Ísafold - 17.12.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.12.1913, Blaðsíða 2
392 ISAFOLD Björnstjerne Björnson. Tvö ólík minninagrrit. Nýlega eru komnar út á Norður- löndum 2 bækur, sem fjalla um minning Björnstjerne Björnson — þó með ólíku móti sé. Önnur þeirra er leikrit, sem norska skáldið Gunnar Heiberg hefir samið og gefið út í Kristjaníu. Heitir leik- ritið Paradesengen (Sýningarsængin) og innihald þess á þá leið, að eigi þyk- ir orka tvímælis um, að átt sé við Björnson og fjölskyldu hans. Er þar lýst banabeði skáldsins, og því Bj. Björnson. hvernig fjölskylda hans noti sjúk- dóm hans og dauða til þess að vekja sem allra mesta eftirtekt á sér og graða peninga Meðal annars lætur höf. börnin selja kvikmyndamanni einum réttinn til þess að taka kvik- mynd af viðskilnaði skáldsins fyrir 100.000 kr. og — leika viðskilnað arstundina eftir á h]á líkinu! A því endar leikurinn. Þetta leikrit Heibergs hefir vakið hina mestu gremju um öil Norður- lönd. Eitt einasta blað í öllum Noregi hefir mælt því bót. Og sama máli gegnir um almenn- íngsálitið í Svíþjóð og Danmörku. Tveir menn hafa þó gerst til þess í Danmörku, að mæla leikriti Hei- bergs bót og er annar þeirra Georg Brandes. Ritdómari blaðsins Politik- ens, skáldið Sven Lange hafði ausið leikritið skömmum, að það væri Ijót- asta niðrit og o. s. frv. En Brandes gengur í móti Lange í Poiitiken og reynir að verja Heiberg. Sú vörn þykir þó ófimlegri en venja er til um Brandes. Og eigi er mikið mark tekið á skrifum hans um petta efni, því að kunnugt er, að Brandes gat aldrei litið Björnson réttu auga. í viðtali, sem Heiberg hefir átt við blaðamenn, kveðst hann eigi kippa sér upp við ólæti þau og vonzku, sem leikrit sitt hafi vakið. — Það sé eigi fyrsta sinni, sem hann verði fyrir þessháttar, en venjan sé sú, að þegar nokkuð sé um liðið, fari fólk að átta sig og meta skáldrit sín að verðleikum. Fyrir tveim árum rit- aði Heiberg annað skáldrit, til að hella sér yfir Michelsen. Það hét: »Jeg vil verge mitt Land«. Börn Björnsons hafa og látið uppi skoðun sína við blaðamenn, og eru sem nærri má geta bálreið Heiberg. Likja þau honum við »hýenu, sem grefur upp lík«. Hin minningarbókin um Björnson er af gagnstæðu tagi, borin uppi af samúð og ást á hinu mikla skáldi. Sú bókin heitir: Fra Björnsons sidste aar og er höfundurinn Nnlle Finsen, dóttir Hilmars Finsen fyrr- um landshöfðingja. Með landshöfð- ingjafólkinu og Björnson var mikil vinátta, frá því er Hilmar Finsen var í Suðurborg á Jótlandi og Björn- son þar gestur hans. Frk. Finsen stundaði Björnson síðustu 8 mánuð- ina, sem hann lifði og hefir hún í í bók þessari tínt til mý mörg atvik frá þeim tíma, er lýsa vel lundarfari Björnsons og háttum, en vekja jafn- framt hjá þeirn er les, ríka tilfinn- ing fyrir því, hversu ömurieg æfi mikilmenna verður, þegar líkamans þrek er á þrotum. Atmað veifið blossar upp framkvæmdahugurinn — Gunnar Heiberg. hann er fær í allan sjó og svo margt, svo margt ógert, svo núkið að vinna fyrir hann, svo margir sem þarf að hjálp.r og hugga — og hann fiimur máttinn hjá sjálfum sér — en hitt veifið ekki annað en deyfðarn ók og algert þrekleysi, alt er mótdrægt — og dauðitm eina hvildin. «Það var svo margt, sem eg hefði þurft að lifa fyrir, svo margir, sem V. B. K. boðstólum hinar vönduðustu fnaðarvörur 1 pr ninrror^ flTrtíoct heíir ávalt á boðstólum hinar Vefnaðarvörur er hingað flytjast. Ttlikið af fpentugum varningi i Jótagjafir. Vandaðar vörur. — Ódýrar vörur. Verzhmin Björn Kristjánsson, eru hjálpar þurfi«, segir hann einn daginn. »Og eg á þann eiginleika að geta huggað þá, sem lífið legst þungt á«. Síðasta kvæði sitt orti Björnson sumarið 1909 og var það ljóðaflokk- ur tileinkaður íélaginu: Heill Nor- egs. Erfitt veitti honum að Ijúka því og oft varð hlé á. En fögnuðurinn mikill, er síðasta hönd var á það lögð I »Vissulega er hann fjörugur og ung- ur i anda, Ijóðflokkurinn minn, seg- ir hann. Þetta er eigi kvæði sjúks eða deyjandi mann«. »Oghannhló, hló svo að undir tók«. I Paris var skáldið síðustu mán- uðina. Dró þá meira og meira af honum með viku hverri. Þó ber þessi bók vott um, að fram á síð- ustu stund er andi hans hinn sami. »Efeg sæi nú beitt ranglæti eða nokk- urskonar misferlum, mundi eg fleygja mér út í baráttuna gegn þvi« — segir hann einn daginn — þá að fram kominn. Og traustið á sjálf- um sér er ætíð hið sama: »Hver á nú að hjálpa þeim, sem þjáðir eru og illa líður*. Einn daginn segir læknirinn við hann: »Vous etez comme un roi dans votre lit« (Þér eruð eins og konungur þarna í rúminul) — Þá svarar Björnsson og slær út þeirri hendinni, sem enn er eigi máttlaus: »C’est le vrai mot« (Það er rétta orðið)I Margt mætti fleira tína úr bók frk Finsen, sem lýsir vel Björnson, en vér verðum að láta oss nægja síð- ustu orðin — allra síðustu orðin, sem Björnson segir — kvöldinu fyr- ir andlát sitt, því að þau bregða Ijósi yfir alt líf hans, alt hið mikla, óend- anlega mannkærleikastarf þessa stiill- ings, sem eignast hefir hlýrra rúm í hjörtum íslendinga eu nokkurt ann- að erlent skáld. Orðin Björnsons hin síðustu voru þessi: »Det gode og det skönne — »Hið góða og hið fagra. —« Ego. Frú Pöra Melsteð níræð. Á morgun verður frú Þóra Mel- steð níræð. Þessa fátíða afmælis munu margir minnast um land alt, eigi sízt hinar mörgu konur um allar sveitir lands, sem búið hafa við skólastjórn hins aldraða afmælisbarns, og lært að meta umhyggju hennar fyrir skól- anum, sem er hennar verk að upp- hafi og halda mun nafni hennar á lofti, meðan stendur. Það er margsagt, en jafnsatt fyrir því, að þessi kona er brautryðjandí kvenmentunar á íslandi. Frú Þóra er dóttir Gríms amt- manns Jónssonar,móðurbróður Gríms Thomsen. Hún giftist 13. nóv. 1859 Páli Melsteð sagnfræðingi (*F 1910) og héldu þau hjónin gullbrúð- kaup 1909. Var þeim hjónum þá flutt ávarp* frá bæjarbúum og kvæði frá kvenna- skólanum. Á morgun mun standa til að heiðræ hið níræða afmælisbarn á ýmsan hátt. Svofelda áskorun hefir ísafold ver- ið beðin fyrir: Vér undirritaðar konur, sem síð- astliðið sumar gengumst fyrir því, að búin væri til gipsmynd af frú Thoru Meísteð, viljum hér með gefa öðrum konum kost á, að leggja sinn skerf til þess að koma áðurnefndri mynd í varanlegra efm (koparsteypu). Nú stendur svo á, að frú Tbora Melsteð verður níræð 18. þ. m. og finst oss því vel við eiga að áskornn þessi komi fyrir almennings sjónir, svo allar hinar mörgu konur víðs- vegar um land alt, fái þannig tæki- færi á, að láta í ljósi þakklæti sitt og viðurkenningu á hinu langa og þýðingarmikla starfi frú Thoru Mel- steð í þarfir kvenna á íslandi. Vænt- um vér þess, að undirtektirnar verði góðar, að upphæð sú, sem áætluð er (200 kr.) fáist bráðlega. Væntanlegum gjöfum veitum vér undirritaðar allar fúslega móttöku. Reykjavík 16. des. 1913. Anna Daníelsson. Anna S. Pjetursson. Elín Stephensen. Guðriður Thorsteinsson. ■ Helga Zoega. Louise Jensson. Sigriður Thorarensen. Steinunn Hj. Bjarnason. Anna Guðmundsdóttir. Aslhildur Thorsteinsson. Elisabet Sveinsdóstir. Guðrún Brietn. Ingibjörg H. Bjarnason. Sigríður Jensson. Sophie Thorsteinsson. TL Th í 1 fl A fataverzlunina 1 1 Hb 1 Mi OL 1 ||Ug Austurstræti 14 þekkir allur bærinn, og- það aðeins að góðu einu. Notið nú tækifærið meðan það gefst og fáið yður jölafötin, tilbúin og velsniðin, en með 10% afslætti.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.