Ísafold - 20.12.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.12.1913, Blaðsíða 2
396 ISAFOLD V. B. K. boðstólum hinar vöticfuðusfu fnaðarvörur 1 n 1 n rr<i r\ tiTrtiorf hefir ávalt á boðstólum hinar Vefnaðarvörur er hingað flytjast. JTHkÍð af fjenfugum varningi í Jóíagjafir. Vandaðar vörur. — Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson. Mínar beztu alúðarpakkir til allra peirra mörqu itlas’a og einstakra manna, utan bcejar og innan, sem sýndu mér virðing og sœmd i gcer á 90 ára ajmceli rnínu. Reykjavík, 19. des. 191}. Thora Melsteð. Samningasargsáfergjan Hiin er enn söm og jöfn samn- ingasargsáfergjan við Dani hjá stjórn- armálgagninu, þrátt fyrir hinar síð- ustu yfirlýsingar Dana um fastheldni þeirra við rikisheildarkredduna. Já,, einmitt af því, að þessar ríkis- heildar-kenningaT eru komnar í dags- ins ljós á hinn órækasta hátt, finst Lögréttu það dásamlega vitlaust af Isajold að ráða frá öllum samninga- tilraunum. Dýpra og dýpra! Ef Danir fyndu upp á því að lýsa yfir, að þeir álitu, að ísland væri »óaðskiljanlegur hluti Grænlands«, þá mundi stjórnarblaðinu líklega fyrst finnast fenginn verulega hæfur samn- ingagrundvöllur og »virkileg« von góðs árangurs. Það er býsna hart, að íslenzkt blað, og það meira að segja mál- gagn hinnar íslenzku stjórnar, skuli beinlínis vera að halda því fram við Dani, að því minna sem þeir geri úr stöðu vorri og réttindum, því samningafúsari eigum við að vera! En þetta er það, sem Lögrétta er að vinna! Það er eins og hún ætlist til þess, að þessari þjóð farist líkt og skepnunni, sem verður því auðmjúkari, því meira sem í hana er sparkað I Yestnr-íslendiiiga-annáll. Mannalát. Ólöj Sveinsdóttir, kona Sigfúsar Sveinssonar frá Nesi í Norðfirði, móðir Sveins heit Sig- fússonar kaupmanns, lézt hjá syni sínum, Jóni Sigfússyni gripakaup- manni í Alftavatnsbygð, nær 82 ára. Fluttist vestur 1885, misti mann sinn 1887. Páll Sigjússon, ættaður frá Gilsár- vallahjáleigu í Borgarfirði eystra, f. 1846, dó 13. nóv. i Winnipeg. Sjönleikum á að reyna að halda uppi meðal íslendinga í Winnipeg i vetur. Bytja á Vejaranum með tólj- kongavitið, eftir Holberg, sem lagað- ur er til, svo að hann gerist í Rvík. Ritstjóri Heimskringlu erný- lega orðinn sira Rögnvaldur Péturs- son únítaraprestur. Sextugsafmæli Stefáns kletta- skálds var 3. okt. Blöðin vestra flytja um hann minningargreinar, en annar sómi hefir honum eigi sýndur verið. ísland hefir Stefán eigi séð síðan fyrir 40 árum, Verðugt væri það af Austur-íslendingum að bjóða Ste- fáni heim, t. d. er fyrsta fleyta vor siglir til landsins. Ný bíendaför. Norðlenzkir bændur gerðu, eins og menn muna, för mikla sumarið 1910 til þess að kynnast sunnlenzkum bændum, búskaparlagi, landsháttum og héraðsbrag. Var þá tilætlunin, að sunnlenzkir bændur endurgreiddu þá heimsókn von bráðar. En dregist hefir það. Nú er í ráði að efna til norðurfarar á vori komanda, er lok ið verði um eða skömmu eftir slátt- arbyrjun. Gert ráð fyrir 12—15 mönnum í förinni. Yfirdömnrinn og Magnús Torfason. Eins og menn muna, krafðist yfir- rétturinn, þ. e. hinn reglulegi, að opinbert sakamál yrði höfðað gegn Magnúsi Torfasyni sýslumanni á ísafirði, fyrir meiðandi ummæli um sig. Þetta mál var dæmt i héraði af Guðmundi Björnssyni sýslumanni Barðstrendinga og M. T. þá dæmd- ur í 300 kr. sekt auk málskostnað- ar. í yfirdómi dæmdu roálið, þeir Páll Einarsson borgarstjóri, Magnús Jónsson sýslumaður og Einar Arn- órsspn prófessor. Með því að mál þetta hefir vakið allmikla athygli, skulu hér birtar aðalforsendur dómsins og dómsat- kvæðið: í einkamáli, sem ákærði átti í við mann á ísafirði, og flutt var fyrir yfirdómi, lét ákærði leggja fram á sína ábyrgð í yfirréttinum skjal, dags. 23. júní f. á., er hann sjálfur hafði samið og undirritað. Er þess þar farið á leit, að allir dómarar yfir- dómsins viki ex officio sæti í málinu. Svo sem til að rökstyðja kröfu þessa, gerir ákærður að umtalsefni dóm, er landsyfirréttur hafði kveðið upp í sakamáli 3. maí 1908 og breytt dómi í þvi tnáli, er ákærði hafði dærnt i héraði. Hefir ákærði í þessu sambandi, meðal annars, komist svo að orði, að hann þykist að óverð- skulduðu hafa orðið fyrir aðkasti frá yfirdóminum síðustu árin, að sig hafi grunað að hann væri persona ingrata, og fengið fulla vissu fyrir að svo væri, að sig hafi furðað mjög á nefndum landsyfirdómi, er gerði bæði að stikla sem varlegast á mis- gerðum sakbornings, og áfellast sig um orð, er landsyfirréttur hafði dæmt i sekt fyrir, sem ósæmandi rithátt, segir ákærði, að engum skynbærum manni muni koma til hugar að telja þau, út af fyrir sig, ósæmandi rit- hátt. Með nefndu skjali lagði ákærði ennfremur fram i yfirréttinum blaðið »Þjóðólf« 26. mai 190S, en i þessu blaði er gagnrýndur dómur, er lands- yfirréttur hafði kveðið upp 22. ágúst 1904, og átti ekkert skylt við mál ákærðs, sem fyr er nefnt, og er í blaði þessu farið ýmsum óvirðingar- orðum sérstaklega um einn yfirdóm- arann. Bætir ákærður í fyrgreindu réttarskjali sínu 25. júní f. á. við þeirri útlistun frá sjálfum sér í um- mælum greinar sinnar, að þar sé dróttað meinsæri að háyfirdómaran- um (þ. e. þá settum háyfirdómara) svo berlega, að ekkert barnið fær misskilið. Loks hefir ákærður í sama máli látið leggja fram í yfirdómi athuga- semdir, er hann hafði ritað 30. júni 1911 og birt á prenti við dóm, er landsyfirréttur hafði kveðið upp 8. maí 1911. Er í athugasemdum þessum meðal annars komist svo að orði um ályktun yfirréttar í málinu: »En út frá því ætti að mega ganga, að yfird. hafi ekki athugað hve ósvífin hún er í garð heilbrigðisnefndar* ... »A hún (þ. e. heilbrigðisnefnd) vis- vitandi að hafa drýgt lagabrot, sýnt hreinan og beinan fantaskap*. — »T. d. mundi jafnvel yfird. ekki hafa kunnað við slíkan haug hjá flaggstönginni á stjórnarráðsbletti — nema svo sé, að alt sé gott handa rakkarapakkinu á ísaf. og þar megi alt fljóta i skit og haugum« — — »með því hefir yfird. vaðið inn á starfsvið umboðsvaldsins*. »Dróttar yfird. því að heilbrigðisnefnd, að hún annaðhvort hafi vottað það sem hún ekki vissi og ekki hafði athug- að, eða hreint og beint logið því upp«. í yfirréttardómnum 8. mai ’n verð- ur ekki fundið neitt, er gefi ákærðum tilefni til þessara ummæla, né heldur er neitt það fram komið i máli þessu, er bendi til þess, að yfirrétturinn, sem slíkur,eða einstakir dómarar hans, hafi gefið ákærða nokkra slíka átyllu tilaðvíðhafa orð þau og ummæli, sem að framan eru tilgreind, og öll eru móðgandi og meiðandi. Eins og sagt hefir verið, hefir á- kærði viðhaft hin móðgandi og meið- andi ummæli út af embættisverkum yfirréttar og sett þau fram í skjöl- um, sem hann hefir látið leggja fram á sína ábyrgð í máli, er flutt var fyrir yfirdómi, og ’er þvi afbrot á- kærða af héraðsdómi réttilega heim- fært undir 102. grein hinna almennu hegningarlaga. Því dcemist rétt vera: Akærði, Magnús Torfason sýslu- maður í ísafjarðarsýslu og bæjarfó- geti á ísafirði, greiði 400 kr. sekt i landssjóð; en sé sektin ekki öll greidd í ákveðinn tíma, sæti hann 90 daga einf. fangelsi. Svo ber honum og að greiða allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og fyrir yfirdómi, þar með talin málaflutn- ingslaun til sækjanda og verjanda- fyrir yfirdómi, yfirréttarmálflutn- ingsmannanna O. Gíslasonar og M. Sigurðssonar, 15 kr. til hvors þeirra. Dóminum ber að fullnægja innan 8 vikna frá löglegri birtingu hans, að viðlagðri atför að lögum. Yfirdómurinn hefir ekki dæmt M. T. fyrir þau orð, sem víðfrægust eru orðin af ummælum hans um yfirrétt- inn reglulega: Guði sé loj, að til er hœstiréttur! Menn spá því, að M. T. fylgi þesum orðum — og áfrýi. 4°|0 til málamynda, Annar forstjóri umboðsverzlunar þeirrar hér, sem á sínum tima fekk Ad. Trier & Goldschmidt til að gefa út farmreikninga með hækkuðu verði til málamynda, hefir leita'st við í bréfi til »ísafoldar«, sem birtist í blað- inu 15. nóv., að sletta saur á mig út af marg umræddu bréfi minu til blaðsins. — Eg ætla mér ekki að fara í ritdeilur við mann, sem ekki gætir velsæmis í rithætti, og hr. Hendriksen skal heldur eigi takast að leiða athygli manna frá merg máls- ins með skætingi einum. Þar sem hr. H. virðist taka bréf mitt 1. nóv. til verzlunar hans, það, er prentað er í »ísafold« 15. nóv. i sambandi við bréf hans, sem ráð- vendnisvottorð, þá er hann i sann- leika lítilþægur! Mér gæti aldrei komið til hugar að gefa þeim manni vottorð um ráðvendni i verzlunar- viðskiftum, sem fer til stórkaupmanns, þótt i annars nafni sé, og biður hann að gefa út farmreikninga með hækk- uðu verði til málamynda. En þar sem firma hr. Hendriksens hefir höfðað meiðyrðamál gegn mér áður en þetta bréf hans birtist í »ísafold«, þá veitist mér kærkomið tækifæri til að skýra málið um þessa farmreikn- inga o. fl. með vitnaleiðslu. Eg mun því eigi fyrir mitt leyti halda áfram ritdeilum við hann. Eftir gamalli venju á að vera »þögn meðan rétt- urinn situr«, en eg mun eigi dylja »ísafold« úrslitanna, þegar þar að kemur. K.höfn, 3. des. 1913. Þórarinn Tulinius. Bókfærsla verzlana og bókfærslulöggjöfin. Það er gamalt og gott máltæki sem segir: »Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða«; engum mun dyljast að gert er hór ráð fyrir, að þeim lögum, sem sett eru, sé framfylgt, og sóu einhver þau lög sett, sem ómögu- legt er aÖ framfylgja, hvort má þá ekki með sanni nefna þau ólög? Ef hór væri um slík lög að ræða, hvað bókfærslulöggöf lands vors snertir, þá væri það því skiljanlegt þó þeim væri illa eða alls ekki framfylgt; en nú er ekki svo, því þótt bókfærslu- lögunum só óneitanlega að nokkru ábótavant, eins og eg vildi leyfa mór að víkja að síðar, ef tími og ástæður leyfðu, þá eru þau þó engan veginn óframkvæmanleg, ef gerð væri gang- skör að því, að þeir er þau varða, gætu með hægu móti aflað sór þeirrar þekk- ingar, er með þarf til að fullnægja þeim1. En er það þá gert? Sjálfsagt hafa löggjafar vorir skilið það til fulls, hve þörfin var brýn, er þeir tóku sig til og sömdu lög þessi, og það skilst þeim nú, að ekki er úr þeirri þörfinni bætt, þótt lögin sóu samin, ef þau ná ekki að verða að til- ætluðum notum. Og hverjum er nú um að kenna,? Um það geta verið skiftar skoðanir. Sumir munu eflaust halda því fram, að hér beri kaupmenn einir sökina, aðrir kenna það verndur- um laganna, að þeir gæti eigi þessara laga sem annara, og enn aðrir löggjaf- x) Mór er þaö kunnugt samkvæmt fyrirspurnum, er til min hafa komið ut- an af landi, að ilt er fyrir marga að afla sór slíkra leiðbeininga, nema með töluverðum kostnaði, þvl það er eins með bókfærslu og flest annað verklegt, að hún lærist ekki af sjálfu sór, svo vel só. arvaldinu og felst eg helzt á skoðanir hinna síðustu, þó eg, eins og eg gat um fyr, álíti lögin viðunandi eins og þau eru. Vil eg nú skýra mál mitt. Kaupmönnum má ekki e i n um um kenna, því mér er kunnugt um, að- mörgum þeirra var og er mjög ábóta- vant hvað bókfærslu þekkingu snertir, einkum ef um samstæðilega (systema- tische) bókfærslu er að ræða, sem án efa er nanðsynleg við allar stærri verzl- anir og kaupmensku í stærri stíl, og^ þeir hafa margir hverir ekki haft nokk ur tæki á því að afla sór þeirrar þekk- ingar, sem með þarf. Verndurum laganna má heldur ekkí um kenna, því þeim er eigi heimilað að gagnrýna verzlunarbækur, nema sór- staklega standi á (gjaldþrot eða því um líkt). Þá er eg kominn að löggjafarvald- inu aftur. Hvað gerirlöggjafarvald annara þjóða, þegar svo stendur á sem hór 1 Það sér um að þeim, sem hin nýju lög ná til, só gert hægt fyrir að afla sór þeirr- ar þekkingar, er lögin útheimta, jafn- vel stundum þeim alveg að kostnaðar- lausu. Þetta gerir löggjafarvaldið með þeim hætti, að það veitir fó til sór- staks námsskeiðs fyrir bókfærsluleið- beinendur, sem flestir eru um leið bók- færslukennarar við verzlunarskóla lands- ins og veita skólunum a u k þ e s s sórstakan styrk í því skyni að þeir láti kaupmönnum leiðbeiningar í tó ókeypis. En hór var og er ekkert gert í þ9ssa átt — og því er það nú eins og það er, og verður þangað til eitthvað verð- ur aðhafst. Ef verzlanahrun yrði hór svo um munaði, sem vonandi er, að ekki komi fyrir — og leitt yrði í Ijós, að bók- færslunni hefði hór og þar verið í ýmsu ábótavant, efnahagsskýrsl- u r þarafleiðandi e n g a r eða r a n g ar,. gæti það þá ekki orðið samvizkuspurs- mál hvort hegna ætti hlutaðeigendum lögum samkvæmt? Að lokum vil eg leyfa raór að kasta fram þeim spurningum, hvort ekki só- ástæða til að ætla, að bókfærslan só ekki alstaðar svo sem hún ætti að vera, þegar nýlega hafa orðið kunnar mis- fellur í bókfærslu einnar aðal peninga- stofnunar landsins, og — ber ekki að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í? Jón Sivertsen. Þingmenskuframbod. í síðasta blaði var þess getið, að Hjalti Jónsson skipstjóri hefði boðið sig fram til þingmensku í Vestmann- eyjum. En í gærkveldi var Isajold símað um nýtt þingmannsefni þar í eyjum, sem telja má vlst, að kosn- ing hljóti. Það er Karl Einarsson sýslumaður. Hann hefir nú (i gær) fengið skriflega áskorun frá ijé kjós- endum í Vestmanneyjum, um að gefa kost á sér til þingmensku. En rúm- ir 30 kjósendur að auki taldir hon- um fylgjandi. Alls eru kjósendur 253, svo að Karl sýslumann mun mega telja vísan þingmann Vestmann- eyja á aukaþinginu. Hæst útsvar á Stokkseyri er 1312 kr. Það greiðir kaupfél. Ingólfur. Næstir eru Jón Jónasson kaupm. með 298 kr., Ólafur Arnason framkv.stj. 246 og Bjarni Grímson verzlunarm. 221 kr. Júrnbrautarmálið. Auk greinar Bjarnar frá Grafar- holti hefir ísafold borist all-ítarleg grein um það mál, frá Ágústi Helga- syni í Birtingaholti. Kemur hún í blaðinu að lokinni grein Björns, sem- sennilega verður í næsta blaði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.