Ísafold - 24.12.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.12.1913, Blaðsíða 2
400 I SAFOLD ani kenslumálaráðgjafi, Malvy verzl- unarmálaráðgjafi, Raynaud landbún- aðarráðgjafi og Lebrun nýlendumála- ráðgjafi. Allir eru þessir menn róttækir vinstrimenn og eru úrslitin stórsigur fyrir þeirra flokk, en ósigur að sama skapi fyrir Poincaré forseta. Hann vildi koma á fót blendingsstjórn undir forustu Ribot’s eða Dupuy’s, en 'nvorugur þeirra treystist til að mynda ráðuneyti í trássi við vinstri- menn, sem vildu vera einir um hit- una. Ihaldsblöðin bera sig illa og Gasíon Doumergue yfirráðgjafi. ausa fúkyrðum yfir hina nýju ráð- gjafa, kalla þá litilmenni og landinu til smánar. Er það og sannast að segja, að fæstir þessara manna hafa sýnt af sér nokkurn skörungsskap fyr. Doumergue hefir nokkurum sinnum áður setið í stjórn og þótt nýtur ráðgjafi, en heldur atkvæðalít- ill. Caillaux og Monis hafa báðir verið yfirráðgjafar og Caillaux auk þess fjármálaráðgjafi tvívegis. David og Lebrun sátu i ráðuríeyti Poin- caré’s. Langmestur skörungur í þessum ráðgjafaflokki er Caillaux, og hann ætla menn að ráði mestu um gerðir stjórnarinnar, þótt Dou- mergue sé yfirráðgjafi að nafninu. ClemenQeau gamla var boðið sæti í stjórninni; hann vildi eigi þiggja og bar við elli, en lofaði fullu fylgi sínu. Ráðuneytið mætir í fyrsta skifti á þingi í dag og birtir stefnuskrá sína. Enginn spáir þvi langri æfi. Þó má gera ráð fyrir að flokkur þess leggi alt kapp á að halda því uppi þangað til kosningar eru um garð gengnar í maímánuði í vor. Það skiftir ekki litlu í Frakklandi, að hafa stjórnina sin megin í kosningabar- áttunni. 150 ára afmæli Hólakirkju. Sunnudaginn 23. þm. (27. sd. e. þrenningarhátíð) var messað hér á Hólum og var sú messa allmikið frá- brugðin því, sem messur eru vanalega, og með talsverðum hátíðablæ. — Há tíðablærinn á messunni var til að minn- ast þess, að um það leyti voru liðin 150 ár síðan hin núveraudi steinkirkja var vígð — 20. nóv. 1763. Messan hófst að afliðnu hádegi og stóð yfir um 3j/2 kl.st. — Þótt bjart væri af degi, þegar guðsþjónustan hófst, var öll kirkjan þá þegar lyst með Ijósum og tjaldað með hvítu fyrir alla glugga. Bar því guðsþjónustan kvöidmessusvip. AUir ljósahjalmar kirkjunnar voru alsettir kertaljósum (alls 56 kertum) og meðfram veggjun- um beggja vegna var röð af ljósum a sams konar olíulömpum. Þeim var svo fyrir komið, að einn larapi var inn fra hverjum glugga, og voru lampaljósin 13 að tölu. Svo vel bjart var í kiik- junni, að hvergi bar skugga á, og gaf ljósamergðin henni tignan svip og þægi legan. Veður var hvast og kalt um daginn og heldur ömurlegt. Sótti því ekki nær því eins margt fólk kirkjuna, sem annars mundi verið hafa. Þó var all- margt iunansóknarfólk við kirkju, en færra utansóknar en búist var við og sjálfsagt hefði orðið, ef veðrið hefði gefist betur. Auk sóknarprestsins, síra Guðbrands Björnssonar, voru tveir prestar aðrir mættir, til að styðja að messugerðinni og gera hana hátíðlegri. Það voru þeir Björn prófastur Jónsson á Miklabæ og síra Pálmi Þóroddsson á Hofsósi. Björn Jónsson prófastur flutti ræðu frá altari, eftir að inngöngusálmur var suuginn. Mintist hann sérstaklega af- mælis kirkjunnar í all-langri og vel hugsaðri ræðu. Til grundvallar ræðu sinni lagði hann þau ummæli prófes- sors Höffdings, er hann hefir sett fram í einui af bókum sínum, að truin hefði verið 1/sandi eldstólpi fyrir þjóðirnar, að hún hefði nú á tímum tekið að sér verk mannkærleikans og mundi í fram- tíðinni verða íeiðarljós mannanna. Þessi ummæli heimfærði prófastur til aristilegrar trúar og kristilegrar kirkju alment og sérstaklega hér á landi, og sneri máli sínu einkum að höfuðkirkju Norðurlands: Hólakirkju. Sýndi hann fram á það í ljósum dráttum, að Hól- ar og Hólakirkja hefðu um langan ald- ur staðið sem eldstólpi, er sstit hefði ljós yfir Norðlendingafjórðung og landið alt. Mintist hann í því sambandi á tíma Jóns biskups Ogmundssonar, þeg- ar fólkið flyktist hingað til þess mæta manns, og orðtækið »heim að Hólum« myndaðist, eftir því sem ætla má, en trú og fróðleikur barst út frá staðrium og kirkjunni í ríkulegum mæli. í sama anda mintist hann og Guðbrands bisk ups Þorlákssonar og þess ljóss, sem fólkinu hefði héðan borist á hans tíma, og sérstaklega með útkomu heilagrar ritningar á íslenzka tungu. Þá mint- ist hann einnig Guðmundar biskups góða í sambandi við hjálpsemisstefnu kirkjunnar, því hann hefði öllum Hóla- biskupum framar tekið að sór fátæk- linga og hjálpað þeim. Um kirkjubygginguna tók prófastur það fram, að einkennilegt væri það, að hún hefði risið úr rústum ramger úr steini á þeim tímum, þegar vegur kirkju og staðar hefði verið f hnignun. Hún stæði því sem s/nilegt merki — veglegur minnisvarði — þess andlega lífs og áhrifa, sem þessi staður hefði átt að fagna um langan aldur. Hann mintist þess einnig, sem tákns tímanna, að fyrir um 30 árum hefði risið upp menningarstofnun fyrir ís- lenzk bændaefni á þessum sama stað. Áður en prófastur lauk ræðu sinni, lét hann lesa upp úr handbókinni ritn- ingargreinar, sem valdar eru til lesturs við kirkjuvígslu. Að þessu búnu fór fram venjuleg messugerð. Hana framkvæmdi sokn- arpresturinn að öðru en því, að síra Palmi fór fyrir altari eftir prédikun. Að lokinni messugerð flutti Sigurð- ur skólastjóri all-langa ræðu. Sagði hann sögu kirkjubygginga á Hólum frá því fyrsta, eftir því sem heimildir eru til. Gat hann þess í upphafi ræðu sinn- ar, að einkennilegt væri það, að fyrsta kírkjan, sem reist hefði verið á land- inu (984), hefði verið í sama dalnum, sem norðlenzki biskupsstóllinn hefði sfðar verið settur í. Var það kirkja Þorvalds Spak-Böðvarssonar í Neðra- Ási. Á þeim tímum, sem biskupstóllinn stóð á Hólum um (700 ár), hefir dóm- kirkjan verið reist fimm sinnum að nyju, að því er næst verður komist: fyrst f byrjun 12. aldar, þá um 1300, rétt fyrir 1400, árið 1625 og sfðast 1756—’63. — Gaf ræðumaður stuttar sk/ringar á því, hverjir hefðu bygt kirkjurnar, hvernig þær hefðu verið og hverja muni kirkjan hafi átt, eink- um á síðari tímum. Mintist hann einnig á það, hve fátt væri nú orðið eftir af munum þeim, sem smámsaman hefðu safnast í kirkjuna á fyrri tím- um. Væri það nú lítið annað en alt- arisbrfkin frá dögum Jóns Arasonar, skirnarfontur (íslenzkur) frá 1674 og tvö líkneski af Kristi á krossinum. — Hitt væri farið, en það hefði verið margt: /msar merkar myndir og aðrir mikilsverðir munir. Gat hann þess, hvað orðið hefði af sumu af þessu, svo sem gullkaleiknum, sem 'Danir tóku 1551, og biskupskápunni d/ru frá dög- um Jóns Arasonar, sem Geir biskup Vídalín lót flytja til Reykjavfkur, og löngu síðar var seld Þjóðmenjasafninu fyrir 600 kr., án þess að sóð verði, að Hólakirkja hafi fengið andvirðið. Margt fleira væri og nú á Þjóðmenjasafninu; hefði mikill hluti þess verið flutt þang- að árið 1886. Þá talaði ræðumaður alment um þ/ð- ingu endurminninganna og gildi þeirra fyrir menningu þjóðanna. Hver ment- uð þjóð teldi sögulegar og s/nilegar endurminningar sínar helga dóma, sem hún reyndi að varðveita og hlynna að eftir föngum. Sem dæmi þess sagði hann nokkuð af elztu dómkirkjunum á Norðurlöndum: í Hróarskeldu, Lundi, Uppsölum og Niðarósi. Norðurlanda- þjóðirnar hafa lagt kapp á það, eink- um á sfðari tímum, að halda þeim sem bezt við með öllum þeirra munum og minjum. Dvaldi hann einkum við sögu dómkirkjunnar í Niðarósi. Norð- menn hafa á síðastliðinni öld varið of fjár til að endurreisa þessa gömlu og veglegu byggingu í hennar gamla stíl. Hafa þeir s/nt í þvf framúrskarandi þjóðrækni. Hafa þeir þó haft í mörg horn að líta á sama tíma, til að reisa land sitt og þjóð úr því niðurlæging arástandi, sem kalla mátti að hvoru- tveggja væri í, þá þeir tóku sjálfir við stjórnartaumunum 1814. En samtímis því, að nágrannar okk- ar á Norðurlöndum hafa endurbætt dómkirkjur sínar, hefir Hólakirkja ver- ið rænd sínum d/rmætustu og fegurstu munum —- síðast 1886. Bendir það á, að hór á landi hafi ríkt annar andi gagnvart fornmenjunum, en meðal bræðraþjóða vorra. Bót í máli er það þó, að mikill hluti þess, sem kirkjan hefir mist, er til í Þjóðmenjasafni landsins. Það er því ekki eyðilagt, þó Hólakirkja hafi mist það. En engu minni ástæða virðist til, að Hólakirkja væri færð aftur í sinn forna stíl, en aðrar dómkirkjur Norðurlanda. Hún er elzt þeirra allra o: hór hefir kirkjan staðið lengur á sama stað en nokkur hinna. Hingað koma /msir til að skoða sögustaðinn, en fá fátt að lfta, er beri vott um forna frægðartíma. Margt af því, sem áður var til, verður ekki endurreist. Skilyrðin vanta til þess, að það só hægt. En kirkjuna er hægt að færa í sinn forna búning. — Munir hennar eru margir til og góðar lysingar af öðrum. Þetta er því alt hægt að endurn/ja, ef menn vilja. Kirkjan sjálf er stæðilegt hús. Hór er því að eins að ræða um endurn/jun hins veglega búnings, sem hún átti. Á fyrri tímum lagði almenningur á Norðurlandi fram mikla vinnu, þá Hóladómkirkja var bygð. Svo var það á dögum Jón Ogmuudssonar og Gísla Magnússonar (um 1760). Er það óskandi, að landsmenn, ekki sízt Norðlendingar, vildu sem fyrst hefjast handa til að styðja að endur- n/jun Hóladómkirkju, svo að hún verði framvegis s/nilegur vitnisburður vak- andi þjóðræknisanda, en ekki svefns og hirðuleysis um helgar þjóðminjar, eins og hún er nú. Að endingu gat ræðumaður þess, að tveir af þeim mónnum, sem kunnastir eru þessu efni, og færastir til að sjá um þær endurbætur, sem hór er um að ræða, hefðu símað til sín um morg- uninn, minst á þetta mál og boðist til að styðja að framkvæmdum á endur- bótum kirkjunnar eftir því sem þeir gætu. Þessir menn eru þeir Matthías Þórðarson þjóðmenjavörður og Rögn- valdur Ólafsson byggingarmeistari. Er aðstoð þessara manna sórstaklega mik- ilsverð, því að þeir vita manna bezt, hvað á að gera og ekki að gera í þess- um efnum. Er þetta þjóðmetnaðarmál, sem ætti að gefa gaum og framkvæma, meðan tíminn er hentugur til þess. En það er einmitt sá nálægasti. Ritað 30. nóv. 1913. Viðstaddur. „Jaröeign“ Ritgerð með þeirri fyrirsögn hefir Páll kennari Zophóníasson á Hvann- eyri ritað í Frey 3. nr. þ. á. í þessari ritgerð sinni heldur hann því fram, að landið [0: landssjóður) eigi að eignast allar jarðeignir á land- inu, og vill hann með þvi fyrir- byggja: 1. að jarðirnar verði bútaðar niður við arfaskifti, 2. að prangað verði með þær til þess að græða á þeim eða ræna þær hlunnindum eða öðrum nytjum, og 3. að jarðir eða landsnytjar verði seldar út úr landinu, eða kom- ist í héndur útlendinga. Ekki verður því neitað, að þörf er á að sporna við öllu þessu, ein- kum þó því, að jarðirnar komist i hendur prangaraogútlendinga. Hvort- tveggja er meira eða minna tap fyrir þjóðina, og verður með einhverjum ráðum að afstýra þvi i tíma. Hitt er annað mál, hvort það sé heppi- legasta leiðin, sem P. Z. stingur upp á, að landið eignist allar jarðir. Um það verða vafalaust skiftar skoð- anir. í það minsta er það mál þess vert, að vel sé athugað áður en lagt sé inn á þá braut. Og skal eg nú gera nokkrar athugasemdir við þá uppástungu Páls. Fyrsta spurningin verður þá: Hvar á að taka fé til að kaupa jarðirnar fyrir? Taka lán til handa landssjóði, býst eg við að svarið verði. Það mun vera framkvæmanlegt, ef láns- traust landssjóðs fer heldur vaxandi en minkandi. En slík lán verður að borga aftur, eins og venja er til. En það verður ekki gert nema á einn hátt, með því að leggja skatt á þjóð- ina fram yfir aðrar þarfir landssjóðs, láta meðal annars þá, sem selja jarð- irnar, og niðja þeirra borga þær. Afgjöld jarðanna hrökkva eiginlega ekki fyrir meiru en rentum af láns- fénu, ef þær þá nægja til þess. Þyrfti landssjóður 30—40 ár til að kaupa allar jarðeignir, þá yrði hann að verja alt að x/a tniljón króna á ári að meðaltali til jarðakaupa, ef allar jarðeignir væru metnar á 15— 16 miljónir króna, og þó innkaups- tíminn yrði helmingi lengri, þá hlyti sú gjaldabyrði að verða mjög tilfinn- anleg fyrir þjóðina. Annað er það, að þo landssjóður verði eigandi jarðanna í landinu, er þá líklegt að þing og stjórn kunni að fara svo með þessa eign, að bet- ur sé borgið en í höndum bænda. Óvíst er það, minsta kosti að sumu leyti. Þing og stjórn yrði að sýna hygg- indi og hagsýni í meðferð slíkra stóreigna, bæði af því, að þær eru mikils virði og einkum vegna þess, að öll sú stjórn, er snertir þessar eignir, varðar svo mikið hag bænda yfir höfuð. Sem leiguliðar mundu bændur verða að eiga margt undir landssjórninni og umboðsmönnum hennar, hversu fullkomin sem ábúð- arlöggjöfin yrði úr garði gerð. Hlut- dræg og æsingagjörn stjórn gæti notað vald sitt til þess að bola bændur út af jörðum, eða bægt nýtum mönnum frá að komast á jörð, ef þeir eru mótstöðumenn þeirra i stjórnmálum, en slikt mundi ekki einungis baka einstaklingum tjón, heldur og ala upp í landinu pólitiskst ósjálfstæði á aðra hlið, en drottnunargirni á hina. Ennfremur gæti þing og stjórn vanrækt á ýmsa lund að upp- fylla réttmætar kröfur leiguliða, jafn- vel þó þær væru lögum samkvæmar. Fjárkröggur landssjóðs, sem vel eru hugsanlegar, gætu meðal annars orð- ið tilefni til slíkrar vanrækslu. Krögg- urnar gætu lika orðið tilefni til ann- ars: þess, að jarðarleiga yrði hækk- uð til að afla landssjóði tekna, þeg- ar þrotin væru önnur úrræði. Þannig virðist mér að margt bendi til þess, að ekki sé betra að eiga landssjóð sem landsdrottin, en ein- hvern einstakling, kröfuharðan, órétt- sýnan og efnalega illa stæðan. Hagur og »yfirráð« landssjóðs verða ávalt háð rás viðburðanna, en ham- ingjan má vita, hvort viðburðirnir stefna allir í hagstæðu áttina í fram- tíðinni fyrir landssjóðinn. Þá er að líta á kostnaðarhliðina á þessu máli. Sennilega mundi verða bætt við nýjum embættum i stjórnarráðinu, eða annarstaðar á vel völdum stað, til að hafa sérstakt eftirlit og um- sjón með þessum jarðeignum lands- ins, með sæmilega háum launum, og innköllunar- eða umboðsmenn út um alt land, sem allir fengju prósentur eða þóknun fyrir starfa sinn, og væri nú afnumin fasteigna- tíund og tekjuskattur, sem nú hvílir á jarðeignum, þá færi að höggvast stórt skarð í fúlgu þá, sem lands- sjóður fengi eftir jarðirnar, þegar þetta alt dregst frá, með meiru, sem eg skal ekki minnast á nú. Þá mér virðist sú hlíðin, er snýr við hinu opinbera í þessu jarðeigna- máli, ekki vera neitt tiltakanlega glæsi- leg, samanber það, sem á undan er sagt; þvi er líka margt annað at- hugavert við þessa jarðasölu, eða af- nám óðalsréttarins. Þegar jarðirnar væru komnar í landssjóð, þá hafa bændur tapað með öllu þeim eignum, sem þeir geta boðið bönkum eða öðrum lánsstofn- unum til tryggingar lánum, t. d. framleiðslulánum, sem tekin eru til auka bústofninn, eða til að vinna arðsamar jarðabætur. Enginn vafi< er á því, að fjöldi af lánum, sem nú hvíla á jörðum, eru þess konar lán, en þau lán eru, eins og allir vita, öflug lyftistöng í framkvæmd- um bænda og efnahag, og geta allir farið nærri um það, hve mikill hnekk- ir það yrði fyrir landbúnaðmn, að missa slika tryggingu; auk þess er á það að lita, að í raun og veru eru það jarðirnar, sem hafa frá aldaöðli gert landbúnaðinn trygga atvinnu- grein. Það eru þær, sem í raun og veru eru sterkasta stoðin þegar á reyn- ir, en ekki lausafjáreignin. Jarðirnar era ávalt í sínu fulla gildi, hvernig sem alt veltist, en lausaféð gengur til þurðar þegar illa gengur og árar. Þegar því litið er á landbúnaðinn, sem heild, þá verður ekki betur séð, en að ef uppástunga P. kæmist í framkvæmd, yrði honum veittur sá áverki, er hann fengi aldrei bættan. Þá er að minnast á húsabæturnar. Hvernig ætli byggingar á jörðum mundu líta út, þegar landssjóður væri orðinn eigandi jarðanna? Eg hygg þvi fljótsvarað. Eigi landssjóður að byggja upp á jörðunum, þá mundi hann skorta fé til þess, og afleiðingin yrði óhjákvæmilega sú, að húsakynni yrðu léleg og ófullnægjandi og kæm- ust seint í það lag, sem sanngjarnar kröfur mundu heimta og viðunandi væri. — Aftur á hinn bóginn, væri það ráð tekið, að láta leiguliða hýsa á ábýlisjörðum sínum, þá hafa þeir ef til vill færri úræði til þess en bændur í sjálfsábúð mundu hafa. Fyrst og fremst hafa þeir engin jarðar- veð til að bjóða bönkum og öðrum lánsstofnunum fyrir lánum til húsa- bóta. I öðru lagi mundu þeir verða tregir til að byggja upp, meðal ann-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.