Ísafold - 13.12.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.12.1913, Blaðsíða 2
388 ISAFOLD óyggjandi sannleika, að lán eru við- sjálsgripur og vandi með að fara, svo að ekki hljótist af stjórtjón í stað nokkurs hagnaðar. Venjulega þarf bæði mikinn dugnað og mikla hæfileika til þess að græða á skuld- um. Eg þekki lítið til verzlunar hér í Reykjavík. Það getur verið, að þær verzlanir blómgist hér bezt, sem mestar hafa skuldirnar. Þó hefi eg heyrt, að tvær eða þrjár slíkar verzl- anir, sem stóra hafa bankareikning- ana, standi á völtum fótum. Það væri annars fróðlegt, ef bankarnir vildu skýra frá reynslu sinni í þessu efni, Mér er annað kunnugra, þó ekki sé eg verzlunarfróður: verzlunin Norðanlands, þar sem eg hefi verið læknir í 20 ár. Eg hefi séð hversu verzlununum farnaðist í nágrenninu og eg hefi þekt kaupmennina svo, að mér hefir verið sæmilega kunnugt um verzlunaraðferðir þeirra. Reynsl- an hefir sýnt mér, að margt gengur öðru visi í verzlun vorri en flestir skyldu ætla og hún styður alls ekki þá skoðun, að þeim kaupmönnum farnist betur, sem mest hafa milli handa og ótæpast nota lánstraustið. Eg vil því drepa á þetta nokkru nán- ar í þeirri von, að fleirum verði það ljóst, að lánsfé eitt gerir tæpast verzl- unina innlenda, að það eru alt aðrir hlutir, sem mestu máli skifti. A Sauðárkrók voru í minni tíð 5 verzlanir. Allar voru þær með frem- ur gamaldags sniði, vöruskifta og lánsverzlanir. Að eins tvær voru tiltölulega stórar: Gránufélags- og Popps-verzlunin. Hinar áttu miklu minna undir sér. Stærstu verzlun- um stýrðu reyndir og verzlunarfróðir menn. Veltufé þykist eg vita að hafi verið allnýtilegt, lánstraust gott og eflaust notað eftir þörfum. Þess- ar gömlu verzlanir sýndust standa vel að vígi, og það hefði mátt ætla, að þeim hefði veitt auðvelt að ráða niðurlögum fátækra og fáfróðra keppinauta. Eina af smærri verzlununum átti ungur íslendingur. Hann hafði sezt þarna að á mölinni með fremur lítil efni, verzlunarþekkingu af skornum skamti og sjálfssagt lítið lánstraust. Þar var heldur enginn banki að grípa til. Húsið hans og búðin voru auð- vitað miklu minni og óálitlegri en við stóru verzlanirnar. Þrátt fyrir alt þetta söfnuðust drjúgum viðskifta- menn að verzlun þessari og hún seldi sínar vörur engu síður en stóru verzlanirnar. A þeim sáust engin ytri merki þess, að þau væru í upp- gangi, húsin breyttust ekki og alt gekk sinn vanagang, en á ári hveiju skaut einhverjum smáskúr eða út- byggingu út úr húsi smákaupmanns- ins. Efni hans og verzlunarþekking jukust sýnilega með ári hverju. Verzl- un hans stendur enn og að því eg frekast veit í góðu gengi, en allar hinar eru liðnar undir lok eða hafa skijt um eiqendur. Kaupmanni þessum var að mörgu leyti mjög sýnt um starf sitt og hann rækti það af alúð og dugnaði. Hann hélt vel á fé sinu og kostaði litlu til verzlunarinnar. Það er eins og þetta hafi mátt sín meira en alt hitt, sem keppinautunum var gefið í fyrstu: meiri verzlunar þekking, meira veltufé, meira lánstraust. Svona gekk það á Sauðárkróki. Þá er eg fluttist til Akureyrar, voru verzlanir þar ekki ýkja marg- ar. Aðaiverzlanir á sjálfri Akureyri voru tvær, báðar danskar. Að þeim stóðu auðmenn, sem ekki skorti skildingana, að minsta kosti var svo um aðra þeirra. Verzlunarþekking var eflaust í bezta lagi og löng verzl- unarreinsla í ofanálag. Uti á Odd- eyrinni voru og tvær allstórar verzl- anir, önnur íslenzk, en hin í raun og veru dönsk, Gránufélagið. Sama mátti víst segja um verzlanir þess- ar, að góð. verzlunarþekking, góð efni og mikil reynsla, stóð að baki þeirra. Nokkrar smáverzlanir voru auk þessara, en vissulega allur fjár- muna, þekkingar og reynslugrund- völlur þeirra margfalt kkari en gömlu verzlananna. Það lá næst að halda, að þessar gömlu verzlanir hlytu að halda sínu, og sennilega brjóta á bak aftur þessa þróttlitlu keppinauta. Ein þessarra smáverzlana var inni á Akureyri. Hana átti ungur ís- lendingur, sem kom að því eg frek- ast veit með tvær hendur tómar til bæjarins, eins og hver annaralþýðu maður. Hann hafði að vísu verið nokkurn tíma búðarmaður, en að öðru leyti hafði hann ekki lært verzl- un. Ekki er mér kunnugt um að hann hafi haft úr neinu verulegu lánsfé að spila, sizt meiru en ótai aðrir. En hvernig sem þessu var farið, þá færðist verzlunin fljótt í aukana og eigandinn var af öllum talinn efnamaður eftir fá ár. Kaup- maður þessi hélt vel á fé sínu, tefldi þvf víst sjaldan eða aldrei í tvísýnu, kostaði mjög litlu til þess að reka verzlunina og vann með bróður sín- um flest verkin, er á þurfti að halda. Án 'efa var þeim bræðrum flestum framar sýnt um kaupskap, og eg held, að verzlunin hafi verið þeirra fyrsta og síðasta áhugamál. Nú reka bræður þessir tvær, ef ekki 3 verzl- anir og það allstórar, að því mér er sagt. Víst er um það, að þeir hafa á stuttum tima komið upp tveim myndarlegum verzlunum og báðir komist í góð efni með litlu stofn- fé, litilli verzlunarmentun, litlu láns- fé. Þeim hefir nægt sparsemi, dugn- aður og útsjón. Svo hefir þekking- ingin og féð aukist með ári hverju. Úti á Oddeyrinni reis upp í minni tið all-stór verzlun og jókst þó að mér er sagt mikið eftir að eg fór. Hana átti óvenjulega duglegur og áræðinn iðnaðarmaður. Hann hafði við margt fengist um dagana og bless- ast flest betur en alment gerist. Það man eg eftir, að sumir keppinautar spáðu illa fyrir verzlun hans í byrj- un, en það varð ekkiað áhrínsorðum. Óvenjulegur dugnaður og mikil út- sjón fleyttu kaupmanni þessum yfir öll sker, og eg veit ekki betur en að verzlun hans standi enn á föst- um fótum. Eg geri ráð fyrir því, að bæði eign og lánsfé hafi verið sæmilega ríflegt, en þó minna en ýmsra annara, sem fara að fást við verzlun. En hvernig farnast gömlu ríku verzlunum. Mér sýnist peim hniqna. Þannig gekk það á Akureyri, Fjöldi manna þekti Magnús kaup- mann Sigurðsson á Grund í Eyja- firði og hafa heyrt þess getið, að hann muni vera einhver ríkasti bóndi landsins. Hann byrjaði með tvær hendur tómar, sem fátækur vinnu- maður á sveitaheimili. Eins og aðr- ir fekk hann kaup fyrir vinnu sína og það var ekki hátt í þá daga. Þá erfði hann fáeinar krónur (30?). En þessum litlu tekjum eyddi hann ekki í allskonar óþarfa, og hélt svo vel á þeim, að bústofn var nokkur er jarðnæði fékst til þess að byrja bú- skap. Á búskapnum efnaðist hann svo, að smásaman var jörðin keypt og auk þess stórum endurbætt. Þá kom hann að lokum upp sveita- verzlun sem smájókst eins og ann- að í höndum hans, en bjó þó bú- sínu eftir sem áður. Á síðari árum hefir hann lagt afskaplega mikið fé í jörðina, húsað hana svo að hvergi mun slikt eða betra á öllu landinu og ríkari er hann eftir en áður, að því er eg frekast veit. Eg held að hann hafi aldrei notað lánsfé, það neinu nemur, sízt framan af. Óvenju- mikill dugnaður og hagsýni og sjálf- sagt mjög mikil sparsemi framan af, hafa verið hans lánsfé. Þetta tók hann vissulega hjá sjálfum sér, þurfti ekki að ganga bónleiður milli bank- anna til þess að fá það gegn vöxti um, og heldur ekki þurftu þeir að sækja það niður til Danmerkur. Kunningi minn sagði mér eitt sinn þessa sögu af Vesturlandi: Einhver alþýðumaður þar hafði eignast 1000 kr., en ekki man eg hvort hann hafði erft fé þetta eða dregið það saman sjálfur. Nú vildi hann gjöra sér sem mest úr skildingunum og tók það til bragðs að kaupa alrnenn- ar nauðsynjavörur af umboðsmanni fyrir krónurnar. Verzlunin þar í héraði var dýrseld og gamaldags. Hann seldi vörur sínar með litlum ágóða, en lánaði engum. Þær flugu út eigi að siður. Fyrir þessar rooo kr. keypti hann hvað eftir annað vörur sama árið, svo ársgróðinn varð furðu ríflegur, þó tiltölulega lítið væri á vöruna lagt, en stundaði fyrri atvinnu sína eftir sem áður og eyddi engu af gróðanum. Eg veit ekki hvað úr manni þessum varð, en hafi hann ekki orðið ríkur maður, tel eg líklegt að orsökin hafi verið sú, að hann hafi farið að lána sjálfur og lána öðrum; svo hafi viðskiftamenn svikið hann, en hann sjálfur að lok- um umboðsmanninn, þegar ekkert var handbært í skuldina. Eg get ekki skilið við dæmi þessi, án þess að minnast á eitt eða tvö úr Reykjavík, þótt lítt sé mér kunn- ugt um hagi manna hér. Allir þekkja gamla Geir Zoéga. Eg er viss um að ungu mennirnir, sem flesta eiga víxlana, teldu alt hafa gengið vel, ef þeim farnaðist ekki miður en honum. Hann byrjaði fá- tækur, en var bæði ötull og spar- samur. Það sem hann eignaðist á þennan hátt lagði hann í verzlun og útgerð. Á þessu græddist hon- um með góðri hagsýni og miklu viljaþreki, ekki eingöngu fé, heldur gerðist hann brautryðjandi að sjávar- útveg í stærri stíl hér í Reykjavík, svo hann hefir að miklu leyti lagt grundvöllinn undir vöxt og viðgang bæjarins. Alt petta hefir hann %ert, án pess að lána neitt, svo telja megi, að frátöldum danska fánanum. Eg kom eitt sinn á heimili eins af yngri kaupmönnum bæjarins. Þar var óvenjulega litið í alt borið, sizt meira en eg hefi oft séð á heimil- um verkamanna. Búðin hans var líka óásjálegri en fjöldi annara og litlu til kostað. Þar starfaði kaup- maðurinn að flestu sjálfur, en kona hans heima að heimilisverkum. Ekki vissi eg hversu efnahagurinn var, en flestir myndu halda að efnin væru smá. Síðan hefi eg frétt, að kaup- maður þessi hafi byrjað að mestu með tvær hendur tómar og orðið að nota lán hjá umboðsmanni sín- um. Hann lifði jafn sparlega, þó hann yrði kaupmaður, reyndist um- boðsmanninum árciðanlegur í hví- vetna. Þó búðin væri lítil verzlað- ist drjúgum og nú er sagt, að verzl- unin sé þar meiri en í mörgum stærri og skrautlegri búðunum. Eg tel líklegt, að þarna sé að vaxa upp í kyrþey einn efnamaður í bænum. Lán umboðsmannsins hefir greitt honum götu, en hefði það brostið er sennilegt, að hann hefði rutt sjálf- ur brautina á fám árum með spar- semi og dugnaði likt og Magnús á Grund. Vér viljum allir að verzlunin verði alíslenzk og það sem allra fyrst. Til þessa þarf margt, en fyrsta sporið er þó að íslenzkum kaupmönnum blessist atvinnan betur en dönsku verzlununum. En hvað þarf þá til þess að snúa þessu til vegarf Margir benda fyrst og fremst á að nóg lánsfé sé í bönkunum, að útlent fé sé flutt hingað í miljónatali. Það er víst að þetta skiftir minstu fyrir þá, sem byrja verzlun. Fyrsta skilyrðið til þess að kaup^ menskan gangi vel er að kaupmantr inum sé sýnt um starf sitt. Sumir geta aldrei orðið góðir kaupmenn, hversu sem þeir iáta, það verður enginn gott skáld, sem enga skáld- skapargáfu hefir til að byrja með. Annað skilyrði er duqnaður. Kaup- maðurinn þarf að láta hendur standa fram úr ermum engu síður en hver annar. Hann verður oft mikið á sig að leggja, hafa þrek og einbeittan vilja til þess. Eg hef aldrei séð lat- an slóða verða efnaðan kaupmann. Þriðja skilyrðið er sparsemi. Sá verður aldrei efnaður, sem eyðir öllu sem hann innhendir. Á byrjunarár- unum þarf á mikilli sparsemi að halda, síðar þegar efnin aukast er hún að vísu góð, en ekki eins óhjá- kvæmileg. Seinast en ekki sizt er að lokum ráðvendni 0g áreiðanleiki í viðskijt- um. Ekkert af þvi, sem hér er talið, fæst í bönkunum, og tæplega neðan frá Danmörku. Vér verðum að taka þetta hjá sjálfum oss og pað nœfir. Nám á verzlunarskóla er eftir minni reynslu ekki nauðsynlegt, en eg tel líklegt að það geti greitl götuna. Líkt er að segja um lánsfé. Það get- ur flýtt fyrir, en er fjarri þvi að vera óhjákvæmilegt. Hagnaður af því er kominn undir hver heldur á. Aftur er ómótmælanlegt, að skuldir hafa framar öllu öðru komið íslenzk- um verzlunum á kaldan klaka, skuld- ir alþýðu við verzlunina og hennar við banka og umboðsmenn. Ef til vill stæði verzlun vor fastast á fót- um, ef enginu gæti fengið eyrisvirði að láni. Það myndi verða verzlað fyrir þvi, að eins ekki með tvær hendur tómar, að frátöldum víxlunum. Umboðs- ogstórkaupaverzlun tekur til færri manna en almenna kaup- menskan í smærri stíl. Eg geri ráð fyrir, að til hennar þurfi frekar á lánsfé og bönkum að halda. Þó virðist mér sem slík verzlun geti líka vaxið smám saman af eigin ram- leik í höndum góðra uianna. Ef þess er að lokum spurt, hvort vér höfum nægilegt lánsfé til þess að reka verzlun vora og gera hana innlenda, myndí eg svara á þessa leið: Ef alt á að vaða í skuldum: Al- þýðan að skulda kaupmönnum, kaup- menn umboðsmönnum,umboðsmenn bönkum, bankar útlendingum, þá er fjarri því að vér höfum nóg láns- fé, svo fjarri, að engin von er til að það yrði nokkru sinni nægilega mikið. Þetta er líkt og að ausa vatni í hrip. Til allrar hamingju skortir oss slíkt lánsfé. Með þessu lagi hljóta allar vörur að verða óhæfi- lega dýrar og stóreflis peningastraum- ur að ganga út úr landinu beint úi vösum alþýðunnar, því hún verður að borga öllum millimönnum alla vexti og ómakslaun. Ef vér rekum verzlun vora svo skuldlitið sem má, og ætlum oss ekki að fljúga fyr en vængirnir eru vaxnir — þá held eg að oss skorti alls ekki lánsfé. Og líklega er það sanni næst, að vér hejðum qetað %ert verzlun vora alinnlenda, án allra lána frá útlönd- um. Verzlunin myndi þá drjúgum betri, en nú er, og ólíkt minna ganga í vexti og afborganir á ári hverju til Danmerkur. Aðalatriðið er þetta: Vér purjum að verða að meiri og betri mönnum. Skuldirnar eru áreið- anlega nógu miklar. G. H. Bréf Tuliníusar. Siðan eg kom hingað til Reykja- víkur, 6. þ. m., hefi eg orðið var við að út af bréfi hr. stórkaupm. Thor. E. Tuliniusar, sem birt var í ísa- fold 4. okt. þ. á., uudir yfirskriftinni »Hvað borga íslendingar fyrir vörur sinar*, og greinum þeim því við- víkjandi, sem síðan hafa komið í blaðinu, hefir sá orðrómur breiðst út, að eg hafi aðhafst eitthvað rangt eða jafnvel óheiðarlegt í viðskiftum mínum við íslenzka kaupmenn. En með því að eg er hér hafður algjör- lega fyrir rangri sök, hlýt eg að mótmæla fastlega þessum tilhæfu- lausa orðrómi. Og þareð eg hefi engu að leyna í þessu máli, skal eg leyfa mér að skýra stuttlega frá mála- vöxtum. Fyrst verð eg að geta þess, að e% kaupi aldrei útlendar vörur til Islands sem umboðsmaður (Kommissionær) fyrir islenzka kaupmenn né aðra. — Allar útlendar vörur selegsem kaup- maður í frjálsri verzlun, sendi við- skiftamönnum mínum reikninga frá sjáljum mér, með tilgieindu verði, eins og kaupmenn ávalt gjöra, reikna mér aldrei neín umboðslaun, og kem yfir höfuð ekki á nokkurn hátt fram sem umboðsmaðnr (Kommissio- nær), að því er útlendar vörur snertir. Þetta er föst regla, sem eg hefi fylgt frá því fyrsta að eg fór að hafa við- skifti við ísland. Mér er pví auð- vitað Jrjálst að setja verð á vörur mín- ar, eins 00 hver annar kaupmaður. — Aftur á móti hefi eg komið fram sem umboðsmaður við sölu islenzkra afurða, t. d. við sölu á smjöri, fiski, ull o. s. frv. En með því að bréf Tuliníusar og umræddur rógburður að eins á við útlendar vörur, skal eg að eins snúa mér að þeim. Vörur þær, sem eg sel til Fær- eyja og hingað til íslands, fæ eg sumpart frá Kaupmannahöfn. Eg læt senda þær frá Khöfn með skip- um þeim, sem koma við í Leith, og fæ þaflgað reikningana yfir þær frá seljendunum I Khöfn til min. Koma reikningarnir venjulega um leið og vörurnar. Skipin standa oftastnær ekki við i Leith nema einn eða hálf- an annan dag, og er þá annríki mik- ið á skrifstofu minni við afgreiðslu skipanna. Nú er það talsvert verk að reikna út hvaða verð á að setja á vörurnar frá Khöfn, asmavæmt inn- kaupsreikningum mínum þaðan, sér- staklega þar sem reikningsliðirnir eru margir. Svo var mjög oft ástatt um reikninga til mín frá firmanu Ad. Trier & Goldchmidt í Khöfn,, og varð það tilefni þess, að eg bað umboðsmenn mína i Khöfn, firmað Dines Petersen & Co., að láta Ad. Trier & Goldschmidt reikna alla hina einstöku liði á reikningum þeirra til min 4°/0 hærri en sölu- verð þeirra var til min, en færa mér jafnframt til tekna i viðskiftareikn- ingi okkar þessi 4°/0 af samanlagðri upphæð reikninganna. Þetta hafði- þag hagræði í för með sér fyrir mig, að þegar eg fekk reikningana frá Ad. Goldschmidt, þá gat eg látið færa hina ýmsu reikningsliði af reikningum þeirra, án nokkurs útreiknings, inn í reikninga mína til viðskiftamanna minna á Færeyjum og íslandi. — Flýtti þetta mjög fyrir afgreiðslunni á skrifstofu minni, í annríkinu með- an skipiu stóðu við í Leith. Hafði eg þannig án sérstaks útreiknings- lagt 4°/0 á vörurnar til viðskifta- manna minna, og er það sannar ega ekki mikill kaupmannságóði, ekkí sízt þegar tekið er tillit til alls sér-- staks kostnaðar á þessum vörum. —■ Að sjáljsöqðu sendi eg viðskiftamönn- um minum aldrei téða reikninqa Jrá Ad. Trier & Goldschmidt. Þvi, eins og fyr er sagt, seldi eg þeim vör- urnat sem kaupmaður og þurfti því engin fylgiskjöl að senda þeim með reikningum mínum. Eg notaði því þessa reikninga frá Ad. Trier & Gold- schmidt eingöngu í eigin þarfir tií starjsléttis á skrijstoju minni, eins og eg hefi skýrt frá hér að ofan. Þó það sé óþarfi, skal eg geta þess, að frá Ád. Trier & Goldschmidt fekk eg aldrei aðra reikninga yfir vörurn- r.r en þá, sem að ofan er getið, en þeir sendu umboðsmönnum mínum í Khöfn »kredit-nótur« yfir þessi 4°/0, sem lögð voru á vörurnar. Það var ein slík kreditnóta, sem af vangá var send Thor E. Tulinius frá Ad. Trierz & Goldschmidt í siðastl. febr., en sú tilviljun varð til þess, að Tuli- nius fór af stað með þetta mál. Var honum þegar skýrt frá hvern- ig málið var vaxið, og að ekkert ó- hreint lá hér bak við. Fulla vit- neskju um það fekk hr. Tulinius þegar í wifli'zmánuði þ. á. Og í í bréfi til hæztaréttarmálafl.m. C. B. Henriques í Khöfn, dags. 23. apríl þ. á., viðurkendi hr. Tulinius, að eg hejði ekki gjört neitt ámalisvert. Kemst hann svo að orði í bréfinu: »Ef frásaga hr. Mauritzen er rétt, hefir hann . . . ekki notað reikningana með tilbúnu verði á nokkurn þann hátt, sem skaðlegur megi heita fyrir lögleg verzlunarviðskifti, enda hefir það heldur ekki verið tilgangur minn að kveða sérstaklega upp neinn dóm um gjörðirhr. Mauritzens«, (á dönsku: Hvis Hr. Mauritzens Fremstilling er ’korrekt, har han . . . ikke benyttet Fakturaer med fingerede Priser paa nogen for den legitime Handel skadelig Maade, men det har ej

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.