Ísafold - 20.12.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.12.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 397 Sælgætisvörur af öllu tagi eru spursmálslaust ódýrust í verzíun undirritaðs. — T. d. Át-Chocolade, io teg; Caramellur, 5 teg., Piparmyntur, Brjóstsykur, GD £ margskonar; Konfect-Rúsínur 3 teg., frá 55 aura pd. Krakmöndlur S 2 teg. Valhnetur, Parahnetur, Hezlihnetur, Gráfíkjur, Döðlur, '■£ Kandiseraðir ávextir, Vínber 2 teg., 55 og 75 aura pd. Epli, 2 teg., ^ Appelsínur 2 teg., þær iangbeztu í borginni, stk. 6—12 aura o. m.fl. i B. H. Bjarnason. ^ir=ir=ir=ir=ir=ir=ir=ir> Jólabaznrsalan stendur nú sem hæst hjá Jóni Björnssyni & Co. Bankastræti 8. Fjölbreytt úrval fyrir yngri og eldri. Eins og fyrr bezt kaup á Vefnaðarvörum, Prjónavörum, Smávörum. Veggalmanak fá Yiðskiftamenn meðan endast. <iF=ir=][=3[=i[=n=ii=jr> A i í v Járnbrautarmálið og minni hlutinn. I. Hætt er við, að fáir verði til þess að gagnrýna »nefndarálit minni hl. í járnbrautarmálinu«. Það er að vísu ærið gagnsætt, þótt reykjarkent sé. En það þarf oft Iítið til að villa at- hugalitla og nýbreytnis-vantrúaða menn, og gæti því hugsast, að minni hl. álitið hefði þau áhrif á nokkra menn, ef því er ekki mótmælt. Og þar sem höf. er þingmaður, sýnist rétt að líta á »orsakirnar« til þess- arar sérstöðu hans. Talsmenn járnbrautar austur álíta hennar þörf, ekki sízt fyrir þá sök, að torveldi er á því, að sjóleiðin geti fullnægt samgangnaþörf þorra héraða, er brautin væri líkleg til að koma að mestu liði. Minni hlutinn er brautinni and- stæður, og telur þá »orsök« fyrsta, að »á undan öllu öðru i samgöng- um eigi að ganga, að nota sjóleið- ina út i œsar*. »Alhægt sumar og vetur að koma vörum að og frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Vík, ef hentugnr bátur, 80—ioo smálestir, er til taks að fara ferðir þangað, ef veður leyfirt. Þetta er þá úrlausn þess, hvernig nota á þarna »sjóleiðina út t cesar«/ Það hlýtur að vera nýtt fyrirkomu- lag, sem fjárhagsfrömuðurinn Björn bankastjóri Kristjánsson hefir fundið upp, til þess að framleiðslan í land- inu geti aukist og efnahagurinn batn- að nógu örtl En — því miður — »hann leiðir alveg hjá sér að taka það fram«, hvað þetta fyrirkomulag kostar; hvar þessi »hentugi bátur« á að liggja, hlaðinn vörum og bíða byrjar; hvernig fara á að, þegar veð- ur ekki leyfir vikum eða mánuðum saman o. s. frv. — til að sýna enn ljósar fram á, hversu »hentugt« þetta samgangnafyrirkomulag er, og væn- legt til »skjótrar« efnahagseflingar Og fólksfjölgunar í landinu I B. Kr. heldur því fram, að þessi tækifærisbiðarbátur og vegirnir, sem »flestir muni hafa verið ánægðir með, þegar þeim var sæmílega við haldið [hvenær], ætti enn að full- nægja sannri flutningaþörf« þar eystra. En láðst hefir honum að sýna fram á, hvað pað viðhald veganna kostar, er gerir þá góða umferðar alla tíma árs; hvar hin sanna flutningaþörf er og hvar hún gœti orðið m. fl. Reynsl- an sýnir, að flutningaþörfin, að og frá, er nú pegar meiri en svo, að núverandi flutningatæki sé viðunan- leg — og fáum mun skiljast, að »ef — í/« — báturinn bæti stórum úr — hvað þá ef framþróunin í við- skiftalífinu héldi áfram. En til að kippa öllu aftur á bak, í það horf, sem var á fyrri bluta 19. aldar, mun þurfa sterkara afl en »álit« minni hl. í járnbrautarmálinu. — Önnur »orsökin« til mótstöðu minni hl. gegn málinu er »fátækt landsmanna«. Sökum þess, hve örð- ugt er að draga rökrétta hugsun út úr orðum höf. um þetta, verður að taka þau upp hér: Eg tel efnahag þjóðarinnar þannig, að hún fyrst og fremst þurfi að efl- ast að efnum og framleiðslu áður en hún fer að afla sér þeirra þæginda, er slík járnbraut getur veitt. Eg segi pceginda, því meira getur járnbraut ekki veitt en þægindi í landi, sem að visu gceti framleitt mikið, en sem ekki getur gert það vegna almennrar fátcektar. Óg eg fullyrði, að járn- brautin geti ekki út af fyrir sig aukið framleiðsluna, heldur vaxandi efni alment og aukið veltufé bankanna. Þessi 2 skilyrði verða því að upp- fyllast, að mínu áliti, áður en farið er að leggja járnbraut. Hver eru þau pœgindi, er járnbraut getur veitt? Minni hl. er það víst ekki »enn orðið ljóst«. Á henni má alla tíma árs flytja menn, fénað og alls konar vörur í stærri heildum, á skemmri tíma og tryggari hátt en með nokkru öðruenntíðkanlegu flutn- ingatæki. Timi vinst, vinna, áhalda- slit og vöruhnjask sparast, markað- urinn eins og færist nær, stundvisi lærist, viðskifti ganga greiðara o. s. frv.; en alt þetta eykur framleiðsl- una og bcetir efnahaginu flestu öðru fremur. Það yrði oflangt mál, og ótæm- andi, að tilfæra dæmi um þetta, enda er það flestum meðalgreiudum mönn- um, og öllum sönnum viðskiftafræð- ingum, auðskilið. Fullyrðing sú, »að járnbraut út af fyrir sig geti ekki aukið framleiðsl una« (eins og ritningin, lesin í mál- ið, hljóðar), er kynleg; því hið sama má segja um öll samgangnatæki. Skip, vegir, brýr, póstar, hraðskeyta- færi o. s. frv. — getur þetta »út af fyrir sig« bætt hag þjóðanna ? Nei; en notkun þessara hluta gerir það, og öllu öðru þess konar fremur notk- un hins fullkomnasta: járnbrautanna. Hvernig hugsar höf. sér að efni geti vaxið alment áður en meðul til þess eru fengin ? Og hvað stoðar að »auka veltufé bankanna«, ef ekki er jafnframt hugsað fyrir og unmð að því, að efnahagurinn geti blómg- ast svo, að þetta veltufé komi að notum ? Eða eiga bankarnir (a. m. k. Landsbankinn) að fara að gefa »fátæklingunum« (almenningi) féð ? Ný kenning væri það. En þessa hugsun hafa orð minnihl vakið hjá karlinum, sem raulaði fyrir munni sér: Þjóðin óttast þarf ei mát þegar fengið hefir tækifæris-biðarbát og bankinn nægtir gefur. Járnbrautarlagning með hyggilegu fyrirkomulagi, meðal annars innlend eign og rekstur, væri líkleg til að verða á sínu svæði öfiugasta meðalið til að uppfylla þau »2 skilyrði«, sem minnihl. vill fá uppfylt, áður en hún er lögð I Þetta sanna dæmi af öll- um samgöngubótum, sem gerðar hafa verið hér, sem annarstaðar. Minnihl. tekur, og ætlar að nota sér í vil, dæmi af nokkrum jörðum i grend við Reykjavík, er vel standa að vígi með samgöngur og mark- aðsnálægð, og segir síðan: Þrátt fyrir það berjast bændur þess- ara jarða í bökkum, og hafa ekkert afl á að rækta jörðina að neinum mun fram yfir það, sem fyrirrenn- arar þeirra gerðu. Eg sé litla breytingu á þeim jörð- um þau 30 ár, sem eg hefi verið í Reykjavik. Og líkt mætti segja um fleiri jarðir í nánd við þessa 3 vegi. Jarðir þær, sem B. Kr. tekur dæmi af, eru: 1. Kópavogur, þjóðjörð. Land er þar litið og hrjóstugt, tún hart, og að mestum hluta snögglent, liggur undir áföllum af sjávarbroti, útslægjur engar nema lítill mýrarblettur, sem áður var notaður sem beitiland. — Fyrir 30 árum var þar engin grip- held girðing, túnið að mestu i órækt, öll hús regluleg greni (torfkofar) og engar jarðabætur. Fénaður 2—3 kýr og örfáar (20—30) kindur. Nú er þar: Bærinn fluttur (var nærri brot- inn í sjóinn) og bygt myndarlegt í- búðarhús, hlaða, fjós og áburðarhús, alt úr steini og járnþakin ; ennfrem- ur nýbygt fjárhús. Mikið er nú sléttað i túni, það stækkað og al- girt vir, einnig mýrin og hagarnir að nokkru. Þar eru nú haldnar 7 kýr, og kindur fleiri en áður. Hjón- in, sem eru barnlaus, hafa mentað vel fósturbörn sín. 2. Bústaðir, eign Reykjavíkurbæjar. Þar er hin mesta örtröð og ágang- ur á land, tún og engjar. Fyrir 30 árum var túnið alt þýft og grýtt mjög, ónýtir grjótgarðabálkar að nokkru um túnið. Hús öll hin au- virðilegustu greni. Ekkert gert að jarðabótum, fénaður 3 kýr og um 50 kindur. Engu kostað til ment- unar barnanna, fremur en þá var títt Nú er þar ibúðarhús úr timbri, myndarleg hlaða með járnþaki, og flest önnur hús í betra lagi en áð ur. Túnið að mestu slétt og mikið aukið. Tún og engi girt, og næst- um alt beitiland ; nú haldnar 5—6 kýr og sauðfé miklu fleira en áður. Börn sín hefir bóndinn kostað til náms á skólum og námsskeiðum o. s. frv. Þrátt fyrir heilsubrest mik- inn (bóndans o. fl.) má þar nú heita blómabú. 3. Ártún. Það er landlítið og gæðasnautt smábýli, síðan það misti veiði i ánum. Eign Reykjavíkur. — Fyrir 30 árum var það hið aumasta greni, og engin mannvirki í not- hæfu standi. Heyskapur varla fyrir 1 kú og 20 kindur. Eins og ann ars var þá títt um smábýlaábúendur hér, varð að nota vinnu annarsstað- ar (sjávar o. fl.) til þess að lifa af, auk hins litla afreksturs jarðarinnar. Nú er þar vandað íbúðarhús, skemma, áburðarhús. safnþró, vatnsgeymir, alt úr steinsteypu; en hlaða. fjós og hesthús úr timbri, öll járnþakin, og myndarleg fjárhús. Tún og engi algirt og mikill hluti beitilands, — Haldnar 4—5 kýr og kindur fleiri en áður. Jarðabótavinna siðastliðin 15 ár: Túnasléttur 2418 fer. faðm., girðingar 1284 f.fm., dagsv. 424. — Börn sín (ung enn) hefir bóndi ým- ist kostað í skóla annarsstaðar, eða haldið kennara. 4. Arbcer, eign Rvíkur. Fyrir 30 árum var þar líkt ástatt og með Bú- staði. Þar fór alt í traðk af um- ferð, og húsakynni öll hin lítilfjör- legustu. Túnið þýft og grýtt, fóðr- aði 3 kýr. Nokkrar kindur haldnar, mest á útbeit. — Nú: reisulegur bær í 2 húsum, með mörgum og rúmgóðum herbergjum (loftbygging- ar) grjót að mestu í veggjunum, timburstafnar, og alt járnþakið. — Myndarleg hlaða, fjós með hænsna- lofti, fjárhús og hesthús veruleg o.fl. Túnið nú mikið til slétt, algirt, og sömul. mýrin beggja vegna þess, sem áður varð að engu liði, en eru nú aðal útslæjur. Siðastl. 15 ár sléttað 3993 fer.faðm., girt 970 f.fm.; dags- verk 562. Síðustu árin, hin fram- kvæmdarríkustu, heflr búið þar ekkja, góðgjörðasöm mjög. Dætur sínar hefir hún kostað í skólum og við fl. nám. Fénaður: 4—5 kýr og fé fleira en áður, ætíð vel alið. 5. Gröf, oftast í sjálfsábúð. Land- stór beitarjörð, slægnalítil. Fyrir 30 árum var þar loftbær, og var mann- gengt undir sperrukverk uppi, naum- ast undir bita niðri, alt torfhús; — engar jarðabætur, engin girðing neins- staöar, ekkert kostað til mentunar; haldnar 3—4 kýr og 2—300 fjár. Nú er þar: Bærinn fluttur og hinn gamli útsléttaður að mestu; bygt íbúðarhús úr steinsteypu, eitt hið verulegasta til sveita, mjög vandað; 2 hlöður; fénaðarhús öll undir járn- þaki og grjótveggir að mestu. Túnið aukið um rúmar 6 dagsl., og ekki eftir nema greiðfært þýfi í hinu gamla. Lokræsi mikil og talsvert opinna skurða í slægjumýrum. Síðast- liðin 15 ár sléttað 8817 fer.faðm., girt n6ofm.;dv. 1017. Akbrautir til allra slægjubletta o. fl. — Oft hefir þar verið haldinn barnaskóli, sem fæstum mun reynast tekjugrein í sveit, og bóndinn hefir kostað börn sín á skólum og námsskeiðum inn- an lands og utan. — Haldnar hafa nú verið alt 9 kýr og sauðfé líkt og áður. Þar eru 2 nýlega bygð afbýli, með miklum ótöldum mann- virkjum. 6. Keldur, oftast í sjálfsábúð. Fyrir 30 árum var þar tún að mestu þýft, engin girðing, engin hlaða, fremur en á hinum jörðunum, né aðrar jarðabætur. Engu kostað til ment- unar o. s. frv. Nú er þar miklu verulegri bær, járnþakinn. 2 hlöð- ur hafa verið bygðar. Tún orðin að mestu slétt og algirt. Síðastliðin 15 ár sléttað 2979 fer.faðm., girt 988 fm., dv. 371. Haldnar 5—7 kýr og fé líkt og áður. Sá, er mikið af þessum tíma bjó þar, (flutti fyrir 4 árum), hélt ýmist kennara eða kost- aði börn sín til náms annarstaðar. Á öllum þessum jörðum hefir garðyrkja aukist margfaldlega, alt að 20-falt við það sem var fyrir 30 árum. — Alt þetta er sannanlegt með opinberum skýrslum eða vitnis- burðum kunnugra manna. Það má vera sljóskygn maður, sem litla breyting sér á jörðum þess- nm á síðastliðnum 30 árum. En þá miklu breytingu til bóta, sem orðin er, má að mestu leyti þakka bcettum samgöngum og markaði. »Og líkt mætti segja um flestall- ar jarðir í nánd við þessa 3 vegi«, og í nánd við vegina annarstaðar á landinu — og það þessa ófullkomnu akvegi. Dæmið einmitt sannar hið gagnstceða við það, sem minnihlutinn ætlaðist til. Auðmenn geta ábúendurfyrnefndra jarða ekki talist. En bezta sönnun- in fyrir því, hve mikið oft má leysa úr læðing með þeim þægindum, að hafa góðar samgöngur og markað, er það, að þessir bjargálnamenn hafa getað framkvæmt slíkar umbætur og aukið húin á ekki kostameiri býlum en þessum. Þetta er það, sem járn- brautarmeðmælendurnir sjá, og þeir v:ta, að bezta meðalið (járnbraut) hlýtur að vera mest og »skjótast«. Satt er það, að þessir næstu bú- endur við Rvík mundu járnbrautar lítil bein not hafa, og máske frernur hitt. En eg býst ekki við, að þeir séu svo síngjarnir, að vilja fyrir það bægja öðrum frá að njóta sömu »þæginda«, sem þeir hafa orðið að- njótandi. Og ekki þurfa þeir að óttast mjólkurmarkaðsleysið, eftir út- reikningi B. Kr. — Þar, eins og víðar í þessu minnihl.-áliti, »rekur sig eitt á annars horn« . . . Þriðja orsökin er bygð á sama »reyknum« sem hinar. Það á ekki að vera fært að bæta samgöngurnar með járnbraut sökum þess, að »efni vanti til að koma skjótri ræktun í framkvæmd«, og að fólki muni ekki fjölga ört fyrir járnbrautina. Virðist er talsímanúmerið að verzlun Jóns Zoéga Bankastræti 14. Heiðruðu konurl gleymið ekki sjálfs yðar vegna, að hringja þetta númer upp, panta hin ekta góðu hveiti, sem eg hefi fengið með e/s. »Kong Helge«, sultutau, rúsínur, og yfir höfuð alt sem til jólabökunar þarf. Oft getr sér í litlu lof (Hávamái). lentugri Jólagj afir getur hvergi að líta en í verzlim Árna Eiríkssonar Austurstræti 6. Jólabazarinn er sá fjölskrúðugasti i bænum. Vefnaðar- og Prjónavðrur og margt annað hentugt til gjaia á jólum og nýári. Komið að kaupa fyrri hluta tlags á mánudag og þriðjudag. Á kvöldin er oftast blind ös.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.