Ísafold - 24.12.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.12.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða ljdollar; borg- ist fyrir rniðjan júli erleiidis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuid- laus víð blaðiS. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsimi 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 24. des. 1913. 101. tölublað I. O. O F. 9512199. Alþý&ufél.bókas»fn Templaras. 8 kl. 7— AngnlsekniiiK ókeypig i Lœkjarg. 2 mvd. 1-8 Borgarstjóraskrifgtofan opin virka daga 1) -8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og l ~1 Bæjargjaldkerinn Lanfasv. 6 kl. 18—8 og í-7 Eyrna-nef-hálslsskn. 6k. Austurstr.92fstd ¦¦'.—8 Islandsbanki opinn 10—2'/i og B'/i—1. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 vbd. Alm. fundir fid. og sd. 8>/i aiod. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 8 & helf.cm Ziandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn ll-2'/i, 5»/i—6l/i. Bankastj. iS-2 Landsbókasafn 12—8 og 5-8. ÍTtlán 1-8 Jjandsbúnabarfélagsskrifstofan opin fra 12 -2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Xiandsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt^(8—B) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ofc eypig'Ausfurstr. 22 þd. og fsd. 12 -1 Náttúrugripasafnib opib l'/i—2>/i & sunnnd. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Beykjavlkur Pósth.8 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—8. Tannlækning ókeypis Austurstr. 22 þrd. 2—8 Vifilstabahælib. Heimsoki-.irt.imi 12—1 Þjóbmenjusafnib opib sd. þd. fmd. 12—2. Nýja Bió sýnir annan i jólum kl. 6—10: Tónleikhúsbruninn, Ástarsaga. Frú Blom. — Hr. Psilander. Skóburstarinn. Fr. Buck og Stribolt. Bostanjoclo-Cigaretter mesta úrval í bænum í tóbaks- og sælgætisverzluninni á Hótel Island. Með tækifærisverði eru Bostanjoclo cigarettur seldai í tóbaksverzlun R. P. LeVÍ. Verðið er langt fyrir neð- an það, sem áður hefir þekst. Minningarsjóður Björns Jönssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun Tóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Egipzkar Cigarettur frá A. G. Cousis & Co. Cairo svo sem: Dubec Prince of Wales Mondiale og Nr. 3. eru áreiðarilega minst skaðlegar, og um leið bragðbeztar. Hver sá sem reykir af þeim 3— 4 búnt, reykir ekki annað upp frá því. Cigarettur þessar hafa hlotið ótal meðmæli. Fást i Levís tóbaksverzlunum. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð kr. 1.50. Erlendar símfregnir Njósnarmálin í Svíþjóö. Kkofn «/u n- Staaý forsatisrdðkerra Svia, flutti merkt stjórnmálaerindi i Karlskrona í gar. Taldi kann mjög miður ýarið, kversu mikið vceri kjalað um njósnar- mdlin, og hve ranqir orðrómar bœrust aý peim. Hann boðaði ennjremur endurbœtnr ýmsar i kernum. Fána - ef tirhreitan í Ðanmörku. Enn ein úrklippu-syrpan hefir Isa- ýold borist með síðasta póstskipi — um fánamál vort í dönskum blöð- um. Það er eins og ekkert mál, er oss snertir, ekki einu sinni Uppkastið 1908, sællar minningar, hafi vakið aðra eins athygli í Danmörku, eins og þessi konungs-úrskurður um fán- ann þ. 22. nóv., sem í raun og veru gerir eigi annað en viðurkenna hið raunverulega ástand siðustu dra um ishnzka fdnann. Má það heita hin mesta furða, að slík ærsl skuli vera í blöðum Dana út af svo litlu tilefni. Maðurinn, sem öllu hefir koraið á stað, er auð vitað hr. Knud Berlin, sem merkt blað, honum samlent, telur til þess eins rita, að skapa hatur og úlfáð milli Dana og íslendinga. Eins og skýrt var frá í Isafold um daginn lagði Knud Berlin andróðurs- árar sínar út í félagi ungra hægrimanna þ. 3. des. Þessu næst talaði hann í félagi ungra vinstrimanna þ. 5. des. — og sennilega heldur hann á- fram í öllum þeim félögum, sem vilja veita honum áheyrn — svo er áfergja hans mikil. Fundur vinstrimanna. Berlín talaði mjög á líka lund í hóp hægri- og vinstrimanna. í ræðu- byrjun minnist hann á konungsúr- skurðinn um ríkisráðsákvæðið og lætur af honum harla vel, með því að hann ákveði »að ríkisráðið skuli vera sameiginlegt fyrir Danmörku og íslandc, en þó með nokkrum athugasemdum um fæðingjaréttinn. Síðan snýr Berlin sér að fánamál- inu. Segir hann, að Hannes Hafstein hafi »laumaðc fánaiirskurðinum gegn um ríkisráðið — fram hjá rikisþing- inu. »Það verður jafnan að gæta þess vel«, segir Berlin, »þegar Islending- ar eru annars vegar, hvernig orðum er haqað. Veitið því athygli, að konungur talar um »sérfánac fyrir ísland, þ.e. fána við hliðina á ríkisfán- anum. Hafstein talar aftur á móti um »sérstakan fána fyrir Island«; í hans orðum felsríekkert um rikisfánannc. Berlin hélt áfram: »Eg lít svo á, að mjög óhentugur tími hafi ver- ið valinn til þess, að hliðra svo frek- lega til í fánamálinu. Fyrir skömmu gerðist það, að foringi Valsins, Rothe höfuðsmaður, lét taka ólöglegan fána á bát í landhelgi — og út lir því spunnust fáheyrðustu æsingar á ís- landi: Dannebrog var rifin niður alstaðar 0% smánuð á alla lund1). Hér er algerlega hallað réttu máli. Oss vitanlega hefir danski fáninn aldrei verið smánaður hér í landi, hvorki í vor né ella. Þótt einhverir einstaklingar í augnabliksæsingu »skeri á snæri« þar sem dannebrog blaktir, nær það ekki nokkurri átt að gefa oss alment sök á slíku. Þetta rang- hermi Berlíns er eitt af mörgum dæmum þess, hver ráð hann notar til þess að æsa landa sína gegn oss íslendingum. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að hverri þjóð þykir vænt uoi fána sinn. Dönum jafnt og öðrum. Og er þeir heyra af vörum manns, sem þeir trúa, að fáni þeirra hafi »verið smánaður á alla lund«, er eigi að furða, þótt það vekji gremju. Óhikað þorum vér að vitna til þeirra manna danskra, sem hér búa, að þetta er rétt, sem vér segjum, og að því fer fjarri, að Dönum hér eða fána þeirra sé nokkur ókurteisi sýnd eða smán. í þessu efni fer Knud Berlin — illu heilli — rangt með og væri vel, að landar hans festu sér það i minni, að í viðkvæm- ustu atriðunum segir hann rangt frá — sennilega vísvitandi. Síðar í erindi sínu mintist Berlín á samdráttarstefnuna 1906—1909, og fór um það mörgum orðum, hve orð Friðriks 8. »bœði ríkim í Kol- viðarhólsræðunni hefðu leitt af sér mikið tjón. Thomas Larsen, fyrrum ráðherra, varð til þess síðar á fund- inum, að lýsa yfir, að konungur hefði aldrei mælt þessi orð, heldur sagt »báðar pjóðirnar«. Var þeirri yfirlýsing tekið fegins hendi á fund- inum og íslenzkum blöðum kent um ranga frásögn. En sannleikurinn er, að Jréttaritarar danskra blaða, t. d. Politiken, símuðu pessi orð konungs til Kkajnar sama daginn og raðan var flutt. Að síðustu skulum vér taka upp orðrétt niðurlagsorðin í erindi Berlíns, sem eru all-einkennileg fyrir mann- inn og raunar hin sömu og hann lét í ljós við ritstjóra þessa blaðs í Khöfn fyrir 5—6 árum, hvort sem töluð voru i alvöru þá eða nú. Ber- lín vill láta Dani segja við íslend- inga: »EJ pið viljið eigi vera i rikissam- bandi við oss, pd skulum við semja rólega um skilnað. En eý pið viljið kalda í rikissambandið, pd hljótum við að krefjast pess, að eiga hlutdeild i (vare medbestemmede) um, hvernig pað samband á'að vera«, Á þessum fundi ungra vinstri- manna áttum vér einn málsvara. Það var Ditlev Tkomsen konsúll. Hann átaldi mjög afskifti Berlíns af íslenzkum málum. Taldi óþarft að eitra svo sambiið þjóðanna, sem gert væri með slíku hátterni. Tók sem dæmi, að nýlega keýði orðið að sefja íslenzkan dreng úr skóla i Danmorku vegna pess, að dönsku drengirnir kejðu leikið hann svo illa út aj ýánamdlinul). Thomsen mintist og réttilega á, að þjóðernishreyfingin hér í landi ætti hinn mesta þátt í allri framtakssemi til lands og sjávar, átaldi fánatökuna o. s. frv. Nokkurir aðrir tóku til máls á þessum fundi, en fátt markvert í þeim ræðum. Ekki getum vér neitað því, að heldur finst oss það furðulegt og miður lofsamlegt, að enginn landa vorra í Khöfn skuli hafa til þess orðið ljá málstað vorum liðsyrði á þessum fundum. Thomsen konsúll gerist einn til þess — og stóð þó öðrum sannarlega nær. *) Leturbreyting vor. Blaða-umræðurnar. Hægriblaðið »Aarhus Stiftstidende« flytur grein þ. 6. des. með fyrirsögn- inni: Islendingar 0$ danski fdninn. Dani einn, sem hér hefir verið, er látinn segja svo frá, nafnlaust auð- vitað, að íslenzki fáinn hafi verið búinn til af stiidentum í Reykjavik á fundi árið 1906, þar sem hvorki skorti stóru orðin eða — drykkjar- vörur I Síðan hafi fáninn blaktað á öllum almenningsstórhýsum og hafi aðeins verið tekinn niður, meðan Friðrik 8. var hér, — eftir ráðstöfun íslenzka ráðherrans. Greinin endar á þessari dásamlegu frásögn: »Það er oft kvalræði fyrir Dani að ganga um göturnar í Reykjavík. Undir eins, er börnin fara að geta talað óbjagað, heyrist í þeim skammaryrðin á þessa leið: »kelvítis danski hundur- inhz,'l»bölvaður danskurinn* og »kel- vttis damka tungam.ZÍW' Wl ^»Aarhus Stiftstidendec er víðles- ið blað um alt Jótland og þessum og þvílíkum frásögnum vafalaust trú- að víða um Danmörku. Það er þarft verk eða hitt þó heldur að breiða slíkan róg milli þjóðanna! Og ættu Danir, sem hér eru, málsmetandi menn, eigi að þegja við öðrum eins ósæmilegum ósannindum. Flest bíta dönsk blöð sig í þau orð Berlíns, að konungsúrskurðurinn í fánamálinu sé ólöglegur. Það purfi sampykki ríkispingsins. Danska stjórn- in hafi drýgt qrundvallarlagabrot og þetta sé hið mesta Islands-kneykslis- mál. Slíkar og þvílikar barnalegar, van- þekkingar-staðhæfingar eru vitaskuld eigi svaraverðar. Hitt væri skýlaust brot, skýlaus ágangur á sérmálasvið vort, ef rikisþingið danska færi að skifta sér af 22. nóvember-fánanum. Nóg var sú villan, að yfirráðherrann fór að blanda sér í málið, þótt, verri og síðari villan sú, að ríkisþingið færi að gera slíkt hið sama, fylgdi eigi á eftir. Þessum og þvílíkum bollalegging- um danskra blaða, sem af vanþekk- ingu eru sprotnar, verður eigi nóg- samlega mótmælt. (Nl.) Friðarverðlaun Nobels. Norðmenn ráða friðarverðlaunum Nobels, Þau voru engin veitt í fyrra. í þess stað voru tvenn friðarverð- laun veitt þetta ár. Önnur verðlaunin hlaut Elihu Root, þingmaður í Bandaríkjuai og utan- ríkisráðherra Bandamanna á sinni ¦ Wf »*'¦¦¦ ¦! Elihu Root. tíð. Hann er 68 ára. Hefir átt mikinn þátt í að ryðja braut gerðar dómstólum í þrætum milli þjóðanna. *) Hvað mundn Danir segja, ef þeir yröu fyrir slíkum búsifjum i skólum hér. Ritstj. Henri Lajontaine. Hin verðlaunin fekk Henri Lajon- taine, sem er forstjóri friðarskrifstof- unnar í Bern, maður um sextugt og um mörg ár einhver helzti maður í friðarhreyfing Noiðurálfu. Ráðuneytaskiftin í Frakkiandi. Khöfn «/w. Nýja ráðuneytið komst loksins á laggirnar á mánudaginn var, eftir allmikið stímabrak. Þessir menn eiga sæti í því: Gaston Doumerque yfirráðgjafi og utanríkismála, Banvenu dómsmálaráð- gjafi, Renault innanríkisráðgjafi, Cail- laux fjármálaráðgjafi, Noulens hermála- ráðgjafi, Monis flotamálaráðgj., Vivi-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.