Ísafold - 17.12.1913, Síða 1

Ísafold - 17.12.1913, Síða 1
t Kemur i'it tvisvar í viku. Verðárg. 4 kr., eriendis 5 kr. eSa 1 Jdollar; borg- ist fyrir rc.iðjan júlí ei]etidÍ8 fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. iiiiiiiiinniiiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiniiimi ísafoldarprentsmiðja. SitstjÓPÍ: Ólafuí? HjÖPnsson. Talsími 48. imiimiimiimiiniiimiiniiiiii'imiiiiiiimiimi g|| ■ | | Uppsögn (skrifl.) { | bundin við áramót, | I er ógiid nema koni f | in sé til útgefanda I | fyrir 1. oktbr. og I [ só kaupandi skuíd- | | laus við blaðið. | |jfl iiiiiimiiniiimiimnmiimiiiiiiimiiiiiiimiiiiií XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 17. des. 1913. 99. töiublað Fánamái vort erlendis. Danskir íhaldsmenn mótmæla konungsúrskurðinnm. Ragnar Lundborg telur úrslitin oss alveg ófullnægjandi. I. o O F. 9512199. Alþýöufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7— AngnlœkninK ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 í -8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og . *7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 6 kl. 12—8 og -7 Byrna- nef- hálslækn. ók. Austnrstr.22 fstd 8 íslandsbanki opinn 10—2*/e og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 ðd. Alm. fnndir fid. og sd. 81/* siðd. Landakotskirkja. Gnósþj. 9 og 6 á heþ m Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—8'/*. Bankastj. .2 2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá -2 2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskialasafhiö hvern virkan dag kl. 12 —2 Landssíminn opinn daglangt.(8—ö) virka da íft helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis’Ansturstr. 22 þd.ogfsd. 12 1 Nát.túrngripasafnih opiö l*/e—21/* á sunui .Samábyrgð Isiands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 da. i Talsimi Reykjavíkur Pósth.3 opinn dagRngt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Austurstr. 22 þrd. 2 8 Vifilstaðahælib. Heimsóki ttrtimi 12—1 Ljóðmenjasafhið opið sd, þd. fmd. 12- 2 Kýja Bló sýnir i kvöld og næstu kvöld: Notre-Dame kirkjan í París. Eftir Victor Hugo. Mynd sögulegs efnis. Bostanjoclo-Cigaretter mests úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Með tækifærisYerði eru Bostanjoclo cigarettur seldai í tóbaksverzlun R. H. LtíVÍ. Verðiö er langt fyrir neð- an það, sem áður hefir þekst. Egipzkar Cigarettur frá A. G. Cousis & Co. Cairo svo sem: Dubec Prince of Wales Mondiale og Nr. 3. eru áreiðanlega minst skaðlegar, og um leið bragðbeztar. Hver sá sem reykir af þeim 3— 4 búnt, reykir ekki annað upp frá því. Cigarettur þessar hafa hlotið ótal meðmæli. Fást í Levis fóbaksverzlunum. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. Hinn ý des. efndi félag ungra hægrimanna í Khöfn til utnræðu- fundar um íslenzka fánamálið og var Knútur Berlín þar frummælandi. Um þenna fund er ísafold ritað á þessa leið frá Khöfn y. des.: Mótmæli danskra ihaldsmanna gegn fánaúrskurðinum. Síðan úrslit fánamálsins í ríkis- ráðinu 22. nóv. urðu heyrinkuun, hefir Knútur Berlin haft nóg að gera. í blaðinu »Köbenhavn« á hann dag- lega langar greinar og leitast hann í þeim við að sanna, að lagabrot hafi verið framið með þvi, að gefa kon- ungsúrsknrð um fánann á landhelgis- svæðinu íslenzka. Telur hann það mál varða ríkisdaginn, en einhliða úrskurð bar um, með nafnsetning ráðherra ísiands, allsendis óiögmætan. Eins og menn vita, er Berlín nú útrekinn hjá öllum blöðum hér í borginni nema »Köbenhavn«. Hefir hann því leitað annarar leiðar til að koma orðum sinum út á meðal lýðs- ins. Hinn 3. þ. m. var fundur hald- inn um málið, og gekst fyrir hon- um félag eitt, sem nefnist »Det unge Höjre«. Þar var þó óspart um gamla, gráskeggjaða hægrimenn, nokkuð var þar og af Islendingum, ekki sízt af íslenzku kvenfólki. Þar voru þeir Valtýr Guðmundsson og Thomsen konsúll. En mestur hlut- inn voru þó meðlimir félags þess, sem til hafði stofnað samkomunnar, svo ekki þarf að leiða getum um, hver andi muni hafa rikt yfir hópnum. Knútur Berlín sté i stólinn. Mint- ist fám orðum á meðferð stjórnar- skrárbreytingarinnar í ríkisráði 20. okt. þ. á. Kvað danska ráðuneytið hafa gefið eftir og ekki sett sig á móti málinu, þrátt fyrir það; að Danir með frumvarpi þessu væru gerðir jafnir öðrum erlendum þjóðum að því er fæðingjaréttinn snerti. Þar með væri gengið á rétt Dana. En þetta væri að eins forspil síðari við- burða. Mánuði eftir hefði Zahles- ráðuneytið liðið Hannesi Hafstein að koma fram konungsúrskurði um fána. Rakti hann sögu málsins frá 1906, og dvaldi lengst við fánatökuna 12. júní og niðurskurð danafánans um þær mundir. Kvað Dani á íslandi naumast óhulta þar, þvi Danmörk hefði þar enga opinbera stofnun tií verndar þeim og til að fylgjast með í því sem fram færi á íslandi og upplýsa stjórnina um það. Las hann upp kafla úr bréfum, sem hann kvaðst hafa fengiö frá Dönum bú- settum á íslandi máli sínu til stuðn- ings. Var það mikill harmagrátur og fanst fólki mikið til um. Hægri- menn klöppuðu og stundu. Zahle hefði talið yfirmanninn á »Islands Falk« hafa lagaheimild til sinna gjörða, og um leið látið þá ósk í ljós, að ekki spinnist meira út úr fánatökumálinu. En afieiðingarn- ar væru nú komnar í ljós. íslend- ingar væru búnir að fá fána viður- kendan bæöi á sjó og landi. En í í málinu, sem vœri ríkismáleýni, hefði verið gengið fram hjá ríkisdeginum. Orskurðurinn væri meira að segja nafnsettur af ráðherra íslands. Þar með væri höfuðið bitið af skömm- intii. Benti hann á að ósamræmi væri milli orða konungs og ráðherra íslands í ríkisráðinu. Kvað konung hafa taiað um sérýána, en trðherra um sérstakan ýána. Konungur hefði skýrt tekið fram, að hann varpaði allri ábyrgð að því er lögmæti úr- skurðarins snerti á forsætisráðherr- ann. — Dannebrog væri nú útrýmt á íslandi. Orðin i úrskurðinum um dannebrog á stjórnarráðshúsinu væri hægt að gjöra gagnslaus með því að flagga aldrei. Oheppiletran kvað ræðumaður úr- skurðinn af þvi hann bindi enda á alrikismálefni, án tilhlutunar ríkis- dagsins og án sameiginlegra laga. Óhentuqan, því mörkin fyrir vald- svið fánans væru svo óglögg. «Mál- ie hefði átt að útkljást með almenn- um þönskum fánalögum, sem gerðu fjarlægari hlutum ríkisins fært að nota sérstakan fána jafnhliða ríkis- fánanum«. Danir ættu að sýna staðfestu i Is- landsmálinu, en sú festa væri að engu gerð með því spori, sem nú væri stigið. Danir mættu ekki láta svo undan, að virðingu þeirra væri mis- boðið. — Svo mörg voru þau orð. Urðu nú nokkrar umræður. Ivar Berendsen fólksþingsmaður kvað eigi hafa verið gengið fram hjá ríkisdeg- inum í fánamálinu. Ráðuneytið hefði átt fund með flokksforingjunum um málið. — Dannebrog hefði tvenna þýðingu: sem ríkistákn og þjóðern- istákn. Það væri ómögulegt að koma inn hjá nokkurri þjóð, þjóðernistákni, sem henni væri ekki að skapi. Því væri sjálfsagt, að íslendingar réðu sjálfir sínum heimafána. Ellinqer fólksþingsmaður neitaði því að rík- isþingið hefði nokkuð um málið fjallað. Kvað málið ekki bera vott um lögfræðisvizku ráðuneytisins. Hannes Hafstein hcfði vafið Zahle um fingur sér en sjálfstæðisflokkur- inn aftur Hannesi Hafstein. Thornsen konsúll mintist þeirra hags- muna sem Danir hefðu af samband- inu við ísland. Benti t. d. á veiði- rétt Færeyinga og hagnað Dana af verzluuinni. Kvaö 1 ifrildið leiðin- legt, en íslendingar hefðu réttari mál- stað að verja. Eftir þetta tö'nðu ýmsir, en mig fór að sylja. Xógu liált var þó gargað. Meðal þeirra var Harald Nielsen, ritstjóri »Ugens Tilskuer«. Enn fremur ungur hægrimaður, sem mun hafa verið formaður félagsins, sem forstöðu hafði. Knútur Berlin er að missa veg sinn. Að orð hans bergmáli á sam- kundu þeirri, sem hér var lýst, er sönnun þess, að annarsstaðar sér hann sér ekki fært að koma fram. Að visu þykir mörgum Dönum fulllangt farið í málinu, og telja úrslitin koma i bága við ríkiseininguna. En Knútur hefir ekki margar sálir á sínu valdi. Ekkert fer að óskum hans, en alt í mót. Falko. Grein Lundborgs. Hinn sívakandi vinur vor meðal Svía, Raonar ritstjóri Lundborq, ritar um fánaúrskurðinn í blað sitt Karlskrona Tidninqen þ. 26. nóv. Skýrir hann fyrst og fremst frá rík- isráðsumræðunum og bætir svo við frá eigin brjósti: Þessi úrslit láta íslendingar sér vafalaust eigi lynda. Réttarlega er ísland fuliveðja ríki og gerir því kröfu til allra ríkisréttinda. Hingað til hefir ísland unað því að nota sama fána og Danir, eins og t. d. Luxemburg hefirnotað sama fána fram á þennan dag eins og Holland og Montenegro sama fána og Serbía. En, er nú ísland fær sér sérstak- an fána og staðfesting konungsins á honum, teljum vér sjálfsagt, að leit- að verði alþjóðaviðurkenningar á horum. Með því að taka við »heimafána« þykir oss sem íslendingar setji sig í flokk sjálfstjórnar-nýlenda, eða við hlið Króatíu. Óskin um, að danne- brogs fáninn og islenzki fáninn blakti hvor við annars hlið, er raunar beint tekin eftir fyrirkomulaginu í Ung- verjalandi, þar sem Króatíu og Ung- verjafáninn blakta svo. I kosningabaráttu þeirri, er nú fer í hönd, mun fánamálið óefað koma mjög til greina. En raunar er, eins og nú er máium kcmið, orðin brýn þörf á að fá fullnaðarákvæði um stöðu íslands í alþjóðaviðskiftum. Þá fyrst, er þvi er lokið. geta íslending- ar í ró og næði gefið sig að ýms- um þeim innanlands-nauðsynjamál- um, sem á dagskrá eru. Svíþjóð á nú orðið svo mörg og mikil viðskifti við ísland, og fara þau sívaxandi, að oss hlýtur að vera um- hugað um að festa komist á þessi efni«. Dönsk blöð um fánamálið. Sjaldan eða aldrei hefir dönskum blöðum orðið eins tíðrætt um nokk- urt mál, er oss íslendinga snertir, eins og þetta fánamál. Það er heil »legio«, sem ísafold hefir fengið af dönskum blaðaúrklipp- um um það mál. Flest ummæli hinna dönsku blaða eru á sömu bók- ina lærð, þ. e. lærdómskver Knúts Berlín. Og eins og fyrri daginn er rikisheildarkenninoin andinn, sem yfir vötnunum svífur. Hættan mikla, sem rikisheildinni stafi af þessum fer- lega fánaúrskurði frá 22. nóv. er máluð sterkum iuum. Má þá geta nærri, hvernig syngja muni í börk- um þessara eftirátsblaða Berlíns, er þau spyrja undirtektir íslendinga hér heima. Má það raunar furðulegt heita, að þrátt fyrir alla þá baráttu, sem háð hefir veriðum það aðfáísland viðurkent sérstakt ríki af Dönum, eins og það á rétt til, skuli dönsk blöð enn láta sér detta í hug, að ríkisheildin verði nokkurn tíma viður- kend af íslendingum. Þarf meiri þrotalýsing á stjórnmálastefnu þeirra manna, er enn vilja samningasarg við Dani, en ríkisheildarhjalið sífelda? Það sem dönsk blöð hafa fram að bera í fánamálinu er líkt tali Berlíns á fundinnm, sem að ofan getur. Hér sé alt of langt gengið í tilhliðrunarsemi við íslendinga. Hvað þeir hafi að gera við sérstakan fána? Þeir sé þó ekki annað en hluti af dönsku pjóðinnr. Vér munum í næsta blaði eða svo tilgreina nokkur þess- arra ummæla, því að bráð-nauðsyn- legt er, að fólk hér á landi kynnist frá fyrstu hendi, hvernig dönsk biöð líta á stórmál vor. En að þessu sinni skulum vér drepa á eina grein, sem stingur talsvert i stúf við hinar. Er hún þ. x. des. í blaðinu Hovedstaden, sem nú hefir keypt vinstriblaðið Riqet. Ber sú grein vott um dálítið öðru- visi þel í vorn garð og betri skiln- ing á málum vorum en venjulegt er, þrátt fyrir ýmsan misskilning, eins og t. d. þann, að Uppkastið hafi verið einhver forláta-kostakjör fyrir oss. Blaðið bendir á, að íslendingar sé jafn-rétthá norræn þjóðernisgrein, eins og hinar 3, »með sérstakri tungu og menningu, er eigi er síðri eða yngri en hinna þjóðanna*. »Það er því eðlilegt«, segir blað- ið, »að íslendingar leggja stund á að halda áfram að vera sérstök nor- ræn þjóðgrein og það væri ekkert í þá varið, ef þeir gerðu það ekki« . ........ Blaðið talar þvinæst um Danmörku og ísland sem sjálfstæða og jafn-réttháa hluta ríkis, er lúti sameiginlegum konungi eða jarli og síðar meir verði hluti í Norðurlanda- sambandi því, er það spáir að sagan geymi í skauti sínu. »En svona hugsa Danir eigi«, seg- ir bl. »Það er enginn skortur á bendingum í þá átt að bæla íslend- inga niður og láta þá heyra og sjá, að þeir séu hluti af danska ríkinu, skör lægri en aðallandið, nokkurs- konar hérað úr Danmörku með nokkurri, takmarkaðri, heimastjóm. Knud Berlin prófessor lætur ekkert færi ónotað til að hrópa viðvörunaróp til vor gagnvart hinum einþykku, erfiðu og byltingasjúku íslendingum, er fullir séu skilnaðaranda. En iivað vinnur hann á? Það eitt, að vekja hatur meðal íslendinga gegn öllu því, sem er danskt og heimafyrir að æsa upp valdsýningarlöngunina og meirimáttar-kendina hjá stöku Dana. En enginn láti sér detta í hug, að hann stöðvi rás viðburðanna um andartak eitt — vitaskuld ekki«. Ef aðrir Danir hugsuðu líkt manni þeim, er þetta ritar (Holger Wiehe?), mundi eigi eins erfitt að sigla fyrir deiluskerin. En þar er alt annað uppi á teningnum. Það bætir og heldur eigi úr, ef satt er, sem Berlín hefir sagt á fundinum, að Danir, sem hér búa, séu að bera- siq upp við hann, mesta fjandmann íslenzks sjálfstæðis i Dan- mörku, út af meðferðinni á sér hér, mann, sem eins er dæmdur af sann- gjörnum mö.nnum sinna landa í af- skiftunum af íslandsmálum og í ofannefndri grein í Hovedstaden. ■' ■■■ ' ' ■

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.