta höfð- ingjaveldi, sem nú situr með kjöt^ katlana á knjám sér, verður aðreka, áður því tekst að selja þjóðina f danska ánauð, verri og hættulegri en nokkura, sem áður hefir þekst. Mér blöskrar atferlið. Þið yngri mennirnir verðið að taka i taumana af alefli. Þið megið ekki láta þetta spilta Heimastjórnarlið sigra við næstu kosningar, þvi þess stefnuskrá er bersýnilega sú, að nota valdsumboð sitt til þess að steypa þjóðinni út í hvert fjárglæfrafyrirtækið öðru gífur- legra, til þess á þann hátt að binda þjóðina á klafa danskra auðmanna. Á þann hátt er frelsinu komið fyrir kattarnef nú á dögum og ánauð, sem öllum gömlum þrældómi og einokun er argari, flækst um menn eins og neti . . . Bæjarsíminn. Hr. ritstjóri: Mér er sagt, að bæjarsíminn hér, sem landið er nú búið að kaupa, sé hið mesta stórgróðafyrirtæki. Ef þetta er satt fæ eg eigi skilið hvers vegna eigi er meira af gróðanum notað til að gera símann þægilegri notendum. Mér finst það með öllu ótækt, hve stuttan tima siminn er opinn dag- lega. Ef vel ætti að vera, þyrfti siminn að vera opinn allan sólarhring- inn. Það mun nú ef til vill þykja of stórt skref í einu, en til kl. 12 d miðnatti virðist mér að sjálfsagt sé að krefjast að síminn sé opinn til afnota. Eg er viss um, að ef síminn hefðí verið áfram í höndum einkafélags og grætt, eins og nú gerir hann, myndi þessi lenging símatímans þegar vera komin í kring. En því skyldi landssíminn reynast óliðlegri í viðskiftum en einkafélag? Eg vona, að margir verði til að taka undir með mér um að fá sima- tímann lengdan daglega (einnig á sunnudögum) minsta kosti til kl. 12, í stað 10 nú. /. h. Aths. Vér föllumst algerlega á of- anrituð tilmæli til landsimastjórnar- innar, og væntum þess, að liðlega verði í þau tekið. Ritstj. Vestur-ísl. og Eimskipafél. Það mun vera 75000 kr., en eigi dollarar, sem búið var að stafna, er síðast fréttist að vestan, 4 með 10 þús. kr., 3 með 5 þús. kr. og aðrir minna. ______ Mjölnir heitir nýtt blað á Akureyri. Fylgir það stefnu sjálfstæðismanna. Ritstj. er Guðm. Guðlaugsson (sýslumanns Guðmundssonar).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.