Ísafold - 13.12.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.12.1913, Blaðsíða 3
IS AFO LD 389 Jóíabazaritm í verzí. B. Tí. Bjarnason er sá, sem uppfyllir megin-kröfur kaupendanna. Þar er fjölbreytt og gott Úrval af jólagjöfum handa fuilorðnum og börnum, sem alt er selt með svo lágu verði, að samkepni er gersamlega útilokuð. Jólin eru hátíð barnanna. — Jafnvel hinir allra-fátækustu geta glatt börn sín, ef þeir koma til vor, því vér seljum t. d. klæddar brúður frá 12 au. og fögur hús frá 25 a. o. s. frv. t£B~ Verðlaunagrip verzlunarinnar, vasaspegil með minnis- bók, fær hver sá, sem kaupir í einu fyrir 4—5 kr. Jóíabazarinn í Bókaverzlun Ísafoícfar. Hvergi jafnmikið af gullfailegum og eigulegum munum, 1 d.: Bréfageymar — Hreyfanlegar bókahyllur (til að snúa) — Dokument-möppur — Skrifmöppur (margar tegundir) — Poesi-Album — Ýmsar nýtízku skinnvörur (ljómandi fallegar). Skrauíbréfaeftii, margar nýjar teg. Krijstalls-sVAax og vasar. Húbín -vasar, skálar, bonbonier. Jlapoíeons-vzsax og skálar. Siffur-x&mm&x, Btekbyffur úr faguðum blýantar, hnífar, pennasköft. steini, postulíni etc. Pá eru enn ótaídar aííar bækurnar, innbundnar i silki, skinn og eftirgert filabein, 1 þýzkar — franskar — danskar — norskar — sænskar — tslenzkar: - Schiller, Goethe, Heine, Shakespeare, Byron, Sheliey, Dickens, Hugo, o. s. frv., o. s. frv. T. d.: öll verk Schillers á 4.50, öll verk Heines á 5.00, öll verk Wellhavens á 12.00, * § öll verk Wergelands á 18.00, Björnsons Mindeudgave. Of langt yrði alt upp að telja, en lítið í gluggana í Bóhaverzíun fsafoídarf Dvergur, trósmiðaverksmiðjaogtimburverzluix (Flygenring & Co.) Hafnarfirði. Simnefni: Dvergur. Talsími 5 og 10. hefir jafnan fyrirliggjandi: Hurðir — Glugga — Lista og yfir höfuð alls konar timburvörur til húsabygginga og annarra smíða. —- Húsgögn, ýmiskonar, svo sem: líúmstæði — Fata- skápa — Þvottaborð og önnur borð af ýmsum stærðum. Pantanir afgreiddar á ailskonar húsgögnum. — Bennismíðar af öllum tegundum. Miklar birgðir af sænsku timbri, cementi og pappa, Timburverzlunin tekur að sér byggingu á húsum úr timbri og stein- steypu, og þar sem vér höfum fengið betri kaup á timbri í þetta skifti en alment gerist, væntum vér að geta boðið viðskiftamönnum vorum hin allra beztu viðskifti, sem völ er á. heller været minHensigtspecielt at ud tale nogen Dom om Herr Maurit- zens Forhold«). Þessi viðurkenning hr. Thor E. Tuliniusar kemur enn- þá greinilegar fram í bréfi hans til fyrgreinds hæstaréttarmálaflutnings- manns, dags. 5. maí þ. á. Þarseg- ir hr. Tulinius: »Herra Mauritzen er mér með öllu óviðkomandi í þessu máli, og samkvæmt þvi, sem upplýst er orðið einnig á annan hátt, hefi eg — eins og tekið var fran. í síðasta bréfi mínu — ástæðutil að halda, að herra Mauritzen hafi ekki notað hina útgefnu reikninga með tilbúnu verði á nokkurn þann hátt, sem skaðlegur megi beita fyrir lögleg verzlunarvið- skifti (á dönsku: »Jeg har intetsom- helst med Herr Mauritzen at göre i denne Sag, og efter det ogsaa paa anden Maade oplyste har jeg, som i min sidste Skrivelse bemærket, Grund til at tro, at Hr. Mauritzen ikke har benyttet de udstedte Facturaer med fingerede Priser paa nogen for den legitime Handel skadelig Maade«). Eg vona að það sjáist af framan- sögðu, hversu gersamlega rangur og ómaklegur hann er þessi orðróqaur, sem hér kvað ganga um mig út af þessu máli. Treysti eg þvi, að menn trúi því, sem eg hefi skýrt frá, og undir öllum kringumstæðum ætti all- ur vafi að hverfa, þegar menn lesa hina tilvitnuðu kafla úr bréfum hr. Thor E. Tuliniusar sjálfs, þess manns- ins, sem komið hefir öllu þessu máli af stað. Staddur í Rvík 10. des. 1913 Ckarles Mauritzen. ReykjaYíkur-annálI. Aðkomumenn. Meðal þeirra, er á Botniu komu um daginn að austan var Hermann Þorsteinsson kaupm. frá Seyðisfirði. Hann hélt heimleiðis á Botníu í fyrradag. — Hér eru nú staddir nokkrir menn úr stjórn Sláturfélags Suðurlands m. a. Ágúst frá Birtiugakolti. Ennfr. Guðm. bóndi frá Skipholti og Hallgr. hóndi frá Grimsstöðum. Botnía fór héðan i gær síðdegis. Með henni tóku sér fari: Mr. Hobbs, Petersen, skipstjóri af Lord Carlington, C. Sæ- mundsen umboðsm., Andrés Guðmundsson og Mauritzsen stórkaupmenn frá Leith, Friðþjófur Thorsteinsson verzlm., Sveinn Árnason. fiakimatsm. á Seyðisf. og skozki verkfræðingurinn sem hsfir staðið fyrir smíði Skerjafjarðarbryggjunnar 0. fl. Bæjarsiminn. Margir hafa minst á það við Isafold, hve vænt þeim þætti að fá bæjarsímann opinn lengnr en nú, eða minsta kosti til kl. 12 á kvöldin. Hafa oss einn- ig borist tilmæli, um að gangast fyrir á- skoranasöfnun meðal símnotenda hér í bæ um þetta. Eu vér fáum naumast skilið, að þess sé þörf og berum það traust til Bimastjórnarinnar, að hún sjái þörfina og láti því ekki á sér standa. Eldur kviknaði i húsinu nr. 40 við Laugaveg i fyrradag. En von bráðar tókst að slökkva hann. Fisksalan. Baldur seldi afla sinn nýlega i Englandi fyrir rúmar 11000 kr. Lá við manntjóni. I fyrradag bvolfdi stórum bát við steinbryggjuna; var hlað- inn vörum héðan, og var á leið út að Botníu. Brim var mikið, og lenti því stór alda á bátnum, er ýtt var frá bryggj- unni og hvolfdi. Þrjá menn tók út, en fengu borgið sér. Vörurnar i bátuum skemdust meira og minna. Messufail verður i Frikirkjunni hér i Rvik á morgun, vegna þess, að frikirkju- presturinn verður við kirkjuvígslu í Hafnar- firði. Nýjasta bifreiðin bilaði í fyrradag litils- háttar á leið héðan auður i Keflavik. Hrökk suudur eion partur vélarinnar á leið upp flamarinn i Hafnarfirði og kyr- settí bifreiðina. Nú kvað vera búið að gera við þessa bilun og heldur bifreiðin áfram tilKeflavíkur i dag. Skipafregnir B otnvörpungarnir Apríl og Ingólfur Ainarson eru nýfarnir til Englands. Pari tók sér á Ingólfi Arent Claessen verziunarinaður. Kong Helge er nú á leið hingað frá Leith. Kemur væntanlega á morgun. Til frikirkjuvigsluhátiðar i Hafnarfirði á morgun eru ýmsir Reykvikingar boðnir. Sennilega fá bifreiðarnar nóg nð gera á morgun að flytja fólk milli bæjanna, ef veður leyfir. Umsóknarfrestur um stöður Fiskifélags- ins var útrunninn 1. des. Um ráðanauts- stöðuna hafa þessir sótt: Matthias Ölafs- son fyr alþingism., Haukadal, Gnðmundur Kristjánsson, fyr skipstjóri á Vestra, Arn- björn Ólafsson kaupm. Keflavik, Anton Jacobsen verzlunarstjóri á Eskifirði og einn, sem eigi vill láta sln getið. Og um stöðnna Sem eftirlitsmaður með meðferð og hirðing á vélum, sækja þessir: Bjarni Þorkelsson skipasm., Ólafur Sveins- son vélastj., Flateyri, Jón Brynjólfsson, mótoristi Rvik, Jón Sigurðsson motoristi, Hrisey og Jón Guðmundsson Patreksfirði. -------------------------- Strandferðir 1914. Eins og kunnugt er, tekur Björg- vinjarfélagið að nokkuru strandferð- irnar að sér næsta ár, og fær fyrir 30.000 kr. En þar á móti stendur til, að komi 30.000 króna tillag úr ríkissjóði Norðmanna. En auk þess hefir ráðherra gert samning við Þórarinn Tulinius, um að hafa í förum skip, sem ætlað er hinum minni höfnum, og á að fara 7 strandferðir alls. Nánari áætlun og annað fyrirkomu- lag ókunnugt enn. Fyrir þessar ferðir á að greiða 30 þús. kr. Hraunáburðar-fyrirtækið, sem mikið var talað um í fyrra, virðist nú ætla að komast í fram- kvæmd. Hefir nýlega verið stofnað félag í Hamborg til þess að reka það. Félagið heitir: Islands Vulkan Phonolith Syndikat. J Af þessu fyrirtæki hlýtur Hafnar- fjörður að hafa miklar.tekjur og gagn, ef blessast. Auk þess mun hraun- áburðurinn verða mjög til þess að auka flutninga með skipum héðan til útlanda. Stefáni Stefánssyfii skólameistara var haldið fjölment samsæti á Akureyri á miðvikudags- kvöld, til þess að minnast þrefalds »afmælis« hans á þessu ári, silfur- brúðkaups, 25 ára kennara-afmælis og 50 ára aldurs-afmælis. „Sambands“-erindi mikið flutti skáldið á Sandi nýlega á Akureyri, og hafði mjög »lagt mönnum liðsyrði* — á sinn hátt — þeim er eigi fylgja fagnaðar-erindi Sambands-flokksins. Öðruvísi mér áður brál Níræð verður frú Thora Melsted þ. 18. þ. mán. Jólin og hinir bágstöddn. Það er 'áreiðanlega fátækt á mörg- um heimilum hér í bæ, og þessvegna ávalt þörf á hjálp góðra manna. En jólin gefa mönnum ágætt tækifæri til þess að gleðja aðra. A undanförn- um jélum höfum við séð, að gjafir bæjarbúa hafa vakið gleði á mörgum heimilum og gjört jólin bjartari hjá mörgum fátæklingum. Brátt koma jólin og það er okkur enn sem fyr gleðiefni, að taka á móti gjöfum í þessu skyni. Biðjum við menn að senda gjafirnar til okkar sem allra fyrst. Þessari beiðni hefir áður verið vel tekið, og svo mun enn verða. Með kærri kveðju. Jóhann Þorkelsson. Bjarni Jónsson. Áskorun til íslenzkra alþingiskjósenda. A fjölmennum fundi í »hinu is- lenzka stúdentafélagi« í Reykjavík föstud. 5. þ. m. var svofeld álykt- un samþykt í einu hljóði. »Fundurinn skorar á íslenzka kjós- endur að fela þingmönnum að styðja að því af fremsta megni, að alþingi veiti ríflegt fé til þess að samdar verði sem fyrst íslenzkar kenslubæk- ur í öllum námsgreinum handa skól- um landsins, sérstaklega þó handa alþýðuskólum og gagnfræðaskólum*. Reykjavik 7. des. 1914 Matthías Þórðarson núv. formaðar Stúdentafélagsins. Jolaglaðning handa fátæk- um. Kvenfélag Frikirkjusafnaðar- ins í Reykjavík hefir áformað, að verja allmikilli fjárhæð úr sjóði sín- um til að gleðja fátæklinga fyrir jól- in. En það veit, að mörgum er að miðla, og vill taka höndum saman i þessu skyni við sem flesta hjarta- góða og örláta menn í bænum. Mælist það nú til, að góðir menn skjóti saman og auki á þá leið fjár- hæð þá, sem félagið ætlar að hafa til jólaglaðningar fátækum. Fénu verður útbýtt, ef nokkuð safnast, án tillits til þess, i hvaða söfnuði fá- tæklingarnir eru. Fríkirkjupresturinn veitir gjöfun- um móttöku. Tíeyringurinn og fimmeyringurinn eru teknir með þökkum. Lofskeytastöðin fyrirhugaða hvað væntanleg í vor hér í Rvík. En þó með öðrum hætti en alþingi gerði ráð fyrir, að því er ráða má af viðtali ráðherra við Morounblaðið. Vill ráðherra hafa stöðina í sam- bandi við stöð, sem Danir ætla að reisa á Færeyjum. Mun það samt ærið viðsjárvert, svo sem betur skal að vikið hér í blaðinu. Góður afli. Þeir sem hafa áhuga á fiskiveið- um mun þykja fróðlegt að frétta hvaða botnvörpungur hefir selt bezt afla sinn í Hull úr þrem seinustu ferðunum. Pickerings & Haldane’s fél. eiga botnvörpung kallaðan »Sir James Reckitt«, honum stýrir P. Christensen (danskur maður) vana- lega kallaður meðal fiskimanna »Pet- er Tipp«. Ur öllum þrem ferðun- um var sölu-upphæð pd. sterl. 4250. 2 seinni. ferðirnar námu 6 vikna tíma; aflinn úr fyrri ferðinni var pd. sterl. 1509 og úr seinni ferðinní, selt þ. 26. þ. m. pd. sterl. 1723 sem er »Record Trip«. Aflinn var mest allur koli. í seinustu ferðinni fisk- aði Christensen 1,100 kit af kola, sem var fiskað og kom undir þiljur á 24 kl.stundum. Christensen hefir fundið ný fiskimið einhverstaðar nyrzt við Noreg, þar sem hann mokar upp fiskinum. Skipstjórarnir á hinum botnv. hérna eru auðvitað forvitnir að komast eftir hvar blett- urinn er, og hefir Christensen átt fult í fangi með að komast undan þeim. Christensen fór 1 eina ferð- ina enn þ. 27. þ. m. og býst við góðum afla á sama stað og áður. Hull, 28. nóv. 1913. K. O. S. Frú Hólmfríður Sigurðard. á ísafirði lézt á miðvikudagsmorg- un, eftir stutta legu, að afstöðnum holdskurði. Hún var dóttir Sigurð- ar sál. Jónssonar fangavarðar, af hinni nafnkunnu Þorvalds-ætt, myndarkona mikil, eins og hún átti ætt til. Hún var gift Maríusi Guðmutidssyni verzl- unarmanni. ■■ -------- 1 —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.